Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Dyr kirkjunnar eru opn-ar og hún virðistmannlaus. Augljóst erað enginn býst viðvandræðum. Þetta er hlýr og bjartur sunnudagsmorg- unn og messunni er lokið. Kirkju- gestir höfðu kveikt á kertunum sínum og eru farnir og nokkrir menn vinna á nálægum akri. Í næsta húsi tekur ábóti lítils klausturs á móti gestum. Þetta virðist venjulegur morgunn á venjulegum og friðsamlegum stað í Evrópu. Að nokkru leyti er það rétt. Tíu árum eftir að stríðinu í Bosníu og Hersegóvínu lauk er þó þessi litla kirkja í Zitomislic tákn um allt það sem hefur – og hefur ekki – áunn- ist í landinu. Það er auðvelt að endurreisa kirkju. En ekki að end- urreisa land. Hún tilheyrir serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunni og var reist árið 1566. Þegar Bosníustríðið blossaði upp árið 1992 laut þetta svæði stjórn Króata og múslíma (sem nefnast nú Bosníakar). Kirkjan var sprengd í loft upp. Þannig voru Serbum send skilaboð um að snúa ekki aftur. Það hafa þeir þó gert. Kirkjan var endurreist og vígð í maí. Nær óþekkjanlegt land Það sama hefur gerst víða um Bosníu. Kaþólskar kirkjur hafa verið endurreistar á svæðum þar sem Króatar búa og moskur, sem sprengdar voru í loft upp á yf- irráðasvæðum Serba, hafa risið upp úr rústunum. Í Mostar, nokkra kílómetra frá Zitomislic, var víðþekkt Ottómanabrú, líka frá árinu 1566, endurreist og opnuð í fyrra eftir að hafa eyðilagst í átök- um Króata og Bosníaka. „Við þurfum að sýna að við vilj- um búa hérna og fólk viðurkennir það,“ sagði Abbot Danilo, 29 ára Bosníumaður, um þá staðreynd að Serbar sæta ekki lengur beinum árásum þegar þeir snúa aftur til heimkynna sinna. Á mánudaginn var, 21. nóvem- ber, voru tíu ár liðin frá lokum stríðsins sem geisaði í Bosníu frá 1992 til 1995. Serbar, Króatar og Bosníakar samþykktu á fundi í bandarískri herstöð í Dayton í Ohio að binda enda á átökin og reyna að lifa saman. Áhöld eru um hvort þeir hafi trúað því að friður myndi haldast. Landið sem var lagt nær al- gjörlega í rúst er nú óþekkjanlegt. Öryggi landsins hefur verið tryggt, gert hefur verið við vegi og veitur, hús hafa verið endurreist og hundruð þúsunda flóttamanna hafa snúið aftur til heimkynna sinna. Strax eftir friðarsamkomulagið í Dayton náðu um 60.000 friðar- gæsluliðar undir stjórn NATO tök- um á landinu. Núna eru þar tæp- lega 6.000 hermenn frá Evrópusambandinu. Allir Bosníumenn eru með eitt vegabréf. Þeir geta ferðast að vild um allt landið. Ein tollgæsla og landamæralögregla annast eftirlit á landamærunum. Hersveitir ein- stakra þjóðernishópa hafa verið lagðar niður og frá byrjun næsta árs gilda sömu skattalög í öllu landinu. Allt þetta virtist óhugsandi fyrir tíu árum. Það er til marks um hversu mikið hefur áunnist í Bosn- íu að Evrópusambandið hóf á föstudaginn var viðræður um hugsanlega aðild landsins að sam- bandinu. Þrátt fyrir umskiptin er ljóst að mikið verk er enn óunnið í Bosníu. Dayton-samningurinn batt enda á stríðið en innleiddi flókið og dýrt stjórnkerfi. Bosnía skiptist í tvær „einingar“, Lýðveldi Serba og Sambandslýðveldi Bosníu og Her- segóvínu. Sambandslýðveldið skiptist síðan í tíu kantónur. Báðar „einingarnar“ eru með eigin rík- isstjórn og miðstjórn allrar Bosníu er mjög veik. Ennfremur er þar sjálfstjórnarhérað sem tilheyrir hvorugri „einingunni“. Yfir þessu öllu er síðan Skrif- stofa aðalfulltrúa alþjóðasam- félagsins (OHR). Þótt heiti hennar hljómi hlutlaust hefur aðalfulltrú- inn feikileg völd og í raun má jafna honum við landstjóra breska heimsveldisins forðum tíð. Breski lávarðurinn Paddy Ashdown hefur gegnt þessu embætti í þrjú ár. Hann getur haldið því fram og færa má allgóð rök fyrir því að með því að beita þessum völdum af krafti, meðal annars með því að reka óbilgjarna kjörna embættis- menn, hafi honum tekist að leiða Bosníu „frá Dayton til Brussel“. Löturhægar framfarir Útlendingum þykir þó alltaf meira til um þróunina í Bosníu en Bosníumönnum sjálfum. Í augum þeirra hafa breytingarnar gengið afskaplega hægt fyrir sig. Efna- hagur landsins er enn veikur en eins og á svo mörgum öðrum svið- um er erfitt að verða sér úti um tölfræðilegar upplýsingar sem hægt er að treysta. Til að mynda er atvinnuleysið um 43% sam- kvæmt opinberum gögnum. Það er hins vegar í raun 16–20% ef tekið er tillit til gráa hagkerfisins, að mati Dirks Reinermanns hjá Al- þjóðabankanum. Hann viðurkennir samt að 18% Bosníumanna lifi undir fátæktarmörkum og 30% rétt fyrir ofan þau. Stjórnarskránni breytt? Á síðustu mánuðum hafa leið- togar Bosníu tekið þátt í viðræðum um breytingar á stjórnarskránni, sem byggist á Dayton-samningn- um, vegna þess að allir eru sam- mála um að hún geti hvorki tryggt skilvirka stjórnsýslu né stuðlað að þeim umbótum sem þarf til að Bosnía geti fengið aðild að Evr- ópusambandinu. Bosnísku leiðtog- arnir samþykktu á fundi í Wash- ington á dögunum að breyta stjórnarskránni ekki síðar en í mars á næsta ári en þeir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvers konar breytingar verði gerðar. Hugsanlegt er að í þessu máli, eins og í öllum mikilvægum ákvörðun- um sem teknar hafa verið á síð- ustu árum, þurfi útlendingar að skerast í leikinn til að ýta leiðtog- um Bosníu í rétta átt, ef ekki þröngva lausninni upp á þá. Samt óttast fáir Bosníumenn að átök blossi upp að nýju. Serbar og Króatar sem vildu stofna Stór- Serbíu og Stór-Króatíu viðurkenna nú að Bosnía er ríki sem verður til frambúðar. Þetta þýðir þó ekki að þeir hafi ást á landi sínu eða felli sig vel við það. Þegar Serbía vann Bosníu í fótbolta nýlega streymdu ungir Serbar í Bosníu út á göt- urnar til að fagna. Ólíkt fána Serb- íu sést bosníski fáninn sjaldan á svæðum Bosníu-Serba og króatíski fáninn sést oft á svæðum Króata. Þeir komu ekki allir aftur Ef þróunin í Bosníu er skoðuð grannt kemur stundum í ljós að ekki er allt sem sýnist. Þótt kirkjur og moskur hafi verið end- urreistar eru tölur um fjölda þeirra sem hafa snúið aftur til svæða, sem eru undir stjórn fyrr- verandi óvina þeirra, ekki eins há- ar og ætla mætti. Fyrir stríðið bjuggu um 4,4 milljónir manna í Bosníu. Um 2,2 milljónir þeirra flúðu heimkynni sín í stríðinu og talið er að 1,2 milljónir hafi farið til annarra landa. Talið er að allt að 150.000 hafi beðið bana. Íbúar Bosníu eru nú ef til vill um 3,5 milljónir en gætu verið enn færri þar sem ekk- ert manntal hefur farið fram eftir stríðið. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rúm milljón bosnískra flóttamanna hafi snúið heim og 450.000 þeirra tilheyra minnihlutahópi í heimahögunum. Í þessum hópi eru meðal annars Bosníakar sem búa í Lýðveldi Serba eða Króatar og Serbar í Sarajevo þar sem Bosníakar eru í meirihluta. Staðreyndin er hins vegar sú að minnihlutahóparnir sem hafa snúið aftur til fyrri heim- kynna sinna eru ekki eins fjöl- mennir og tölfræðilegu upplýsing- arnar benda til. Margir þeirra sem sneru aftur gerðu það aðeins á pappírnum til að endurheimta eignir sínar. Í mörgum tilvikum voru eignirnar síðan seldar. Þeir sem hafa snúið aftur, og tilheyra minnihlutahópi í heimahögunum, búa flestir í sveitahéruðum eða byggðum sem vart geta talist blandaðar. Í lang- flestum bæjum og borgum Bosníu er einn þjóðernishópur í miklum meirihluta. Lítið er um að fólk í minnihlutahópum hafi snúið aftur til borganna. Öðru máli ætti að gegna um Mostar sem á pappírnum er eina blandaða borgin í Bosníu. Stað- reyndin er sú að fáir Serbar hafa snúið þangað aftur og Bosníakar búa í öðrum hluta borgarinnar en Króatar í hinum. Markalínan er gata sem er með tvö nöfn. Þótt andrúmsloftið í borginni sé miklu betra en fyrir nokkrum árum (og ferðamennirnir séu komnir þangað aftur vegna „nýju-gömlu brúarinn- ar“ eins og hún er kölluð í Mostar) skiptast skólarnir eftir þjóðerni nemendanna og menn umgangast lítið fólk sem tilheyrir öðrum þjóð- ernishópum. Þeir sem aka um Bosníu á kvöldin taka eftir öðru. Mörg húsanna í sveitunum eru dimm. Margir hafa endurheimt og end- urreist hús sín en búa ekki lengur í þeim. Vegna stríðsins og eft- irkasta þess hafa börn þeirra alist upp í borgum og vilja ekki búa í strjálbýlinu. Í mörgum tilvikum, og Zitomislic er gott dæmi um það, hefur aldraða fólkið snúið aft- ur til heimahaganna og afkomend- urnir koma þangað aðeins í fríum. Því fer fjarri að heimkoma flótta- fólks hafi gert þjóðernishreinsan- irnar í stríðinu að engu. Veikar stofnanir Hvað um sameiginlegu stofnan- irnar sem komið hefur verið á fót á síðustu árum? Á meðal þeirra er landamæralögregla, tollgæsla og sameiginlegt varnarmálaráðuneyti. Góðu fréttirnar eru þær að þessar stofnanir eru til. Spurningin er hins vegar hversu raunverulegar þær eru. Nerma Jelacic, yfirmaður BIRN, stofnunar sem hefur það að markmiði að efla óháða blaða- mennsku á Balkanskaga, lýsir þessum sameiginlegu stofnunum Bosníu sem „sviðsmynd í Holly- Bosnía þokast í rétta átt en enn Tíu ár eru liðin frá lokum stríðsins í Bosníu og þótt margt hafi áunnist þar á þessum tíma eiga lands- menn enn mikið verk fyrir höndum, skrifar Tim Judah. Bosníumenn þurfa til að mynda að breyta stjórn- arskránni og axla ábyrgð á stjórn eigin mála án íhlut- unar erlends „landstjóra“. Reuters Ættingjar hermanna Bosníu-Serba minnast þeirra sem féllu í stríðinu við minnismerki í Banja Luka í liðinni viku er tíu ár voru liðin frá lyktum ófriðarins. Afturköllun – „Recall“ Afturköllun til notenda á One Tree Hill Urban Jungle Buggy kerrum Ef þú ert eigandi einfaldrar Urban Jungle Buggy kerru með silfurhnappi á handfangsstillaranum, biðjum við þig að skila henni í búðina þar sem þú keyptir hana (serial 00000-012893). Í ljós hefur komið hugsanlegur galli á stillaranum sem gæti leitt til bilunar. Til þess að koma í veg fyrir vandamál viljum við skipta út öllum stillurum með silfurhnöppum. Verslunin þar sem þú keyptir kerruna getur aðstoðað þig við þetta. info@onetreehill.nl Vandamálið nær ekki til Urban Jungle kerra með svörtum hnöppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.