Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 25
H uldar vættir, tröllin í fjöllunum, álfar og eitthvað sem er halda sínu striki í landi elds og ísa. Fyrir rafmagn og fjöl- býli voru Íslendingar nær þessum veruleika, en með öllum ljósunum, skipulaginu á leið nútímamannsins þar sem hvert fótmál er nánast varðað af auga hins opinbera vill náttúrustemmningin slörast og ýmiskonar hégómi tekur yfir, tískusíður og trylltar sápuóperur. Þó hefur ekkert breyst því það lúrir margt í landinu þótt lítið fari fyrir því við fyrstu sýn. Fjarlægðin gerir fjöll- in blá og mennina mikla segir máltækið, fjarlægðin leynir smáatriðunum, þeim sem eru næst Guði. Þegar maður nálgast fjöllin verður hin formfasta ásýnd fjarlægðarinnar full af nýjum sjónarhornum og það er þá sem andlitin vakna í fjöllunum, koma á móti manni og fara að tala. Það er þá sem fjallið hættir að vera fjall og færist yfir í frumleika og hugsun mannsins sem metur form skapanornanna. Forðum í einveru og einangrun upplifðu menn andlit fjallsins fara á fleygiferð út úr fjallinu og fylgja hugmyndaflugi fólksins sem fann félagsskap í ævintýrum og skáldskap með sameiginlegri túlkun sinni og nátt- úrunnar. Þetta voru gullabú gamla tímans, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin blöð, ekkert rafmagn, engar sólarlandaferðir, enginn ísskápur, enginn bíll, ekkert nema það sem náttúran gaf af sér og hönd mannsins og hugur þurftu að sækja til. Það eru mikil hlunnindi að eiga íslenska náttúru að, eiga þessi síbreytilegu form og liti, aflið í stemmningu náttúrunnar, orkuna sem síast inn í þann sem vill taka á móti og vill gefa af sér. Myndirnar á opnunni eru teknar af Tindaskaga, Skefilfjöllum og Kálfstindum, fjall- görðum norðaustur af Þingvallavatni, einn snjófölan vetrardag fyrir skömmu. Á stóru myndinni morar allt í andlitum og verum. Bara með því að rýna í myndina er hægt að stofna til kynna við eitthvað nýtt sem gefur hugsun til verðmætanna í lífinu. Fremst er bergþurs og efst í miðri mynd fjallsins er höfuð að fæðast út úr því. Meira að segja vakna andlit ef myndinni er snúið á hvolf. Á neðri myndinni vinstra megin á opnunni má sjá klakabarið andlit á miðri mynd, en í forgrunni sjá sumir ljón og sitthvað fleira sem augað getur leikið sér við. Á efri myndinni er vígaklæddur bergþurs, ekki mjög árennilegur, augun stingandi og munnsvipurinn harður en kannski svolítið óttasleginn. Margt er hálfskapað í þessum myndum þegar tekið er tillit til hugmyndaflugs venjulegs fólks, en það getur verið svo skemmtilegt að skálda í skörðin. Myndin til vinstri er af Klakk í Langjökli, tekin hátt í lofti undan sól þannig að skuggi Klakksins teygir sig býsn. Þetta er slétt og felld ásýnd úr fjarska, en þegar komið er nær og nær byrja andlitin úr fjöllunum að tala til manns, andlitin og verurnar sem lúra svo víða þúsund árin og þaðan af meira svo óendanlega þolinmóð. Andlitin tala úr fjöllunum LJÓSMYNDIR: RAGNAR AXELSSON MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.