Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 38

Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 38
38 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Lautasmári 22 - Opið hús - Laus strax Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Glæsileg 113 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð, efstu. Stórar suðursvalir. 3 rúm- góð svefnherbergi. Rúmgott eldhús og vandað baðherbergi. Parket. Rúmgóð stofa. Sérþvottahús. Hérna er öll þjónusta í göngufæri, læknastofur, skólar, íþróttaaðstaða, Bónus og að sjálfsögðu Smáralindin. Hagstætt verð aðeins 24,4 millj. Árný og Jens sýna í dag milli kl. 14 og 16. Ef þú kemst ekki á þeim tíma hringdu þá í síma 897 0396 og fáðu tíma til þess að skoða. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. 350 fm jarðhæð. Mögul. að skipta upp í 2 x 175 fm. Opið rými, skrifst., salur og lager ásamt innkeyrslud. Góð staðsetn á Höfðanum, gott auglýsingag., mjög sýnilegt við Vesturlands- veg. Bílast. malbikuð. Hentar t.d. félagast., atvinnustarfs., skrifstofurekstri og eða heildsölu. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, sími 588 4477 eða 822 8242 Stangarhylur - til leigu Iðnað, skrifst. samt. 1299 fm. Framhús 686 fm, 3 hæðir. Jarðhæð, góð þrjú innkeyrlsub. 2. og 3. hæð, skrifst. og herb. Bakhús 613,4 fm, iðnaðarh., stálgr. á einni hæð, skipt upp í þrjú góð innkeyrlsub., góð lofth. Mjög gott útipláss, mögl. byggingar. Um er að ræða tvær samliggjandi lóðir, sam- tals 3000 fm. Óskað er eftir til- boði í eignina. Stapahraun - til sölu 619 fm iðn. og lager á jarð- hæð. Húsn er skrifst., versl., ca 210 fm, lager ca 423,7 fm. Góðar innkeyrsludyr eru inn á lager. Mjög góð aðkoma er að eigninni og er útpláss mjög gott. Bílast. og útipláss er allt malbikað. Óskað er eftir tilboði í eignina. Síðumúli 35 - til sölu 792 fm iðnaðarh. Framh. 634 fm, jarðh, 2. hæð ásamt risi, hver hæð er ca 264 fm. Jarðh., góð lofthæð (iðnaður), önnur hæð er í dag nýtt undir hluta iðnað, lagers og skrifst. (auð- velt að breyta þessari hæð í íbúðir). Ris er innr. sem tvær íbúðir og er í útleigu. Bakhús 158 fm, (iðnaður). Á bak við framh. er port. Óskað er eftir tilboði í eignina. Skipholt - til sölu/nýtt á skrá/tækifæri SKÍÐAÍÞRÓTTIN hefur löngum skipað sérstakan sess í hjarta margra Íslendinga. Á sólríkum vetr- ardegi er ekkert skemmtilegra fyrir fjölskylduna en að fara í fjöllin, renna sér á skíðum, borða nesti og njóta útiverunnar. Á undanförnum árum hefur þessi ágæta íþrótt löngum þurft að víkja sæti í hjarta okk- ar vegna síminnkandi snjóa svo líkja má við náttúruhamfarir. Þetta ástand hefur fengið áhugamenn um íþróttina til að velta fyrir sér hvað sé til ráða. Á sama tíma og þessar nátt- úruhamfarir hafa geisað hafa sveit- arfélögin fjárfest verulega í lyftum og búnaði til rekstrar á skíðasvæð- unum auk þess sem verulegir fjár- munir fara í beinan rekstur svæð- anna hvort sem þar er snjór eður ei. Maður skyldi ætla að veruleg hvatn- ing væri fyrir sveitarstjórnarmenn að allir þessir fjármunir sem rétti- lega er varið til íþróttarinnar séu nýttir sem best. Og hvað skyldu menn svo kalla góða nýtingu á þess- um fjárfestingum. Líklega teldust fleiri rekstrardagar bæta nýtinguna og forsendan væntanlega meiri snjór í brekkunum. Hvert fór snjórinn? Þegar snjóar er ekkert víst að snjórinn festist í fjöllunum. Margfalt meira af snjó fýkur jafnan burt úr brekkunum en sá snjór sem þar situr eftir. Sumt sest í hengjur fjarri brekkunum eða rennur út yfir hraunið og leggst í dældir eða fýkur bara á haf út. Og hver eru þessi dýru ráð? Er- lendis þar sem menn hafa glímt við svipað ástand eru gjarnan reistar þéttriðnar girðingar sem stöðva snjóinn þar sem hann fýkur eftir hlíðunum. Þessar girðingar geta safnað gífurlegu magni af snjó í góð- um skafrenningi sem bráðnar ekki svo glatt þó rigni á eftir. Sem dæmi má nefna að 100 metra löng og 2 metra há snjógirðing getur gjarnan safnað 4000 rúmmetrum af snjó. Þann snjó má nota í 400 metra langa skíðabraut. Það er vel hægt að ímynda sér hvað hægt er að gera með svona girðingum sem lagðar eru í lyftu- sporin og til að af- marka allar helstu skíðaleiðir. Nokkrir kílómetrar af þessum einföldu og ódýru mannvirkjum gætu fjölgað rekstrardögum og umfangi skíðasvæð- anna það mikið að rekstur svæðanna gæti jafnvel staðið undir kostnaði. Undanfarin ár hafa verið reistar nokkrar snjógirðingar í Skálafelli og Bláfjöllum. Þessar girðingar teljast þó frekar í metrum en kílómetrum og eru bæði lágreistar og stuttar. Þrátt fyrir að mjög litlu hafi verið til kostað við uppsetningu þessara fáu girðinga hafa þær oft skipt sköpum um það hvort skíðasvæðin verði opnuð yfirleitt þann veturinn. Þegar gerir góða snjókomu fyllast þessar girðingar á svæði sitthvorum megin hennar sem nemur allt að tífaldri hæð girðingarinnar. Oftar en ekki hefur rokið samfara snjókomunni feykt burtu mestöllum snjó annars staðar í hlíðunum. Á skíðasvæðum erlendis nota menn snjótroðara til að ýta snjónum frá girðingunum út í brekkurnar og festa hann þar með þjöppun og leyfa girðingunum að safna meiri snjó í næsta skafrenningi. Á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins eru girðing- arnar svo stuttar og lágar að ekki er unnt að beita þessari tækni nema að litlu leyti. Á síðasta ári var vígð öflugasta lyfta landsins í Bláfjöllum. Það er öllum sem vilja vita ljóst að sú lyfta verður ekki rekin nema með því að safna snjó í brekkurnar eins og snjóalög hafa þróast síðustu ár. Fjárfesting í öflugum girðingum á svæðinu er einungis lítið brot af kostnaði vegna þessarar nýju lyftu. Þær litlu tilraunir sem gerðar hafa verið undanfarin ár af rekstr- araðilum skíðasvæðanna og skíða- félögum hafa gefið ótvíræða vís- bendingu um að auðvelt sé að safna nægilegum snjó snemma vetrar til að opna flestar lyftur um leið og snjóar duglega. Sem dæmi má nefna að í dag eru tvær litlar snjógirð- ingar í Bláfjöllum fullar af snjó sem hægt er að ýta með troðara í brekk- urnar fyrir neðan og opna ágætar skíðaleiðir í tveimur lyftum auk þess sem einungis vantar lítið á að hægt sé að opna Kóngsgil. Nokkrar snjó- girðingar til viðbótar hefðu tryggt opnun á öllum þessum lyftum með lítilli fyrirhöfn. Það er því sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu að svara því hvort áfram eigi að ausa peningum í lyftufjárfestingar og troðara án þess að bæta við smáaurum svo hægt sé að nota þessi ágætu mannvirki. Það er vist fjöldi rekstrardaga sem ræð- ur afkomunni. Vannýttar fjárfestingar skíðasvæðanna Helgi Geirharðsson fjallar um skíðaíþróttina og framkvæmdir á svæðunum ’Það er því sveitar-stjórnarmanna á höf- uðborgarsvæðinu að svara því hvort áfram eigi að ausa peningum í lyftufjárfestingar og troðara án þess að bæta við smáaurum svo hægt sé að nota þessi ágætu mannvirki.‘ Helgi Geirharðsson Höfundur er formaður mannvirkjanefndar SKÍ. UNGT FÓLK sem er að byrja sinn búskap veltir kannski þessari spurningu fyrir sér „skiptir stærðin máli?“. Eftir hverju á það að fara þegar það velur sitt framtíðarheimili, í hvaða sveitarfélagi á það að búa. Þarna vaknar stærðarspurningin, skiptir stærðin máli? Er stærðin aðalatriðið eða skiptir meira máli sú umgjörð og þeir möguleikar sem fjölskyldum er búin í hverju sveitar- félagi fyrir sig? Hverju er verið að leita eftir? Fjölskylduvænt, öruggt umhverfi með fyrsta flokks þjónustu ásamt tækifæri til tómstunda og annars félagslífs er það sem allir vilja fyrir sig og sína fjölskyldu. Oftar en ekki eru nú til dags bæði hjónin útivinnandi og börnin ýmist í leikskóla eða skóla. Á Akranesi hafa þessi viðmið verið höfð að leiðarljósi við upp- byggingu á samfélaginu. Umhverfið byggt upp með tilliti til fjölskyldna, frábærir skólar, allt frá leiksólum upp í framhaldskóla og hægt að taka strætó upp í Háskóla Íslands. Einnig er öflugt félagslíf fyrir ung- menni með áherslu á íþróttir í bland við annað starf og allt þetta í göngufæri. Öflugt menningarlíf, vinaleg, vel sýnileg og örugg lög- gæsla þar sem laganna þjónar þekkja vel sitt umhverfi og íbúa þess. Skýr stefnu í öldrunarmálum ásamt öflugri félagsþjónustu setur Akranes meðal fremstu valkosta þegar valinn er framtíðarstaður fjölskyldu. Atvinna fyrir alla Að hafa vinnu til að geta séð fyr- ir sér og sínum er enn eitt grund- vallaratriðið. Hvergi á landinu hef- ur verið minna atvinnuleysi en á Akranesi undanfarna mánuði. Atvinnuleysi um ½% af mannafla í ágúst og september. Vinna hjá stóriðjufyr- irtækjunum á Grund- artanga hefur þarna töluvert að segja. Ánægjulegt hefur ver- ið að fylgjast með því að konur hafa verið að auka hlut sinn í störf- um við stóriðju enda henta störfin jafnt konum sem körlum. Borið hefur á því að heilu fjölskyldurnar eru að flytja til Akraness vegna atvinnumöguleika í stóriðjunni á Grundartanga. Einnig er eitthvað um það að íbúar Akra- ness sæki vinnu lengra út fyrir bæ- inn enda má segja að atvinnusvæði íbúa Akraness sé allt vesturland ásamt öllu höfuðborgarsvæðinu. Þak yfir höfuðið önnur leið Oft hefur það verið erfiður þröskuldur fyrir ungt fólk að fjár- festa í sinni fyrstu íbúð en þó sjald- an eins og nú. Íbúðarverð hefur aldrei verið hærra og er ungt fólk sem er að hefja sinn búskap ekki öfundsvert. Að kaupa litla íbúð í Reykjavík fyrir kannski á þriðja tug milljóna er vart fýsilegur kost- ur. En það er til önnur leið: Akra- nes. Annars vegar er fyrir sömu upphæð og keypt er fyrir í Reykja- vík hægt að fá mun stærra og betra hús á Akranesi eða þá að kaupa sambærilega íbúð en fyrir miklu minni pening. Að skulda minna er augljós kostur fyrir alla. Einnig hefur borið á því að eldra fólk er núna að nota tækifærið, sel- ur dýrt í Reykjavík, kaupir á hag- stæðara verði á Akranesi. Mín stærð Það er mín bjargfasta skoðun að stærðin skipti ekki höfuðmáli held- ur gæðin. Hver og einn verður að velja í hvernig samfélagi hann vill búa með sinni fjölskyldu. Velja eft- ir þeirri þjónustu og þeim tækifær- um sem eru til staðar. Lífsgæði fara ekki eftir stærð eða land- fræðilegri staðsetningu sveitarfé- lags heldur miklu fremur eftir því samfélagi sem við búum í á hverj- um tíma. Fólkið og íbúarnir skapa það samfélag sem við búum í og það er gott fólk og góðir íbúar á Akranesi. Skiptir stærðin máli? Björn Elíson fjallar um stærð sveitarfélags ’Það er mín bjargfastaskoðun að stærðin skipti ekki höfuðmáli heldur gæðin.‘ Björn Elíson Höfundur er markaðs- og atvinnu- málafulltrúi Akraneskaupstaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.