Morgunblaðið - 20.11.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 47
MINNINGAR
okkur út á flugvöll. Hann sendi
okkur alltaf helgarmoggann út til
Danmerkur meðan við bjuggum
þar. Þannig var hann alltaf vakinn
og sofinn yfir velferð okkar alla tíð.
Sem afi barna minna var hann
ómetanlegur. Þau fundu alltaf fyrir
því hversu velkomin þau voru og
alltaf átti hann til nammi handa
þeim.
Hreinn hafði áhuga á mörgu,
bæði mönnum og málefnum. Hann
fylgdist vel með, ekki síst þjóðmál-
um og borgarmálum.
Nú er Hreinn allur og eftir
stendur hlý og góð minning sem
mun aldrei slokkna.
Ég vil að lokum fyrir hönd fjöl-
skyldu Hreins þakka Kristínu
Bergmann, fararstjóra hjá Úrvali-
Útsýn, og fjölskyldu hennar þá
ómetanlegu og óeigingjörnu hjálp
sem hún veitti okkur öllum. Guð
blessi okkur öll.
Jakob Jóhannsson.
Það var eins og tíminn stæði í
stað þegar við fengum þær fréttir
að afi hefði veikst alvarlega á
Spáni. Amma, afi og Bogga frænka
höfðu verið þar í fríi og voru að
koma heim. Laugardaginn fyrir at-
burðinn fór hann aleinn um Beni-
dorm og keypti dýrar og vandaðar
gjafir handa okkur.
Okkar minningar um afa eru allt-
af af honum sem ástkærum, hress-
um og farsælum afa. Afa sem elsk-
aði og þótti vænt um öll sín börn og
barnabörn. Hann var alltaf með
nammi í nammiskápnum og tilbú-
inn að fylla hina frægu nammiskál
þegar við komum í heimsókn.
Sem tveir smástrákar í Kaup-
mannahöfn munum við alltaf eftir
því hvað var gaman að koma í Ysta-
bæinn og dvelja hjá afa og ömmu í
fríum okkar. Sérstaklega munum
við þó eftir öllum þeim ferðum og
göngutúrum sem við fórum með afa
sem allar voru líkastar ævintýri.
Þar má nefna veiðiferðina miklu,
Tívolíferðina í Hveragerði að
ógleymdri ferð í Húsdýragarðinn.
Afi gaf sér mikinn tíma með okkur
barnabörnunum til að fara bæði í
sund og gönguferðir.
Allar veislur og öll boð í Ysta-
bænum eru ógleymanlegar minn-
ingar. Í garðveislu síðastliðið sum-
ar tjaldaði hann uppáhaldstjaldinu
sínu fyrir okkur til að borða í. Þar
sátum við frændsystkinin allt
kvöldið.
Afi mun alltaf eiga stóran sess í
hjarta okkar og mun aldrei gleym-
ast. Ein af síðustu orðum hans
voru: „Hafið ekki áhyggjur af
mér.“
Við viljum enda þetta með sálmi
eftir Hallgrím Pétursson:
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Hlynur Örn, Daníel og Sólveig.
Elsku besti afi minn, mér þykir
erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig
á þessari stundu, ég vonaði svo
heitt og innilega að þú myndir ná
þér á strik eftir áfallið. En það er
eins og guð hafi áætlaðan tíma fyrir
mann og ekkert þessu líkt gerir
boð á undan sér. Þú hefur bara allt-
af verið svo hress og kátur. En ég
veit og trúi því að þér líði vel núna.
Mig langar örlítið að rifja upp ynd-
islega tíma sem við áttum saman.
Ég var ekki nema um sjö ára þegar
þið amma tókuð svona yndislega
vel á móti okkur systrunum, ég á
varla nógu góð orð yfir því, hvað
þið hafið alltaf verið svo yndisleg,
og tókuð okkur sem ykkar eigin.
Ég gleymi því aldrei þegar ég var
u.þ.b. átta ára og ég labbaði til þín
og spurði: „Hreinn! má ég kalla þig
afa?“og svarið var: „Auðvitað
máttu það, Berglind mín.“ Sömu
spurningu fékk amma og fékk ég
sama svarið. Ég var líka þetta al-
sæl. Það hefur alltaf verið gott að
koma til ykkar í Ystabæinn, staður
sem alltaf er gaman að heimsækja
og spjalla við ykkur um heima og
geima. Maður var alltaf svo vel-
kominn. Ég vildi bara óska að við
fjölskyldan hefðum náð að kíkja til
ykkar í kringum afmælið þitt, rétt
áður en þið fóruð út, og líka að
þakka fyrir afmælisgjöfina frá ykk-
ur. Ég mun svo sannarlega passa
vel upp á í hvað hún fer, en þetta
var það besta sem þið gátuð gefið
mér, kærar þakkir, afi.
Natalía Ýr er búin að kúra og
knúsa litlu dúkkuna sem þú keyptir
handa henni, alveg síðan hún fékk
hana, lúllar með hana á hverju
kvöldi. Við varðveitum hana vel.
Núna taka við öðruvísi tímar.
Megi guð styðja og styrkja ömmu í
gegnum þennan tíma og þessa
sorg. Ég veit þú lifir í kringum
okkur og fylgist vel með.
Elsku afi, ég mun sakna þín mik-
ið og þykir óendanlega vænt um
þig. Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér og okkur fjöl-
skyldunni, og fyrir að vera alveg
frábær afi og langafi.
Berglind.
Elsku afi. Við söknum þín alveg
rosalega mikið. Við erum svo hepp-
in að hafa kynnst þér og að eiga
svona margar góðar minningar um
þig. Við munum bæði mest eftir því
þegar þú kenndir okkur ýmis spil
og þegar þú labbaðir með okkur
niður í skóg eða sýndir okkur litla
húsið í garðinum. Það var alltaf svo
gaman að koma í heimsókn og vilj-
um við þakka fyrir allt gotteríið
sem þú áttir alltaf til handa okkur.
Og innilegar þakkir fyrir gjafirnar
sem þú keyptir handa okkur úti.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
okkar og við munum aldrei gleyma
þér.
Sunna Dögg og Atli Már.
Alltaf var gaman að koma til afa
og ömmu um helgar, þar sem afi
gaukaði að mér einhverju góðgæti.
Aldrei þreyttist hann á að sýna mér
þá fjársjóði sem geymdir voru í
vinnuherberginu. Sumarið sem leið
var sérstaklega eftirminnilegt og á
ég eftir að minnast um ókomna tíð
góðu stundanna á pallinum.
Ég vil þakka afa allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum sam-
an.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ég heyri’ í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stef.)
Kveðja.
Aþena Íris.
Elsku afi, það er sorglegt að þú
sért dáinn. Það var samt gaman
þegar ég kom í heimsókn í Ystabæ
með bróður mínum og þú komst til
okkar og spurðir okkur hvort við
ættum að fara og athuga hvort það
væri eitthvert nammi til í skápnum.
Skemmtilegast fannst mér þegar
við fórum saman í göngutúr við El-
liðavatn og þú sýndir mér náttúr-
una og fuglana sem þú hafðir svo
mikið dálæti á og passaðir að gefa
þeim reglulega.
En nú ert þú farinn til guðs og
ég mun gæta ömmu rosalega vel og
vera dugleg að fara í heimsókn.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kveðja.
Rakel Lillý og Elvar Smári.
Elsku amma, nú ertu farin yfir
móðuna miklu, en þegar ég heyrði
að þú værir dáin brá mér. Ég fór að
hugsa um þá tíma sem ég kom oft
til þín, fékk kaffi hjá þér, við sátum
stundum marga tíma og töluðum
um allt milli himins og jarðar. Ég
man líka þegar ég sá þig fyrst. Þá
var ég krakki og mamma mín kom
með mig til þín. Hvað þú varst góð
við mig. Ég sakna þess. Stundum
óskaði ég þess að þú værir mamma
mín á þessum tíma, en mamma mín
skildi mig eftir hjá þér og systk-
inum mínum.
Svo eignaðist ég lítinn strák sem
ég ætlaði að sýna þér en ég segi
honum frá þér því ég veit að þú ert
á betri stað núna, amma mín. Við
Dóra Rebekka og Sigurður Berg-
mann biðjum Guð að blessa þig og
alla fjölskylduna.
Heiðar Örn Heimisson.
Hjartans þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
MARÍU ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Eyri
í Skötufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 2. hæð
Sólvangs fyrir góða umönnun.
Guð veri með ykkur öllum.
Sigurður Á. Jónsson, Árný Vismin Jónsson,
Jóna Jónsdóttir,
María E. Jónsdóttir, Atli Már Kristjánsson,
Hólmfríður R. Jónsdóttir, Halldór Valgeirsson,
Þóra B. Jónsdóttir, Steindór Ingimundarson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR ARNDAL,
Vitastíg 12,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
mánudaginn 21. nóvember kl. 13.00.
Sigríður H. Arndal, Ægir Benediktsson,
Jónína H. Arndal, Þorsteinn Hjaltason,
Guðrún H. Arndal, Guðmundur Gunnarsson,
Magnús H. Arndal, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON
fv. ráðuneytisstjóri,
Einimel 6,
andaðist laugardaginn 12. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
23. nóvember kl. 15.00.
Lilly Ásgeirsson,
Sverrir Þórhallsson, Inga Helgadóttir,
Dóra Þórhallsdóttir, Magnús B. Einarson,
Ragna Þórhallsdóttir, Flosi Kristjánsson,
Sólveig Þórhallsdóttir, Gunnar Jóakimsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
BÁRU HÓLM,
Hátúni 11,
Eskifirði,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. nóv-
ember kl. 15.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Umhyggju, félag langveikra barna.
Kristinn G. Karlsson,
Einar Hólm, Lilja Berglind Jónsdóttir,
Súsanna Kristinsdóttir, Halldór Árnason,
Þórunn Kristinsdóttir, Skúli Jónsson,
Pétur Karl Kristinsson, Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir,
Guðrún Björg Kristinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MAGNÞÓRA G. MAGNÚSDÓTTIR,
Furugerði 1,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 11. nóvember, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 22. nóv-
ember kl. 13.00.
Sigurður K. Guðjónsson,
Katrín Guðjónsdóttir, Jónas Ragnarsson,
Helgi Már Guðjónsson, Ingveldur Kristófersdóttir,
Þóra Þ. Guðjónsdóttir, Sturla Erlendsson,
Arna Guðjónsdóttir, Sigurður Jónsson,
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hlíðargötu 4,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA
fyrir einstaka alúð, hjúkrun og umönnun.
Guðmundur Haraldsson, Íris Karlsdóttir,
Gunnar Haraldsson,
Halldóra Haraldsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Inga Lára Bachmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði