Morgunblaðið - 02.10.2005, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
28. sept. – 2. okt. 2005
Reykjavik Jazz Festival
Í kv
öld
Það hefur trúlega ekki fariðframhjá mörgum kvik-myndaunnendum að nústendur yfir Alþjóðleg
kvikmyndahátíð í Reykjavík. Fjöldi
mynda úr öllum heimshornum verð-
ur sýndur á hátíðinni og auk þess
verður boðið upp á fjölbreyttar
skipulagðar umræður með leik-
stjórum nokkurra myndanna.
Meðal þeirra leikstjóra sem
sækja Ísland heim er kanadíska
kvikmyndagerðarkonan Elle Fland-
ers en mynd hennar Zero Degrees
of Seperation verður sýnd á hátíð-
inni.
Flanders kom til landsins í gær
og mun á þriðjudaginn kemur vera
viðstödd umræðufund á vegum
kvikmyndahátíðarinnar, UNIFEM
á Íslandi og Mannréttindaskrifstofu
Íslands um friðarhreyfingar í Ísrael
og Palestínu.
Myndin Zero Degrees of
Seperation segir frá tveimur kær-
ustupörum þar sem annar aðilinn
er frá Palestínu en hinn frá Ísrael.
Sagan segir frá hinum ísraelska
Ezra og hinum palestínska Selim
sem berjast fyrir því að fá að búa
saman í Jerúsalem en óttinn við að
Selim verði borinn út vofir sífellt
yfir þeim. Þær Edit og Samira hafa
svipaða sögu að segja. Þær reyna
að láta ólíkan uppruna sinn og hat-
ramma baráttu þjóðanna í milli
ekki hafa áhrif á samband sitt.
Milli sagna paranna eru klipptar
upptökur frá Vesturbakkanum sem
teknar voru á sjötta áratugnum af
afa og ömmu leikstjórans.
Lítill heimur
Elle Flanders er alin upp bæði í
Kanada og í Ísrael. Hún byrjaði
snemma að taka ljósmyndir og not-
aði myndirnar til að rannsaka áhrif
Ísraela á líf Palestínumanna. Hún
ólst upp í Jerúsalem og þekkir að
eigin sögn ástandið þar vel.
Myndin er hennar fyrsta heim-
ildamynd í fullri lengd en hún er
fyrrum stjórnandi Kvikmyndahátíð-
ar samkynhneigðra í Toronto.
Flanders segist ekki hafa gengið
með hugmyndina að myndinni lengi
í maganum og lýsir aðdraganda
myndarinnar á þessa leið:
„Ég er sjálf mjög pólitísk og hef
lengi viljað segja frá ástandinu
þarna. Fyrir um fjórum árum fékk
ég fregnir af Ezra og Selim og
þeirra aðstæðum og fannst að ein-
hver ætti að taka að sér að gera
mynd um þá. Mér datt ekki strax í
hug að gera það bara sjálf. Ég hafði
samband við Ezra og langaði að
gera eitthvað fyrir þá, kannski
koma þeim í samband við réttinda-
samtök samkynhneigðra eða eitt-
hvað,“ byrjar hún.
„Á sama tíma og þetta var að
gerast sendi frænka mín mér upp-
tökurnar sem hún hafði nýverið
fundið í dóti afa míns og ömmu sem
voru frá Jerúsalem. Þegar ég talaði
við Ezra kannaðist hann við nafnið
mitt og þá kom í ljós að hann hafði
verið garðyrkjumaður hjá afa og
ömmu fyrir um 30 árum og mundi
eftir mér þar sem litlu barni. Þetta
er svo lítill heimur!“
Flanders segist ekki hafa litið á
þetta sem tilviljun heldur vill hún
meina að efni myndarinnar hafi val-
ið hana.
Hún segir það hafa verið skrýtna
tilfinningu að segja bæði sögu for-
feðra sinna sem voru landnemar á
Vesturbakkanum samhliða sögu
samkynhneigða garðyrkjumannsins
þeirra og baráttu hans og ástmanns
hans gegn ástandinu á svæðinu.
En skyldi það hafa verið Fland-
ers mikilvægt að segja söguna frá
sjónarhóli samkynhneigðra para?
„Já og nei. Mér fannst mikilvægt
að sýna sögu fólks úr mínu sam-
félagi og sýna fólk sem er ekki bara
frá tveimur þjóðernum sem elda
grátt silfur saman heldur eru einn-
ig samkynhneigð. Það er þó lítil
áhersla lögð á kynhneigð þeirra í
myndinni og hún lítið rædd enda
finnst mér mikilvægt að sýna sam-
kynhneigt fólk vera að kljást við
ýmis mál án þess að kynhneigð
þeirra sé alltaf til umfjöllunar,“
segir Flanders.
Pólitísk ádeila
„Ég fór og hitti Ezra nokkrum
mánuðum eftir að við töluðum fyrst
saman. Hann sagðist vilja taka þátt
í myndinni en einungis ef hún yrði
mjög pólitísk og ádeila á þátt Ísr-
aela í ástandinu. Ég sagði hann
hafa dottið í lukkupottinn þar sem
ég er sjálf mjög pólitísk,“ segir
Flanders og skellihlær.
„Ég held að hann hafi verið
hræddur um að ég ætlaði að gera
einhverja væmna ástarsögu en eftir
að við ræddum saman náði ég að
sannfæra hann um að svo væri
ekki. Selim var erfiðari viðureignar.
Hann var ekki kominn út úr skápn-
um á þessum tíma og vildi ekki
koma fram undir sínu rétta nafni
og svo framvegis. Hann lét þó til
leiðast en ég hélt dulnefninu hans,
Selim.“
Flanders segist ekki hafa stuðst
við fyrirfram skrifað handrit við
gerð myndarinnar.
„Ég byrjaði bara að taka þegar
ég kom til Jerúsalem og lét svo efn-
ið leiða mig áfram. Við gerð heim-
ildamynda er ekki hægt að ákveða
fyrirfram hver niðurstaðan verður
svo ég passaði mig að vera eins op-
in og ég gat fyrir viðfangsefninu og
klippti svo að lokum saman það efni
sem ég hafði safnað mér,“ sagði
hún.
„Ég er þó að vinna að annarri
heimildamynd núna og vinnsluað-
ferðin er allt önnur í þetta sinn. Ég
er með mun fastmótaðri hugmyndir
um hvað ég vil gera og hvernig ég
fer að því,“ upplýsir hún en er ófá-
anleg til að gefa meira upp að svo
stöddu um myndina í bígerð.
Ekki í ágóðaskyni!
Flanders sagði eitt af mark-
miðum myndarinnar vera að sýna
þessi átakasvæði í heiminum í nýju
ljósi.
„Ég held að við gerum okkur upp
skoðanir á stöðum byggðar á því
sem við sjáum í fréttunum. Þó svo
að vissulega sé mikill órói á þessu
Kvikmyndir | Elle Flanders er stödd hér á landi vegna kvikmyndahátíðar
Að axla ábyrgðina á sögunni
Kvikmyndagerðarkonan Elle Flanders er stödd
hér á landi í tilefni Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.
Birta Björnsdóttir ræddi við hana um heimilda-
myndina Zero Degrees of Seperation.
Ezra er Ísraeli en að mörgu leyti ósáttur við gjörðir forfeðra sinna.
Kvikmyndagerðarkonan Elle Flanders er stödd hér á landi.
Zero Degrees of Seperation segir sögu þeirra Edit og Samiru en sú fyrr-
nefnda er Ísraeli og sú síðarnefnda Palestínumaður.
’Eitt af því sem miglangaði að gera í
myndinni var að sýna
aðrar hliðar á Jerúsal-
em en styrjaldarsvæðin
sem við sjáum svo
oft í fjölmiðlum.‘