Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 27.11.2005, Síða 29
Þorsteinn upp námsbækur eftir kennara sína og fleiri, til að mynda Danmerkurlýsingu eftir Stefán og Verslunarsögu Íslands og Lestrar- reglur eftir Hjaltalín. Veturinn áð- ur höfðu 22 skólasveinar, sem ekki gátu leigt hjá ættingjum, komið sér fyrir í tveim húsum. Það var mest fyrir velvild húsráðenda, en afar þröngt var um piltana og þóttu það góð rök fyrir því að væntanlegur skóli yrði með heimavist. Þennan vetur dreifðust nemendur enn meira um bæinn. 29 nýnemar komu að skólanum, þar af fáeinar stúlkur. Þorsteinn og Snorri komu sér fyrir í Dalmannshúsi og þriðji pilturinn bættist í hópinn, Jón Árnason frá Stóra-Vatnsskarði, smávaxinn og snar, áræðinn og einbeittur. Aðeins voru tvö rúm og stóll í herberginu. Snorri og Jón deildu rúmi. Þegar veður harðnaði kom svo í ljós að herbergið var óíbúðarhæft fyrir kulda. Engin upphitun var og drengirnir reyndu að lesa undir sænginni eða þá með vettlinga á höndum. Vænlegasta leiðin til að halda á sér hita var þó einfaldlega að slást af fullri hörku. Þorsteinn var langsterkastur þeirra, enda þrekinn í vexti. Snorri og Jón gátu ekki haft hann undir nema þeir legðu saman krafta sína. Jón var skapmikill og harðskeyttur svo Þorsteinn hafði gaman af því að æsa hann upp til áfloga. Oft sat Snorri á hækjum sínum uppi í rúmi þeirra Jóns og las með vettlingana á höndunum meðan Þorsteinn og Jón slógust um eina stólinn í her- berginu. Þeir voru þarna aðeins í mánuð og flúðu þá í herbergi á loft- inu í húsi Guðmundar Guðmunds- sonar bóksala í Glerárgötu 3. Þar var ekki aðeins stóll heldur einnig borð. Matarfélagið í húsi Magnúsar organista var gróft um borðsiði. Mest var snætt af fiski, oftast plokkfiski og dálítið af kjöti og súpu. Fiskurinn og kjötið voru oft- ast borin fram með kartöflum og jafningi. Lakara var að hinir stærstu og sterkustu voru svo að- gangsharðir að áhöld voru um hvort hinir pastursminni fengju yf- irleitt nokkuð í sig. Hinir grófustu stóðu frammi í dyrum og hirtu mat- arfötin af frammistöðustúlkunni og fengu sér ríflega. Ástandið skánaði þó eftir að kvartað var yfir þessu. Útnyrðingsstaðir. Málverk Jóhannesar Kjarvals frá sumrinu 1921, nú varðveitt í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Gæfuleit: Ævisaga Þorsteins M. Jóns- sonar kemur út hjá Hóla útgáfu. Bókin er 233 bls. og myndum prýdd. Ljósmynd/Þorbjörn Rúnarsson MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 29 Terra Nova býður Íslendingum sumarleyfisferðir til perlu Svarta- hafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Búlgaría er orðinn einn af vinsælustu áfangastöðum Evrópu, enda í boði hin fullkomna blanda milli austurs og vesturs. Golden Sands liggur rétt norðan Varna, þriðju stærstu borgar Búlgaríu. Staðurinn ber svo sannarlega nafn með rentu því stöndin er ein sú allra besta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Á Golden Sands er óþrjótandi afþreying í boði, t.d. nýr vatnaskemmtigarður, Aquapolis. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Búlgaría Nýjungin 2006 - Vinsælasti áfangastaður við Svartahafið Frábært verð Kr. 29.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Kr. 39.995 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, á Iglika íbúðahótelinu. Netverð á mann. Kr. 43.595 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 1. júní, í herbergi á Hotel Luna eða Hotel Palm Beach. Netverð á mann. Kr. 48.790 M.v. gistingu í tvíbýli með morgunmat á Hotel Perla, vikuferð 1. júní. Netverð á mann. Frá kr. 29.990* Golden Sands býður allt sem þarf fyrir fullkomið sumarleyfi. Hótelin standa öll nálægt ströndinni og eftir endilangri ströndinni liggur falleg strandgata og margir fallegir sundlaugagarðar. Landið er mjög fallegt með fjölbreytilega náttúru, menningin er litrík og saga þjóðarinnar spennandi. Verðlag í Búlgaríu er mjög lágt og fólkið er vinalegt og gestrisið. Í þessari sumarleyfisparadís færðu mikið fyrir peninginn. Fyrstu 300 sætin á ótrúlegu tilboðsverði 300 viðbótarsæti á tilboðsverði Stórglæsilegir gististaðir og ótrúlegt verðlag Þökkum ótrúlegar viðtökur – bókaðu strax! www.ter ranova.is E N N E M M / S IA / N M 19 3 67 Ofangreindur umsóknarfrestur gildir einnig um þá sem ljúka stúdentsprófi í desember 2005. Þeir þurfa að sækja um fyrir kl. 15.00, 7. des. en skila fylgigögnum jafnskjótt og þau liggja fyrir. Tekið verður við umsóknum um nám í eftir- töldum deildum: • Guðfræðideild • Verkfræðideild • Raunvísindadeild • Viðskipta- og hagfræðideild (einungis í viðskiptafræði) • Félagsvísindadeild (nema í sálfræði) • Hugvísindadeild (þó óvíst með inntöku í íslensku fyrir erlenda stúdenta, að liðnum umsóknarfresti verður tekin ákvörðun um inntöku með tilliti til aðstæðna viðkomandi skorar) Sótt er um á vefsetri Háskólans www.hi.is eða í Nemendaskrá. Umsóknareyðublöð er unnt að prenta út af vefnum eða fá þau afhent í Nemendaskrá. Upplýsingar um námsgreinar í framangreindum sex deildum er að finna í Kennsluskrá Háskóla Íslands 2005-2006 á www.hi.is Afgreiðsla umsókna og staðfesting Stefnt er að því að afgreiðslu umsókna verði lokið 20. desember 2005. Öllum umsóknum verður svarað. Inntökuskilyrði • Stúdentar sem hefja nám við Háskóla Íslands skulu hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam- bærilegu prófi frá erlendum skóla. • Engar undanþágur frá formlegum inntöku- skilyrðum eru veittar á yfirstandandi háskólaári 2005-2006. Inntökuskilyrði eru mismunandi eftir deildum. Sjá nánar um inntökuskilyrði á www.hi.is Allar nánari upplýsingar um inntöku nemenda og meðferð umsókna er að finna á www.hi.is. Einnig má leita upplýsinga í Nemendaskrá Háskóla Íslands, sími 525 4309, nemskra@hi.is, Aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu. Opið virka daga kl. 9 -15. UMSÓKNIR NÝNEMA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Á VORMISSERI 2006 Dagana 1. til 7. desember 2005 verður tekið við umsóknum nýnema til náms í sex deildum Háskóla Íslands á vormisseri 2006. Umsóknarfrestur rennur út kl. 15.00 miðvikudaginn 7. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.