Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ I Yngsti dómari við Hæstarétt Íslandsþessa stundina, Ólafur Börkur Þor-valdsson er 44 ára, fjögurra barnafaðir og eiginmaður í Grafarvog-inum í Reykjavík. Ósköp venjuleg- ur maður, eins og hann orðar það sjálfur. „Lík- lega lítið dómaralegur!“ En hann er hæstaréttardómari og frændi Davíðs Odds- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra, þeir eru systkinabörn. Ráðning Ólafs var víða harka- lega gagnrýnd á sínum tíma, og er stundum enn, ekki síst vegna skyldleika við Davíð. „Við Davíð eigum sömu ömmuna og afann. Sá afi minn, Lúðvík Norðdal Davíðsson, var héraðs- læknir á Eyrarbakka og síðar á Selfossi. Mér hefur sagt gamalt fólk þar að hann hafi verið einkar farsæll læknir, en hann þekkti ég ekki þar sem hann lést áður en ég fæddist. Föð- uramma náði hins vegar háum aldri, en hún var fædd töluvert fyrir aldamótin þar síðustu. Ég umgekkst hana afar mikið. Hún var eft- irminnileg kona, ákaflega minnug, og kenndi hún mér marga lífsregluna,“ segir Ólafur Börkur þar sem blaðamaður er sestur með honum á heimili fjölskyldunnar. Ólafur hefur fallist á að veita viðtal eftir mikla umhugsun, enda ekki algengt að dóm- arar við Hæstarétt Íslands komi fram í fjöl- miðlum. Hann segir afa sinn og ömmu í móðurætt hafa verið sér afar kær, Ólafur Sveinsson garð- yrkjubóndi og Lilja Júlíusdóttir. „Þau voru miklir vinstrimenn, með mynd af Stalín á stofu- veggnum á ákveðnu tímabili.“ Foreldrar Ólafs Barkar eru Ásdís Ólafs- dóttir hjúkrunarfræðingur og Þorvaldur Lúð- víksson hæstaréttarlögmaður. Ólafur Börkur rifjar upp að á þeim tíma „er ég var skipaður í embætti hæstaréttardómara höfðu staðið yfir markvissar linnulausar árásir á Davíð og var þá svo komið að sá ágæti maður átti að mati sumra varla að vera með öllum mjalla og gerðir hans stjórnast af annarlegum hvötum. Er ég fékk starfið kom kjörið færi á að benda á það sem sönnun fyrir valdníðslu hans,“ segir hann. I I Ólafur Börkur útskrifaðist úr lagadeild Há- skóla Íslands 1987. Eftir það starfaði hann í Sakadómi Reykjavíkur en þegar eiginkona hans, Ragnheiður Einarsdóttir, lauk námi í lyfjafræði ákváðu þau að söðla um. „Við erum bæði fædd og uppalin á höf- uðborgarsvæðinu en okkur langaði að prófa að flytja út á land. Ég sótti um vinnu hjá sýslu- manninum á Húsavík og konan í apótekinu þar. Við fengum vinnu, og settumst bara upp í Trabantinn með barnið okkar og keyrðum norður …“ Fjölskyldan bjó úti á landi allar götur þar til Ólafur Börkur var skipaður dómari við Hæsta- rétt eins og frægt varð fyrir um það bil tveimur árum. Eftir dvöl á Húsavík, fluttust þau hjón til Egilsstaða og þaðan á Selfoss. Hann starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Húsavík í tvö ár. Á þessum tíma var mikill málahali víða hjá dómstólum, meðal annars á Akureyri, og Ólafi Berki var boðið að taka að sér í hjáverkum, samhliða starfi sem sýslu- mannsfulltrúi á Húsavík, ódæmd mál þar. „Ég var ungur maður og vantaði peninga, þáði boð- ið og mér gekk vel að klára málin. Ég frétti síð- ar að það hefði átt þátt í að mér var skömmu síðar boðið að verða dómari á Austurlandi.“ Miklar réttarfarsbreytingar urðu hér á landi í lok níunda áratugarins; sýslumenn og sýslu- fulltrúar máttu eftir það ekki dæma í málum heldur voru sérstakir dómarar skipaðir í öllum fjórðungum og bæjarfógetinn í Neskaupstað tók við sem dómari á Austurlandi. „Honum hugnaðist svo ekki að vera dómari, langaði að vera áfram bæjarfógeti og þá þurfti að finna annan, og mér var boðið starfið. Ég var ekkert sérstaklega spenntur; var ekki áfjáðari en svo að ég bað um hálfs mánaðar frest að minnsta kosti til að svara. Okkur leið ágætlega á Húsavík en svo fór að ég sló til og við fórum austur.“ Hann segir að strax þá hafi þær raddir farið að heyrast að starfið hefði hann fengið vegna tengsla við Davíð frænda sinn. „Hann var þá borgarstjóri í Reykjavík og vissi náttúrlega ekki af þessu. Þetta var á tíma vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar. En svona hugsar sumt fólk stundum og við það verður ekki ráð- ið.“ Þegar Ólafur Börkur kom austur tók hann við málum sem voru í gangi á svæðinu, allt frá Vopnafirði suður á Höfn. Dómssalur var ekki fyrir hendi á þessum tíma fyrir austan og því réttað hjá sýslumönn- um en Ólafur Börkur segir að fólki hafi þótt ágætt að dómarinn kæmi á vettvang og kláraði málin. „Enda er það nú oft svo að réttur dómur of seint upp kveðinn er rangur dómur,“ bætir hann við. „Ég man til dæmis að ég fór einu sinni í fiskverkunarhús á Breiðdalsvík, þurfti að rétta í máli starfsmanns þar og sá vildi helst hitta mig í vinnunni. Við fórum því bara afsíðis, ég sneri við fiskikari og notaði sem dómaraborð og þannig fór þinghaldið fram.“ Öðru sinni þingaði hann t.d. undir berum himni við rætur Búlandstinds. Ólafur Börkur var aðeins rétt 29 ára þegar hann varð héraðsdómari á Austurlandi. „Ég hef því verið dómari frá unga aldri, enda má segja að örlögin hafi hagað því þannig að mér var ungum hent í djúpu laugina. Eitt sinn spurði mig maður á Egilsstöðum hvað ég gerði. Ég svaraði honum að ég væri dómari. Hann spurði þá: Er það fullt starf? Ég var svona heldur á því. Þá kom upp úr dúrnum að hann hélt að ég væri fótboltadómari því ég var svo ungur. Það hittist nefnilega þannig á að ungt fólk var ráðið héraðsdómarar þegar réttar- farsbreytingarnar urðu um árið, en það verður líklega aldrei aftur. Eftirmaður minn í starfi á Austurlandi var til dæmis um sextugt, maður sem hafði kennt mér lögfræði í háskólanum. Það var algjör tilviljun að ég var á þessum stað og tíma þegar réttarfarsbreytingarnar urðu.“ I I I „Á þeim tíma stóð hugur minn sem ungs manns ekki til þess að verða dómari og til marks um það spurði ég starfsmann ráðuneyt- isins þegar mér var boðið dómarastarfið á Austurlandi, fyrst af öllu: Er íþróttahús á staðnum? Þar var þá hálfur íþróttasalur og til marks um litla dómaradrauma mína hefðum við fjölskyldan líklega látið þetta litla atriði ráða úrslitum og ekki farið austur ef húsið hefði ekki verið komið.“ Árin á undan hafði hann staðið í marki hand- boltaliðs Völsungs, eftir að hann flutti til Húsa- víkur. „Þjálfara Völsungs vantaði mann í markið. Ég hafði aldrei verið í handbolta nema aðeins sem strákur en hann hafði séð mig spila fót- bolta einhvern tíma og fékk mig í þetta. Bolta- íþróttir eru allar meira og minna eins – ákveðin aðferðafræði – og ég fór í markið.“ Ólafur lék með Völsungi í 2. deildinni og kveðst meira að segja hafa flogið í nokkra leiki eftir að hann flutti austur á Egilsstaði. „Að vera handboltamarkvörður er líklega eitt það fíflalegasta sem hægt er að gera! Ef skotið var í hausinn á manni var maður glaður, bara ef boltinn fór ekki í mark! Frumeðlið kem- ur þá upp.“ Hann æfði fótbolta sem ungur strákur með Breiðabliki í Kópavogi og kveðst hafa verið sæmilega lunkinn, en hætt snemma. „Halda ekki flestir, sem hætta snemma, að þeir hafi verið glettilega góðir, þótt það hafi að vísu af einhverjum ástæðum farið fram hjá bæði þjálf- aranum og liðsfélögunum á þeim tíma? Núna sprikla ég í fótbolta, fer í körfubolta tvisvar í viku, tefli skák og les, spila bridds og leik að- eins golf, en það tekur reyndar of mikinn tíma frá fjölskyldunni,“ segir hann þegar spurt er um áhugamál. I V Ólafur var eystra þar til staða dómara losn- aði á Selfossi 1997. „Þó að okkur líkaði vel á Egilsstöðum ákváðum við að það væri ágætt að flytja, að minnsta kosti mín vegna, þegar þarna var komið sögu. Ég var eini dómarinn á Aust- urlandi, sem var í sjálfu sér ágætt, en þegar ná- lægðin er mikil og maður er einn er gott að vera ekki of lengi á sama stað. Við hjónin erum miklar félagsverur og kynntumst mörgu góðu fólki á svæðinu en ég tek þó skýrt fram að ég var aldrei sakaður um að vera hlutdrægur. Ég Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólafur Börkur Þorvaldsson þingaði eitt sinn við rætur Búlandstinds og í annað skipti á fiskikari austur á landi. Skapti Hallgrímsson hitti að máli þennan frænda Davíðs Oddssonar, sem mjög var gagnrýnt að ráðinn var hæstaréttardómari fyrir tveimur árum. Dómari má aldrei halda með neinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.