Morgunblaðið - 02.10.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 33
arbræður líka orðið að þola vegna rannsóknar í
Svíþjóð á hlutabréfaviðskiptum þeirra. Þeir
komu með glæsilegum hætti út úr þeirri rann-
sókn. Eimskipafélagið hefur líka orðið að þola
húsleit vegna kæru frá samkeppnisaðila.
Það eru m.ö.o. sjö fyrirtæki, sem vitað er um
að hafa orðið að þola húsleit yfirvalda á síðustu
árum. Kannski eru þau fleiri án þess að það hafi
vitnast. Þetta er hlutverk þeirra eftirlitsstofn-
ana, sem settar hafa verið upp skv. lögum frá
Alþingi Íslendinga. Þetta er þáttur í starfi
þeirra. Þetta er gert í öllum nálægum löndum
og þykir nú orðið ekki tiltökumál. Væntanlega
vill þjóðin, að þessar stofnanir sinni verkefnum
sínum?!
Þessum aðgerðum eftirlitsstofnana hefur ver-
ið misjafnlega tekið af forráðamönnum þeirra
fyrirtækja, sem hlut eiga að máli. En þeir mega
ekki gleyma því, að þeir eru ekki hafnir yfir lög-
in. Þótt fyrirtækin séu stór og veiti mörgu fólki
atvinnu verða þau að lúta íslenzkum lögum. Þótt
eigendur þeirra séu auðugir á íslenzkan mæli-
kvarða og nú orðið jafnvel á alþjóðlegan mæli-
kvarða þýðir það ekki að þeir séu hafnir yfir
lögin.
Í einu þessara tilvika hefur sú eitraða blanda
orðið til, sem upp kom í Geirfinnsmálinu og Haf-
skipsmálinu, þegar viðskiptahagsmunir, stjórn-
málahagsmunir og fjölmiðlar koma saman í einn
stóran grautarpott, sem hrært er í frá degi til
dags. Það var hætta á því að þetta gerðist líka
varðandi rannsóknina á olíufélögunum en það
varð ekki.
Það er enginn munur á því, hvernig staðið
hefur verið að rannsókn á málefnum Baugs og
málum olíufélaganna. Forráðamenn Baugs hafa
haldið því fram, að pólitískar ástæður hafi legið
að baki húsleit og rannsókn á viðskiptaháttum
fyrirtækisins en eftir atburði síðustu daga ætti
öllum að vera ljóst, að þar var „lítill Lands-
símamaður“ á ferð, sem raunar hefur legið fyrir
frá upphafi. Forráðamenn olíufélaganna hafa
áreiðanlega velt því fyrir sér hvað hafi hrundið
rannsókn á málefnum olíufélaganna af stað en á
þessari stundu er ekki vitað hvort þar var líka
„lítill Landssímamaður“ á ferð. Kannski verður
það einhvern tíma upplýst. Forráðamenn Baugs
telja bersýnilega að „litli Landssímamaðurinn“
hafi notið stuðnings úr öðrum áttum í þeirra
máli. Skyldi „litli Landssímamaðurinn“ – ef
hann var á ferð í máli olíufélaganna – hafa notið
stuðnings úr einhverri átt?
En segjum sem svo að „litlir Landssíma-
menn“ hafi verið á ferð í þessum málum báðum
– er það eitthvað ljótt? Ekki er það svo að mati
Bandaríkjamanna, sem annaðhvort eru búnir að
setja lög til þess að verja stöðu „lítilla Lands-
símamanna“ þar í landi eða eru að íhuga að
setja slík lög.
Það er kannski kominn tími til að ræða hvort
tilefni sé til að setja slík lög á Íslandi og tryggja
stöðu „lítilla Landssímamanna“? Þá þurfa þeir
ekki að örvænta um sinn hag eins og nýleg
dæmi eru um. Þá þurfa þeir ekki að velta því
fyrir sér hvort þeir eigi að þora að tala við nafn-
greinda lögfræðinga af ótta við að á milli þeirra
og stórfyrirtækja, sem hlut eiga að máli séu
hagsmunatengsl, sem geri það að verkum, að
fyrir þá verði ekki unnið af heilindum.
Er þetta ekki kjörið málefni fyrir núverandi
og fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur
Skarphéðinsson, til þess að taka upp á Alþingi
og bera fram til sigurs? Ekki verður því trúað
að þau Össur og Ingibjörg Sólrún vilji ekki
tryggja stöðu „lítilla Landssímamanna“ í okkar
þjóðfélagi.
Í ljósi þess að það sama, sem gengið hefur yf-
ir forráðamenn Baugs snýr að forráðamönnum
annarra stórra fyrirtækja á Íslandi má spyrja
hvers vegna þjóðfélagið er hvað eftir annað sett
á annan endann vegna þess, að sama máls-
meðferð er í gangi varðandi Baug og önnur fyr-
irtæki. Af hverju er ekki allt á öðrum endanum
yfir því, að það er verið að rannsaka málefni ol-
íufélaganna hjá efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra? Svarið er einfalt. Forráðamenn
Baugs hafa keypt fjölmiðla, marga fjölmiðla, og
þeir hafa kosið að beita þeim til þess að draga
athyglina frá kjarna málsins, efnisatriðum
ákærunnar, sem á þessari stundu er að vísu í
þeirri stöðu að henni hefur verið vísað frá dómi.
Og þeir hafa fengið starfsmenn þessara fjöl-
miðla til að taka þátt í þeim leik.
Undanfarna daga hafa tveir aðilar hvatt til
þess, að opinber rannsókn fari fram á aðdrag-
anda að kæru „litla Landssímamannsins“ í
Baugsmálinu. Þetta er þau Margrét Frímanns-
dóttir og Hreinn Loftsson, stjórnarformaður
Baugs. Tillögur þeirra hafa komið fram í kjölfar
þess, að upplýst hafi verið að ritstjóri Morg-
unblaðsins hafi rétt þessum „litla Landssíma-
manni“ hjálparhönd við að fá lögfræðing til
starfa fyrir sig.
Morgunblaðið hefur fagnað því, að þessi til-
laga er fram komin. Blaðið hefur hvatt til þess
að slík rannsókn fari fram. Slík rannsókn mundi
leiða sannleikann í ljós.
Það er alveg augljóst að forráðamenn Baugs
telja sig ranglæti beitta. Og þeir sem upplifa
umhverfi sitt þannig verða reiðir. En úr því að
þeir eru svo sannfærðir um sakleysi sitt má
spyrja hvers vegna þeim er ekki annt um að
efnislegur dómur falli.
Þegar ákærurnar í Baugsmálinu eru lesnar er
alveg ljóst, að það liggur ekkert beint við að hin-
ir ákærðu verði sakfelldir. Hvers vegna má þá
ekki fá efnislegan dóm? Ekki þurfa þeir að ótt-
ast að málsvörnin verði ekki nægilega sterk.
Þeir eru með marga helztu lögfræðinga landsins
í vinnu fyrir sig. Og ekki þurfa þeir að óttast að
málsvörn þeirra komist ekki til skila til almenn-
ings. Morgunblaðið hefur sýnt þeim þá sann-
girni að birta orðrétt hvern einasta staf í máls-
vörn þeirra, sem þeir hafa sent frá sér, og er
eini fjölmiðillinn, sem það hefur gert.
Lærum af
reynslunni
Við skulum læra af
reynslunni. Látum
Baugsmálið ekki
verða að nýju Geir-
finnsmáli eða nýju Hafskipsmáli. Látum Baugs-
málið ekki skapa neikvætt og eitrað andrúms-
loft í kringum okkur. Látum Baugsmálið ekki
verða til þess að góðir vinir og kunningjar verði
að óvinum. Látum Baugsmálin ekki verða til
þess að hugarórar verði að veruleika í hugum
fólks.
Það koma fleiri mál á eftir Baugsmálinu. Mál-
efni olíufélaganna eru á næsta leiti. Hverjir hafa
áhuga á sams konar umræðum um þau?
Það er athyglisvert að upplifa að hinn þögli
meirihluti Íslendinga, bóndinn á Barða-
strönd, sjómaðurinn á Reyðarfirði, kennarinn
í Kópavogi, allir þeir og margir fleiri sjá þess-
ar umræður í skýru ljósi. Yfir ritstjóra þessa
blaðs hafa dembst á undanförnum dögum sím-
hringingar og tölvupóstar og boðskapurinn er
alltaf sá sami; ekki birta það, sem þú hefur
undir höndum. Ekki detta í sama forarpytt og
aðrir. Við viljum ekki meira af þessum um-
ræðum.
Þetta eru góð ráð og þetta eru heilbrigðar
ráðleggingar. Þetta fólk sér þessar umræður í
skýrara ljósi en gáfumennirnir í landinu, rithöf-
undarnir, háskólakennararnir, fræðimennirnir
og allir þeir.
Það er ástæða til að hlusta á þetta fólk og það
eiga fleiri að gera en Morgunblaðsmenn.
Morgunblaðið/RAX
Vetur og haust mætast.
Það er kannski
kominn tími til að
ræða hvort tilefni sé
til að setja slík lög á
Íslandi og tryggja
stöðu „lítilla Lands-
símamanna“? Þá
þurfa þeir ekki að
örvænta um sinn
hag eins og nýleg
dæmi eru um....
Er þetta ekki kjörið
málefni fyrir núver-
andi og fyrrverandi
formenn Samfylk-
ingarinnar, Ingi-
björgu Sólrúnu
Gísladóttur og Öss-
ur Skarphéðinsson,
til þess að taka upp
á Alþingi og bera
fram til sigurs?
Laugardagur 1. október