Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 54

Morgunblaðið - 27.11.2005, Side 54
54 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Aðventan er byrjuð,með tilheyrandiundirbúningi fyrirbjörtustu hátíðkristninnar, þótt á myrkasta tíma ársins sé að finna. Aðventukransarnir eru komnir á borðin eða í glugga- kisturnar eða aðra staði, og af fyrsta kertinu, sem er hvítt að lit, en þrjú fjólublá verða tendr- uð í kjölfarið, stafar ljóma, bendandi á þann sem er að koma í minningunni, ljósið sem aldrei slokknar. Orðið aðventa er nefnilega dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“. Mörgum sálum er aðventan kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins, og þær reyna af fremsta megni að umvefja þenn- an boðskap hennar um frið og góðan hug til samferðafólksins með því að sækja helgistundir og róa sig þannig niður fyrir stundina helgustu. En sífellt kapphlaup við tímann og efnið finnst jú líka og sést í mann- heimum, og kannski aldrei meira en einmitt núna. Þegar jólin fara að nálgast dettur mér oft í hug sagan af drengnum litla sem gleymdist í miðju aðventustússinu. Ég hef reyndar sagt hana áður í þess- um dálki. En desember var sumsé upp runninn og vel það, og snáðinn horfði á pabba og mömmu vera að þvo og pússa, laga og baka, og hraðinn var gíf- urlegur og spennan yfirþyrm- andi. Hann bað þau um að lesa fyrir sig jólasöguna. En það var ekki hægt. Aðfangadagur var innan seilingar og margt ógert á heimilinu, sem þurfti nauðsyn- lega að klára. Vildi hann ekki bara setjast niður og teikna? Jesúbarnið, til dæmis? Og hon- um var fengið blað og litir. Eftir nokkra stund var mynd- in tilbúin. Og aftur bað sonurinn um athygli. En svarið var eins og fyrr. Vildi hann ekki bara teikna aðra mynd? Að því verki búnu reynir hann enn á ný að fá þau til að lesa fyrir sig um það sem gerist í Betlehem forðum, um stjörnuna og englana og hirðana og vitr- ingana. En allt er við það sama. Og við hverja spurningu og neit- un festist ný mynd á blaðið. Loks kemur að því, að mamma og pabbi taka sér pásu, úrvinda af þreytu, og nota þá tækifærið og biðja um að fá að sjá, hvað búið sé að teikna og lita. En þau reka upp stór augu, er þau sjá blaðið. Þar er urmull lítilla mynda, hver um aðra þvera: mamma að sópa, pabbi að negla, mamma að skúra, pabbi að skipta um ljósaperu, mamma að ryksuga, pabbi að fara út með ruslið, mamma að vaska upp, pabbi að leggja sig … „Já, en hvar er myndin af Jesú?“ er spurt. Og drengurinn svarar: „Ja, sko, hún lenti undir öllum hinum. Ég byrjaði á því að teikna hann, en svo teiknaði ég aðra mynd, og svo fleiri, og allt í einu var Jesús horfinn.“ Mamma og pabbi litu hvort á annað, og gáfu sér nú loksins tíma með drengnum sínum og lásu fyrir hann jólasöguna. Ef grannt er skoðað var þessi litli gutti samt heppinn, þrátt fyrir allt. Og af hverju? Jú, fyrir u.þ.b. ári voru nokkur fimm ára börn spurð að því af einu dag- blaðanna hér á landi hvers vegna jólin væru haldin. Þau gátu ekki svarað því. Ótrúlegt, en satt. Um jólasveinana gömlu vissu þau hins vegar flest, ef ekki allt. Hnokkinn í aðventusögunni kunni allavega einhver skil á hinu. En þessi umrædda könnun varð biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, íhugunarefni 24. desember í fyrra. Og hann, eins og allt vel meinandi fólk, var sleginn og fannst þetta dapurlegt – sem það er, og eiginlega stóralvarlegt, ef rætur menningar okkar eru að hverfa sjónum, tengslin við fortíðina að rofna, vegna skammtímablossa frá gervigliti neonheimsins, eða vafasamra aðgerða undir merkj- um „frelsunar hugans“, sem í og með gæti legið á bak við, eða þá einfaldlega sinnuleysis ungra, ís- lenskra foreldra um kristileg verðmæti og gildi – og kvaðst vona að einhver yrði til að benda umræddum börnum og öðrum á raunverulegt tilefni jólanna, enda væri þar að finna hið mikil- vægasta af öllu. Og lokaorð hans voru þessi: Hvers vegna eru jólin? Vegna þess að Guð gefur okkur þau. Guð sem elskar þennan heim og gaf son sinn, Jesú Krist, til lífs og heilla heiminum öll- um. Jólaguðspjallið er frásagan af því, sagan af barninu sem lagt var í jötu, af trúfesti hirðanna og söng englanna. Þessi látlausa, yndislega saga mun óma um heimsbyggðina alla í nótt, í orðum og tónum, ljóði og söng. Hlustaðu eftir því sem hún er að segja! Og þiggðu þá gjöf sem þar er rétt til þín. Leitastu við að lifa í meðvitund um að þú ert umvafin(n) ást og náð, umhyggju og kærleika Guðs allar stundir. Horfðu með þeim augum á jólaljósin, og taktu utan um þau sem þér eru næst, og hlustaðu eftir orðinu um frelsarann sem fædd- ur er, barnið í jötunni, sem er Drott- inn þinn og Guð þinn. Hann gefi þér og þínum gleðileg jól. Með ósk um sanna og góða að- ventu. Hvers vegna eru jól? Þá er nýtt kirkjuár byrj- að og jólin að koma, eina ferðina enn. En ekki eru þó allir lands- menn með tilefni komandi atburða á hreinu. Sigurður Ægisson fjallar um það í pistli dagsins. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Í dag er kvaddur bróðir minn Skúli Jónsson hinstu kveðju frá Keldnakirkju. Und- ir slíkum kringum- stæðum langar mig að stinga niður penna og koma á blað því sem mér fannst athyglisvert við hans lífshlaup. Þá leitar hugur minn aftur til frum- bernskunnar. Það haust stóðu tveir gráir hestar, Sörli og Hörður, bundn- ir við grindverkið við skúrinn á Sela- læk og ég, fjögurra ára snáði, spyr pabba hvað eigi að gera við hestana. Er svarað það eigi að járna þá því hann Skúli sé að fara á fjall „að ná í kindina þína, hana Mossu“. Það fylgdi einnig með í svarinu að þessi ferð væri ekki fyrir aðra en fullfríska karl- menn, áhættusöm frá veðurfarslegu sjónarmiði og endar í Reyðarvatns- réttum, þar sem réttað verði, ef allt gangi að óskum. Réttardagurinn væri hátíðisdagur „og vonandi kemur hann með hana Mossu þína þangað“. Fannst mér Skúli stundum vera svo- lítið ólíkur sjálfum sér þegar hann kom með féð í réttirnar með sveit- ungum sínum, söng og sendi félögun- um hnyttnar aðfinnslur, stimpaðist og gerði grín að sjálfum sér og öðrum. Skúli lifði margbrotna tíma í ís- lensku bændasamfélagi, allt frá því hann var ungur drengur með orf og ljá að slá í Oddaflóðum eins og gert hafði verið um aldir. Heyinu var rak- að upp úr bleytunni með hrífu á þurra bletti, breitt úr því til þerris, þá var því drýlt og að lokum komið heim í hlöðu. Það hefur verið góð, afslöppuð tilfinning og gefandi lífsfylling að fá tækifæri til að upplifa alla þá fram- vindu til vinnuhagræðis sem vélvæð- ingunni fylgdi, allt frá jarðvinnslu- sem og heyvinnutækjum, fram til dagsins í dag. Skúli var mjög vinnu- samur, gekk til allra verka af ákveðni og gaf sig allan í þau af alúð og sam- viskusemi svo sem við nýbyggingar, innréttingar, viðgerðir hvers konar og var nágrönnum hjálpsamur ef þá vantaði aðstoð. Vinnudagurinn var oft langur um sauðburð sem og slátt og aldrei man ég eftir að hann tæki sér frí, kvartaði eða svæfi fram eftir morgni eftir að hafa unnið nætur- langt, að undanskilinni tveggja vikna bændaferð til Danmerkur sem hann fór 1968, um það leyti sem hann átti 30 afmæli. Hann vann mörg haust, eða í um aldarfjórðung, við sauðfjár- slátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands, fyrst á Hellu við fláningu og síðar sem verkstjóri, og fylgdi með er starfsem- in fluttist á Hvolsvöll og síðar á Sel- foss uns hann hætti vegna heilsu- brests árið 1996. Skúli var átta ára gamall er hann missti móður sína og sá missir mótaði hann til lífstíðar. Tók hann að sér ákveðin verk móður sinnar að henni genginni, svo sem að fylgjast með að systkini hans tækju lýsi og borðuðu matinn sinn. Hann var haldinn ákveð- inni dulúð með eigin mál og sá meira en margur annar. Rödd hans var ekki há en samt heyrðist alltaf hvað hann sagði, alltaf jafnlyndur en þó man ég eftir að hann gat reiðst, þá var hann líka reiður. Hann hefur átt sinn æsku- draum, eins og hver annar ungur maður, um sína framtíð og langanir en því hélt hann fyrir sig og gaf ekk- ert upp. Sjálfsagt hefur hann ekki tal- ið sig eiga heimangengt í nám frá föð- ur sínum, stjúpmóður og ungum systkinum, velferð systkina og systk- inabarna tók hann fram yfir sína eig- in. Það var aðdáunarvert hvað Skúli heimsótti oft í viku og stundum dag- lega frænda sinn í Lambhaga, Gunn- ar Ásberg, studdi hann, styrkti og gantaðist við hann í hans erfiðu veik- indum. SKÚLI JÓNSSON ✝ Skúli Jónssonfæddist 21. júní 1938 í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Hann lést á Land- spítalanum 7. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keldna- kirkju 12. nóvember. Fyrir um ári síðan fékk Skúli blóðtappa í fótinn og í framhaldinu greindist hann með krabbamein í blöðru- hálskirtli. Hann gerði lítið úr þessum veik- indum, taldi batahorf- ur góðar og sinnti bú- skapnum eftir því sem hann gat með aðstoð annarra. Hann rúði fé sitt, kom því í sumar- haga, heyjaði og safn- aði rúllunum heim að fjárhúsi. Mér er minn- isstætt er hann kom heim úr rann- sókn í júlí og glotti við tönn og sagði: „Þeir settu mig á til haustsins,“ en smám saman herti að og hann varð sí- fellt meira viðloðandi rúmið, hafði slæma verki í baki sem hann kallaði þursabit og gengi vonandi yfir. Hann tók veikindum sínum af yf- irvegun og æðruleysi, eftir að hann var kominn á spítalann og orðinn rúmliggjandi sá hann hvert stefndi og hnýtti alla lausa enda, ræddi um sjúk- dóminn en lifði í voninni um bata til hinstu stundar. En nú er Skúli genginn yfir hæðina háu, sáttur, laus við verki og þján- ingar. Þar blasa e.t.v við grösugir vellir og búpeningur á beit, en í lítilli kvos við læk eru tveir gráir hestar á beit. Þar þekkir hann gráu hestana sína, Sörla og Hörð, bregður sér á bak Sörla en þar sem hann er ekki kunn- ugur á nýjum slóðum leggur hann tauminn fram á makkann, og fyrr en varir standa vinir í varpa og fagna komu hans. Ég vil votta Aðalheiði Auði Finn- bogadóttur og börnum hennar samúð okkar fjölskyldunnar svo og Gunnari Ásberg Helgasyni í Lambhaga, þú hefur misst þinn allra tryggasta og besta frænda. Viðar Jónsson og fjölskylda, Hvolsvelli. „Nei komdu sæl frænka, ertu nú ekki til í að laga kaffi handa gamla kallinum,“ þetta fékk ég iðulega að heyra þegar ég gægðist inn um dyra- gættina hjá Skúla frænda. Ekki þurfti að segja mér þetta tvisvar og eftir að ég hafði heilsað húsbóndanum með kröftugu handabandi og kossi á kinnina hellti ég upp á og svaraði í leiðinni spurningum hans um alla hringina sem ég bæri á fingrum mín- um. Mikið óskaplega hlyti ég að eiga marga stráka, þetta hefði nú þótt ár- angur í gamla daga. Svo komu venju- legu skotin um að ég mætti nú bæta aðeins á mig og að ég væri nú heldur föl. Það var nú ágætt að ég væri kom- in í sveitina þar sem úr þessu yrði bætt hið snarasta. Svona voru móttökurnar á vorin þegar ég fór í sveitina til þín til að fá að vera við sauðburðinn. Það var ógleymanleg reynsla fyrir mig að fylgjast með þér annast kindurnar sem voru þitt líf og yndi. Ég man líka eftir að þú áttir þínar uppáhalds kind- ur sem þú fóðraðir sérstaklega vel. Þær voru svo mikið uppáhalds að þær átu úr lófanum þínum mél og leyfðu þér að klóra sér við hálsinn og undir eyrunum. Ég er viss um að þær fundu eitthvað annað og meira streyma frá þér en einungis lyktina af matnum. „Sjáðu Aldís, þessi kann ekki að telja upp að tveimur.“ Ég kom inn í fjárhúsið og lokaði dyrunum á eftir mér. Þarna sastu á garðanum og fylgdist með kind í stíu með tvö lömb en hún virtist einhvern veginn aldrei geta séð nema annað þeirra í einu. Það var rétt hjá þér, þessi kunni sko ekki að telja upp að tveimur! Að lok- um tókst þér nú venjulega að kenna þeim fyrstu tvo tölustafina og árang- urinn varð þessi sómamamma sem að lokum trítlaði út í hagann með bæði lömbin. Ég man eftir þér þar sem þú sast á garðanum og skellihlóst að mér þar sem ég átti í miklum eltingarleik við kind sem hlýddi ekki þegar ég reyndi að reka hana í hliðarstíu. Ég sigraði hana að lokum en var þá með óhreinindin upp að höku eftir að hafa hrasað nokkrum sinnum á fjárhús- gólfinu, sannfærð um að næsta til- raun myndi takast. Ég gaf kindinni nafnið Þota sem var mikið réttnefni. „Í kvöld verður tekið bað!“ – sagðir þú. – „Ójá“, – svaraði ég af miklum feginleik. – „Ekki er vanþörf á, áttu þá að segja“ – bættirðu við og ég gat ekki annað en hlegið. Það var alltaf stutt í grínið hjá okkur. Ég man þegar þú leyfðir mér að keyra traktorinn alla leið frá húsinu og niður í fjárhúsin. Ég tók í fyrsta sinn alveg heila vinkilbeygju hjálpar- laust í traktornum með þér. Ég man ennþá hvernig mér leið meðan ég tók beygjuna. Þú gerðir þig ekkert líkleg- an til að grípa inn í ef illa færi og beygjan virtist taka heila eilífð. En þetta hafðist hjá mér og ég get auð- veldlega upplifað aftur skelfinguna innra með mér þegar ég rifja þetta at- vik upp. Ég hef ekki verið í vandræð- um með beygjur eftir þessa stuttu en afdráttarlausu kennslustund. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um tímann með þér. Ég man eftir eltingarleik við afvegaleitt lamb úti á iðjagrænu túni í steikjandi sólargeislum og þú í trakt- ornum fyrir aftan mig. Ég man eftir þér að skrifa í fjárbókina eftir mið- unum mínum. Ég heyri enn hljóðið í stígvélunum er þú gengur eftir stétt- inni að húsinu, og þessa dagana virð- ist röddin þín enduróma meir en venjulega í eyrum mér. Þegar ég heimsótti þig á spítalann daginn áður en þú kvaddir þennan heim tók ég í höndina á þér og í fyrsta sinn kreistirðu hana ekki á móti. Þú svafst vært og ég vissi að þú værir einhversstaðar langt í burtu. En ég sleppti ekki alveg strax, ég vildi finna hlýjuna streyma frá þér á meðan ég gæti. Ég veit nú að þú ert kominn á betri stað og byrðinni er af þér létt. Við hin sem eftir sitjum getum aðeins endurlifað minningarnar sem við eig- um með þér og reitt okkur á æðri mátt. Elsku Skúli, takk fyrir allar stund- irnar sem ég átti með þér í sveitinni. Viðveran með þér er ógleymanleg og þú mótaðir í mér eiginleika sem ég vissi ekki að ég ætti til. Ég eyði tárum í að vera eigingjörn og óska þess að þú snúir aftur en það stoðar ekkert. Ég veit að þú ert hjá afa og ömmu og ef til vill fleirum sem söknuðu þín líka hinum megin. Elsku frændi, ég sakna þín og vildi að ég hefði sagt þér hvað mér þótti vænt um þig meðan ég gat. Þín bróðurdóttir, Aldís Helga. Kynni mín af Skúla Jónssyni á Selalæk hófust með þeim hætti að ég fékk sumarvist hjá elskulegri afasyst- ur minni Ólöfu Bjarnadóttur og henn- ar öðlingsmanni Jóni Egilssyni á Selalæk, en bæði eru látin fyrir all- nokkrum árum. Var ég þrettán ára gamall og var þetta langþráða tækifæri til að kom- ast í sveit stórkostlegt fyrir borgar- barn. Þannig háttaði til á Selalæk á þeim tíma, að Jón Egilsson hafði dregið sig að mestu út úr daglegu amstri og eftirlátið þremur af sonum sínum áframhaldandi uppbyggingu og búskap á Selalæk og kom það í hlut Skúla að sjá um fjárbúskapinn. Fór í hönd mikill ævintýratími og sumrin urðu þrjú á Selalæk. Töluverður hluti af tíma mínum í sveitinni fór í að sýsla kringum féð með Skúla. Á þeim vettvangi kom vel í ljós hvaða mann Skúli hafði að geyma. Hann var góðhjartaður og bar mikla virðingu fyrir lífinu hvort sem um var að ræða menn eða mál- leysingja. Hann var ósérhlífinn og unni sér ekki hvíldar fyrr enn hann var fullviss um að hafa gert allt sem í hans valdi stóð fyrir ærnar og annað kvikt hvort sem það var um sauðburð eða á öðrum tímum ársins. Skúli lá ekki á skoðunum sínum og var heiðarlegur í allri framkomu. Það var alltaf stutt í brosið hjá honum og það var einatt glatt á hjalla hjá okkur í sveitinni. Ég vil þakka þér, kæri Skúli, fyrir samveruna á Selalæk og þau skipti sem við höfum hist hin síðari ár. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og ættingjum Skúla samúð vegna frá- falls hans. Hvíl í Guðs friði. Karl R. Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.