Morgunblaðið - 02.10.2005, Side 50
50 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fólk heldur að það þekki þig vel, en
satt best að segja er ýmislegt í þínu
fari sem þú vilt halda leyndu fyrir öðr-
um. Kannski siglir þú undir fölsku
flaggi í dag. Ó, er það ekki? Kannski er
tími til kominn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hlutirnir fara hægt af stað en nautið
lifnar fljótt við þegar einhver veitir því
samkeppni. Ein leið til þess að forðast
innkaup af gáleysi er að muna hversu
sársaukafullt það er að borga eitthvað
sem maður man ekki eftir því að eiga.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ástvinur stjórnar tvíburanum eins og
brúðu – eða það heldur hann. Það er
auðveldara að fá sínu framgengt þegar
maður lætur aðra halda að eitthvað sé
þeirra hugmynd. Sniðugi tvíburi.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú átt þér draum. Manst’ekki? Svo
margir hafa sagt þér að hann sé
ómögulegur, að kannski ertu búinn að
gleyma honum. Hvað er þetta (meðal-
mennsku) fólk að fást við þessa dag-
ana?
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið þarf ekki að reyna að vera
mikilvægt til þess að láta eitthvað ein-
stakt gerast. Það skiptir máli og mun
skipta enn meira máli er það áttar sig á
því hvað er mikilvægt; lítil, mikilvæg,
ekta augnablik með ástvinum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er hógværðin uppmáluð út á
við. En sálin er strípalingur sem baðar
sig allsnakinn í sólskininu. Hún er
hamingjusöm þótt það sé ekki í tísku
núna og kærir sig kollótta um hver veit
það.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Voginni bregður í brún þegar óvænt
snurða hleypur á þráðinn í peninga-
málum. Settu háa upphæð í veskið og
láttu eins og þú eigir peninga, til þess
að snúa þróuninni við. Samband við
naut kemur ekki að sök.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn býr yfir einbeitni, metn-
aði og orku, en er hann í rétta dress-
inu? Líklega ekki. Það er kominn tími
til að kaupa sér valdsmannsleg jakka-
föt. Kannski eru þau á útsölu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmanninum liggur svo á að komast á
næsta áfangastað, að hann má varla
vera að því að pakka nauðsynjum sem
tilheyra atvinnumanninum; eyrum sem
hlusta, augum sem þekkja lygar og
kímni sem nístir í gegnum merg og
bein.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin fer yfir strikið en lendir
samt standandi. Hvernig stendur á því
að ef einhver annar gerir það sama,
lendir hann í fangelsi? Það er ekki hvað
maður gerir sem gildir, heldur hver
maður er.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gamli, góði dýrlingurinn vatnsberinn.
Hann er svo upptekinn við að sinna
öðrum að hann man ekki hvað hann
ætlar að gera sjálfur. Annaðhvort leys-
ast hlutirnir á listanum hans sjálfkrafa
eða falla í gleymsku. Eins gott. Hann
vill að aðrir þarfnist sín.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Varðandi vandamál í ástalífinu: Ann-
aðhvort hefur þú hugsað of mikið eða of
lítið um það. Einbeittu þér að einhverju
öðru, eins og til dæmis hæfileikum þín-
um, og vandinn gufar hreinlega upp.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Skorturinn á nákvæmum
afstöðum í himingeimnum í
dag er eins og lognið á
undan storminum. Líta má á þetta sem
tímabil endurstillingar – tækifæri til þess
að nota orku vogarinnar til þess að ná
jafnvægi áður en allt kemst í uppnám í
næstu viku. Mars er í afturábakgír og
komið að skuldadögunum.
Sudoku
© Puzzles by Pappocom
Lausn síðustu gátu
Þrautin felst í því
að fylla út í reit-
ina þannig að í
hverjum 3x3-reit
birtist tölurnar
1-9. Það verður
að gerast þannig
að hver níu reita
lína bæði lárétt
og lóðrétt birti
einnig tölurnar
1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu
í röðinni.
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 lak, 8 dugn-
aðurinn, 9 vel látinn, 10
ferskur, 11 móka, 13 sár,
15 málms, 18 skýla, 21
kjökur, 22 upplýsa, 23
hæðin, 24 óhemja.
Lóðrétt | 2 skærur, 3
þekkja, 4 furða, 5 heið-
ursmerkjum, 6 álít, 7
tölustafur, 12 tunga, 14
muldur, 15 ávaxtasafi, 16
þor, 17 slark, 18 herða-
skjólið, 19 eðlinu, 20 fífl.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bílar, 4 förla, 7 vélar, 8 öngul, 9 tál, 11 lóan, 13
grær, 14 álaga, 15 hörð, 17 treg, 20 bik, 22 molla, 23 nú-
tíð, 24 rugla, 25 rúðan.
Lóðrétt: 1 búvél, 2 lalla, 3 rýrt, 4 fjöl, 5 rígur, 6 aular, 10
ábati, 12 náð, 13 gat, 15 hímir, 16 róleg, 18 ritað, 19
gæðin, 20 baga, 21 knár.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn 10.október verður haldinn hátíðlegur hérá landi með fjölbreyttri og skemmti-legri dagskrá dagana 4.–10. október
næstkomandi. Guðbjörg Daníelsdóttir, sálfræð-
ingur hjá Geðhjálp, er verkefnisstjóri dagskrár-
innar, en hún segir þema dagsins í ár vera „And-
leg og líkamleg heilsa yfir æviskeiðið“. „Þetta er
fyrst og fremst gert til að vekja athygli á því að
tengslin á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu
eru órjúfanleg. Hreyfing hefur góð áhrif á geðið
og geðheilsan hefur áhrif á líkamann. Streita og
kvíði geta til dæmis brotið niður ónæmiskerfi lík-
amans. Þetta virkar sem sagt í báðar áttir og við
viljum minna á hversu áríðandi er að sinna and-
legu heilsunni, ekki síður en þeirri líkamlegu.
Við byrjum á þriðjudaginn með fimm fræðslu-
erindum um geðheilsu í Gerðubergi sem hafa
yfirskriftina „Að vera manneskja“. Á föstudeg-
inum verður svo Ráðstefna um geðheilbrigðismál
á Hótel Loftleiðum. En aðaldagurinn hjá okkur
er laugardagurinn 8. október, en þá ætlum við að
minna rækilega á það að með því að synda, ganga
og hlaupa, höfum við góð áhrif á geðið. Við ætlum
sem sagt að vera með Geðhlaup í Nauthólsvík
klukkan ellefu og Geðsund klukkutíma síðar, en
þá ætlar Benedikt S. Lafleur sjósundkappi að
leiðbeina byrjendum og sýna hvernig virkja má
lífsorkuna í sjálfum sér og þeir sem treysta sér
fara þá í sjóinn og synda. Klukkan eitt verður svo
Geðganga þar sem gengið verður afturábak niður
Laugaveginn. Okkur finnst mjög táknrænt að
ganga afturábak, því þegar fólk byrjar í geðrækt
þá er það svolítið eins og að ganga afturábak.
Sumum finnst líka glíman við geðsjúkdóma og
glíman við kerfið vera eins og afturábak ganga.
Auðvitað verður líka gengið áfram, en það þarf
að hafa svolítið meira fyrir því að ganga aftur-
ábak. Þessi ganga endar í Ráðhúsinu þar sem
verður dagskrá með listamönnum á öllum aldri
með vísan í geðheilbrigði á öllum skeiðum ævinn-
ar. Unglingahljómsveitin Mania Locos mun stíga
á stokk, Raggi Bjarna tekur lagið og Gerðuberg-
skórinn sem samanstendur af fólki á aldrinum
sjötíu til níutíu ára ætlar líka að syngja, svo fátt
eitt sé nefnt. Á sunnudeginum verður sérstök
messa í tilefni dagsins í Háskólakapellunni og
einnig verður skákhátíð í Ráðhúsinu þar sem
bæði verður fjöltefli og hraðskákmót. Á mánu-
deginum verða opin hús um allan bæ, stofn-
fundur félags námsmanna með geðraskanir við
Háskóla Íslands og Kynningarfundur hjá sam-
tökunum fyrir ungt fólk með þunglyndi. Og það
verður frítt fyrir alla í Hreyfingu, Faxfeni 14 í til-
efni dagsins.“
Nánari dagskrá má nálgast á www.gedhjalp.is.
Geðrækt |Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur
Geðhlaup og geðsund í sjónum
Guðbjörg Daníels-
dóttir fæddist í Reykja-
vík árið 1968. Hún er
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík,
lauk B.A. námi í sál-
fræði frá Háskóla Ís-
lands, lauk masters-
námi í sálfræði frá
Boston College 1995 og
einnig réttindanámi í
sálfræði frá Háskóla Ís-
lands. Hún er með
kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og hefur
starfað við kennslu og rannsóknir en undan-
farin tvö ár hefur hún starfað sem sálfræðing-
ur hjá Geðhjálp. Guðbjörg er gift og á þrjár
dætur.
„Hjáverk í amstri daga“, opin list-
munasýning Einars Árnasonar.
Grand Hótel Reykjavík | Hverfisráð
Laugardals býður eldri borgurum í
Laugardal til íbúaþings mánudaginn
3. október kl. 12.30–16.30. Gerum
gott hverfi betra.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
opið öllum. Betri stofa og Lista-
smiðja kl. 9–16. Fastir liðir eins og
venjulega. Tölvunámskeið hefst 22.
okt. Skráning stendur yfir á
framsagnarnámskeið. Gönguferð
„Út í bláinn“ alla laugardaga kl. 10.
Kvenfélag Garðabæjar | Fyrsti fé-
lagsfundur vetrarins verður haldinn
á Garðaholti þriðjudaginn 4. október
og hefst kl. 19.30. Konur munið að
skrá ykkur á fundinn. Stjórnin.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Guðsþjónusta á
vegum Laugarneskirkju í Rauða
salnum kl. 13.
Vesturgata 7 | Félagsmiðstöðin
verður 16 ára 3. október, af því til-
efni verður gestum og velunnurum
boðið í morgunkaffi kl. 9–10.30. Sig-
urgeir Björgvinsson leikur á flygil-
inn. Kl. 10 flytur séra Hjálmar Jóns-
son dómkirkjuprestur afmælisávarp.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs-
félagsins alla sunnudaga kl. 17–
18.30. Unglingar á aldrinum 13–15
ára eru boðnir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Námskeiðið „Að
búa einn/ein“ hefst í Grafarvogs-
kirkju þriðjudaginn 4. okt. kl. 20.
Námskeiðið stendur í átta vikur og
er ætlað þeim sem gengið hafa í
gegnum skilnað nýlega.
Safnaðarfélag Grafarvogskirkju |
heldur haustfund sinn í safnaðarsal
kirkjunnar mánudaginn 3. okt. kl.
20. Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöf-
undur og blaðamaður, sem dvalið
hefur langdvölum í Mið-Austur-
löndum, segir frá lífi kvenna þar.
Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Mæt-
um vel og tökum með okkur gesti.
Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 9.
og 10. bekk er með fundi á sunnu-
dögum kl. 20–21.30.
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Haustfagnaður-
inn verður fimmtudaginn 20. okt. kl.
17. Veisluhlaðborð frá Lárusi Lofts-
syni. Egill Ólafsson syngur við undir-
leik Jónasar Þóris. Hjördís Geirs og
Siffi sjá um dansinn. Skráning í síma
535 2760 sem fyrst.
Breiðfirðingabúð | Fundur verður
haldinn 3. október kl. 20. Gestur
fundarins verður Þórhallur Guð-
mundsson miðill. Gestir velkomnir.
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist,
fyrsti spiladagur vetrarins verður í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,
sunnudaginn 2. október kl. 14.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins
og venjulega. Aðstaða til frjálsrar
hópamyndunar. Postulínsnámskeið
hefst 7. okt. kl. 9. Framsögn mánu-
daga kl. 13.30. Skráning í Biblíuhóp
stendur yfir. Sími: 588 9533.
Félag eldri borgara, Kópavogi,
ferðanefnd | Haustlitaferðin sem
felld var niður fimmtudaginn 29.
sept. vegna veðurs verður farin
mánudaginn 3. okt. Lagt af stað frá
Gullsmára kl. 13.15 og Gjábakka kl.
13.30 Ferðaáætlun óbreytt. Kaffi-
hlaðborð í Skessubrunni og dansað
á eftir. Skráningar frá 29 sept. gilda.
Hringt verður í þá sem skráðu sig.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.
Hljómsveitin Klassík leikur. Fundur
um nýja leiðakerfið með forráða-
mönnum Strætó verður í Stang-
arhyl 4, miðvikudaginn 5. október
kl. 15.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Hól-
um bókin Myndlist á Akureyri að fornu
og nýju eftir Valgarð Stefánsson. Í
bókinni dregur höfundurinn upp mynd
af listalífi Akureyringa frá upphafi
fram á 21. öld. Fjallar hann um alla þá
listamenn sem mótað hafa listasögu
bæjarins og einstaka viðburði, á borð
við fyrstu málverkasýninguna. Einnig
er fjallað um Myndlistarfélag Akureyr-
ar, Myndlistarskólann, Gilfélagið og
Listasafnið.
Bókin er 192 blaðsíður að lengd og
prýdd fjölda ljósmynda af málverkum
og listamönnum.
Listasaga
Akureyrar