Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 42

Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lára Ósk Arn-órsdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. janúar 1947. Hún lést á heimili sínu 5. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Unnur Lúthersdóttir frá Eskifirði, f. 4.4. 1928, d. 2002, og Arnór Erling Ósk- arsson frá Eski- firði, f. 11.4. 1925, d. 1982. Systkini Láru eru Edda Svava, f. 29.2. 1952, Víðir Kal- mar, f. 14.11. 1956, og samfeðra er Guðlaug Sigríður, f. 28.11. 1970. Lára giftist Rúnari Sigurðs- syni, f. 29.3. 1946. Foreldrar hans voru Guðríður Þórdís Sig- urðardóttir, f. á Görðum við Æg- issíðu 13.3. 1913, d. 1980, og Sigurður Borgfjörð Jónsson, f. á Borg í Arnar- firði 29.5. 1913, d. 1995. Börn Láru og Rúnars eru: 1) Arna, f. 1.4. 1965, maki Helgi Leifur Sigmarsson, börn þeirra eru Rúna og Sigurður. 2) Gauja, f. 10.12. 1966, maki Emilía Rafnsdóttir, sonur Emilíu er Hermann Ragnars- son. 3) Hlynur, f. 11.12. 1968, maki Margrét Ásdís Haraldsdótt- ir, börn þeirra eru Arnór Krist- inn og Hafdís Katrín. 4) Val- gerður, f. 9.11. 1978, maki Vignir Rafn Valþórsson. Útför Láru fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Um hugann fara myndir tengdar henni Láru mágkonu minni. Bjartar minningar. Glaðar minningar. Á fyrstu myndinni leiðast þau út göt- una hann Rúnar litli bróðir minn og hún Lára. Þau eru á leið á skáta- fund. Önnur myndin er ótal skátafund- um síðar heima í stofu þau eru bros- andi með blik í augum. Þau eiga von á barni og ætla að gifta sig í desem- ber. Tíminn tifar sig áfram, þau eru enn kornung ekki nema nítján ára og börnin orðin þrjú. En þau eru samhent og dugleg og standa sig svo vel þó ung séu. Þeim ferst það vel úr hendi að annast börnin sín. Þau voru áræðin og kjörkuð þeg- ar þau nokkrum árum síðar tóku sig upp og fluttu til Kaupmannahafnar. Það voru eplatré og perutré í garð- inum sem umkringdi litla húsið þeirra á Amager. Þau undu sér vel í Danmörku. Börnin þrjú voru fljót að aðlagast og gekk vel í skólanum, gleði og kæti fyllti húsið það var gaman að heimsækja þau. Þá er það myndin af þeim þegar þau fluttu aftur heim til Íslands. Þau komu með Norrænu með börn- in, bíl og búslóð. Stórfjölskyldan tók á móti þeim í Munaðarnesi. Það urðu fagnaðarfundir. Svo eru það allar góðu stundirnar sem við Lára áttum á Bergstaða- strætinu, heimilið svo fallegt og bar vott um fágaðan smekk og listrænt næmi hennar Láru. Rúnar á verk- stæðinu, pabbi jafnvel að hjálpa til, en við Lára sátum og spjölluðum um lífið og tilveruna. Börnin svo kát, svo kát. Vinátta þeirra svo sönn. Hlýja og kærleikur fyllti húsið. Það er alltaf svo gaman hjá þeim, svo skemmtilegt, sagði Silla dóttir mín á leiðinni heim. Lára mín er horfin og sorgin sest í hjarta mitt sem einnig fyllist þakk- læti fyrir þá vináttu sem við áttum og allar gleðistundirnar. Rúnar minn og Arna og Gauja og Hlynur og Valgerður og börnin ykkar og makar, Guð gefi ykkur styrk, kjark og þor til að vinna úr sorginni, finna fyrir gleðistundunum og festa þær í minni. Styrkur Guðs veri með ykkur öllum. Sigrún Sigurðardóttir. Kveðja frá skátahreyfingunni Lára Ósk Arnórsdóttir er farin heim eins og við skátar segjum þeg- ar skátasystkin fellur frá. Lára byrjaði ung í skátastarfi og var skátavettvangurinn framan af Smá- íbúða- og Bústaðahverfið í Reykja- vík. Þar fór hún snemma að gegna foringjastörfum og lagði hún þá sem ávallt síðar einstakan metnað í öll þau störf er hún tók að sér. Það var á þessum vettvangi sem hún fann lífsförunaut sinn, hann Rúnar sem jafnframt var skátaforingi í sama hverfi og saman hafa þau gengið í gegnum lífið. Lára var félagslynd og gædd leiðtogahæfileikum og því ekki skrítið að til hennar væri leitað í gegnum tíðina með ýmis verkefni á vegum skátahreyfingarinnar. Hún gegndi störfum á skrifstofu BÍS á erfiðum tímum, gegndi starfi að- stoðar skátahöfðingja og starfi að- stoðar mótsstjóra á Landsmóti skáta 1996. Öllum þessum störfum sem öðrum á vegum skátahreyfing- arinnar í gegnum árin sinnti hún af alúð og áhuga og fyrir það skal nú þakkað. Þú ert skáti horfinn heim, himinn, jörð, ber sorgarkeim. Vinar saknar vinafjöld, varðar þökkin ævikvöld. Sérhver hefur minning mál, við munum tjöld og varðeldsbál, bjartan hug og brosin þín, þau bera ljósið inn til mín. Kveðjustundin helg og hlý, hugum okkar ríkir í. Skátaminning, skátaspor, skilja eftir sól og vor. (H.Z.) Skátahreyfingin flytur Rúnari og börnum þeirra Láru sem öðrum ást- vinum einlægar samúðarkveðjur og minnist hennar með miklu þakklæti. Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi. Komið er að leiðarlokum og saumaklúbburinn situr hnípinn sam- an og rifjar upp nánast hálfrar aldar kynni, hugurinn fer á flug. Minn- ingar hrannast upp af þvílíkum krafti að erfitt er að henda reiður á. Vinátta okkar flestra hófst í skátahreyfingunni haustið 1961 austur á Úlfljótsvatni þegar við stofnuðum skátaflokkinn „Trítlur“ sem enn er starfandi,en hefur í mörg ár gengið undir nafninu „Saumaklúbburinn“. Í skátahópnum gerðum við margt skemmtilegt og spennandi, héldum dagbók þar sem fram koma ýmsar minningar og bernskubrek. Bókin geymir m.a. stórskemmtilegt bréf frá Láru 15 ára kaupakonu í Hvallátrum á Breiðafirði, þar sem hún lýsir vel hvernig lífið gekk fyrir sig í eyj- unum og skemmtilegri siðvenju hjá ungum ógiftum stúlkum á Jóns- messunótt. Gullkornin eru mörg. Til marks um hversu einlæg vinátta okkar var, hnutum við um eina setn- ingu orðrétta sem tileinkuð var „Æringjum“, vinaskátaflokki okkar: „Er það okkar heitasta ósk að sú vinátta slökkni eigi meðan báðir flokkar lifa“. Nokkuð hátíðlegar 14 ára hnátur. Árið er 1962, sögusviðið er Lands- mót skáta á Þingvöllum. Ungur skátadrengur úr Bústaðahverfinu, hann Rúnar, vekur okkur með lúðrablæstri á hverjum morgni. Við sprettum allar upp nema Lára sem lætur hann ekki raska ró sinni, þó að önnur yrði raunin síðar meir, því þarna voru örlög hennar ráðin. Lára var síðan sú okkar sem starfaði lengst og mest innan Skátahreyfing- arinnar og var m.a. varaskátahöfð- ingi um tíma. Lára og Rúnar trúlofuðu sig 17. júní 1964 og varð þjóðhátíðardag- urinn mjög sérstakur í huga þeirra beggja alla tíð. Lára var frumkvöðull í lífi sauma- klúbbsins, hún varð fyrst til þess að trúlofa sig, gifta sig, verða móðir, amma og nú fyrst til þess að hverfa af braut, fara heim eins og við skát- arnir segjum. Frumkvæði og skipulagshæfileik- ar Láru komu vel í ljós þar sem hún stóð fyrir flestum uppákomum inn- an hópsins, svo sem saumaklúbbi með mæðrum okkar og tengda- mæðrum, rútuferð vina og ættingja á Fullveldishátíðina á Þingvöllum 1994, ættarmóti saumaklúbbsins í Viðey, jólaboðum, þorrablótum og fleiru. Lára vinkona okkar var einstak- lega mikill listunnandi og fagurkeri, listræn sjálf og sérstaklega smekk- leg á allan hátt. Heimili hennar bar vitni um það alla tíð og leiðbeindi hún okkur oft á þessu sviði. Hún átti því láni að fagna að eiga mjög góðan mann sem studdi hana í blíðu og stríðu og fjögur yndisleg börn, en þrátt fyrir allt þetta átti Lára oft erfitt, bæði líkamlega og andlega og segja má að undir það síðasta hafi hún í raun verið komin í þrot með líf sitt. Um leið og við ljúk- um þessum minningabrotum viljum við votta Rúnari, börnum og fjöl- skyldu dýpstu samúð og kveðjum elsku Láru með sárum söknuði. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta.) Saumaklúbburinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þegar bestu vinir kveðja, vill oft verða fátt um orð. Minningarnar hrannast upp og spurningar eins og af hverju og hvers vegna dynja í huganum. Við kynntumst aðeins 13 ára gamlar í skátahreyfingunni og vor- um í sama flokki sem gekk undir nafninu „Trítlur“ en gengur undir nafninu saumaklúbburinn í dag og þar með var grunnurinn lagður að órjúfanlegri vináttu sem hélst til leiðarloka. Margt var sameiginlegt með okk- ur, við fæddumst í sama mánuðinum á sama árinu og giftumst skátast- rákum, eignuðumst okkar frum- burði á sama árinu, aðeins 18 ára gamlar. Við Lára vorum mjög nán- ar, betri vin var vart hægt að hugsa sér svo traust og trygg var hún. Lára gaf svo mikið af sjálfri sér að alltaf fór ég ríkari af hennar fundi. Við eignuðumst börnin eitt af öðru og ólust þau upp eins og systk- ini, þar sem við bjuggum í sama húsi í Dalalandinu, í svokallaðri „Skáta- blokk“ og voru börnin mjög sam- heldin. Lára tók alltaf einstaklega vel á móti mínum börnum sem sín væru og liðsinnti þeim á allan hátt. Þau minnast nú stóra hlýja faðm- lagsins hennar og senda sínar hinstu kveðjur með þakklæti fyrir allt. Ár- in liðu, börnin stækkuðu og fluttu að heiman, en alltaf gerði Lára sér far um að fylgjast með þeim og síðar barnabörnunum, það sýndi best trygglyndi hennar. Vinskapur okkar hélst fram á síð- asta dag og vorum við í sérstaklega nánu sambandi síðustu mánuði þeg- ar Lára átti við sína miklu erfiðleika að etja. Þegar ég átti í veikindum sjálf fyrir stuttu fylgdist hún grannt með gangi mála eins og hennar var von og vísa, þrátt fyrir eigin erf- iðleika. Elsku Lára mín, ég veit að þú þráðir innri frið, sem ég trúi að þú hafir öðlast nú. Kæri Rúnar og fjölskylda, ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ég kveð þig, Lára mín, með þakk- læti fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þín vinkona, Guðrún. Stundin var 17. júní 1956 og stað- urinn var Kirkjubæjarklaustur. Við hópuðumst saman við hátíðahöldin, nokkrir Reykjavíkurkrakkar sem vorum í sveit á bæjunum í kring um Klaustur. Þarna sá ég hana fyrst, hoppandi um, svarthærða og lífs- glaða í skærgulum kjól. Hún var níu ára, ég tíu. Lára var á Fossi, ég á Hörgslandi. Hjartað tók kipp. Ég hafði bara gaman af því að vera strítt með því, að ég væri skotinn í stelpunni á Fossi. Svo kynntumst við betur nokkr- um árum seinna í einni merkustu mannræktarhreyfingu samtímans, Skátahreyfingunni. Hreyfingunni sem við hændumst að og gáfum allt. Til baka gaf hreyfingin okkur það mikilvægasta af öllu; – vináttuna. Minnisstætt er skátanámskeið á Úlfljótsvatni haustið 1961. Þar var fjörmikill hópur krakka, m.a. Lára og vinkonur hennar, Trítlur. Þetta var óendanlega skemmtilegur tími. Lífið var að kvikna, allt var áhyggjulaust og dásamlegt. Böndin urðu svo enn sterkari þegar hún kynntist Rúnari vini mínum, en þau urðu kærustupar og síðan hjón. Unglingsár, fullorðinsár, – snemma foreldrar Örnu, síðan Gauju, Hlyns og svo Völu. Þarna var hafinn ævi- langur vinskapur. Hin algjöra vin- átta. Við stofnuðum fjölskyldur sem áttu góðar stundir saman í blíðu og stríðu. Lára var greind kona og sérstæð um margt. Var hlý og sterk, skaprík og tilfinningamikil. Traustur vinur sem manni leið vel í návistum við. Um leið fann hún sig vel í umgengni við aðra. Gangan með Láru Arnórsdóttur var yndisleg, síðustu sporin mér gefandi, en brotthvarfið ótímabært og sársaukafullt. Eiginmaður og börn, ættingjar og vinir standa nú eftir hnípin og ráðalaus, en sorginni verðum við að taka, hún er hinn sári hluti ástarinnar. Góðar minningar um Láru gefa okkur styrk. Haukur Haraldsson. Kær vinkona hefur kvatt skyndi- lega, núna í svartasta skammdeginu, og er stórt skarð fyrir skildi í vina- hópi mínum. En allar góðu minning- arnar um hana Láru lýsa upp, núna þegar hugurinn reikar yfir liðna tíð. Við kynntumst fyrst fyrir uþb. 20 árum, þegar við gengum til liðs við samtök kvenna um kaup á Hlað- varpanum. Ég, þegar ég var ráðin fyrsti framkvæmdastjórinn, og Lára, þegar hún af ódrepandi áhuga og dugnaði kom í sjálfboðavinnu fyr- ir málefnið. Við unnum þarna í nokkur ár sælla minninga, ýmist sem fram- kvæmdastjórar eða sjálfboðaliðar til skiptis og sinntum öllu sem til féll, skrifstofustörfum, rekstri húsanna, skúringum, málningarvinnu og ýms- um óvinsælum störfum, sem aðrir veigruðu sér við, og átti Lára þar vinninginn í ósérhlífninni, oftast við algert skilningsleysi flestra þeirra sem sátu í stjórn samtakanna. Rúnar og dæturnar komu þarna alloft við sögu, og endaði þetta Hlað- varpaævintýri okkar Láru með því að þarna eignaðist ég einn af mínum allra bestu vinum. Við Oddur og þau höfum ferðast saman og notið lífsins í heimsóknum og samverustundum, sem gefa lífinu svo ljúfan blæ að aldrei gleymist. Elsku Lára mín. Að leiðarlokum kveð ég þakklát og auðmjúk, og bið þann sem öllu ræður að leiða þig til sín, þar sem er eilíf birta og ylur. Farðu í guðs friði. Bergljót. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þegar góð vinkona fellur frá er margs að minnast. Við Lára unnum saman í öldrunarþjónustu Reykja- víkurborgar, fyrst á Dalbraut 27 og síðar í Félagsmiðstöðinni í Bólstað- arhlíð 43. Við urðum fljótt góðar vinkonur og bar aldrei skugga þar á. Okkur fannst mjög gaman að fylgjast með börnum hvor annarrar í námi og starfi og þegar barnabörnin komu til sögunnar var um margt að spjalla. Láru var mjög umhugað um fjölskyldu sína og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Eftir að við hætt- um að vinna saman héldum við þá reglu að hringja hvor í aðra og hitt- ast af og til í hádegismat á góðum veitingastöðum og héldum þannig í vináttuböndin. Lára gekk ekki heil til skógar síð- astliðin ár og varð að hætta störfum af þeim sökum. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund hvernig fólki líður sem lendir þannig í lífinu að verða að sætta sig við veikindi og starfslok langt um aldur fram. Nú er hún laus frá þjáningum sín- um. Um leið og ég þakka samstarf og vináttu á liðnum árum, bið ég Guð að blessa minningu hennar og votta Rúnari og allri fjölskyldunni dýpstu samúð. Valgerður Gísladóttir. Hún Lára er ,,farin heim“ eins og við skátar nefnum brottför úr þessu lífi. Lára var ein af mörgum, skemmtilegu og frísku skátastúlk- unum í 4. hverfi Kvenskátafélags Reykjavíkur, Bústaðahverfi. Mörg voru verkefnin sem leysa þurfti í hverfinu sem var í hraðri uppbygg- ingu og var Lára enginn eftirbátur í að leggja hönd á plóg. Sem flokks- foringi með 5 stelpur í hóp var hún fundvís á skemmtileg verkefni og seinna sem sveitarforingi með 4 flokka, var hún góður leiðtogi og sérstaklega þegar undirbúin var þátttaka í landsmótum. Mér er minnisstætt þegar tjaldbúðir voru skipulagðar fyrirfram með því að mæla út og tjalda á auðu svæði sem þá var við Suðurlandsbraut, að frumkvæði Láru, og auðvitað lét ár- angurinn ekki á sér standa á mótinu sjálfu. Vandvirkni var áberandi þáttur í fari Láru. Minningarnar frá þessum árum leita á hugann. Að hafa fengið að taka þátt í uppbyggjandi starfi með börnum og unglingum sem svo skil- aði sér frá kynslóð til kynslóðar. Skátadrengirnir í Bústaðahverfi tilheyrðu á þessum árum Sturlunga- deild í Skátafélagi Reykjavíkur, en ég er að tala um árin 1960–70. Hann Rúnar hennar Láru var einn af drengjunum sem Eyjólfur Snæ- björnsson þjálfaði sem skáta. Nú að leiðarlokum vil ég þakka henni Láru minni samfylgdina í skemmtilegu og óeigingjörnu skáta- starfi. Ég sendi Rúnari og börnun- um, samúarkveðjur mínar og dætra minna. Edda Jónsdóttir. „Lára Arnórs er látin. Mér barst sú harmafregn í morgun að Lára Arnórs hans Rúna Sig. hefði dáið á mánudag. Kær kveðja Siggi Guð- jóns.“ Svona barst mér sú fregn að ein yndislegasta og lífsglaðasta manneskja sem ég hef hitt á lífsleið- inni væri öll. Þunglyndi er undarlegur sjúk- dómur sem allt of margir slást við. Við sem erum í þessum slagsmálum leiðum áreiðanlega oft hugann að LÁRA ÓSK ARNÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.