Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 51

Morgunblaðið - 14.12.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 51 DAGBÓK Það hefur margt verið á dagskrá hjáþeim sem stunda blakíþróttina hérlandi það sem af er vetri og segir Sæv-ar Már Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Blaksambandsins, að starfið í hreyfing- unni hafi eflst mikið og margir nýir hafi bæst í þann hóp sem stundar blak reglulega. „Við héldum ráðstefnu í september en það var gert að frumkvæði félaganna sjálfra sem vildu fá meiri umræðu um stefnu sambandsins. Sú ráðstefna heppnaðist gríðarlega vel en því er ekki að leyna að blakið hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og oft verið mælistika fyrir aðrar íþróttagreinar þess efnis að ekki sé hægt að fara neðar. Ég tel að nú sé aðeins hægt að gera betur en það mun taka einhvern tíma enda fjölmörg atriði sem við þurfum að laga í okkar starfi. Það er ljóst að við þurfum að fylgja betur eft- ir útbreiðslu íþróttarinnar, með útgáfu kennslu- efnis og æfingasafna en námskeið fyrir þjálfara og íþróttakennara hafa einnig verið ágætlega sótt hjá okkur í vetur. Krakkablakið er í mikill sókn og 320 börn tóku þátt í slíku móti á dög- unum í Mosfellsbæ. Þar eru margir efnilegir leikmenn að kynnast íþróttinni og við finnum fyrir því að áhugi á landsbyggðinni og hér í Reykjavík er alltaf að aukast,“ segir Sævar en hann tók við starfi framkvæmdastjóra í sumar og hefur haft í nógu að snúast á þeim tíma. „Samkvæmt okkar gögnum eru um 1.700 sem stunda blak á Íslandi og núverandi stjórn sam- bandsins hefur sett sér markmið að efla íþrótt- ina eins og kostur er. Á ráðstefnunni í haust komu margar góðar lausnir og tillögur upp á borðið og við erum að reyna að koma þeim í verk eins og kostur er.“ Sævar bætir því við að landsliðsmál hafi verið rædd á fundi sl. föstu- dag þar sem fyrrum og núverandi landsliðs- menn í kvenna- og karlaflokki hafi rætt saman á fjölmennum fundi. „Það lýsir ástandinu best að hér á landi hefur ekki verið landsleikur í fimm ár. Úr því verður bætt í vor er kvenna- landsliðið tekur á móti liðum í Evrópukeppni smáþjóða, og karlaliðið tekur þátt í sömu keppni á Norður-Írlandi. Blaksambandið hefur eignast nýtt keppnisgólf sem gerir það að verk- um að við getum haldið alþjóðleg mót hér á landi, en gólfið verður einnig notað í stærri leikjum hér á landi og þá sérstaklega þegar beinar sjónvarpsútsendingar verða frá leikjum. Ég fékk símtal utan af landi á dögunum þar sem þjálfari 15 ára drengjaliðs var að velta fyr- ir sér landsliðsmálunum og framtíðaráformum þeirra. Grasrótin er því að skila sínu og fram- tíðin er björt að mínu mati fyrir blakið á Ís- landi,“ sagði Sævar Már Guðmundsson. Stjórn Blaksambands Íslands snýr við blaðinu og blæs til sóknar Krakkablakið slær í gegn  Sævar Már Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Blak- sambands Íslands, er 26 ára gamall og lék hann blak með KA á námsárum sínum. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2000. Árið 2001 hóf hann nám við Háskóla Ís- lands og útskrifaðist með BA-gráðu í félagsfræði árið 2004 en lokaverkefnið var um ungmenni og nýja miðla. Sævar stundar MA-nám í blaða- og frétta- mennsku og stefnir á útskrift í júní 2006. HM 1955. Norður ♠Á86 ♥ÁKG3 A/Allir ♦ÁG84 ♣G6 Vestur Austur ♠K742 ♠D1093 ♥D109 ♥854 ♦752 ♦KD10 ♣Á84 ♣1053 Suður ♠G5 ♥762 ♦963 ♣KD972 Vestur Norður Austur Suður Ellenby Konstam Roth Meredith – – Pass Pass Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Fyrir nákvæmlega hálfri öld unnu Bretar Bermúdaskálina í fyrsta og eina sinn hingað til, en þeir lögðu þá Bandaríkjmamenn í úrslitaleik í New York. Margt hefur breyst á 50 árum, ekki síst í sögnum, en þótt „líði ár og öld“ verður handbragð Adams Mere- diths í spilinu að ofan aldrei úrelt eða gamaldags. Milton Ellenby kom út með lítinn spaða og Al Roth fékk fyrsta slaginn á drottninguna og spilaði spaða áfram. Frá sjónarhóli sagnhafa er útlitið vægast sagt dökkt, því ef vörnin dúkkar lauf einu sinni er heimahöndin steindauð. Og það lítur ekki út fyrir að vera erfitt að gefa laufgosann. En Meredith var mikill blekk- ingameistari. Hann tók annan spaða- slaginn með ás, spilaði laufgosa úr borði og stakk upp kóng heima! Þetta „bruðl“ kom Ellenby fyrir sjónir eins og sagnhafi væri að stela sér níunda slagnum á lauf, svo hann drap á ásinn. Vörnin gat tekið tvo slagi á spaða, en þegar Meredith komst að svínaði hann laufníu og hjartagosa og fékk þannig níu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÖRYGGI Í SÖLU Á ATVINNUHÚSI ÞÍNU VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Fornahvarf 1 Um er að ræða tvö hús á lóð sem er 5.100 fm sem er rétt við gömlu brúna efst í Elliðaárdalnum og Elliðavatni. Eldra húsið var upphaflega 90,2 fm og byggt 1947, en búið er að endur- nýja húsið mjög mikið, m.a. er gegn- heilt parket komið á stofu og gang á neðri hæð. Ný raflögn, ný pípulögn og ofnar. Húsið er einangrað að utan- verðu. Samkvæmt samþykktum teikn- ingum, dagsett 29.01.2004 er neðri hæðin 126,4 fm og efri hæð 62 fm. Hitt húsið er byggt 2003, er skv. skrá FMR 110,4 fm. Húsið er byggt sem studíó en hægt er að breyta því í íbúðarhús og stækka það á einfaldan máta. Húsið er til- búið til klæðningar að innanverðu. Raflögn komin í allt húsið en ekki fullfrágengin og pípulögn og ofna. Að innan er búið að einangra húsið. Staðsetning er einstök á höfuðborgarsvæðinu og gefur mikla möguleika. Húsin standa í botnlanga og er nánast engin umferð um götuna framan við húsin. Ann- að húsið stendur við götuna en minna húsið er ofar í lóðinni. Eignin er á einum flottasta stað í náttúruperlunni og útivistarsvæðinu við Elliðavatn. Staðurinn er einn sá flottasti og rólegasti á öllu höfuðborgarsvæðinu. Svona tækifæri býðst bara einu sinni. Eignirnar verða til sýnis í dag og á morgun frá kl. 12-14. Óskað er eftir tilboðum í eignirnar. EINN þekktasti ljóðabálkur chi- lenska ljóðskáldsins Pablo Neruda, Hæðir Machu Picchu, er kominn út í íslenskri þýðingu Guðrúnar H. Tul- inius, en ljóðin eru ein af perlum bókmennta á spænskri tungu. Ljóð- in eru birt bæði á spænsku og ís- lensku í bókinni. Í bókinni „Hæðir Machu Picchu“ sem er hluti af frægasta ljóðabálki Ner- uda, heldur skáldið áfram að heilla lesandann með stórkostlegum myndlíkingum sínum. Þar deilir hann með lesand- anum ást sinni á náttúrunni, ætt- jörðinni og samferðarmönnum sín- um og forfeðrum sem byggðu Suður-Ameríku með blóði og sál, ástríðu og von. Isabel Allende ritar sérstakan for- mála að ljóðunum fyrir íslensku út- gáfuna, en hún eins og svo margir aðrir hafa löngum heillast af skáld- skap Neruda. Bókin er hönnuð af Snæfríði Þorsteins og teikningar í bókinni eru eftir Antonio Herváz Amezcua og Rebekku Rán Samper. Hæðir Ég ætla ekki að ræða efnislega um málið... HVAÐ er það sem gerir ráðherra Íslendinga stikkfría í því að ræða um þeirra embættisfærslu. Ef almennur launþegi brýtur af sér í starfi eða gerir eitthvað sem viðkomandi fyrirtæki er ekki þókn- anlegt er það rætt innan viðkom- andi fyrirtækis og ákvarðanir tekn- ar út frá þeim viðræðum. En ef ráðherra brýtur lög sem í flestum tilfellum þeir setja sjálfir, þá gilda aðrar reglur. „Ég er ekki sammála niðurstöðu Hæstaréttar,“ segir Árni Magnússon og er þar með ekki ábyrgur gerða sinna. Og klykkir út í sjónvarpsviðtali með því að segja að hann muni leggja þetta í dóm kjósenda. Eins og stjórn- málamenn eru allir sammála um. „Fólk er fífl“. Stjórnmálamenn treysta á að fólk er fljótt að gleyma. Og Árni Magnússon treystir á að fólk verður búið að gleyma þessum atburði þegar að kosningum kemur. Og í ofanálag þurfum við, kjós- endur, að borga dóminn. Ekki hann. Því spyr ég. Hvar er siðferð- iskennd íslenskra stjórnmálamanna og þá sérstaklega framsókn- armanna? Ólafur Þór Snorrason. Sagan af dýra dagatalinu HEFUR þú nokkurn tíma velt því fyrir þér hvernig dagatal sem kost- ar 1.932 krónur í Noregi getur kost- að 4.992 á Íslandi? Mig langar að segja þér hvernig þetta gerist. Þú pantar dagatalið gegnum net- ið og biður sendandann að setja gíróseðil með. Þú reiknar með að tollurinn sé 20-30% af verðmæti dagatalsins. Svo kemur í ljós að toll- urinn er nærri 55% eða 1.060 krón- ur. Þú huggar þig með að hugsa um gríðarlega fjársvelta utanríkisþjón- ustu og borgar. Þegar svo pakkinn kemur ferðu með gíróseðilinn í Landsbankann þinn og ætlar að borga upphæðina á seðlinum, 1.932 krónur. En því miður, bankinn get- ur ekki leyft þér að borga því það vantar IBAN-tölur á seðilinn, sem eru nauðsynlegar fyrir milliríkja- viðskipti af þessari stærðargráðu. Þú útvegar tölurnar frá Noregi og ferð brosandi í bankann, býður glaðlega góðan dag og færð þér heitan kaffisopa. Gjaldkerinn tekur við pappírunum og reiknar og reiknar áður en hún segir: „Þetta verða þá 3.932.“ Þér svelgist á kaffinu og segir gáfulegt, lang- dregið: „Haaaaaa“. Jú, þú heyrðir rétt. Landsbankinn krefst að fá 2.000 krónur í sinn hlut fyrir við- vikið. Aftur reynir þú að líta já- kvætt á málin: Þetta er nú ekkert smá verk! Þú borgar 3.932 krónur fyrir dagatal, sem þú hélst í barna- skap þínum að kostaði 1.932 og hypjar þig út úr bankanum. Eitt hefur breyst þegar dyrnar lokast á eftir þér: þetta er ekki lengur Landsbankinn þinn heldur stofnun sem þér finnst hafa stolið af þér peningum. Ólafur Benódusson. Giftingarhringur týndist GIFTINGARHRINGUR týndist í kringum 5. desember sl. Hringurinn er þykkur, gylltur með demanti. Fundarlaunum heitið. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 847 3789. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HJÁ Máli og menn- ingu er komin út myndabókin Gott kvöld eftir Ás- laugu Jónsdóttur. Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það er hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem ótt- ast óboðna gesti eins og Hrekkja- svínið, Hræðslupúkann, Tímaþjófinn, Frekjuhundinn og ótal fleiri furðu- skepnur. Í texta og teikningum Áslaugar Jónsdóttur birtast kostulegar persón- ur sem senda lesandann á hugarflug svo um munar. Áslaug er höfundur mynda og texta í eftirfarandi barnabókum: Gullfjöðrin (1990), Fjölleikasýning Ástu (1991), Stjörnusiglingin (1991), Á bak við hús (1993, Einu sinni var raunamæddur risi (1995), Prakkarasaga (1996), Sex ævintýri (1998) og Eggið (2003). Auk þess myndskreytti hún Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason (1999), Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson (2002) og Nei sagði litla skrímslið (2003) en þar samdi hún einnig texta ásamt þremur öðrum. Hún hlaut viðurkenningu Barna- bókaráðsins, Íslandsdeildar IBBY árið 1993, Vestnorrænu barnabókaverð- launin ásamt Andra Snæ Magnasyni fyrir Söguna af bláa hnettinum, var til- nefnd á heiðurslista IBBY-samtak- anna fyrir Eggið og hlaut Dimmalimm, Íslensku myndskreytiverðlaunin, fyrir Nei sagði litla skrímslið. Verð: 2.290 kr. Nýjar bækur Bósa saga og Herrauðs kemur nú útöðru sinni í útgáfu dr. Sverris Tóm- assonar, sérfræðings við Stofnun Árna Magnússonar. Tryggvi Ólafsson listmálari teiknaði myndir við söguefn- ið og gerði kápumynd. Fyrri útgáfan kom út 1996 og seldist fljótlega upp. Bósa saga sem líklega er fyrst sam- in á 14. öld, hefur löngum verið kunn hér á landi sökum berorðra og gam- ansamra lýsinga sinna á samförum karls og konu. Í því efni stendur höf- undurinn jafnfætis evrópskum sagna- meisturum eins og Boccaccio og Chaucer. En aðal sögunnar er þó ekki síður fólgið í margvíslegum frásagn- arbrögðum og vísunum til annarra fornaldarsagna sem hafa verið áheyr- endum vel kunnar. Dr. Sverrir Tóm- asson skrifar eftirmála að sögunni þar sem rækilega er fjallað um hör- undarhungur miðaldamanna og sagnalist höfundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.