Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Michael Jackson hefur veriðkrafinn um afsökunarbeiðni eftir að sjónvarpsstöð birti skila- boð úr símsvara þar sem Jackson á að hafa kallað gyðinga blóðsug- ur. Upptakan er talin vera um tveggja ára gömul og hefur hún nú birst í tengslum við mál sem hefur verið höfðuð gegn popp- aranum. Þátturinn Good Morning America birti hluta af skilaboðum sem Jackson átti að hafa skilið eftir á símsvara til fyrrum ráð- gjafa síns, Dieter Wiesner, árið 2003. Að sögn talsmanns Jacksons hefur hann ekkert viljað tjá sig um málið. Fólk folk@mbl.is Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sýnd kl. 5 og 8 B.i. 16 ára Þau eru góðu vondu gæjarnir. Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði.  H.J. Mbl.  V.J.V. topp5.is BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.45 B.i. 16 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Sýnd kl. 3.45 DREWBARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, hann íþróttir... munu þau fíla hvort annað? BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára kl. 2, 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 13.30 Sími 564 0000 Spennutryllir af bestu gerð með edward burns og ben Kingsley. TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU I I I - I . ! I Sýnd kl. 2 og10.40 B.i. 12  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 5.20 Sýnd kl. 2 Með íslensku tali 450 kr-M.M.J. Kvikmyndir.com-H.J. Mbl.  -L.I.B.Topp5.is  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl.  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. ÁSGEIR Óskarsson er eflaust þekktastur fyrir að vera Stuðmaður, en þær eru reyndar fleiri sveitirnar sem hann hefur spilað með og ótelj- andi plötur sem hann hefur spilað inn á, þar á meðal nokkrar plötur sem hann hefur gert og gefið út sjálfur. Fyrir stuttu kom út ný sóló- skífa Ásgeirs sem heitir einfaldlega Sól, en á henni er að finna lög án eig- inlegs söngs. Sumir kannast vænt- anlega við eitt stef af henni, sem finna má í laginu Ferðalag, en það er kynningarstef Kastljóssþátta Sjón- varpsins. Ásgeir gaf síðast út plötu 2003 og segist hafa byrjað að huga að nýrri plötu fljótlega eftir það. „Svo vannst þetta rólega eftir það, enda var ég ekki með neitt plan í huga, engan ákveðinn útgáfudag eða neitt slíkt, vann við plötuna í frítíma mínum.“ Án þess það hafi þó staðið til fór svo að hann lék á öll hljóðfæri sjálfur á plötunni, gítar, bassa, slagverk og hljómborð. „Þetta gerðist bara ein- hvern veginn, ég var alveg sáttur við útkomuna, en sá það ekki fyrir að þetta myndi fara svo.“ Ásgeir hefur verið að semja tónlist síðan hann lærði fyrsta gítargripið tólf eða þrettán ára gamall og lagasafnið því orðið mikið að vöxtum. Lögin á plöt- unni nýju eru samin á nokkrum tíma, enda semur hann aðallega sönglög, „en svo kemur eitt og eitt instrumental lag þangað til mér fannst ég eiga nóg af þannig lögum til að gera instrumental plötu“, segir Ásgeir, en hann giskar á að elstu lögin á plötunni séu sjö ára eða þar um bil. Eltir ekki stefnur Þegar kom að upptökum segist Ásgeir hafa reynt að láta lögin hljóma vel saman þótt þau væru samin á löngum tíma, reyndi að tryggja áþekka áferð. „Þetta er mik- il gítarplata, mikið af kassagíturum, en svo söng ég líka mikið af slag- verkinu, notaði röddina en ekki hristur í sumum lögum, sem gaf náttúrlega ákveðinn blæ.“ Ásgeir notar líka tölvur við að búa til slag- verk, segist ekki gera mikið af því, hann noti bara það sem hentar hverju sinni, hvort sem það er að spila slagverk, syngja það eða töfra fram með tölvu. „Ég er ekki að elta neinar stefnur í þessum málum, nota bara það sem mér finnst passa best í hverju lagi,“ en ólíkt mörgum sem eru að taka upp heima notar Ásgeir tölvuna eins og hvert annað hljóðfæri en ekki sem eina hljóðfærið. „Margir af þeim sem eru að vinna við tónlist í dag byrjuðu kannski í tölvu og hafa aldrei tileinkað sér annað hljóðfæri, þeir geta gert allt með tölvunni, en ég ólst upp við þessi venjulegu hljóð- færi.“ Um leið og hver plata er komin út er Ásgeir farinn að spá í þá næstu, hann segist vera með alls kyns pæl- ingar í gangi. „Það er erfitt að standa í eigin útgáfu, það kostar mikla vinnu og peninga og ég tapa á hverri einustu plötu enda er þetta yfirleitt ekki músík sem hæfir stórum hópi. Ég get bara ekki hætt þessu, þetta er áhugamál sem ég er heltekinn af.“ Tónlist | Sólóskífa frá Stuðmanni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásgeir Óskarsson við tölvuna, eitt af hljóðfærum sínum. Getur ekki hætt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.