Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 26
Mýrdalur | Gert er ráð fyrir því að Hringvegurinn verði lagður um jarð- göng í Reynisfjalli, samkvæmt tillög- um að nýju aðalskipulagi fyrir Mýr- dalshrepp. Tillögurnar gera ráð fyrir að vegurinn færist að sjónum og liggi meðfram Dyrhólaósi og Reynisfjöru, fari í gegnum Reynisfjall til móts við Víkurþorp og þaðan í Víkurfjöru þangað til hann tengdist núverandi vegi í hringtorgi við Víkurskála. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar. Lengi hefur verið unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Mýrdalshrepp og var þeirri vinnu að ljúka þegar sveit- arstjórn ákvað að láta gera tillögu að breyttri legu Hringvegar og taka inn í skipulagið. Sveinn Pálsson, sveit- arstjóri í Vík, segir vegurinn inn fyr- ir Reynisfjall sé ákveðinn farartálmi á Hringveginum. Þar geti verið snjóa- og vindasamt. Þá sé þetta nánast eina mishæðin á Hringveg- inum með suðurströnd landsins. Því segir hann að lengi hafi verið í um- ræðu fólks að koma veginum í jarð- göng um Reynisfjall. Menn hafi hins vegar talið að það yrði ekki í nánustu framtíð. Sveinn segir að sum fram- boðin hafi verið með jarðgöng á dag- skrá í síðustu kosningum og starfs- hópur á vegum sveitarstjórnar lagt til að tekin yrði afstaða til jarðganga. Loks nefnir hann að eftir að menn sáu göng um Almannaskarð í Horna- firði verða að veruleika hafi þeir átt- að sig á því að göng um Reynisfjall væru kannski ekki jafn fjarlægur möguleiki og áður var talið. Því hafi verið ákveðið að taka afstöðu til legu ganganna og vegarins við skipulags- vinnuna. Skipulags- og byggingarnefnd Mýrdalshrepps hefur nú lagt fram fjórar tillögur um legu Hringvegar- ins vestan við Reynisfjall og tvær Víkurmegin, í öllum er gert ráð fyrir jarðgöngum á sama stað, sunnarlega í fjallinu, til móts við Dyrhólaós. Til- lögurnar voru kynntar í félagsheim- ilinu Leikskálum í vikunni og þar kom mikil andstaða, ekki síst bænda og sumarhúsaeigenda í Reynishverfi og náttúruverndarfólks. Þrjár af fjórum hugmyndum um legu vegarins frá Skeiðflöt að Reyn- isfjalli gera ráð fyrir að hann verði lagður meðfram Dyrhólaósi að norð- anverðu, með mismunandi tenging- um inn á núverandi Hringveg. Í til- lögu sem merkt er númer þrjú, er gert ráð fyrir veginum meðfram Dyrhólaósi að sunnanverðu, alveg við Dyrhólaey og við Reynisfjöru. Sveinn segir að þessi tillaga hafi ver- ið sett fram vegna þess að sumir hefðu talið það einfaldari leið og að minna bæri á veginum þar. Tvær tillögur er um nýtt vegstæði austan Reynisfjalls. Báðar gera ráð fyrir að vegurinn verði lagður við sjóvarnagarð sem hugmyndin er að byggja við Víkurfjöru. Vegurinn á síðan að tengjast núverandi Hring- vegi í austurhluta þorpsins, í ná- grenni Víkurskála, en þó á aðeins mismunandi stöðum. Í jarðgangaáætlun Vegagerðar- innar er gert ráð fyrir að lagning jarðganga um Reynisfjall gæti kost- að á bilinu 800 milljónir kr. til 1,3 milljarða kr. Sveinn leggur áherslu á að tillög- urnar séu settar fram til að hefja um- ræðuna. Nú verði einnig óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Vega- gerðarinnar og síðan muni skipu- lags- og byggingarnefnd koma sér niður á eina tillögu til að auglýsa. Þá gefist íbúum og öðrum enn tækifæri til að gera athugasemdir. Skiptist í tvö horn Sveinn segir að svo virðist sem íbúarnir skiptist í tvo hópa í afstöðu til þessara hugmynda og segir að það komi ekki á óvart. Annars vegar séu þeir sem leggi höfuðáherslu á að bæta umferðaröryggi á leiðinni. Þeir sjái fleiri kosti en galla á tillögunum. Hins vegar séu þeir sem telji nátt- úruverndina mikilvægari. Svæðið við Dyrhólaós og hlíð Reynisfjalls er á náttúruminjaskrá en ekki alfriðað. Sjálfur segist Sveinn ekki hafa gert upp hug sinn til þessara til- lagna. Hann segist sjá kosti þess að lagfæra veginn en áhrif fram- kvæmdanna á náttúruna trufli sig verulega. Nefnir hann í því sam- bandi að gott væri að koma þjóðveg- inum út úr Vík, ekki síst vegna auk- inna þungaflutninga, en um leið spilltist aðgangur fólks að Víkur- fjöru sem hann sagðist myndu sjá mjög eftir. Hringvegurinn liggi meðfram Dyrhólaósi Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is              7 &   8' ,              9% % #:    ,#      4$   5  6$     4 @) / 2  !   &  $ %  $  ,   * $  $ 9% % #:  26 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ „ÉG ER alfarið á móti þessum hugmyndum. Þetta eru draumórar sem einhverjir hafa sett á blað og ekki raunhæft að framkvæma,“ segir Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti í Reynishverfi, þegar leitað er eft- ir afstöðu hans til tillagna um breytta legu Hringvegarins um Mýrdal. Hann er einn þeirra sem töluðu á móti tillögunum á kynningarfundi í Leikskálum. Guðni nefnir náttúruvernd, auk áhrifa á búskap. „Við teljum þessar hugmyndir illa grundaðar. Nær væri að skoða þann veg sem nú þegar er fyrir hendi og gera á honum nauðsynlegar endurbætur. Við teljum alveg nóg að hafa einn veg hér í gegn, ekki tvo eins og raunin yrði ef farið yrði að þessum tillögum, ekki síst af því að undirlendið hér er ekki víðfeðmt,“ segir Guðni. Hann gerir einnig athugasemdir við að farið sé eftir bökkum Dyr- hólaóss, þvert í gegn um friðlandið. Getur þess að mikið fuglalíf sé á þessu svæði og mikið lýti yrði af vegi. „Við búum á svæði sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Við værum að skjóta okkur illilega í fótinn með því að spilla náttúrunni,“ segir Guðni Einarsson. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjölmenni Tillögur að aðalskipulagi voru kynntar í Leikskálum. Draumórar settir á blað HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Seltjarnarnes | Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf. um rekstur og uppbyggingu heilsu- ræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness. Þrek ehf. rekur World Class líkamsræktar- stöðvarnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar með taldar Laugar í Reykjavík, en markmiðið er að stöðin á Sel- tjarnarnesi verði byggð á svip- uðum forsendum. Starfshópur, sem stofnaður var af bænum til að vinna að málinu, skilaði samhljóða niður- stöðu um að hann teldi Þrek ehf. hæfastan meðal umsækjenda og ríkti einhugur um þá niðurstöðu í hópnum. Hönnun, undirbúningur og samningaviðræður eru að hefj- ast og kveða bæði bæjaryfirvöld og talsmenn Þreks ehf. mikla ánægju með verkefnið. Þá segj- ast talsmenn Þreks ánægðir með að fá tækifæri til að útvíkka starfsemi fyrirtækisins enn frekar. Kort iðkenda hjá World Class ganga á milli allra stöðva keðjunnar, þannig að viðskipta- vinir World Class á Seltjarnar- nesi munu geta stundað líkams- rækt í nágrenni heimilis síns eða vinnustaðar á Seltjarnarnesi, Laugum, Spönginni eða í húsi Orkuveitunnar. Segir Björn Leifsson hjá World Class að ef allt gangi að óskum muni ný heilsuræktarstöð verða opnuð á Seltjarnarnesi næsta haust. World Class á Seltjarnar- nesið Reykjavík | Tæplega 400 starfs- menn sveitarfélagsins Vara í Sví- þjóð komu í heimsókn til Reykjavík- ur til að kynna sér starfsemi leik- og grunnskóla auk frístundaheim- ila, og leit hópur grunnskólakenn- ara í heimsókn í Hólabrekkuskóla á dögunum til þess m.a. að kynna sér hvernig íþróttakennslu er háttað í skólanum. Þetta er stærsti hópur starfsmanna sveitarfélagsins sem von er á hingað til lands, en allir 1.400 starfsmenn sveitarfélagsins munu koma í nokkrum hópum. Morgunblaðið/Ásdís Kynntu sér Reykjavík Mosfellsbær | Uppbygging og gróska einkenna fjárhagsáætlun næsta árs að því er fram kemur í frétt frá bænum en áætlunin hefur verið fram í bæjarráði Mosfellsbæj- ar. Í áætluninni kemur fram að heildartekjur verði 2,9 milljarðar en launakostnaður 1,5 milljarður, þar af renna 1,2 milljarður til fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála. Rekstr- arafgangur er áætlaður jákvæður um 67 milljónir. Á árinu 2006 er áætlað er að eigið fé í A-hluta verði 1,3 milljarðar og eigið fé í samanteknum A og B hluta verði 1,8 milljarðar. Veltufé frá rekstri í A-hluta er áætlað 280 millj- ónir og veltufé frá rekstri í saman- teknum A- og B-hluta er áætlað 357 milljónir. Fjárhagsáætlun ársins 2006 gerir ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu, 12,94%, lækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í 0,32% og lækkun vatnsskatts í 0,12%. Aðrar skattprósentur haldast óbreyttar frá fyrra ári. Fjárhagsáætlun ársins 2006 gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 394 milljónir og vega framkvæmdir til æskulýðs- og íþróttamála hæst 202 milljónir þar sem nýr gervigrasvöll- ur kemur við Íþróttamiðstöðina að Varmá en jafnframt verður tekin í notkun ný íþróttamiðstöð á vestur- svæði bæjarins sem er samvinnu- verkefni Mosfellsbæjar og Nýsis. Hafist verður handa við hönnun nýs grunnskóla og nýs leikskóla. Búist við jákvæðum rekstrarafgangi Kópavogur | Á morgun, 19. nóv- ember, verður haldið íbúaþing í Lindaskóla í Kópavogi. Til umræðu eru öll helstu mál sem varða þjón- ustu og þróun bæjarins. Íbúaþingið er fyrst og fremst vettvangur þar sem verið er að hlusta á sjónarmið og hugmyndir íbúa og tekur dag- skráin mið af því. Kópavogsbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að halda íbúaþing, en það var í febrúar 2001. Fjöl- margar af þeim hugmyndum sem þar voru ræddar hafa síðan komið til framkvæmda. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur umsjón með þinginu, en það hefur stýrt íbúaþingum víða um land. Eins og margir þekkja er oft hætta á því að dæmigerðir borg- arafundir einkennist af formlegum umræðum þar sem fáir taka til máls. Íbúaþing er allt annars konar vettvangur, þar sem skapast lifandi umræða sem allir geta tekið þátt í. Eftir skemmtilegan dag liggja síð- an fyrir miklar upplýsingar og verða helstu skilaboð íbúaþingsins kynnt þriðjudagskvöldið 22. nóvem- ber, kl. 20.00 í Lindaskóla. Þar mun Alta varpa ljósi á þær hugmyndir sem íbúar hafa um framtíðarþróun Kópavogs. Bæjarstjórn mun síðan vinna frekar úr skilaboðum þings- ins, meðal annars við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrár 21. Dagskrá þingsins er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar www.- kopavogur.is. Íbúaþing Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.