Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 2
BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ og landeig- endur Helgafellslands hafa skrifað undir vilja- yfirlýsingu um uppbyggingu á því svæði. Munu 1.020 íbúðir rísa í hverfinu ásamt grunnskóla, tveimur leikskólum og fleiri þjón- ustubyggingum. Er gert ráð fyrir að 55% íbúð- anna verði sérbýli; einbýlis-, rað- eða parhús og að um 3.000 manns muni koma til með að búa í hverfinu. Haraldur Sverrisson, formaður skipulags- nefndar Mosfellsbæjar, segir að stefnt verði að því að ljúka vinnu við fyrsta áfanga deiliskipu- lags í mars á næsta ári og verður þá ráðist í gatnagerð og sölu lóða. Þá er gert ráð fyrir að fyrstu íbúar geti flutt inn árið 2007 og að upp- byggingu á svæðinu verði lokið árið 2012. Segir Haraldur að landeigendur muni koma til með að kosta alla gatnagerð og sjá um allan frágang svæðisins og einnig hefur samkomulag náðst um að hluti tekna af sölu byggingarréttar renni til Mosfellsbæjar til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu skóla og leikskóla á svæðinu. Byggð þéttust í svokölluðu auga Haldin var samkeppni um skipulag svæðisins og var það tillaga frá Arkitektastofu Gylfa Guð- jónssonar og félaga sem varð hlutskörpust. Að sögn Gylfa byggist hugmyndin á því að kljúfa tengibraut, sem fyrirhuguð var eftir skipulagssvæðinu endilöngu með tilheyrandi umferð, hraða og veghelgunarsvæðum, í tvennt og mynda þannig tvær aðalgötur þar sem um- ferð er hæg eða með 30 km hámarkshraða. Seg- ir hann að með því að taka niður hraðann skap- ist aðrar forsendur innan svæðisins og hægt sé að byggja á hugmyndum um götu-, torg- og rýmismyndir og upplifun í hverfinu sem fólk sakni mikið úr nýrri hverfum en margir þekki úr eldri hverfum þar sem umferðin er hægari. Aðalgöturnar liggja í samhverfum bogum á milli hringtorga og ramma inn miðsvæði hverf- isins, svokölluðu auga. Á miðsvæðinu er byggðin þéttust og þar er komið fyrir helstu stofnunum hverfisins svo sem grunnskóla og leikskólum. Mun gróið útivistarsvæði ná frá Sauðhóli á verndarsvæði Varmár og Skammadalslækjar upp í hlíðar Helgafells gegnum miðju byggð- arinnar og skólasvæðis. Þá er áhersla á sér- stöðu núverandi byggðar í hlíðum Helgafells þar sem gefinn er kostur á allnokkrum lóðum til viðbótar og torfan afmörkuð sem sérstök eining í hverfinu með grænni umgjörð. Segir Gylfi eig- inleika svæðisins mikla með tilliti til ytri að- stæðna og snúi hverfið meðal annars einkar vel við sól og útsýni og þar sé gott skjól fyrir norð- anátt. Þá sé stutt í stór og fjölbreytt útivist- arsvæði. Helgafellshverfi rís undir hlíðum Helgafells Hér má sjá hvernig „augað“ er miðja Helgafellshverfisins og þar verður byggð þéttust. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is 2 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „… rennileg og myndræn, vel stíluð og hárfínt jafnvægi ríkir milli skáldskapar og sagnfræði … raunsæisleg og sannfærandi.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir / MORGUNBLAÐIÐ Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN og spennandi“ „Bráðlæsileg www.jpv.is SVÍI LÉT LÍFIÐ Einn af fjórum sænskum frið- argæsluliðum, sem særðust í sprengjuárás í Afganistan á föstu- dag, dó af sárum sínum í fyrrinótt. Einn hermannanna særðist lífs- hættulega en hinir tveir urðu fyrir minni meiðslum þegar sprengja sprakk undir bifreið þeirra í grennd við miðborg Mazar-i-Sharif. Fjórtán íslenskir friðargæsluliðar hafa verið við störf í Afganistan. Ákveðið hefur verið að kalla þá sem starfa í norður- hluta landsins heim. Hæðarmet í loftbelgsflugi 67 ára gamall indverskur auðkýf- ingur, Vijaypat Singhania, kvaðst í gær hafa sett nýtt hæðarmet í loft- belg með heitu lofti og komist 21.167 metra (69.852 fet) yfir sjávarmál. Fyrra metið setti sænski flugmað- urinn Per Lindstrand árið 1988 þeg- ar hann flaug 19.810 metra (64.997 fet) yfir sjávarmáli. Alls höfðu 17 flugmenn reynt að slá met Svíans. Herinn bjargar ökumönnum Hundruð manna þurftu að hafast við í skýlum á Englandi í fyrrinótt eftir að hafa fest bíla sína í snjó þeg- ar hríð brast á víða um Bretland. Herinn var kallaður út til að bjarga allt að þúsund mönnum sem festu bíla sína í snjó í Cornwall-sýslu á suðvestanverðu Englandi. Kynferðisbrotamenn yngri Markaðs- eða verslunarvæðing kynlífs og markaleysi á því sviði hef- ur haft mjög ógeðfelldar afleiðingar fyrir unglinga. Þannig verða ger- endur kynferðislegs ofbeldis sífellt fleiri og sífellt yngri. Þetta kemur fram í máli Braga Guðbrandssonar í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins. Byggja golfvöll í Búlgaríu Nokkrir Íslendingar undir forystu Karls Hólm hyggjast byggja 18 holu golfvöll í Búlgaríu á næstu árum. Þá munu þeir einnig reisa frístunda- byggð með sumar- eða heils- árshúsum í tengslum við hann. Að- eins eru þrír golfvellir í Búlgaríu, en yfirvöld þar í landi langar að gera landið að golfparadís. Virkja viljann til lærdóms Kennarar sem sýna nemendum sínum athygli og áhuga, s.s. atburð- um í þeirra daglega lífi, ná betri tengslum við nemendur sína og virkja þannig viljann til lærdóms oft- ar en ekki ómeðvitað. Þetta kom fram í máli Ingemar Svantesson, sænsks sérfræðings í námsleiðum og námi fullorðinna á árfsundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Y f i r l i t Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingur frá ferðaþjónustu bænda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is verði breytingu á 30. grein fyrrgreindra laga, ella verði gerð tvísköttunarsamninga „í algjörum ólestri“. Baldur sagði að 30. grein laganna nr. 129/2004 sé að stofni til áratuga gömul. Breytingin, sem lögfræðingarnir tveir vísi til og á að taka gildi um næstu áramót, tengist af- námi eignarskatts sem á að koma til framkvæmda um næstu áramót. Áður hafi sagt í greininni að heimilt væri að gera samninga til að koma í veg fyrir tvísköttun tekna og eigna. Nú falli eignarskattur niður og því geti ekki orðið um tvísköttun eigna að ræða. Því hafi orðalagi ákvæðisins verið breytt til að koma í veg fyrir túlkunarvanda. Í stað þess að tala um tekjur og eignir sé talað um skattstofna. „Að minnsta kosti var ekki ætlunin með þeirri lagasetn- ingu að þrengja ákvæðið eða búa til ný vandamál,“ sagði Baldur. „Við munum fara yfir þetta, en fljótt á litið áttar maður sig ekki alveg á því hvar vandinn gæti legið.“ EKKI var ætlunin að þrengja heimild ríkisstjórnarinnar til gerðar tvísköttunarsamninga við önnur ríki, með þeirri breytingu sem fram kemur í 30. grein laga 129/2004, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu. Leitað var álits hjá Baldri vegna greinar tveggja lög- fræðinga, Gunnars Gunnarssonar og Jóns Elvars Guð- mundssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar benda þeir á að samkvæmt ákvæði laga 129/2004 hafi ríkisstjórn- in heimild til að koma í veg fyrir að íslenskum og erlendum aðilum verði gert að greiða skatt af sama skattstofni bæði á Íslandi og erlendis. Skattstofn sé hugtak innan lands- réttar og þar eð ólíklegt sé að önnur ríki skilgreini skatt- stofn með sama hætti og gert er í íslenskum lögum verði þegnum þessara landa í undantekningartilvikum gert að greiða tvisvar skatt af sama skattstofni. Telja þeir að gera Ekki ætlunin að þrengja að gerð tvísköttunarsamninga HLUTAFJÁRAUKNING í Slátur- húsinu Hellu hf. á Hellu var sam- þykkt einróma á hluthafafundi í fé- laginu í gær, en fyrir fundinum lá tillaga um að auka hlutafé í félaginu um 50% eða úr 40 milljónum króna í 60 milljónir. Tilraunir Sláturfélags Suðurlands til að ná yfirráðum í fé- laginu báru ekki árangur. Þorgils Torfi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sláturhússins Hellu, sagði að tillaga stjórnar um hluta- fjáraukningu hefði verið samþykkt einróma. Þá hefði forstjóri SS verið mættur á fundinn og farið með at- kvæði fyrir 280 þúsund, sem væri 0,7% af hlutafé, þannig að atlaga að hluthöfum sem gerð hefði verið í vik- unni hefði ekki borið neinn árangur. Þorgils Torfi bætti því við að ofan- greindur hlutur SS hefði verið keyptur í sumar á genginu 2,8 og boðið hefði verið sama gengi í 5 millj- óna hlut sveitarfélagsins Rangár- þings ytra, en því boði verið hafnað. Í vikunni hefði síðan verið hringt í flesta hluthafa félagsins, tæplega 200 talsins, og þeim boðið gengið 1,4 fyrir hlutinn eða helmingi lægra gengi en í sumar. „Það var mjög mikil samstaða meðal hluthafa á fundinum um að standa saman og halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á. Reksturinn gengur mjög vel og menn sáttir við það og ekkert nema bjart fram undan,“ sagði hann. Hann bætti við að þeir ættu í harðri samkeppni við SS um slátrun. SS væri með um 25% af nautgripa- slátrun í landinu en þeir væru með rétt rúm 20%. Nautgripaslátrun væri langmikilvægasta grein þeirra eða um 80% af veltunni og þeir byggðu afkomuna fyrst og fremst á henni. Hlutafjáraukning í Slát- urhúsinu Hellu samþykkt LÖGREGLAN í Keflavík handtók fimm manns í tveimur fíkniefna- málum á föstudagskvöld. Voru fjórir handteknir í húsi í Keflavík og tveir þeirra voru með amfeta- mín í fórum sínum. Húsleit var gerð með aðstoð leitarhunds og fundust fjögur grömm af meintu amfetamíni í ís- skáp. Játaði einn af hinum hand- teknu að eiga það. Þeim var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Í hinu málinu var einn handtek- inn, en við leit í bifreið hans fannst bútur af meintu hassi. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Fimm fíkniefnahand- tökur í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.