Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 30
ASTRA
Sævarhöf›a 2, sími 525 8000, www.ih.is Opi›: Mán – fös kl. 9–18 og lau kl. 12–16
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
4
7
1
fiú fær› n‡jan Opel Astra frá a›eins 1.695.000 kr. e›a 19.772 kr. á mánu›i.
6,6l á hverja 100 km
Mi›a› vi› 20% innborgun og afganginn á 84 mánu›um.
30 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir valdarán sitt ríkti Jorgen Jor-
genson yfir Íslandi í tvo mánuði og
lýsti því yfir að það væri laust undan
dönskum yfirráðum og forn réttindi
þess endurreist, ekki fór hins vegar
mikið fyrir viðbrögðum almennings
við þessum tíðindum í fyrstu.
Meðan Reykvíkingarvoru að átta sig áþessari nýju stöðumála og gaumgæfaauglýsingar og með-
an þessi kynlegu tíðindi voru færð á
hestbak og send út um land fóru Jor-
genson og félagar hans hús úr húsi
þennan dag í úrhellisrigningu og
söfnuðu vopnum heimamanna. Það
var nú ekki mikið til að safna. Þegar
þeir höfðu lokið blautri ferð sinni um
Reykjavík var fengurinn aðeins milli
tuttugu og þrjátíu litlar fuglabyssur
og „nokkur ryðguð sverð“. Þetta ve-
sæla herfang slævði vonir þeirra um
að vopna varnarlið fyrir landið en dró
þó að minnsta kosti úr líkum á gagn-
byltingaruppreisn í bænum.
Þeir hafa varla haft miklar áhyggj-
ur af uppreisn, því að 27. júní, annan
heila dag byltingarinnar, fóru Jor-
genson, Phelps og Hooker frá
Reykjavík í dagsferð til að sinna er-
indi sem áður hafði verið ákveðið og
skildu Liston og skipshöfn hans eftir
til að líta eftir bænum. Dagurinn leið
í svipaðri friðsæld og kyrrð og hver
annar. Danir biðu átekta og Íslend-
ingar hristu höfuðið góðlátlega yfir
því sem fram fór í stjórnarsetrinu, en
sögðu jafnframt vinum sínum hinar
góðu en þó naumast trúlegu fréttir
um skuldaafnám og lækkun skatta.
Erindi félaganna var heimsókn til
Ólafs Stephensen, fyrrum stiftamt-
manns og stórvinar Banks – þeir
höfðu kynnst 1772 þegar Banks
heimsótti Ísland og höfðu skrifast á
(á latínu) alla tíð síðan. Ólafur var nú
kominn á eftirlaun og bjó á eign sinni
Viðey skammt frá bænum. Hooker
hafði verið á fótum hálfa nóttina við
athuganir á gróðri í miðnætursólinni,
til þess að bæta upp rigninguna dag-
inn áður, og fannst því allmikið til um
þegar róið var með þá út til eyjarinn-
ar um morguninn og á móti þeim tók
hinn 78 ára gamli fyrrum stiftamt-
maður, klæddur eins og atvikinu
hæfði í danskan foringjaeinkennis-
búning: bláar, þröngar langbrækur
með spora, skarlatsrauðan frakka
skreyttan hvítum kniplingum og
skúfum og þrístrendan hatt með
langri, hvítri fjöður. Ólafur var afar
glaður að hitta skjólstæðinga Banks
og vöknaði um augu þegar nafn
gamla vinar hans bar á góma. Hoo-
ker færði honum gjafir frá Banks,
Ólafur talaði af miklum ákafa um
liðna tíma en Jorgenson þýddi fyrir
félaga sína. Menn voru léttir í tali og
ekki virðist hafa verið minnst á bylt-
inguna. Á miðjum morgni gengu þeir
um eyna og dáðust að sauðfé Ólafs og
hinum verðmæta æðarfugli.
Síðan gengu þeir inn til snæðings
og þótti Hooker það nokkuð snemmt
miðað við matarlystina. Borðbúnað-
ur var látlaus: Framan við hvern stól
var diskur, hnífur og gaffall, glerglas
og flaska af rauðvíni fyrir hvern gest.
Smátruflun varð þegar stóllinn
brotnaði undan hans ágæti en annar
stóll var sóttur í hans stað og allir
settust að snæðingi. Fyrsti rétturinn
var borinn inn, stór skál með súpu úr
„sagó, rauðvíni og rúsínum sem soðið
var nánast í mauk“. Þeir borðuðu
hver um sig tvær fullar skálar af
þessu því að þeir vissu ekki hvort
nokkuð fleira kæmi á eftir og fannst
skynsamlegt að borða sig sadda. En
þegar skálin var borin fram voru
tveir heilir, flakaðir laxar bornir inn í
hennar stað, með sósu úr bræddu
smjöri, ediki og pipar. Þetta var mjög
gott. Gestirnir luku af diskum sínum
„með nokkrum erfiðismunum“ og
hölluðu sér aftur saddir og ánægðir.
Þá var önnur feiknastór skál borin
inn, að þessu sinni kúffull af harð-
soðnum kríueggjum. Tólf egg voru
sett á diskinn hjá hverjum þeirra og
þykkri rjómasósu hellt yfir. Hooker
beiddist undanþágu frá að borða öll
tólf eggin en var hvattur til að reyna
og einhvern veginn tókst honum að
ljúka þeim. Gestirnir lögðu frá sér
gaffla sína fegnir, en þá var borinn
inn „hálfur sauður, vel steiktur“.
Gestgjafi þeirra gekk ríkt eftir því að
þeir fylltu diska sína af kjötsneiðum
og fengju sér ótæpilega með af sætri,
maukaðri súru. Þeir borðuðu eftir
bestu getu; þessu næst voru bornar
inn vöfflur, hver um sig „á stærð við
bók í átta blaða broti“. Ólafur sagðist
gera sér að góðu að gestir hans borð-
uðu bara tvær vöfflur hver. Máltíð-
inni lauk loks með mörgum vænum
brauðsneiðum: „norsku kexi og rúg-
brauði“.
Allan þennan tíma voru þeir hvatt-
ir til að drekka ötullega af víninu og
tæma hverja flösku. Á eftir var borið
fram gott kaffi og töldu þeir fullvíst
að þar með væri máltíðinni lokið en
„feiknastór skál með rommpúnsi var
borin inn, var það borið frjálslega um
í stórum glösum og drukkið minni
með hverju glasi“. Hvenær sem dofn-
aði yfir drykkjunni var skálað fyrir
Banks og varð þá að tæma glösin og
fylla að nýju til þess að þeir gætu
drukkið minni hans. Önnur skál með
rommpúnsi var borin inn í stað hinn-
ar fyrri og gátu þeir með naumindum
talið Ólaf á að láta þá ekki tæma hana
til botns líka. Veislunni lauk á því að
þeir drukku þrjá tebolla hver.
Báturinn hélst reyndar á floti þeg-
ar þeir héldu aftur til Reykjavíkur
um kvöldið. Jorgenson bauð Hooker
að sofa í stjórnarsetrinu til þess að
hann þyrfti ekki að staulast nokkur
aukaskref að húsi sínu – „og þáði ég
það með þökkum“, viðurkenndi
Hooker.
Kvæntur maður í Tasmaníu
Valdaránið kostaði Jorgenson
fangelsisvist og eftir nokkra dvöl í
Englandi var hann fluttur til Ástralíu
og kom sú tilfærsla ekki hvað síst til
af trúarlegum ástæðum, enda höfðu
skrif hans um kristna trú bakað hon-
um hóp andstæðinga í Englandi.
Svarta línan hafði veitt Jorgenson
dálítinn frest. Eftir að hann hætti í
föruflokkunum fór hann á mis við
ábyrgðina og álagið sem hentaði hon-
um svo vel og hafði farið út af sporinu
um skeið – byrjaði það á því að hann
var handtekinn fyrir drykkjuskap
þegar hann var að fagna fréttunum
af skilyrtri náðun sinni. „Staðreyndin
er sú,“ skrifaði hann um ringluð við-
brögð sín, „að maður sem hefur verið
sviptur frelsinu langa hríð er eins og
sá sem lengi hefur legið veikur í rúmi
sínu; þegar hann fer loks að ganga er
hann dálítið valtur á fótunum.“ Það
var nokkuð til í þessu. Jorgenson
missti fótanna gersamlega og hlaut
fimm shillinga sekt fyrir það. Hann
skrifaði líka: „Taktu keðjuna af
hundinum; þá gerir hann ýmsar
skammir af sér og svo fer grimmdin
úr honum.“ En óeirðin fór ekki úr
Jorgenson nema meðan hann var í
Línunni.
Bókarkafli | Ekki er hægt að segja annað en að Jörundar hundadagakonungur hafi átt ævintýralega ævi enda dreif margt á daga hans. Hann stýrði skipi
fyrir Frakklandi gegn Bretum, sigldi með breskum kaupmönnum til Íslands þar sem hann framdi valdarán og var auk þess í fámennum hópi fólks sem
stofnaði nýlenduna Tasmaníu. Sarah Bakewell fjallar um ævi Jörundar og er hér gripið niður í tvo kafla í frásögn hennar.
Veisla í Viðey
Reykjavík 1810, árið eftir byltingu Jorgensons.
Jorgen Jorgenson, sem Íslendingum
er best kunnur sem Jörundur hunda-
dagakonungur.