Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 58

Morgunblaðið - 20.11.2005, Síða 58
undantekningarlaust að leika tónlist eftir aðra þótt maður sé túlkandi sem slíkur. Það sem mér finnst svo heillandi við rokkið er að ég fæ að gera allt.“ Rúnar segir áætlaða útgáfutónleika plöt- unnar vera í byrjun desember. „Ég stefni á 8. desember, sem var afmæl- isdagur Rabba. Útgáfudagurinn var 7. nóv- ember þegar pabbi minn hefði orðið sjötug- ur. Platan er tileinkuð minningu þeirra beggja,“ sagði Rúnar að lokum. TÓNLISTARMAÐURINN Rúnar Þórisson sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu á dög- unum en hann er þó ekki aldeilis ókunnur tónlistargeiranum. Hann er menntaður klassískur gítarleikari og lék lengi vel með hljómsveitinni Grafík. Hann sagði hug- myndina að sólóplötunni hafa kviknað fyrst fyrir tveimur árum. „Árið 2003 fór ég út með Rabba (Rafni heitnum Jónssyni) og fleirum til að taka upp hans síðustu sólóplötu. Ég hafði ekki hugsað mikið um það áður að gera sólóplötu en eftir þetta ferðalag vissi ég að þetta var nokkuð sem ég vildi gera,“ segir Rúnar. „Við vorum í tvo heila daga í Abbey Road- hljóðverinu, þessu Mekka rokksins. Það var ótrúlega magnað að vera þar og ég er ekki frá því að það hafi haft áhrif á ákvörðun mína. En við Rabbi höfðum alltaf unnið saman, alveg frá því að Grafík var stofnuð. Það gekk svo vel að ég sá aldrei neina ástæðu til að fara að gera eitthvað á eigin spýtur meðan við gátum unnið saman.“ Rúnar hafði þó áður gefið út plötu með suður-amerískum dúettum en þetta er hans fyrsta verk „í rokkinu“, eins og hann segir sjálfur. „Það er ekki seinna vænna að fara að byrja. Enda er stefnan tekin á fimm plötur á næstu 10 árum,“ segir Rúnar og hlær. Líkt og pottablóm Rúnar nýtur liðsinnis fjölda tónlistar- manna á plötunni, sem ber heitið Ósögð orð og ekkert meir. Nægir að nefna þau Sig- trygg Baldursson, Harald Þorsteinsson, Jens Hansson, Karl Henry, Birgi Örn Steinarsson, Egil og Ragnar Sólberg Rafns- syni og Láru Rúnarsdóttur því til stuðn- ings, en sú síðastnefnda er einmitt dóttir Rúnars. „Mér finnst svo gaman að vinna með yngri tónlistarmönnum en ég hef kynnst mörgum í gegnum Láru,“ segir Rúnar. „Kalla hafði ég reyndar bara séð á tón- leikum með Tenderfoot og heillaðist af röddinni hans og bað hann að vera með. Þau Lára syngja flest lögin. Það er svo mikið spennandi að gerast í íslenskri tónlist hjá ungi fólki og ég vildi fá að vera með þótt ég sé kannski af annarri kynslóð.“ Þeir sautján hljóðfæraleikarar og söngv- arar sem leggja Rúnari lið á plötunni setja að sjálfsögðu mark sitt á verkið en Rúnar fór þó með yfirumsjón með verkinu. Hann segist hafa lagt upp með ákveðna hugmynd um hvernig hann vildi að afraksturinn yrði en var þó opinn fyrir breytingum. „Ég vildi leyfa lögunum að þróast eins og þau þurfa og leyfa öðrum að hafa áhrif ef manni hugnast þau. Ég líki þessu ferli stundum við pottablóm sem maður gróðursetur en veit kannski ekki í hvaða átt á eftir að vaxa,“ segir Rún- ar. Fyrsti gítarinn 10 ára „Hvert upptökuferli er einstakt og end- anleg útkoma er svolítið eins og ljósmynd, sem hefði eflaust litið öðruvísi út ef ég hefði tekið styttri eða lengri tíma í þetta. Platan festir það augnablik sem hún er gerð á,“ segir Rúnar. „Ég lít á plötuna sem eina heild þar sem margir hlutir spila inn í, ekki bara tónlist- in.“ Rúnar segist snemma hafa gert sér grein fyrir að hann vildi starfa við tónlist í fram- tíðinni. „Ég var 10 ára þegar ég eignaðist fyrsta gítarinn minn. Foreldrar mínir spiluðu bæði á gítar en hættu þegar ég náði þeim í getu,“ segir Rúnar og hlær. „Ég byrjaði í rokk- hljómsveitum en sá ekki fyrir mér að ég yrði í þeim geira fram á gamals aldur. Ég menntaði mig því í klassískum gítarleik og kennslufræðum. Það er svo núna á seinni árum að hún er að koma aftur þessi löngun til að spila rokk og tjá sig þannig. Þegar maður spilar klassíska tónlist er maður nær Tónlist | Rúnar Þórisson gefur út sína fyrstu sólóplötu Karl Henry, Lára Rúnarsdóttir og Rúnar Þórisson. Platan festir augnablikið Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Morgunblaðið/Golli 58 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIRNAR Voksne mennesker eftir margfalda Eddu- verðlaunahafann Dag Kára Pét- ursson og Gargandi snilld eftir Ara Alexander Ergis Magnússon eru á meðal 30 kvikmynda sem nú eru sýndar á Cardiff Screen Festival í Cardiff í Wales. Dagur Kári var viðstaddur sýn- ingu á Voksne mennesker á þriðju- dagskvöldið og tók einnig þátt í um- ræðu um kvikmyndir sínar með aðstandendum hátíðarinnar og öðr- um kvikmyndagestum. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Dagur Kári vera búinn að hafa í nógu að snúast síðan Voksne menne- sker var frumsýnd í maí síðast- liðnum og sækir hann að meðaltali tvær til þrjár kvikmyndahátíðir í mánuði hverjum til að kynna mynd- ina. „Ég finn ótrúlegan mun á áhorf- endum á milli kvikmyndahátíða og það er ekkert hægt að stýra því hvernig stefnu svona pallborðs- umræður taka,“ sagði Dagur Kári. „Stundum eru þetta aðallega brand- arar og grín en í önnur skipti er um- ræðan á alvarlegri nótum. Í þetta skipti var dimmt á sviðinu þar sem umræðurnar fóru fram og því meiri alvara til staðar en ef öll ljós hefðu verið kveikt. Stemmningin gefur umræðunni tóninn.“ Áhorfendur voru meðal annars áhugasamir um hugmyndavinnuna á bakvið kvikmyndina, leikaravalið og tónlistina, en hana vann Dagur Kári í samstarfi við íslensku hljómsveit- ina Slowblow. Á sæti í dómnefnd Samhliða kvikmyndahátíðinni fer fram velska stuttmyndakeppnin DM Davis Awards, ein stærsta stutt- myndakeppni Evrópu, og á Dagur Kári sæti í fimm manna dómnefnd keppninnar sem mun velja sigurveg- ara úr 69 stuttmyndaframlögum. „Kvikmyndagerð er kraftmikið verkfæri til að kynna land og þjóð og það hafa Skotar til dæmis sýnt síð- ustu ár með góðum árangri,“ sagði Dagur Kári. Þar sem hann þekkir ekki mikið til velskrar kvikmynda- gerðar er hann spenntur að sjá hvort stuttmyndirnar séu eitthvað frábrugðnar þeim ensku og skosku. Þess má geta að vegna fjölda áskorana verður Voksne mennesker sýnd í Háskólabíói um helgina og í næstu viku. Morgunblaðið/Eggert Kvikmyndagerð er kraftmikið verkfæri, segir Dagur Kári. Stemningin gefur tóninn Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur í Cardiff Kvikmyndir | Dagur Kári í Wales

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.