Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 69 ÞÓRSTEINN Jónsson fær oft á tíðum góðar hugmyndir að heimildamyndum, einfaldar hið ytra en fullskapaðar með litríku innihaldi. Við erum gjörn á að einblína á hluti úti í fjarsk- anum og gleymum að líta okkur nær og kanna nánasta umhverfið, raunveruleikann. Í Ómi af söng stiklar Þórsteinn með tökuvél- ina inn fyrir dyrnar á stofnun sem við vitum mjög vel af en gefum ekki of mikinn gaum í erli dagsins, dvalarheimili eldri borgara, nánar til- tekið Hrafnistu í Hafnarfirði. Tímaklukkan byrjar ótrauð að telja niður við fæðingu, eng- inn veit hvað bíður hans almennt og yfir höfuð í lífinu, enn minna um það eina sem mætir okk- ur með vissu, dauðann. Það er eðlilegt að kin- oka sér við að kortleggja ellina og kvíða komu hennar í hófi, því er forvitnilegt og fræðandi að fá tækifæri til að sjá hvað er að gerast í innan- hússmálum á slíkum dvalarheimilum og kom- ast að því að það er engin katastrófa. Þar gilda bersýnilega sömu lögmál og í heiminum að baki útidyrum stofnananna: Að vera jákvæður og reyna að halda góða skapinu á hverju sem gengur. Gott dæmi um það er Guðný Þórðardóttir, Norðfirðingur á tíræðisaldri. Hún er fædd prinsessa, þessi austfirska almúgakona sem segir okkur á skemmtilegan og ljóslifandi hátt af ævintýrunum í lífi sínu; manni og börnum, jafnt sem aflahrotum úti á firðinum þar sem atgangurinn var slíkur að hún var næstum hrokkin fyrir borð, kúnni sinni, rottunum sem átu úr hendi hennar, fiðurfénu, þessum skemmtilegu, hversdagslegu hlutum sem við tökum sem sjálfsagða – þangað til okkur er ljóst hversu verðmætir þeir eru. Hún segir líka frá draumum sínum á leik- sviðinu, á öðrum stað og tíma er ekki að vita nema þar hefði hennar frami legið, ekki vantar áhugann og Þórsteinn gefur henni tækifæri sem Guðnýju er meðfætt að höndla af kúnst. Guðný, sem er meginviðmælandi Þórsteins, hefur elst á eftirsóknarverðan hátt, árin hafa farið vel með hana og öfugt. Hún heldur reisn sinni og kúltíveraðri framkomu sem hún hefur fengið í vöggugjöf og mun fylgja henni til graf- ar. Það kemur ekki á óvart að hennar mottó er: „Það er gaman að lifa.“ Heilt mannlífsgallerí er í bakgrunninum, þeir hafa sig misjafnlega mikið í frammi, halda áfram að vera það sem þeir eru þótt umgjörðin sé breytt. Einhverjir halda sig í eigin land- helgi. Mikið sungið, spilað, dansað og ferðast. Margir sakna að sjálfsögðu heimila sinna, þar sem vistmennirnir voru kóngar í eigin ríki, en þeir kunna að laga sig að aðstæðum, það er galdurinn. Það er gam- an að lifa KVIKMYNDIR Laugarásbíó Heimildamynd. Leikstjórn, klipping, kvikmyndataka, handrit, framleiðsla: Þórsteinn Jónsson. M.a. koma fram: Guðný Þórðardóttir, Klara Tryggvason, Leifur Eiríksson o.fl. Kvikmynd hf. Styrkt af Kvikmynda- miðstöð. 58 mín. Ísland. 2005. Ómur af söng  Sæbjörn Valdimarsson „Hún er fædd prinsessa, þessi austfirska al- múgakona sem segir okkur á skemmtilegan og ljóslifanndi hátt af ævintýrunum í lífi sínu,“ segir gagnrýnandi meðal ananrs um aðal- persónu Óms af söng, Guðnýju Þórðardóttur. GEISLAPLATAN Gamlar myndir markar endi á löngum ferli tónlist- armanns sem þó náði ekki háum aldri. Pétur Kristjánsson lést áður en hann lauk við gerð plötunnar en vinir hans og samstarfsmenn náðu með lagni og yfirlegu að raða saman fimmtán laga plötu með því að nota m.a. upptökur sem Pétur raulaði í sófa meðan upptökur á tónlistinni fóru fram. Viðfangsefni plötunnar eru lög eftir erkidanann Kim Larsen sem varð sextugur fyrir skemmstu, þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Textar hafa verið þýddir af Kristjáni Hreinssyni, sumir staðfærðir og Pétur syngur lögin flest en sex þeirra tóku aðrir að sér. Það fer Pétri vel að fara með þessi lög, og raunar ólíklegt að aðrir kæmust upp með að gefa út plötu sem þessa, flutningurinn er afslapp- aður og tilgerðarlaus, röddin fellur vel að tónlistinni og áhuginn greini- legur. Lögin sem Pétur syngur sjálfur koma enda best út þrátt fyr- ir tæknilega vankanta sem helgast af aðstæðum. Vel hljómar t.d. slag- arinn Papirsklip eða Gamlar myndir eins og það útleggst á íslensku, líka fyrsta lag plötunnar, Blómabörn, þar sem fortíðin og kynslóð Péturs og Kim er tekin fyrir (líkt og í fleiri lögum reyndar). Aðrir söngvarar standa sig vel enda valinkunnir menn, Eiríkur Hauksson fer vel með Ungu sætu sálirnar (De smukke unge mennesker) og Berg- sveinn Árelíusarson með Wood- stock. Það er helst lagið Midt om natten sem tekst illa, lagið fjallaði í flutn- ingi Kim Larsen um róstur sem snertu aldrei Íslendinga og því ekki um annað að ræða en að semja nýj- an texta, sem svo aftur eiginlega virkar ekki því textinn upprunalegi er samofinn laginu. Þýðingar eru annars nokkuð vel heppnaðar. Öll vinna í kringum plötuna er fagmannleg og hugsuð, en vissulega hrjáir það Gamlar myndir að flytj- andinn er ekki til staðar í mörgum lögum plötunnar og að annars stað- ar þurftu prufuupptökur að duga. Þó aldrei svo að heildin gangi ekki upp, og eiga hlutaðeigandi hrós skil- ið fyrir að hafa komið því í kring að þetta síðasta verkefni Péturs hlaut útgáfu. Afslappað TÓNLIST Geisladiskur Gamlar myndir, lög eftir Kim Larsen í flutningi Péturs Kristjánssonar. Auk Pét- urs koma fram á plötunni Björgvin Ploder, Eyjólfur Kristjánsson, Rúnar Þór, Eiríkur Hauksson, Bergsveinn Árilíusarson, Stef- án Hilmarsson, Magnús Kjartansson, Þórir Úlfarsson, Fróði Ploder, Jón Kjell Seljeseth, Gunnlaugur Briem, Tryggvi Hübner, Jóhann Ásmundsson o.fl. Upp- tökur fóru fram í stúdíói Magnúsar Kjart- anssonar og Stúdíói Stöðinni. Wigelund ehf. gefur út en Sena dreifir. Pétur Kristjánsson – Gamlar myndir  Gísli Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.