Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Glæsileg 2ja herbergja íbúð á
2. hæð í fallegu litlu fjölbýlishúsi á
frábærum stað í Hafnarfirði.
Aðeins fimm íbúðir eru í húsinu.
Öll umgengni og aðkoma til
fyrirmyndar. Nýlegt parket á gangi,
eldhúsi og stofu. Stutt í alla
þjónustu t.a.m. er skóli hinu
megin við götuna, 10-11 í
göngufæri o.m.fl.
Þorsteinn tekur vel á móti
væntanlegum kaupendum
í dag frá kl. 17-18.
TRAÐARBERG 1 - HAFNARFIRÐI
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-18
564 6464
Síðumúla 24 • 108 Reykjavík
hof@hofid.is • www.hofid.is
Guðm. Björn Steinþórsson,
lögg. fasteignasali,
Jón Guðmundsson, sölustjóri.fasteignasala
Til sölu er einkahlutafélag í sjávarútvegi
Helsta eign félagsins er Sómi 860, árg. 1998, krókaaflahlutdeild
og krókaaflamark. M.v. núverandi úthlutun gefur aflahlutdeildin
39.132 kg. í þorski, 39.059 kg. í ýsu og 396 kg. í karfa,
löngu, keilu og steinbít. Aflamarkið er óveitt.
Báturinn er með 360 hestafla Volvo Penta vél,
5 DNG rúllum og útbúnaði til línuveiða.
Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 899 9600
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
hdl. og lögg. fasteignasali
Opið hús í dag kl. 14:00 – 15:00
Stýrimannastígur 3 - risíbúð
Algerlega endurnýjuð 70,6
fm íbúð í risi, í fallegu 5
íbúða steinhúsi á góðum
stað í hjarta Reykjavíkur.
Nýtt gler í gluggum, nýtt
rafmagn og vatnslagnir.
Þak nýlega endurnýjað og
húsið málað að utan.
Eldhús er opið við rúm-
góða og bjarta stofu, mikil
lofthæð. Stórar svalir í suður. Fallegt útsýni. Nýtt parket úr hlyn er
á gólfi og náttúrusteinn á baðherbergi. Verð 18,5 millj.
Hamraborg 20A, 200 Kópavogur, www.husalind.is,
sími 554 4000, fax 554 4018,
email: gugga@husalind.is, sveina@husalind.is
Op
ið
hú
s
Til leigu við Einholt/Þverholt
vöruhús tilbúið til notkunar
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
-Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson,
s. 588 4477 eða 822 8242.
Um er að ræða 7000-8000 fm. Mögulegt er að leigja eignina í minni einingum. Stór og góður
gámahleðslupallur ásamt afgreiðslu fyrir flutningabíla. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma fyrir
gámabíla. Húsnæðið hentar t.d. mjög vel fyrir heildsölur, lager og innflutningsfyrirtæki.
Laust til leigu til skamms tíma
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.
☎ 564 1500
25 ára
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
Hraunteigur 13 Reykjavík
Opið hús frá kl. 15 - 17
Glæsileg 4ra herberbergja risíbúð. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting, rúmgóð
stofa með suðursvölum, parket á gólfum, flísalagt baðherbergi.
Eigendur taka á móti ykkur í dag frá kl. 15-17.
Síðumúla 27 108 Reykjavík
sími 534 4040, fax 534 4044
Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari
Virkilega góð tæplega 100 fm 4ra herbergja
íbúð á efri hæð í litlu fjöleignarhúsi neðst í
dalnum. Inngangur er sameiginlegur með
fjórum íbúðum um teppalagðan snyrtilegan
stigagang. Íbúðin skiptist í hol, gang, þrjú
herbergi, baðherbergi, stofu og borðstofu,
eldhús, þvottaherbergi og geymslu. Parket og
dúkur á gólfum. Skápar í öllum herbergjum,
skápur á baði og hillur í þvottaherbergi og
geymslu. Sérbílastæði fyrir framan húsið.
OPIÐ HÚS Í DAG kl. 13:30-15:30 Lindasmári 7, Kópav.
Verð kr. 22.900.000 Sigþrúður tekur á móti ykkur í dag á milli kl. 13:30 og 15:30.
ÉG HORFÐI á Skuggabörn og
varð döpur. Ég vil ekki velta mér upp
úr þessum ljóta heimi eiturlyfja held-
ur hugsa í lausnum. Hvað getum við
gert til að forða ungu fólki frá heimi
vímunnar? Skuggabörn bentu á að
fræðsla hefur ekkert að segja. Ef þig
langar til að prófa eiturlyf þá hlust-
arðu ekki á fræðslu, ekki einu sinni
frá frægum manni.
Það fæðist barn
Börn fæðast for-
eldrum til mikillar gleði.
Sumir foreldrar hafa
ekki krafta til að örva
börnin sín, þau eru sett
fyrir framan sjónvarp
og horfa. Myndefnið
verður jafnvel svæsnara
þegar fram líða stundir,
því eftirlit foreldra
minnkar. Börnin horfa á
allt mögulegt og spila
svo ljóta tölvuleiki. Lífs-
gleði minnkar. Rannsóknir hafa sýnt
að ljótt myndefni getur ýtt undir
veruleikafirringu hjá barni.
Nammidagar
Svo koma laugardagar sem tann-
læknar ráðlögðu sem nammidaga og
margir taka mjög hátíðlega. Þá fá all-
ir bland í poka. Nokkrum tímum síð-
ar eru börnin óð af sykrinum. Erum
við að búa til sykurfíkla? Sumir vilja
kalla sælgæti krakkadóp.
Tannlæknar ættu frekar að hvetja
til grænmetis- og ávaxtaáts á laug-
ardögum. Þeir virðast hafa gífurleg
áhrif og ættu að nýta sér það.
Sum heimili eru með sér barna-
matseðil sem er mun óhollari en mat-
ur fullorðna fólksins. Hvers vegna fá
börn næringarsnautt sérfæði? Óhollt
mataræði eykur hættuna á þunglyndi
og skapsveiflum. Það tengist einnig
kvíða. Mikil neysla á mat sem inni-
heldur aukefni, rotvarnarefni og
hvítan sykur getur valdið ofvirkni,
einbeitingarskorti og árásargirni.
Það vantar króm í sætan og aukefna-
ríkan mat en króm er nauðsynlegt til
að stýra blóðsykrinum og þegar hann
er óeðlilegur geta afleiðingarnar orð-
ið hegðunarvandamál af þessum toga.
Hvað er að?
Þegar barn á í hegðunarvandræð-
um er vert að skoða hvað það er að
borða dags daglega. Er mikil syk-
urneysla? Er mikið
sjónvarpsgláp? Hvað
með tölvuleiki? Ég hef
rekist á þunglynda og
lífsleiða drengi, þeir
vildu helst bara vera í
tölvuleikjum, nógu
svæsnum. Tölvugeð-
fötlun nefnist ný teg-
und af geðveiki. Hvað
með svefn? Mörg börn,
sérstaklega unglingar,
þjást af svefnleysi.
Þetta þekkja margir
kennarar sem kenna
syfjuðum nemendum á
morgnana. Nemendur á skólaaldri
þurfa alla vega 8–9 klukkustunda
svefn, sumir lengur og auðvitað stað-
góðan morgunverð áður en farið er að
heiman. Það er ómögulegt að kenna
svöngum og syfjuðum nemendum í
skólanum.
Það er fleira sem getur bætt líðan
barnsins. Hefurðu prófað að biðja
fyrir barninu þínu? Ein móðir sem
átti barn sem svaf illa á hverri nóttu
prófaði að biðja um vernd yfir barnið
sitt. Hún sagði að bænin virkaði. Það
gefur börnum mikið að alast upp í trú
á æðri mátt. Jesús er besti vinur
barnanna!
Hrós og hvatning
Hvatning og hrós, hlustun og at-
hygli er nauðsyn. Börn elska að fá að
vera með foreldrum, sitja saman, tala
saman, gera eitthvað saman. Börn
sakna samverustunda með for-
eldrum. Þegar laus tími er í fjölskyld-
unni, þá vilja margir gleðja börnin sín
með því að fara í verslunarferð og
kaupa eitthvað, kannski til að hafa
minningargrip frá samverunni? Gjaf-
ir geta verið innihaldslausar. Ég held
að flestum börnum finnist sam-
verustundin sjálf mun mikilvægari.
Þekkja börnin okkar betur versl-
anamiðstöðvar en sjálfa náttúruna
eða frændfólkið sitt?
Ný kjarkmikil kynslóð
Unglingar segja að þeir drekki
áfengi því það sé svo gaman að detta í
það. Þá þora þeir að gera allt mögu-
legt. Fullorðnum finnst líka gaman að
detta í það og þeir eru jú fyrirmyndir
barna.
Þegar ég hugsa í lausnum fyrir
börnin okkar þá dettur mér í hug að
skólarnir þurfi líka að taka sig á.
Grunnskólar hafa aðgengi að öllum
börnum og unglingum í landinu. Þar
hefst forvörnin, í hverri kennslustofu.
Skólar eru margir mjög uppteknir
af því að hafa aðgengi nemenda að
tölvum sem allra best. Tölvunotkun
er mikilvæg fyrir framtíðina. Það
gleymist þó stundum í allri þessari
umræðu að bjóða fleiri tækifæri í
námsgreinum sem efla sjálfstraust,
þjálfa framkomu, ákvæð samskipti,
munnlega tjáningu og skapandi hugs-
un.
Lífsleikni er frábær námsgrein
sem kennd er í skólum en hún er ein-
mitt hugsuð til þess að efla nem-
endur, styrkja þá og fræða t.d. um af-
leiðingar vímuefnaneyslu. En betur
má ef duga skal gegn vímuefnavá.
Það eru til fleiri námsgreinar sem
efla einstaklinginn.
Allir skólar ættu að bjóða upp á
leiklist. Leiklist er námsgrein sem
veitir andlega og líkamlega útrás,
styrkir jákvæða sjálfsmynd, örvar
skapandi hugsun og gefur nemendum
kost á að fá tilfinningalega útrás sem
lífið rúmar ekki. Í gegnum margra
ára leiklistarkennslu veit ég að ein-
staklingar blómstra þegar þeir fara í
leiklist. Sálin vex, umburðarlyndi og
tillitssemi gagnvart náunganum vex
líka.
Börn eru englar í mannsmynd
Við þurfum væntanlega að endur-
skoða okkar gang ef við ætlum að
bregðast rétt við þessum heimild-
arþætti um Skuggabörn. Biðjum fyr-
ir öllum skuggabörnum. Snúum okk-
ur svo að öllum þeim sem eru ennþá í
lagi og hjálpum þeim að fara bjartari
leið í lífinu. Sterkir einstaklingar
þekkja vel muninn á réttu og röngu,
þeir þora að stíga fram og standa með
sjálfum sér. Þessir einstaklingar
standa gegn vímuefnaneyslu.
Englar í mannsmynd
Marta Eiríksdóttir fjallar um
börn og uppeldi þeirra ’Þegar barn á í hegð-unarvandræðum er vert
að skoða hvað það borð-
ar dags daglega. ‘
Marta Eiríksdóttir
Höfundur er leiklistarkennari.