Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.11.2005, Qupperneq 49
Alþjóð-legur fundur var haldinn í vikunni í Túnis. Þangað mættu yfir 16.000 full-trúar frá 176 löndum til að ræða hvernig mætti brúa gjána sem myndast hefur í upplýsinga-tækni milli ríkra og fá-tækra þjóða heims. Kynnt var far-tölva sem er ætluð börnum í fá-tækum löndum. Hún mun aðeins kosta 100 dollara, eða um 6.200 krónur. Hægt er að komast í þráð-laust net-samband í tölvunni, og er hún með hand-sveif til að nota tölvuna á rafmagns-lausum svæðum. Fram-leiða á nokkur þúsund tölvur í ár og yfir 100 milljónir á næstu 2 árum, og gefa þær börnum í þróunar-löndum. „Þessi öflugu og nyt-samlegu tæki gera börnunum kleift að vera virkari í náminu,“ sagði Kofi Annan, framkvæmda-stjóri Sam-einuðu þjóðanna. Tölvur handa fátækum Reuters MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 49 AUÐLESIÐ EFNI Gleði með nýtt frum-varp Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra kynnti á miðviku-daginn nýtt frum-varp ríkis-stjórnarinnar um réttindi samkyn-hneigðra. Á að breyta mörgum laga-ákvæðum til að óvígð sam-búð samkyn-hneigðra verði lögð að jöfnu við óvígða sam-búð gagnkyn-hneigðra. Þannig njóti samkyn-hneigðir sömu réttinda varðandi almanna-tryggingar, lífeyris-réttindi, skatta-lega með-ferð tekna og eigna og skipti dánar-búa. Þá verður heimild samkyn-hneigðra para til að ætt-leiða börn sú sama og gagnkyn-hneigðra para. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for-maður Sam-taka ’78, segir að gríðar-leg ánægja ríki með frum-varpið og telur hún að verði frum-varpið sam-þykkt hafi Íslendingar gengið lengst þjóða í að koma á réttindum til handa samkyn-hneigðum. En til að tryggja full réttindi vilji samkyn-hneigðir að þeim trú-félögum sem þess óska verði leyft að stað-festa sam-vist samkyn-hneigðra. Samkomu-lag náðist á þriðju-daginn milli Alþýðu-sambands Íslands (ASÍ) og Sam-taka atvinnu-lífsins (SA) um að-gerðir á vinnu-markaði. Kjara-samningarnir frá því í fyrra halda með ákveðnum breytingum, sem felast í ein-greiðslu í desember til laun-þega innan ASÍ, ör-yrkja, ellilífeyris-þega og aðila á atvinnuleysis-skrá. Líka aukinna launa-hækkana 1. janúar 2007 og hækkun á lágmarks-launum. Verða lágmarks-tekjur 108.000 á mánuði frá og með næstu ára-mótum og grunn-bætur atvinnu-lausra hækka í 96 þúsund krónur. Um 100 milljónir verða settar í að efla starfs- og endur-menntun ófaglærðra og einstaklinga með litla menntun, auk þess að efla stöðu erlends vinnu-afls hér á landi. Forsvars-menn ASÍ og SA segja að aðild ríkis-stjórnarinnar að Samningar nást á atvinnu-markaði Morgunblaðið/Golli Samings-aðilar gleðjast yfir árangrinum. við-ræðunum hafi haft úrslita-þýðingu. Þeir hittu full-trúa ríkis-stjórnarinnar áður en samningar voru undir-ritaðir. Þá til-kynnti ríkis-stjórnin að hún myndi draga úr vaxandi örorku-byrði á lífeyris-sjóðum á samnings-sviði ASÍ og SA og gera umfangs-miklar breytingar á atvinnuleysis-bótakerfinu. Bayan Baqer Solagh, innanríkis-ráðherra Íraks segir að full-yrðingar um pyntingar á föngum stjórn-valda séu ýktar. Fréttir af pyntingunum hafa vakið hafa hörð við-brögð í Írak og víða um heim. Fyrir viku fundu banda-rískir her-menn 170 fanga í neðanjarðar-byrgi byggingar er innanríkis-ráðuneyti Íraks ræður yfir. Full-yrt er að mennirnir hafi sætt pyntingum, þeir barðir og sveltir, og mjög illa á sig komnir. Einnig var sagt að fangarnir væru flestir súnnítar, það þjóðar-brot sem fór með völdin í tíð Saddams Husseins for-seta. Sjítar, sem eru mun fjöl-mennari, eru nú ráðandi í stjórn landsins. Súnnítar krefjast þess að óháð, alþjóð-leg nefnd rann-saki málið. Innanríkis-ráðherrann sem ekki segist líða pyntingar, segir að einungis 7 fanganna hafi verið pyntaðir. Fangarnir væru „glæpa-menn og hryðjuverka-menn“ en súnnítar segja mennina sak-lausa og ekki tengjast and-stöðunni við hernáms-liðið. Ráð-herrann sannaði með vega-bréfum að í hópi fanganna væru hættu-legir er-lendir hryðjuverka-menn. Hann sagði að fangarnir væri ekki allir súnnítar, heldur einnig sjítar og að allir mennirnir hefðu verið hand-teknir af lög-mætum ástæðum. Fregnir af fanga- pyntingum ýktar Reuters Myndir af pyntuðum fanga sýndar á blaðamanna-fundi. Landsliðs-fyrirliðinn í knatt-spyrnu Ásthildur Helgadóttir hefur skrifað undir eins árs samning við Íslands- og bikar-meistara Breiðabliks. Hún snýr því aftur til æsku-félagsins í janúar, en seinustu 2 ár hefur Ásthildur spilað með Malmö FF í Svíþjóð. Þar á undan lék hún 1 ár með ÍBV og KR í 5 ár. Ásthildur var í hópi bestu og marka-hæstu leik-kvenna sænsku úrvals-deildarinnar í ár. Hún skoraði 17 mörk í 22 deilda-leikjum með Malmö FF, sem lenti í 2. sæti. Ásthildi fannst mjög erfitt að yfir-gefa sænska félagið. En hún vildi klára verkfræði-nám sitt og gat gengið að sömu vinnu og áður hjá Línu-hönnun. „Svo er spennandi að koma aftur í mitt gamla og góða félag, og ekki síst að spila á ný með systur minni,“ sagði Ásthildur, og átti þar við Þóru B. Helgadóttur landsliðs-markvörð. Ásthildur hefur leikið 61 A-landsleik og skorað 20 mörk, sem hvort-tveggja er met. Aftur í gamla góða félagið Morgunblaðið/Kristinn Ásthildur hefur undir-ritað samning við Breiðablik. Netfang: auefni@mbl.is Hjálpum þeim Morgunblaðið/Golli Klara í Nylon er ein af flytjendum lagsins. Íslenskir tónlistar-menn hafa nú svarað hjálpar-kalli frá Pakistan með því að taka upp nýja út-gáfu af laginu „Hjálpum þeim“. Lagið var samið og sungið árið 1985 fyrir Hjálpar-starf kirkjunnar til hjálpar bág-stöddum í Afríku. Einar Bárðarson hjá Concert hefur fengið þá Þorvald Bjarna Þorvaldsson og Vigni Snæ Vigfússon til að stjórna upp-tökunum á laginu. Og flytjendur eru margar af vin-sælustu og virtustu söng-stjörnum landsins. Loka-útgáfa lagsins og mynd-band við það verður frum-flutt á morgun kl. 14.05 en þegar hefur verið opnað fyrir söfnunar-símann, 907 2002. Markús Máni Michaelsson landsliðs-maður í handknatt-leik slasaðist illa í kapp-leik á miðviku-dag. Hann spilar með Düsseldorf og var leikurinn gegn Lemgo í þýsku 1. deildinni. Hann lenti illa og önnur hné-skelin hrökk til svo að hann þurfti að fara í að-gerð á föstu-daginn. Markús Máni slasaðist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.