Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN AÐBÚNAÐUR aldraðra, mönn- un og þjónusta hjúkrunarheimila hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Það er sammerkt öllum þeim sem hafa tjáð sig um málið að allir vilja bera hag aldraðra fyrir brjósti og allir vilja að þeir búi við sem bestar að- stæður. Margir hafa réttilega hneykslast á því að enn þann dag í dag skuli fólki boðið upp á það að búa sín síðustu æviár í litlum her- bergjum sem þeir þurfa auk þess jafnvel að deila með alls ókunnugu fólki. Þá hafa verið nefnd dæmi um að aðstandendur greiði úr eig- in vasa fyrir viðbótarþjónustu við ættingja sína sem búsettir eru á hjúkrunarheimilum. Spurt er um lágmarksgæði þjónustu og um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum Í lögum um málefni aldraðra er tilgreint það markmið að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og fé- lagsþjónustu sem þeir þurfi á að halda og einnig að hún skuli veitt á því þjónustustigi sem er eðlileg- ast miðað við þörf hvers og eins. Í nýútkominni skýrslu Ríkisend- urskoðunar um stjórnsýsluúttekt á þjónustu við aldraða kemur fram að stjórnvöld hafa ekki skilgreint lágmarkskröfur um magn og gæði þjónustu og aðbúnað íbúa á öldr- unarstofnunum, ef samningurinn um rekstur Sóltúns er undanskil- inn. Skortur á slíkum viðmiðunum um aðbúnað og þjónustu leiði til mismununar. Í skýrslunni er sú skýring gefin á skorti á bindandi lágmarkskröfum um þjónustu og aðbúnað að stjórnvöld hafi metið það svo að slíkt myndi auka kostn- að við rekstur stofnananna! Allt frá árinu 2001 hafa þó legið fyrir ábendingar Landlæknisemb- ættisins um hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum. Þar er lögð áhersla á að slíkum mönn- unarstöðlum sé ætlað að vera leið- beinandi um þá mönnun sem reynsla og þekking hafa sýnt að gefi bestan árangur í umönnun miðað við eðlilega nýtingu mannafla og hagkvæmni í rekstri. Þar er áætlaður nauðsynlegur fjöldi hæfra starfsmanna til að tryggja fullnægjandi hjúkrun og öryggi íbúanna. Bent er á að of lít- il mönnun á öldrunarstofnunum leiði ekki aðeins til minni lífsgæða hinna öldruðu heldur einnig að hún geti leitt til aukins kostnaðar t.d. vegna aukinnar lyfjanotkunar. Þá leiðir lítil mönnun til mikils álags á starfsfólk og mikillar starfsmannaveltu, sem ekki aðeins dregur úr gæðum þjónustunnar heldur er einnig mjög kostn- aðarsöm vegna þjálfunar nýrra starfsmanna. Í ljósi markmiða með lögum um málefni aldraðra og ábendinga í skýrslu Ríkisendurskoðunar er ljóst að stjórnvöldum ber að setja hið fyrsta fram bindandi lágmarks- kröfur um aðbúnað og þjónustu á öldrunarstofnunum. Ábendingar Landlæknisembættisins um hjúkr- unarmönnun eru grundvallarþáttur í slíkri kröfugerð. Fjölgun hjúkrunarrýma Komið hefur fram að um 350 einstaklingar séu nú í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými hér á landi. Einnig að um 950 einstaklingar deili nú herbergi á hjúkrunarheim- ili með öðrum en maka. Þjóðin og stjórnvöld standa því frammi fyrir Hjúkrunarrými í stað skattalækkana Elsa B. Friðfinnsdóttir fjallar um hjúkrunarumönnun á öldrunarstofnunum ’Öll viljum við verðagömul og öll viljum við njóta góðs aðbúnaðar og góðrar hjúkrunar þegar við höfum þörf á.‘ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Dofraberg 21 - Hf. Opið hús í dag frá kl. 15:00 til 16:00 Sérlega fallegt parhús á þessum frábæra stað í Setberginu. Húsið er 210 fm og er á tveimur hæðum. 4 svefnherb., stofa, sjónvarpshol, 2 baðherb., þvottahús, eldhús með borðkrók, forstofa, svalir og bílskúr. Þetta er gott hús sem vert er að skoða. Laust fljótlega. Sigurjón og Díana bjóða ykkur velkomin. Gullsmári 2 - Kópavogi Opið hús í dag frá kl. 14:00 til 16:00 Mjög falleg 79,7 fm íbúð á frábærum útsýnisstað í litlu fjölbýli. Forstofa, hol, eldhús, tvö herb., stofa, baðherb. og geymsla. Góðar sv-svalir. Fallegar innréttingar. Parket og flísar. Verð 19,5 millj. Hilmar og Elísabet bjóða ykkur velkomin. Reykjavíkurvegur 3 - Hafnarfirði Opið hús í dag frá kl. 14:00 til 16:00 Sérlega skemmtilegt þríllyft einbýlishús með aukaíbúð, 143,6 ferm., í göngufæri við miðbæinn. Á jarðhæð er lítil 2ja herb. íbúð með sérinngangi. Húsið hefur verið nán- ast allt endurnýjað á síðastliðnum árum. Verðtilboð. 19011. Magný býður ykkur velkomin. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Í DAG Rauðalækur 45, jarðhæð Sýnum í dag mjög vel skipulagða og bjarta 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í þessu húsi við Rauðalæk. Íbúðin er lítið niðurgrafin og hefur verið mjög mikið endurnýjuð að utan sem innan. Sérbílastæði. Húsið er nýmálað, endurnýjað skolp, dren, gler, rafmagn o.fl. Þrjú herbergi, þar af eitt forstofuherbergi sem nýtist vel sem vinnuher- bergi eða fyrir ungling. Sjónvarps- og tölvutenglar í öllum rýmum, innbyggt. Fallegur suðurgarður. Verð 17,8 millj. Alda og Pétur taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. OPIÐ HÚS - TIL AFHENDINGAR STRAX LAUGAVEGUR 58 117 FM EFRI SÉRHÆÐ OG RIS Mjög sérstök, björt, falleg og mjög mikið endurnýjuð efri sérhæð ásamt risi í gömlu og virðulegu timburhúsi, byggðu 1904. Eignin er 117 fm. Eignin heldur sérlega vel upprunalegum sjarma sínum. Nýlega er búið að endurnýja gler, glugga, þak, einangra húsið að utan, vatnslagnir og skólp. Verð 26,9 millj. Björk og Þiðrik sýna eignina í dag, sunnudag, milli kl. 14.00 og 16.00. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Vorum að fá í sölu fallegt 110 fm milliraðhús efst í Ásgarðinum. Bílastæði fyrir framan hús. Húsið er á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris. Góðar nýlegar innr. Þrjú svefnherb. Björt og rúmgóð stofa með útg. í fallegan sérgarð til suðurs. Glæsilegt útsýni. Eignin hefur fengið gott viðhald. Verð 23,5 millj. Þórdís sýnir eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14:00-16:00. ÁSGARÐUR 59 - RAÐHÚS www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚSOPIÐ HÚS Til leigu - Vatnagarðar Glæsilegt lager- og skrifstofuhúsnæði, alls 784 fm, sem skiptist í 210 fm skrifstofuhæð og 574 fm lagerhúsnæði. Stórar og góðar innkeyrsludyr. Mikið útisvæði þar sem auðvelt er að koma gámum fyrir. Skrifstofuhæðin er afar vel innréttuð og er vandfundið jafn gott húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Allar nánari upplýsingar veita Ingi Björn í síma 820 3155 eða Kristberg í síma 892 1931.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.