Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 27 HRETIÐ undanfarna daga á norð- anverðu landinu hefur orðið til þess að menn velta fyrir sér hegðun gæsa á næstunni. Mun hún fara fyrr á vetr- arstöðvarnar vegna þess arna eða bíður hún átekta um sinn, nánast einsog í voninni um að slakni á kuld- anum og áfram verði jafnmilt og ver- ið hefur undanfarin ár. Veiðimenn á Vestfjörðum og Norðurlandi hafa þurft að bregðast við snjónum með því að útbúa sig á annan hátt þar sem lítið gagn er í því að klæðast brúnum, gulum og græn- um felulitum þegar snjór er yfir öllu. Einn stakk upp á því að fá sér hvítan málningargalla og sagði það hafa gef- ið ágæta raun. Hvítt plast, t.d. rúllu- baggaplast en nóg er til af því, ætti að gera sama gagn því tilgangurinn er auðvitað sá að fela sig og verða sam- litur umhverfinu. En það er lítið gagn í því að fela sig ef engin er gæs- in og spurningin stendur hvort hún láti snjóinn lítið á sig fá eða ekki. Menn hafa látið sér detta í hug að gæsin hópist fyrr en ella á Suður- landið og þar verði krökkt af gæs nú í október, gæsir sem annars hefðu dvalið lengur á Norðurlandinu. Kornið sem liggur óskorið á ökrum Norðlendinga gæti einnig freistað gæsanna ef ekki gerir frost. Hlýindi með tilheyrandi hláku yrðu svo til þess að gæsirnar hefðu úr nógu að moða þar sem eru mörg hundruð hektarar af óskornu liggjandi korni um allt Norðurlandið. Bændur eru líklega mátulega hrifnir af því að hafa ræktað korn með ærinni fyrir- höfn og sjá það svo verða að gæsa- fóðri. Rúllubaggar og kistur Benedikt Ragnarsson verslunar- stjóri í Útivist og veiði í Reykjavík segir að líklegt sé að gæsirnar hópist á Suðurlandið á næstunni. „En ef það hlánar fljótlega fyrir norðan verður veisla hjá gæsunum og veiðimenn ættu að gera það gott.“ Aðspurður segir Benedikt að mikil sala hafi verið í haust á alls kyns bún- aði til skotveiða. „Það er greinilega mikill áhugi á þessu sporti og margir nýir að koma inn í þetta. Við höfum verið að selja mikið af byrgjum og felubúnaði til gæsaveiða sem nær mönnum upp úr skurðunum. Þetta eru t.d.byrgi sem líta út eins og rúllu- baggar og tvær skyttur geta setið þægilega inn í. Þarna láta menn fara vel um sig með kaffibrúsann og jafn- vel lítinn gashitara á köldum morgni. Eins manns byrgi, kisturnar, sem menn liggja í á jörðinni og setja hálm og gras utan á undir sérstakar teygj- ur hafa einnig reynst mjög vel og að- alkosturinn er að menn geta staðsett sig þannig að þeir fá gæsirnar beint yfir sig. Nú þurfa gæsaskyttur ekki að liggja í skurðum í vöðlunum í vatni upp að mitti heldur í hlýjum útivist- argalla og veiða samt betur,“ segir Benedikt. Hann bætir því við að það sé greinilega kominn hugur í rjúpna- skyttur því margir séu farnir að leggja leið sína í búðina til að skoða hvað sé á boðstólum af varningi til rjúpnaveiða. „Það verður mikil skot- hríð á fjöllum fyrstu dagana í rjúpna- veiðinni.“ Í Sjóbúðinni á Akureyri varð Ár- mann Pétur Ævarsson fyrir svörum. „Það hefur verið talsverð sala í byssum og felubyrgjum til gæsa- veiða í haust. Það er greinilegt að ný- ir menn eru að koma inn í þetta og mikill áhugi á skotveiðum. Maður heyrir það líka á mönnum að mikil eftirvænting er eftir rjúpnaveiðinni, þar verða áreiðanlega margir á ferð.“ Ármann kveðst ekki vilja segja til um hvað hretið hafi mikil áhrif á gæsaveiðina. „Ég hef heyrt af veiði- mönnum sem hafa verið að gera það ágætt undanfarna daga þrátt fyrir snjóinn. Það er ennþá talsvert af gæs hér á Norðurlandinu þó óvíst sé hvað hún verði hér lengi ef snjóinn tekur ekki upp.“ Ákveðin svæði hafa gefið minna í ár Kjartan Ingi Lorentz í Veiðibúð- inni Hlað í Reykjavík segist hafa fundið fyrir mikilli nýliðun í hópi skotveiðimanna. „Þetta er greinilega sterkur árgangur sem er að koma inn,“ segir hann. „Við höfum verið að selja mikið af fatnaði, gervigæsum og byssum til manna sem eru að stíga fyrstu skrefin í veiðunum. Hinir sem lengra eru komnir eru líka að bæta við sig búnaði enda er þetta græju- sport. Felubyrgi af ýmsum tegund- um hafa selst vel í haust en þó eru líka margir veiðimenn sem vilja stunda veiðarnar á hefðbundinn hátt og liggja fyrir gæsinni á náttúruleg- um felustöðum. Því er þó ekki að neita að það fer betur um menn í felu- byrgjunum, bæði hlýrra og þurrara.“ Kjartan segist merkja af samræð- um við veiðimenn víða um land að ákveðin svæði hafi gefið minna af fugli en undanfarin ár. „Það er t.d. greinilegt að heiðagæsin hélt sig meira á austanverðu landinu og hefð- bundin veiðisvæði á Norðvesturlandi gáfu minna en undanfarin ár. Þetta getur stafað af því að þessi svæði eru þurrari og fuglinn leitar annað. Hret- ið undanfarna daga hefur síðan haft áhrif á grágæsina og hún er að flytja sig þessa dagana af Norðurlandinu suður yfir heiðar.“ Þrátt fyrir þetta segir Kjartan að menn hafi verið að veiða ágætlega en það sé með veiðar eins og annað að þeir sem stunda veiðarnar fá meira en hinir sem heima sitja. „Ég heyri ekki annað en menn séu nokkuð sátt- ir þrátt fyrir ótíðina fyrir norðan. Í heildina er nóg af fugli því varp tókst vel bæði hjá grágæsinni og heiða- gæsinni en það er aftur meiri spurn- ing með blesgæsina og helsingjann. Endurnar náðu líka góðu varpi þann- ig að þetta eru sterkir stofnar sem verið er að veiða úr.“ Ætla að gæta hófs við veiðarnar Kjartan kveðst merkja mjög ákveðinn tón í veiðimönnum varð- andi rjúpnaveiðina framundan. „Það er greinilegt að menn ætla að gæta hófs við veiðarnar og tryggja að þeir geti veitt rjúpur um ókomin ár. Menn eru almennt mjög sammála um að skjóta bara fyrir sig en ekki fyrir Siggu frænku líka og fara þannig að tilmælum umhverfisráðherra um veiðimagnið. Þetta eru ekki síður menn sem veiddu áður ógrynni af rjúpum en þeir sem minna veiddu. En það er mikil eftirvænting og spenna í veiðimönnum um að komast til rjúpnaveiða á nýjan leik.“ Skotveiði | Margir nýir veiðimenn að koma inn í sportið Erum að ná mönnum upp úr skurðunum Veiðimenn geta nú setið inni í gerviheyrúllu, haft það notalegt með kaffibolla og gashitara meðan beðið er eftir gæsunum. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ENSKA ER OKKAR MÁL Talnámskeið að hefjast - 5 vikur Frá byrjendum til framhalds - aukaorðaforði og sjálfstraust Vertu velkomin í heimsókn og ráðgjöf Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Einnig: • Skrifhópar - bæta við færni í enskri ritun. • Umræðuhópar fyrir framhaldsnemendur - Viðskiptaenska umræðuhópar. • Símsvörun (2 skipti), TOEFL (3 skipti). • Barnanámskeið (5-12 ára) og 8.-10. bekk - 5 vikur. FRÉTTIR Kaaber og Sigþór A. Heimisson sem leika í sýningunni en leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Sl. miðvikudag voru þeir félagar á Hólmavík og sýndu fyrir alla nemendur og starfs- fólk grunnskólans þar, við góðar undirtektir. Hólmavík | Stoppleikhópurinn er á ferðalagi í grunnskóla landsins með leiksýningu um Hrafnkelssögu freysgoða. Eins og sjá má spila hefndir og hetjudáðir stórt hlutverk í þeirri sögu eins öðrum Íslend- ingasögum. Það eru þeir Eggert A. Morgunblaðið/Kristín Einarsdóttir Sýna Hrafnkelssögu freysgoða í grunnskólum Fjarðabyggð | Á föstudag hófst 15. landsmót Samfés í Fjarðarbyggð. Í fréttatilkynningu segir að á mótið mæti fulltrúar unglingaráða flestra félagsmiðstöðva á landinu, með því markmiði að hittast, kynnast öðrum unglingum alls staðar að af landinu og til að vinna í mismunandi smiðjum í einn dag. Smiðjurnar eru tuttugu talsins í ár og er efni þeirra mjög fjölbreytt. Sem dæmi um smiðjur eru matarsmiðja, tónlistarsmiðja, íþróttasmiðja, áskorunarsmiðja, kaj- aksmiðja, danssmiðja, golfsmiðja, hestasmiðja o.fl. o.fl. Í ár eru um 300 þátttakendur á landsmótinu frá 60 félagsmiðstöðv- um um allt land. Dagskráin hófst á föstudagskvöld með setningarat- höfn, m.a. tónlistatriðum og ávörp- um. Hafsteinn Snæland, fram- kvæmdastjóri Samfés, segir að landsmótið sé mjög gott dæmi um heilbrigða skemmtun unglinga á Ís- landi. „Samfés leggur mikið í að skipuleggja þennan atburð ár hvert þar sem hann er flaggskip atburða vetrarins. Unglingarnir sem mæta á þennan atburð fara til síns heima með aukinn kraft og vonandi þekk- ingu úr smiðjunum sem þau geta miðlað til jafningja sinna heima,“ segir Hafsteinn. Mótinu lýkur í dag. Landsmót Samfés í Fjarða- byggð ÍRANSKI kvikmyndaleikstjórinn Abbas Kiarostami heldur námskeið á mánudag, þar sem hann miðlar reynslu sinni af kvikmyndagerð. Hér er ekki um lítinn feng að ræða, enda er Kiarostami af mörgum talinn einn besti kvikmyndagerðarmaður sam- tímans. Hann hefur þrisvar verið til- nefndur til gullpálmans í Cannes, og fékk hann árið 1997 fyrir myndina Keimur af kirsuberjum auk þess sem breska dagblaðið The Guardian útnefndi Kiarostami sjötta besta nú- lifandi kvikmyndagerðarmann heimsins. Heimildarmynd Kiarostamis, 10 on Ten, frá árinu 2004 verður sýnd í upphafi námskeiðsins og síðan rædd. 10 on Ten fjallar um sögu og gerð kvikmyndarinnar Tíu, frá árinu 2002. Námskeiðið fer fram mánudaginn, 3. október í hátíðarsal Háskóla Ís- lands frá kl. 13–17. Skráningargjald er kr. 5000 og fer skráningin fram á heimasíðu hátíðarinnar, www.film- fest.is. Enn laus sæti á masterclass Kiarostamis UM helgina hefur staðið yfir á Seyðisfirði Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, einstaklingskeppni á vegum Íþróttafélaganna Vilj- ans á Seyðisfirði og Örvars á Egilsstöðum. Þetta er í fyrsta skiptið sem mótið er haldið á Austurlandi. Boccia gengur í stuttu máli út á það að leikið er með 6 boltum. Þeir eru hafð- ir í sitt hvorum lit, t.d. þrír bláir og þrír rauðir. Síðan er einn aukabolti hvítur. Hvíta boltanum er fyrst kastað fram á völlinn og er mark- miðið að hitta sem næst hon- um með hinum boltunum. Það lið sem hefur fleiri bolta og nær þeim hvíta fær flest stig. Keppendur, sem eru um 160 talsins koma af öllu land- inu. 160 keppend- ur taka þátt í Íslandsmótinu í boccia RANGT var farið með skulda- lækkun hjá Þórshafnarhreppi í blaðinu í gær í frétt um sölu á fé- lagslegu húsnæði. Skuldirnar lækk- uðu um 110 milljónir við söluna en ekki um 10 milljónir eins og sagði í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT 110 milljóna lækkun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.