Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 45

Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 45 MINNINGAR Hinn nafntogaði Wen-dell Phillips (hinnný-fráfallni frelsis-kappi og mælsku-maður Bandaríkj- anna) segir um Kristindóminn: Kristindómurinn er allt öðru vísi en önnur trúarbrögð. Hann hefir fáar fræðigreinir og lítið sem ekk- ert af heimspeki. Það má pína nýja testamentið til Kalvínsku, Róm- versku, Lúthersku, Úniversalísku, Únitarísku, en samt er það nýja testamenti eptir sem áður. En þó trúargreinirnar sjeu fáar í því, innibindur þess kristindómur nokkur aðal princíp sem aðgreina hann frá öllum öðrum trúar- brögðum, og ekki finnast í þeim. Fyrst er lögmál (princíp) sjálfs- fórnar og sjálfsafneitunar. „Berið hver annars byrði“ er þar und- irstöðu-boðorðið. Öll önnur trúar- brögð, eins og Darwins-fræðin, játa að hinn yfirsterkari eigi vald yfir hinum veikari; að hinn mennt- aði og ríki hafi rjett til að nota heiminn fyrir sjálfan sig, og að láta hina minni háttar sykra sjer og ljetta lífið. Þetta kannast ekki Kristindómurinn við. Hans regla er: auður, heilbrigði, vísdómur, er lánsfje. „Ef nokkur maður er mik- ill á meðal yðar, þá verði hann þjónn annara. Ef einhver hefir þekkingu, þá miðli hann öðrum. Allt sem þjer hafið, er ekki yðvart. Sjáið til að þjer sjeuð þjón- ustumenn yðar veiku samferða- manna.“ Kristindómur er hin fyrsta trú, sem viðurkennir veg- lyndisforsjón og segir að hinn meiri skuli þjóna hinum minni. Í annan stað ætlar Kristindóm- urinn sjer að endurfæða heiminn með hugsjónum (ídeum). Slík til- raun er hin eina, sem mannkyns- sagan um getur. Enginn trúar- skörungur hefir nokkurn tíma sagt: „Eg vil umsteypa heiminum með hugsun.“ Kristindómurinn reiðir sig ekki einungis á anda mannsins og yfirburði hans sálar, heldur hefir þar upp sína sig- urbraut. Hann segir: „Farið út og boðið gleðiboðskapinn allri skepnu.“ „Kristur – sögðu höf- uðprestarnir – hefir upp æst lýð- inn.“ Já, hann æsti hann meir en nokkur nýmælamaður, þegar hann sagði við sína lærisveina: „Þetta orð mitt skal sigra heim- inn.“ Kristindómurinn hefir þriðja princípið til aðgreiningar frá öllum öðrum trúarbrögðum; hann snýr sjer ekki að menntun nje stjetta- mun, fer ekki að neinum mann- virðingum. „Fátækum verða guð- spjöllin boðuð.“ Hann velur einmitt þá „fátæku“ og veiku og vesælu, og fær þeim völdin í hend- ur. Einhver hefir sagt: „Krist- indómur er hinn hæsti vísdómur, sem lítillækkar sig til lægstu ein- feldni.“ Þessi orðskviður er ónóg- ur. Kristur útvaldi hina lægstu einfeldni, og sáði sáðkorni síns rík- is á meðal múgsins. Hann hefir enga flokka (Kasta), engan skóla, enga ráðunauta inni fyrir, enga smjaðrara úti fyrir. Kristur prje- dikar andlegt jafnræði og bróð- erni. Kristindómurinn spurði eigi eptir fræðiskólum, leitaði ekki Platons lærisveina; hann sneri sjer að lýðnum. Hann sagði: „Eg er eins ódauðlegur og maðurinn. Eg viðurkenni mannlegt eðli, og sönn- un míns guðdómlegleika mun verða sú, að sjerhver framför mannlegs anda mun ávalt til mín benda og í mjer finna upptök sín og útþýðingu.“ Enn í dag segir Kristindómurinn: „Mín sönnun býr í sögu kynslóðanna. Hin ævax- andi sönnun míns guðdómlegleika skal ávalt vera sú, að hvergi, undir engu himinbelti, með engum atvik- um, skal mannkynið ná nokkurri fullkomnun, sem jeg hefi ekki áður vísað á og lagt undirrót að.“ Fjórða undirstaðan í Krist- indóminum er hans kvenlega hug- sjón eður kenning um konuna. Í sjerhverri menntunarsögu, hjá hverjum einstökum, á öllum tím- um, ræður sú regla: yfirborð hins andlega þroska karlmannsins og hins andlega þroska aldarinnar er nákvæmlega þetta: hugsjónin um konuna. Hvar sem menn skoða mannlegt fjelag, kemur fyrir sama; skoðun manna á rjetti kon- unnar sýnir hið sanna stig þekk- ingar og siðgæðis. Blökku- mannakonan í suðurfylkjunum ræður í dag hinni fjelagslegu end- urskipan suður-fylkjanna, en karl- maðurinn fyrir efnum og afkomu. En framtíð hins andlega og sið- gæðislega er bundin við það stig, sem blökkukonan neyðir náunga sína til að unna sjer í ríki hug- sjónanna á komandi tímum. Krist- indómur er sú eina trú, sem kon- unni veitir hennar rjetta sæti gagnvart guðlegri forsjón. Allur hinn gamli heimur kenndi beint gagnstætt öllu þessu. Beri eg Krist saman við mestu menn aldanna, þá hverfa þeir, þá ruglast allur samanburður. Shake- speare, Plató, Goethe eru hafðir yfir sína tíma. Kristur er langt yfir öllum tíma. Táknin sem hann vann eru ekkert hjá því tákni sem hann var. „Sá sem efast, hann trúir,“ segir einn maður, en jeg er ekki svo auðtrúa, að trúa því, að tómur maður hafi tilbúið Kristindóminn. Og hverfi jeg frá hugsjónunum og snúi mjer að sögunni, þá segi jeg aptur: þetta er ekki mannaverk. Jeg þekki Búdda hinn indverska. Indland þá og nú svarar til. Hug- sjónir hafa eina útskýringu, hún er sagan, aldanna reynsla. Af þeirra ávöxtum skuluð þjer þekkja þær. Vor trú er hin eina, sem tólf menn boðuðu og ellefu þeirra ljetu líf sitt fyrir, auk hins fyrsta og eina, sem dó á krossinum á Gol- gata. Kristindómurinn sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sunnudagar þessa kirkjuárs verða ekki fleiri, því aðventan heilsar eftir viku. Tímamót sem þessi er hollt að nota til íhugunar um hið liðna og framtíðina. Sigurður Ægisson fann eftirfarandi grein í tímaritinu Fróða, 1887, og held- ur sr. Matthías Joch- umsson á pennanum. HUGVEKJA ✝ Stefán Kári Þór-arinsson fæddist í Austurgörðum í Kelduhverfi 18. júlí 1935. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík 3. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristjana Stefánsdóttir frá Ólafsgerði (f. 25. jan. 1896, d. 1. des. 1938) og Þórarinn Har- aldsson frá Austur- görðum, síðar bóndi í Laufási (f. 29. jan. 1902, d. 30. júní 1981). Systkini Kára eru: 1) Har- aldur, bifvélavirki í Kvistási (f. 27. maí 1928), kvæntur Björgu Ind- riðadóttur. Sonur þeirra er Indriði Vignir. 2) Margrét Björg, hús- freyja í Laufási (f. 6. sept. 1930). Sonur hennar og Sverris Briem er Þórarinn Valur, kvæntur Kristínu Karlsdóttur. Dætur þeirra eru Margrét Ann og Auður. Dóttir Krist- ínar er Sara K. Sig- urðardóttir. 3) Sig- urður (f. 23. sept. 1931), kvæntur Hildi Helgadóttur. Dóttir þeirra er Kristjana, gift Einari Daníels- syni. Kári ólst upp í Laufási og bjó þar alla tíð. Hann stund- aði búskap með föð- ur sínum og síðar með Margréti systur sinni. Auk þess stundaði Kári margvísleg önnur störf, aðallega múrverk og smíðar. Hann sat í nefndum á vegum sveitarinnar, var í stjórn veiðifélags Litluár auk þess sem hann var frjótæknir hjá Búnaðarsambandinu. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Kára var gerð í kyrrþey frá Garðskirkju 12. nóvember. Kári í Laufási er látinn langt fyrir aldur fram. Banamein hans var MND. Ég skrifa þessar línur til að þakka Kára frænda mínum hartnær sextíu ára samfylgd. Það verður óneitanlega öðruvísi og öllu tómlegra að koma norður í Kelduhverfi nú þegar hann er ekki lengur þar. Við ættingjar hans og vinir söknum hans sáran, því hann var bæði frændrækinn maður og vin- margur. Hann var einstaklega dug- legur að sinna þeim sem voru einmana og sjúkir . Hann var með afbrigðum gestrisinn, hafði gaman af fólki og gaf sér alltaf góðan tíma til samskipta. Í Laufási hefur gestrisni ætíð verið meira í hávegum höfð en gengur og gerist. Kári gat talað við alla hvar og hvenær sem var, um hvað sem var á sinn kímna en hógværa hátt. Þetta kallast nú til dags samskiptagreind. Þó held ég engir hafi kunnað eins vel að meta hann og börn. Hann hafði ein- faldlega lag á að gera allt að ævintýri. Hann sýndi börnum óskiptan áhuga og sprellaði í þeim óspart. „Skemmti- legasti maður á Íslandi er í heimsókn hjá mér og ég get alls ekki farið út að leika mér,“ sagði dóttir mín fyrir margt löngu. Í samræðum við fólk gerði hann sér oft far um að vera á annarri skoðun til að fá meira líf í um- ræðurnar og sló jafnan á létta strengi, ef menn gerðust þrasgjarnir um of. Kári var líka laginn við skepnur, prýð- is dýralæknir, enda oft fenginn til að hjálpa í þeim efnum. Honum var margt til lista lagt. Hann var afar verklaginn, gat gert við flesta hluti, enda á hann mörg handtökin í sveit- unum í kring. Kári var mikill grúskari, allra manna fróðastur um örnefni heimahaganna og aflaði sér upplýs- inga um gömul býli og fornminjar í Kelduhverfi. Áhugasamur um nátt- úruvernd áður en Íslendingar al- mennt gerðu sér grein fyrir hugtak- inu. Síðast en ekki síst var hann flakkari af guðs náð. Alltaf til í að skreppa, hvort sem það var á næsta bæ eða á heimsenda. Það þurfti ekki mikinn undirbúning eða farangur, snyrtimenni þurfa hvort sem er ekki svo mikið til skiptanna. Sem betur fer bar hann gæfu til þess að láta ekkert binda sig svo að hann fengi þessari ferða- og ævintýraþrá fullnægt. Hann fór í margar langar heimsreisur, kynntist framandi menningu og um- hverfi og fólki sem hann batt vináttu við til æviloka. Kári var aldrei heilsuhraustur en ekki var hann kvartsár maður. Þegar hann fékk sinn dóm fyrir tíu mánuð- um, tók hann því af mikilli stillingu. Það dró af honum stöðugt og síðustu mánuði var honum orðið erfitt um mál. Hann dó farinn að kröftum, en sáttur við að yfirgefa þessa jarðvist. Systkini hans og nánasta fjölskylda studdu hann af alúð síðasta spölinn. Ég vil fyrir hönd systkina minna og fjölskyldna okkar votta þeim okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Kára í Laufási. Sigríður Björnsdóttir frá Austurgörðum. Ég hitti Kára í Laufási aðeins tvisv- ar á ævinni sem máli skipti. Ég vissi þó vel af honum og hann þekkti til mín. Við höfðum meðal annars setið saman á fundum eins og gengur. Þrátt fyrir stutt kynni er Kári mér minnisstæður og það var fengur að því að hafa kynnst honum. Upp rifj- uðust minningar um liðnar stundir þegar ég las nýlega tilkynningu um andlát hans í Morgunblaðinu. Hið fyrra skiptið sem við hittumst al- mennilega var síðla sumars árið 1998 er við sátum dagpart saman í rútu norður í landi. Kári var afar víðförull og hafði margt séð og reynt á ferðum sínum. Kári sagði mér þarna sögur af ferðum sínum og margháttuðum upp- lifunum á fjarlægum slóðum. Bar þar margt á góma. Minnisstæðust er þó frásögn hans af því þegar hann veikt- ist af matareitrun á ferðalagi í Afríku og var ekki hugað líf. Ræðismaður Ís- lands í Suður-Afríku frétti af veikind- um hans og sendi eftir honum flugvél um langa vegu til að koma honum á sjúkrahús og bjargaði þannig lífi hans. Seinna skiptið sem við hittumst að einhverju gagni var þegar hlaup kom í Jökulsá á Fjöllum sumarið 2000. Ég keyrði austur í Kelduhverfi að sjá ána ólmast þegar hlaupið kom niður. Þar var Kári einnig staddur ásamt mörg- um öðrum. Við horfðum á hamagang- inn fram yfir miðnætti þar til mestu lætin voru gengin yfir. Enda þótt að- eins væri farið að hægjast um þegar hér var komið var þó mikið vatn ór- unnið til sjávar. Við Kári tókum því þá ákvörðun að skoða hamfarirnar betur og keyrðum suður með allri á. Við gengum að ánni hvar sem mögulegt var til að virða fyrir okkur umbrotin og fyrirganginn. Vesturdalur, Hólma- tungur, Hafragilsfoss, Dettifoss og Selfoss. Kári var sem heimamaður gjörkunnugur á þessum slóðum. Um dagmál snerum við til byggða og Kári hitaði tesopa í eldhúsinu á Laufási í morgunsárið, þar sem við fórum yfir upplifun næturinnar og tókum sólar- hæðina á öðru því sem okkur fannst máli skipta. Ferð okkar Kára með- fram Jökulsá á Fjöllum þessa sum- arnótt, þar sem hún sýndi sig í sínum úfnasta ham, er stund sem gleymist ekki. Gunnlaugur Júlíusson. STEFÁN KÁRI ÞÓRARINSSON Mig langar að minn- ast eins allra besta vinar míns Geirs Dal- manns Jónssonar frá Dalsmynni, en hann lést á heimili sínu aðfaranótt 5. þ.m. Geir var alveg sérstakur maður að svo mörgu leyti og mátti taka hann til fyrirmyndar. En hann átti ekki langt að sækja mannkostina. Móðir hans var líka al- veg sérstök. Hún var framúrskar- andi gestrisin og vildi öllum vel. Ég var lengi í Dalsmynni. Fyrst frá sjö eða átta ára aldri. Ég var þar mörg sumur og tvo vetur svo ég kynntist þeim mæðginum mjög vel. Ég á margar góðar minningar frá þessum tíma. Þegar ég kom í annað sinn í heimsókn að Dalsmynni eftir að ég hafði lokið vist minni þar, með kær- ustuna mína, sem síðar varð eigin- kona mín, þá voru móttökurnar ógleymanlegar. Svo vel tók hún á móti kærustunni minni. Geir fór með GEIR DALMANN JÓNSSON ✝ Geir DalmannJónsson fæddist í Dalsmynni í Norð- urárdal 14. apríl 1925. Hann lést á heimili sínu 5. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvamms- kirkju 12. nóvem- ber. okkur á ball norður yf- ir Holtavörðuheiði. Þetta var um haust og svalt í veðri. Þegar við komum heim, í gamla bæinn að sjálfsögðu, því þetta var 1950, varð kærastan heldur betur hissa því það var búið að hita upp rúmið hennar með hitapok- um. Svo morguninn eftir spurði Setta, en hún var kölluð það hún Sesselja móðir Geirs, hvað hún vildi helst fá að borða. Setta var svona á öllum sviðum bæði við dýr og menn. Það reyndi mikið á krafta þeirra mæðg- ina og gestrisni þegar færð yfir Bröttubrekku spilltist í gamla daga. Þá kom kannski full rúta af fólki og þarfnaðist þjónustu. Þá máttu hend- ur standa fram úr ermum. Fyrir manngæsku og mannúð var Setta sæmd íslensku Fálkaorðunni 1978. Geir var sérstaklega handlaginn maður og gat smíðað bókstaflega allt sem honum datt í hug, hvort sem var úr tré eða járni. Setta saumaði líka jakkaföt á son sinn og næstum hvað sem var. Geir smíðaði hús á bíla. Hann tók upp mótora í bílum og gerði við þá og margt og margt fleira. Hann smíðaði sér verkfæri og alls konar tól til að vinna með. Hann var uppfyndingasamur og laginn. Hann sagði mér sögu fyrir löngu síð- an. Þegar Geir var ungur drengur og fullorðnir bræður af bæ skammt frá komu í heimsókn að Dalsmynni og tóku í höndina á honum kreistu þeir höndina á honum óþægilega mikið. Þetta var auðvitað í góðlátlegu gríni. Geir fann ráð við þessu. Hann útbjó járn eða blikk og faldi í lófanum. Þegar þeir tóku svo í höndina stungu þeir sig í lófann. Geir var líka sér- staklega liðlegur og greiðvikinn maður alla tíð. Það var líklega um 1947 eða 48 að stór trukkur með helj- armikinn aftanívagn og olíutank þar ofan á á leið norður í land. Hann verður stopp á Norðurlandsveginum rétt fyrir neðan Dalsmynni. Það hafði slitnað viftureim, án hennar varð ekki haldið lengra. Bílstjórinn leitaði á náðir Geirs. Þetta var seint um kvöld. Geir gerði allt sem hann gat til að hjálpa manninum. Það eina sem gat komið að gagni var að taka viftureimina úr bíl Geirs sem hann og gerði. Það þýddi að Geir var bíl- laus á meðan. Reimina fékk Geir til baka að mig minnir tveimur dögum síðar. Þessi bílstjóri hét Hans og er nýlátinn. Ég hitti hann um 50 árum síðar og hann mundi vel eftir þessu atviki og taldi þetta alveg sérstaka greiðvikni. Við fráfall Geirs er horfinn mikið góður drengur og hans sárt saknað. Systurdóttur Geirs, Málfríði Krist- jánsdóttur, og hennar fjölskyldu votta ég og við hjónin okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs bless- unar. Þórir S. Hersveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.