Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 23
sínum og þrátt fyrir allt hóf skólinn sitt hefðbundna skólaár um haustið. Það var að duga eða drepast. Skól- anum hafði formlega verið lokað en ákveðið var að halda kennslunni áfram í gegnum Netið. Hægt er að loka byggingu en erfiðara er að loka á hugmyndir. Rómantískar hugmyndir eftir sjálfstæði Og það er ef til vill kjarni málsins. Hugmyndin á bak við háskólann var sterk og ljóst að hún yrði ekki svo auðveldlega lamin niður. Hún fól í sér frelsi til að skiptast á skoðunum, von um breytingar og ósk um eitt- hvað annað og meira. Hún var hug- arfóstur hugsjónafólks sem eftir fall Sovétríkjanna var uppfullt af róman- tískum hugmyndum. Skólanum var komið á laggirnar af nokkrum fræði- mönnum sem voru staðráðnir í að reyna að breyta viðteknum hug- myndum um framhaldsmenntun í Hvíta-Rússlandi. Vladimir var í þess- um hópi. „Á Sovéttímanum voru í raun ekki alvöru háskólar í landinu. Við höfð- um bara skóla sem þjálfuðu nemend- ur upp fyrir eitthvað ákveðið, til dæmis kennslu. Þetta voru ekki skól- ar þar sem akademískt frelsi var meginatriði. Við vildum reyna að koma á laggirnar stofnun sem hefði slíkt frelsi að leiðarljósi. Það var ný- mæli í Hvíta-Rússlandi. Háskólar eru, og eiga að vera, samvinna nem- enda og prófessora og þar eiga marg- vísleg skoðanaskipti að geta farið fram,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. Vladimir bætir við að eftir sjálf- stæðið frá Sovétríkjunum 1992 hafi fólk haft miklar væntingar um fram- tíðina og haldið að nú tækju við lýð- ræðislegir tímar. Hann og stofnend- ur háskólans hafi séð að ef þau ætluðu að breyta einhverju í landinu yrðu þau að gera eitthvað annað en það sem ríkisskólarnir höfðu lagt áherslu á. Skólinn skyldi vera óháður ríkinu og hann skyldi mennta nýja kynslóð nemenda. „Auðvitað er þetta ákveðin áhætta“ Til að byrja með voru nemendur nokkrir tugir en þeim fjölgaði hratt. Skólinn fékk alþjóðlega athygli og var álitinn gegna mikilvægu hlut- verki í lýðræðisuppbyggingu í land- inu. Þegar honum var lokað í fyrra voru nemendur tæplega 1.200 tals- ins. Eins og er stunda 600 þeirra nám í gegnum Netið, þar af 400 í Hvíta- Rússlandi en 200 í öðrum löndum. Margir hafa yfirgefið landið því þeir vilja frekar vera annars staðar. Aðspurður hvort þeir 400 sem enn eru í Hvíta-Rússlandi og stunda fjar- námið, geti átt von á refsingu kinkar Vladimir hugsandi kolli. „Auðvitað er þetta ákveðin áhætta.“ Stjórnvöld í Litháen tóku yfir- mönnum skólans vel þegar þeir sýndu áhuga á að halda starfinu áfram og opna miðstöð skólans í Vil- níus. Fjarkennslan fór fram frá heimilum prófessoranna í Hvíta- Rússlandi en skólann vantaði stað fyrir skrifstofu sína. Hún gat vitan- lega ekki verið í Hvíta-Rússlandi. Fjarnámið sjálft er ekki viður- kennt af hvítrússneskum stjórnvöld- um. Skólanum hefur enda verið lok- að. Það verður að teljast athyglisvert að nemendur stundi háskólanám sem þeir vita ekki hvort þeir fái nokkurn tímann metið. Vladimir bendir á að þeir geri þetta vegna þess að þarna sé um að ræða öðruvísi kennslu en hjá ríkisháskólunum. Hann minnir á að opinberu skólarnir séu undir hælnum á stjórnvöldum. Í þeim ríki ekki nauðsynlegt frelsi og fólk vilji ekki vera í umhverfi sem ekki sé lýð- ræðislegt. Litháensk stjórnvöld jákvæð En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Vladimir bendir á að fjar- námsnemendurnir geti hugsanlega fengið hluta námsins metinn annars staðar. Og kannski geta þeir seinna komið til Litháen og útskrifast þaðan frá Evrópska hugvísindaháskólanum – í útlegð. Í lok næstu viku mun nefnilega kennsla hefjast í nýjum heimkynnum skólans í Vilníus. Þar verða kennarar og nemendur augliti til auglitis í hefðbundnu háskóla- námi. Á mánudag eru 260 nemendur væntanlegir frá Hvíta-Rússlandi til að setjast á alvöru skólabekk á nýjan leik – í þetta skipti í útlagaháskóla í Litháen. Umsóknir um skólavist í Vilníus bárust frá miklu fleiri nemendum en hægt var að taka á móti. Fjarkennsl- an heldur eftir sem áður áfram fyrir aðra nemendur en vonir standa til að í framtíðinni verði hægt að koma á fót öflugum háskóla Hvít-Rússa í Litháen. Litháenska ríkisstjórnin hefur tekið vel í hugmyndina og utanrík- isráðherra landsins hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja nemendum vegabréfsáritanir og dvalarleyfi. Prófessorar við skólann munu skiptast á að koma til Litháen frá Hvíta-Rússlandi í 10 daga í senn. Á milli höfuðborganna er ekki nema tveggja tíma akstur. Hjá skólanum geta menn einungis vonað að hvít- rússnesk stjórnvöld setji þeim ekki stólinn fyrir dyrnar þegar þeir koma og fara frá landinu. Alþjóðlegur stuðningur Evrópusambandið hefur sýnt vilja til að aðstoða við að opna og reka útlagaháskólann í Vilníus. Í fréttatil- kynningu frá Norrænu ráðherra- nefndinni í seinustu viku kom fram að norrænu samstarfsráðherrarnir hafa einnig rætt þann möguleika að styrkja skólann. Ísland á sæti í Nor- rænu ráðherranefndinni. Í fréttatil- kynningunni segir að líta megi á útla- gaháskólann sem framlag til lýðræðisþróunar í Hvíta-Rússlandi. „Ég er mjög þakklátur fyrir stuðn- inginn,“ segir Vladimir, hugsar málið örlitla stund og bætir síðan við: „Við erum að berjast gegn stjórninni og fyrir háskólafrelsi ásamt fólki frá öðrum löndum. Það er mikilvægt fyr- ir okkur. Við erum ekki ein í þessu.“ sigridurv@mbl.is ’Skólinn menntaðiverðandi elítu lands- ins og gerði það að mati forsetans undir mjög sterkum vest- rænum áhrifum. Það var óæskilegt og stemmdi ekki við hans eigin hug- myndafræði.‘                           MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 23 www.leikhusid.is Þröstur Leó Gunnarsson Leikari ársins í aukahlutverki Gríman 2005 Sýningum lýkur í október Húsin eru seld á þremur byggingastigum. Verð frá kr. 955.000 m/vsk. Húsin verða tilbúin til afhendingar feb.-mars 2006. 5 ára reynsla á Íslandi. Sjá nánar heimasíðu okkar: www.kvistas.is Sölumaður: Jóhannes, sími 482 2362. Kvistás s/f Selfossi. kvistas@simnet.is Gestahús 24 fm gestahús, byggð úr gegnheilum harðvið Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Barcelona 23. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 Netverð Kraká 3. nóv. Kr. 41.190 Flugsæti með sköttum Netverð Vín 3. nóv. Kr. 41.190 Flugsæti með sköttum Netverð Prag 10. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 Netverð Búdapest 17. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 Netverð Havana 8. nóv. Kr. 59.490 Flugsæti með sköttum Netverð Einræðisherra Evrópu Reuters Aleksander Lúkasjenkó stjórnar Hvíta-Rússlandi með ægivaldi, líður enga gagnrýni og ákvað að loka ein- faldlega Evrópska hugvísindaháskól- anum. Í HVÍTA-Rússlandi búa tæpar 10 millj- ónir og landið er tvöfalt stærra að flatarmáli en Ísland. Það var hluti af Sovétríkjunum þangað til árið 1991. Árið eftir var Evrópski hugvís- indaháskólinn stofnaður í höfuðborg- inni Minsk. Landsmenn fögnuðu ákaft þegar þeir hlutu sjálfstæði fyrir 14 árum en lýðræðislegar vonir minnkuðu í takt við aukin völd forsetans Aleksanders Lúkasjenkós. Þegar hann var fyrst kosinn árið 1994 lofaði hann að berj- ast gegn spillingu og koma á jafn- vægi, en raunin hefur orðið öll önnur. Óeðlilegar kosningar tryggðu áframhaldandi völd Síðan Lúkasjenkó komst til valda hefur hann hert tök sín á fjölmiðlum, viðskiptaheiminum, skólum og í raun öllu því sem mögulega gæti ógnað honum. Erlendar fjárfestingar eru litlar sem engar í landinu og fjárfestar halda sig í öruggri fjarlægð. Dauða- refsingar viðgangast. Fréttamenn hafa verið sóttir til saka fyrir að gagnrýna forsetann. Slík gagnrýni getur leitt til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Alþjóðleg nefnd sem vernda á fréttamenn hefur lýst því yfir að Hvíta-Rússland sé eitt af 10 verstu löndum í heimi til að starfa við fréttamennsku í. Aðgerðirnar gegn Evrópska hugvísindaháskól- anum eru sagðar dæmigerðar fyrir Lúkasjenkó. Fyrir tæpu ári var haldin þjóð- aratkvæðagreiðsla í Hvíta-Rússlandi um möguleika forsetans á að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Stjórn- arandstaðan og alþjóðlegir eftirlits- menn fullyrtu eftir kosningarnar að þær hefðu ekki farið fram með eðli- legum hætti og verið langt frá því að vera lýðræðislegar. Úrslitin sýndu að 77% kjósenda samþykktu ráðahag forsetans. Þrátt fyrir gagnrýni á kosningarnar var niðurstöðunni hald- ið til streitu. Maðurinn, sem þá þegar var gjarnan vísað til sem síðasta ein- ræðisherra Evrópu, sat áfram við völd. Neitun um vegabréfsáritanir á báða bóga Bandaríkin og Evrópusambandið hafa reynt að auka þrýsting á Lúk- asjenkó. Bandaríkin settu við- skiptabann á landið í nóvember í fyrra og Evrópusambandið hefur sett ferðabann á forsetann og aðra hátt- setta embættismenn. Þeir fá ekki að ferðast til ríkja sambandsins. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa sjálf takmarkað hverjir fá að koma til landsins. Fyrir jól í fyrra var sérfræð- ingi, sem skipaður var af sérstakri nefnd Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, neitað um vegabréfs- áritun. Hann átti að rannsaka stöðu mannréttinda í landinu. Ólíkt nágrannaríkjunum, Póllandi, Lettlandi og Litháen, sem tekið hafa Evrópusamvinnu fagnandi og gengu í Evrópusambandið í fyrra, neitar Lúk- asjenkó öllum hugmyndum um evr- ópska framtíð Hvíta-Rússlands. Hann hefur horn í síðu þess sem vestrænt er og vill ekki að Hvítrússar líti til vesturs. Sjálfur horfir hann í átt til Rússlands og reynir að halda góðum samskiptum við stjórnvöld í Moskvu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.