Morgunblaðið - 20.11.2005, Page 62
62 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
K
vikmyndin Lord of War
var frumsýnd hér á
landi síðastliðinn
föstudag. Myndin seg-
ir frá vopnasalanum
Yuri Orlov (Nicolas Cage) sem sér
gróðavon í stríðsbrölti heimsbyggð-
arinnar. Myndin er að sögn leik-
stjórans Andrew Niccol byggð á
sönnum atburðum.
„Handritið er byggt á fyrir-
sögnum og umfjöllunum fjölmiðla.
Það er nánast ekkert í myndinni sem
ekki á sér hliðstæðu í raunveruleik-
anum,“ sagði leikstjórinn í viðtali við
Morgunblaðið.
„Það sem heillaði mig mest var að-
alpersónan, og hvernig fólk eins og
hann hugsar. Fólk sem virðist ekki
hafa sömu siðferðishugsun og við
hin.“
Niccol segir Orlov byggðan á
fimm vopnasölum sem hann kynnti
sér við gerð handritsins.
„Ég las mér mikið til um vopna-
sala og svo notaðist ég einnig við þá
við gerð myndarinnar. Allir skrið-
drekarnir sem sjást í myndinni til
dæmis eru í eigu vopnasala í Tékk-
landi. Hann lánaði mér þá en hann
þurfti þá aftur að notkun lokinni því
það átti að selja þá til Líbýu,“ segir
Niccol.
En hvernig skyldi hann hafa kom-
ist í samband við þann mann?
„Já, það er von þú spyrjir,“ segir
Niccol og hlær.
„Menn sem eiga 100 skriðdreka
geta þó ekki farið mjög leynt. Það
sem vopnasalar gera vegna sýnileika
síns er að reyna alltaf að vera rétt-
um megin við línuna sem sker úr um
hvað er löglegt og hvað er ólöglegt.
Það er mjög erfitt að hanka þá á ein-
hverju þó að maður viti að þeir séu
með óhreint mjöl í pokahorninu,“
segir hann.
Vopnasalarnir erfa jörðina
Niccol segist ekki viss um að hann
hafi verið að reyna koma áleiðis ein-
hverjum ákveðnum skilaboðum til
almennings með myndinni.
„Takmarkið var frekar að opna
augu fólks fyrir þessum heimi sem
marga grunar að sé til en fáir
þekkja,“ segir hann.
„Ef þú skoðar dagblaðið hjá þér í
dag er örugglega einhver umfjöllun
um stríð og mynd af einhverjum með
vopn. Hvaðan kom það? Mig langaði
að svara þeirri spurningu. Ef ein-
hverjar fréttir rata inn á síður blað-
anna um vopnasölu eru þær yfirleitt
frekar litlar og fátæklegar. Mig hef-
ur alltaf langað að kynna mér þetta
fólk betur, það er að segja vopnasal-
ana, og hvað það er sem drífur þá
áfram. Maður hefur séð fjölmargar
myndir um stríð en næstum engar
um hvaðan öll vopnin koma sem
stuðla að allri eyðileggingunni.“
Persónan Orlov heldur því meðal
annars fram í myndinni að hann sé
einungis að sinna lögmálum um
framboð og eftirspurn og að ef hann
væri ekki að selja vopn væri einhver
annar sem tæki það að sér.
„Ef þú segðir við vopnasala að
hörmungar stríða væru að mörgu
leyti honum að kenna vill hann ekki
heyra á það minnst. Vopnasalar firra
sig gjarnan ábyrgð með því að segja
að þeir drepi aldrei neinn þar sem
það eru ekki þeir sjálfir sem taka í
gikkinn,“ segir Niccol en segist ekki
sammála þessum fullyrðingum.
„Ég er að sjálfsögðu ekki hlynnt-
ur þessum hugsunarhætti en finnst
samt heillandi að kynna mér fólkið
sem stendur á bak við þessar stað-
hæfingar. Það virðist vera auðvelt
fyrir fólk að líta á þessa menn úr
fjarlægð en það er ekki hægt. Ef þú
býrð í Bandaríkjunum ertu sjálfur
vopnasali. Bandaríkin hagnast svo
gríðarlega á vopnasölu að við öll
græðum á því þar sem við nýtum
okkur þá vegi eða þá heilsugæslu
eða hvað er sem gert er fyrir gróð-
ann af vopnasölunni. Ég er því
vopnasali, ég veit ekki með þig. Ég
veit ekki hversu mikið af vopnum er
selt á Íslandi.“
Blaðamaður upplýsir leikstjórann
að það sé ekki mikið um vopnasölu á
Íslandi og því hæpið að telja íslensku
þjóðina vopnasala.
Vopnasalinn Orlov segir í mynd-
inni að vopnasalarnir muni erfa jörð-
ina því allir hinir eru of uppteknir
við að drepa hver aðra, ertu sam-
mála þessu?
„Já, að vissu leyti. Plató sagði í
svipuðum dúr að einungis þeir dauðu
hefðu séð endalok stríðsátaka. Þó
persóna Cage sé ekki ofbeldisfull
sjálf getur hann nýtt sér ofbeldis-
fullt eðli mannsins til að hagnast. Við
virðumst ekki geta hætt að drepa
hvert annað,“ segir Niccol.
Forspár um raun-
veruleikasjónvarp
Lord of War hefur víðast hvar
fengið góða dóma en Niccol segist
ekki taka mikið mark á því.
„Ástæðan er sú að mér finnst að
hinir eiginlegu dómar um kvikmynd-
ir verði ekki til fyrr en 5 til 10 árum
Kvikmyndir | Kvikmyndin Lord of War frumsýnd hér á landi um helgina
Við erum öll
vopnasalar
Leikstjórinn Andrew Niccol á tökustað ásamt þeim Ethan Hawke og Nicolas Cage.
Leikstjóri myndarinnar Lord of War heitir
Andrew Niccol. Birta Björnsdóttir ræddi við
hann um siðferði vopnasala og heillandi ásjónu
djöfulsins.
’Takmarkið var frekarað opna augu fólks fyrir
þessum heimi sem
marga grunar að sé til
en fáir þekkja.‘
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER
ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM
ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára
kl. 2, 5, 8 og 10.40
Sýnd kl. 5.20
eee
MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára
eee
MBL
TOPP5.IS
eee
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Þau eru góðu vondu gæjarnir.
Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer.
Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði.
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR
ÍMYNDAÐ ÞÉR
FÓR BEINT Á TOPPINN Í
BANDARÍKJUNUM!
Miðasala opnar kl. 13.30
Sími 564 0000
hörku spennumynd frá leikstjóra 2
fast 2 furious og boyz´n the hood
Sýnd kl. 5.45 bi. 16 ára
eee
MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 3 og 5.30
Sýnd kl. 8 og 10.20 bi. 16 ára
Sjóðheit spennumynd með
ofurtöffaranum Paul Walker og
hinni stórglæsilegu Jessicu Alba.
Þetta var hið fullkomna frí
þangað til þau fundu fjársjóðinn!
„Nokkurs konar Beðmál í Borginni í
innihaldsíkari kantinum. …leynir víða
á sér og er rómantísk gamanmynd í
vandaðri kantinum.” eee
HJ MBL
Þetta var hið
fullkomna frí
þangað til
þau fundu
fjársjóðinn!
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
TIL F ST S I SI S - I S .
T ! S I S T
Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 14 ára
Sýnd kl. 3
Sýnd kl. 2 ísl tal - 450 kr