Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ óður. Að auki drakk hann oft illa og þessi blanda af maníu og þunglyndi var mjög skæð. Hann lék t.d. konu sína, Kristjönu Gunnars- dóttur Havstein, grátt og þetta var því ekkert sældarlíf. Pétur var hins vegar mjög meðvit- aður um veikindi sín og reyndi margsinnis að leita sér lækninga, hélt m.a. utan til að reyna að ráða bót á þeim, en án árangurs. Menn voru á þessum tíma algerlega hjálparvana gagnvart slíkum sjúkdómum. Hannes ólst upp við þessar aðstæður og varð gríðarlega hænd- ur að móður sinni, mátti vart af henni sjá. Kristjana hefur verið mjög merkileg og sterk kona. Bræður hennar vildu flytja hana og börnin á brott frá Möðruvöllum en hún neitaði að fara. Oft lá þó við skilnaði. Ég held að minning Hannesar um föður sinn hafi verið mjög sár og viðkvæm en hann snerist þó aldr- ei gegn honum enda virðist Pétur hafa verið blíðlyndur og góður maður þegar bráði af hon- um. Og raunar mikilhæfur maður. En sinn- isveiki og drykkja hans voru fjölskyldunni þungbær.“ Sárir harmar bakvið glæsimennið Í bók Guðjóns er samskiptum Hannesar við konur gerð góð skil og það er ljóst að hann var alla tíð umkringdur mjög sterkum konum og leitaði til þeirra um ráð og stuðning. Árið 1870, þegar Hannes var níu ára gam- all, var faðir hans leystur frá embætti og fjöl- skyldan flutti í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Kjör fjölskyldunnar voru kröpp þaðan í frá miðað við fyrri ár. Ekkert var þó sparað til að koma Hannesi, krónprinsi fjölskyldunnar, ef svo má segja, til mennta, og bestu kennarar sem völ var á fengnir til að uppfræða hann. Hannes var sendur að heiman níu ára gamall og segir Guðjón ljóst að það hafi verið mikið áfall fyrir piltinn að vera aðskilinn frá móður sinni með þessum hætti. Fyrst hélt hann til prests er rak skóla á Ríp í Hegranesi í Skagafirði, en þegar presturinn drukknaði í Héraðsvötnum á miðjum vetri var Hannes látinn til náms á Reynistað. Hann var síðan sendur til Reykja- víkur ellefu ára gamall og dvaldi hjá hálf- systur sinni, Þórunni Pétursdóttur Jónassen, og eiginmanni hennar, Jónasi Jónassen, lækni og síðar þingmanni. Þau studdu hann dyggi- lega til náms, bæði með hvatningum og fjár- stuðningi. Jónas fylgdist grannt með Hannesi og í dagbókum hans eru margar færslur er lúta að honum. „Þórunn er ein þessara öflugu kvenna sem stóðu að Hannesi, var fyrsti formaður Thor- valdsenfélagsins og ein þeirra fjögurra kvenna sem kosnar voru í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908. Á þessum árum gekk hún honum hálfvegis í móðurstað. Fram kemur í bréfum Klemensar Jónssonar landritara, nán- asta aðstoðarmanns Hannesar í hans ráð- herratíð, að Þórunn var einn helsti ráðgjafi Hannesar,“ segir Guðjón. Alsystur Hannesar voru fimm talsins en þær létust allar, ein ung en hinar á milli tví- tugs og þrítugs. „Ein þeirra, Soffía, var sam- tíma honum í Kaupmannahöfn, greinilega góð- um gáfum gædd og mjög náin Hannesi. Hún fékk hins vegar berkla og dó, sem varð Hann- esi þungbær raun. Hann hafði mikla tilhneig- ingu til þunglyndis og í lífi hans riðu yfir mörg áföll sem ýttu undir þá tilhneigingu. Bakvið þetta mikla glæsimenni leyndust því sárir harmar. Hann hafði hins vegar greinilega bit- ið það í sig sem barn að taka allri ágjöf með karlmennsku, enda fann hann eflaust til ábyrgðarkenndar á æskuheimili sínu, þar eð faðir hans var óvirkur langtímum saman. Í bréfum hans til móðurinnar kemur iðulega fram að hann megi ekki láta neinn bilbug á sér finna. Hann verði að bíta á jaxlinn. Karl- mennskan er líka grunntónn í mörgum kvæða hans.“ Árið 1889 gekk Hannes að eiga Ragnheiði Stefánsdóttur og segir Guðjón að hjónaband þeirra hafi ætíð verið mjög farsælt, óvenju ástríkt og náið. Það var þó ekki sorgarlaust, fyrsta barn þeirra, sonur sem skírður var Sig- urður, lést úr taugaveiki aðeins tólf ára gamall og reyndar misstu þau elstu dóttur sína, Kristjönu, skömmu síðar. „Þetta var eitt af hinum mörgu áföllum Hannesar. Hann rakti taugaveikina til neysluvatnsins á Ísafirði og þetta varð til þess að hann lét drífa í að gerð yrði vatnsveita í bænum. Það var fyrsta vatns- veitan á landinu.“ Mikill fjársjóður í kassa Guðjón hafði aðgang að margvíslegum heimildum sem ekki voru tiltækar á t.d. rit- unartíma bókar Kristjáns Albertssonar, svo sem bréfasöfn í opinberum söfnum á Íslandi og í Danmörku. En fleira rak á fjörur hans. „Það gerðist skömmu eftir að ég hófst handa, að ein dótturdóttir Hannesar hringdi í mig og tjáði mér að hún væri með kassa fullan af bréfum sem ekki var vitað um áður. Um var að ræða bréf Hannesar til móður sinnar, Kristjönu, allt frá því að hann hóf nám í Kaup- mannahöfn árið 1880, og hið yngsta var frá árinu 1903. Þarna voru líka fleiri bréf sem fóru á milli fjölskyldunnar. Þetta var ómet- anlegur fengur fyrir ævisöguritara og gaf nýja innsýn inn í líf Hannesar. Það ríkti trúnaður á milli Hannesar og móður hans, og hann trúir henni fyrir sínum innstu hugrenningum, með- al annars fyrir þeim miklu hugmyndafræði- legu áhrifum sem hann varð fyrir á námsárum í Kaupmannahöfn en þar varð hann uppreisn- armaður gegn mörgum viðteknum gildum samfélagsins, ekki aðeins í bókmenntum held- ur einnig í trúmálum, félagsmálum og stjórn- málum. Á þessum tíma fóru kenningar gagn- rýnandans og fræðimannsins Georg Brandes eins og eldur í sinu meðal ungs fólks en þær byggðust á vísindahyggju, raunsæi og skyn- semi og hreifst Hannes mjög af þeim. Í bréf- unum er Hannes m.a. að rökræða um trúmál við móður sína, sem var mjög trúuð, en hann aftur kominn með miklar efasemdir og afneit- aði jafnvel guði.“ Eitt hið merkilegasta sem bréfin leiddu í ljós var að Hannes gerðist mikill kvenrétt- indamaður rétt rúmlega tvítugur. „Í einu bréf- anna kemur m.a. fram að hann flutti fyr- irlestur um kvenréttindi 21 árs gamall í Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn, 1883. Hann segir móður sinni að þar hafi hann hald- ið því fram að konur ættu í öllu að hafa sama rétt og karlmenn, og undirstrikar „í öllu“. Þetta er trúlegast í fyrsta skipti sem Íslend- ingur heldur opinbert erindi um kvenréttindi. Það er því t.d. athyglisvert að það er ekki minnst einu orði á kvenréttindi í bókum Krist- jáns Albertssonar, sem sýnir að vísu glöggt hversu áhugamál og viðhorf manna breytast frá einni kynslóð til annarrar. Til marks um þennan áhuga Hannesar á að bæði kynin nytu jafnra borgaralegra réttinda má nefna að í þingmannstíð hans lagði hann margsinnis til að með einföldum lögum yrði konum veittur kosningaréttur til Alþingis, í stað þess að stjórnarskrárbreytingu þyrfti til. Þá var eitt fyrsta verk hans eftir að hann tók við ráðherraembættinu, að setja reglugerð um Hinn lærða skóla. Þar með var skólinn fyrir bæði pilta og stúlkur, en áður höfðu þær ekki mátt sitja í honum, aðeins taka próf frá skól- anum. Og hann studdi öfluglega kosningarétt kvenna bæði til sveitarstjórna og Alþingis og átti stóran þátt í að hann náði fram að ganga. Þess má líka geta að árið 1911 bað Bríet Bjarnhéðinsdóttir, stofnandi og formaður Kvenréttindafélagsins, hann gagngert um að flytja frumvarp á Alþingi um jafnan rétt kvenna til embætta, náms og námsstyrkja. Það var samþykkt og eru slík lög líklega eins- dæmi í heiminum.“ Kynni Hannesar og Bríetar, hins kunna brautryðjanda í baráttu kvenna fyrir aðgengi að námi, kosningarétti, kjörgengi og opinber- um störfum, voru þó ekki ný af nálinni. Þegar Hannes kom frá námi í Kaupmannahöfn árið 1886 flutti hann inn til móður sinnar, er þá bjó í Þingholtsstræti 12. Hún leigði þá Bríeti her- bergi, en þær höfðu kynnst fyrir norðan. Hannes og Bríet bjuggu einn vetur undir sama þaki, sama vetur raunar og Bríet varð fyrst hérlendra kvenna til að flytja opinberan fyrirlestur, í Gúttó í desemberlok 1887, og kallaðist hann „Fyrirlestur um hagi og rjett- indi kvenna“. „Bríet var þá trúlofuð Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra Fjallkonunnar, en sagði frá því á gamals aldri að hún hefði ekki beðið kærastann um að lesa fyrirlesturinn áð- ur en hún flutti hann heldur Hannes Haf- stein,“ segir Guðjón. „Maður fer þá að velta fyrir sér hvort hafði á hitt meiri áhrif. Það hef- ur örugglega verið samspil þarna á milli og ef- laust hefur Hannes veitt henni innblástur, ný- kominn úr hringiðu kvenréttindaumræðunnar í Kaupmannahöfn. Þau voru góðir vinir alla tíð og að lokum gekk hún í Heimastjórnarflokk- inn, sennilega eingöngu vegna þess að Hannes var leiðtogi flokksins. Tengsl þeirra eru því mjög merkileg.“ Hefði orðið pólitískur dauðadómur Guðjón segir að Hannes hafi verið ákaflega örgeðja maður og fljótur til, bæði að draga ályktanir og framkvæma. Hann virðist líka hafa verið lítill formalisti. „Hann var með ann- an fótinn í Kaupmannahöfn, því þótt heima- stjórnin væri komin á voru Íslendingar mjög háðir dönskum stjórnvöldum. Það þurfti að bera upp öll lög undir konung í danska rík- isráðinu og efnahagslega voru Íslendingar enn mjög háðir Dönum. Samkvæmt túlkun Hann- esar og allra Íslendinga átti ráðherra Íslands ekki aðild að dönsku ríkisstjórninni, en þegar ríkisráðsfundir voru haldnir undir forsæti konungs bar hann upp íslensk lög til sam- þykktar fyrir konung í áheyrn dönsku ráð- herranna. Þeir máttu hins vegar ekki skipta sér af íslenskum sérmálum. Hins vegar átti ráðherra Íslands ekki að taka þátt í dönskum ríkisstjórnarfundum, en það gerði Hannes mjög gjarnan alla sína tíð sem ráðherra, þvert raunar gegn því sem hann hafði sjálfur haldið fram og boðað og algerlega á svig við skilning allra íslenskra stjórnmálamanna um hvað mætti og hvað mætti ekki. Eitt sinn birtist um það frétt í dönskum blöðum að Hannes hefði verið á dönskum ríkisstjórnarfundi og sagt frá því hvaða mál hefðu verið rædd þar. Tíðindin ollu sprengingu á Íslandi þegar þau bárust þangað og var slegið upp með stórum fyr- irsögnum í blöðum andstæðinga Hannesar. Hann var inntur eftir sannleiksgildi fréttar- innar en hann hló bara og sagði um tóma dellu að ræða; hann hefði aldrei nokkurn tíma stigið fæti sínum inn á fundi dönsku ríkisstjórn- arinnar. Þetta hlyti að vera misskilningur hjá dönskum blaðamönnum, hann hefði kannski sést í sama húsi en annað væri það nú ekki. Ég gróf upp fundargerðarbækur dönsku rík- isstjórnarinnar á þessum tíma og þar kemur fram að Hannes sat mjög oft fundi hennar. Hann þurfti auðvitað að bera upp ýmis mál undir dönsku ráðherrana og hann fór bara auðveldustu leiðina til þess. Hann hikaði hins vegar ekki við að afneita þessu og hagræða sannleikanum hressilega, því að það hefði trú- legast verið dauðadómur fyrir hann í pólitík- inni að viðurkenna að hann hefði setið danska ríkisstjórnarfundi.“ Ragnheiður, kona Hannesar, féll frá fyrir aldur fram sumarið 1913, 42 ára gömul. „Hannes missti nær algjörlega fótanna þegar hún lést,“ segir Guðjón. „Hún var hið sterka afl í lífi hans. Á meðan hann hafði heilsu til fór hann síðan daglega að leiði hennar og sat þar langtímum saman.“ Í bók Guðjóns um Einar Benediktsson segir m.a. frá því þegar Hannes heimsótti Einar til Englands árið 1914 og úr varð vikulangt fyllirí sem gekk nærri heilsu beggja. Guðjón segir að Hannes hafi alla tíð verið mikill nautna- maður á vín og eftir að hann missti konu sína hafi drykkja hans aukist til muna. „Hannes var eitt frægasta drykkjukvæðaskáld landsins og það eru til ótal slík kvæði og vísur eftir hann. Allt frá stúdentsárunum orti hann slík kvæði þegar einhverjar samkomur voru og þegar Stúdentafélagið í Reykjavík gaf t.d. út söngbók árið 1894, var þar að finna um tutt- ugu kvæði eftir Hannes. Bókin gekk undir nafninu Brennivínsbókin vegna allra drykkju- kvæðanna í henni. Mörg af þeim eru enn sungin. Einnig má nefna að Hannes var alfar- ið andvígur vínbanni, sem var þó samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á stjórnarárum hans, ekki bara vegna þess að hann var sjálfur gleðimaður, heldur stríddi það á móti hug- sjónum hans um frelsi einstaklingsins. Það fer hins vegar engum sögum af því að áfengið hafi háð Hannesi í starfi, að hann hafi drukkið frá sér ráð og rænu við embættisverk eða eitt- hvað þess háttar. Hann varð hins vegar heilsulaus fljótlega eftir að hann varð ekkill og vansæll og samfara því drakk hann mikið, sem var ekki til bóta. Hann fékk heilablæðingar og seinustu fjögur árin var hann alveg rúmliggj- andi. Hann lést aðeins rúmlega sextugur að aldri.“ Jók sjálfstraust Íslendinga Guðjón segir að aldrei verði af Hannesi skafið að hann hafi verið mikilhæfur, harð- skeyttur og klókur stjórnmálamaður sem kom gríðarlega mörgu til leiðar og ber að mörgu leyti höfuð og herðar yfir flesta aðra stjórn- málamenn á hans tíma. „Hann var líka svo heppinn að um það leyti sem hann tók við ráð- herraembættinu tók fjármagn að streyma inn í landið í gegnum Íslandsbanka og iðnbylting er að hefjast. Fyrstu þrjú valdaár hans ríkti hér góðæri og hann naut þess. Árið 1907 skall á alþjóðleg fjárhagskreppa en hún lagðist ekki á Ísland með fullum þunga fyrr en eftirmaður hans tók við. Seinna valdatímabil Hannesar, 1912–1914, er hins vegar nær samfelld hrak- fallasaga, stjórnarfrumvörp hans voru felld í stórum stíl og hann átti við mikla erfiðleika að etja. En hann var þó alla tíð einn alöflugasti stjórnmálamaður landsins og það er skýrt að alveg til 1915 töldu Danir að hann væri eini al- vöru stjórnmálamaðurinn á Íslandi. Þeir höfðu tilhneigingu til að líta niður á íslenska stjórn- málamenn en þótti Hannes hrífandi og kraft- mikill. Ég er sannfærður um að það hafi aukið sjálfstraust Íslendinga, fullir vanmáttar- kenndar og bláfátækir þá, að eiga svo fram- bærilegan fulltrúa á þessu mikla mótunar- skeiði í sögunni.“ Kristjana Gunnarsdóttir með Hannes Þórð, sem var mjög hændur að móður sinni. ’Öll uppvaxtarár Hannesarlá faðir hans meira eða minna veikur mánuðum saman á hverju ári.‘ ’Þetta er trúlegast í fyrsta skipti sem Íslendingur heldur opinbert erindi um kvenréttindi.‘ ’Hann varð hins vegar heilsu-laus fljótlega eftir að hann varð ekkill og vansæll og samfara því drakk hann mikið, sem var ekki til bóta. Hann fékk heilablæðingar og seinustu fjögur árin var hann alveg rúmliggjandi.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.