Morgunblaðið - 14.12.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 57
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Dimma – Dimma
Dimmu skipa þeir Hjalti Ómar Ágústsson
(söngur), Ingó H. Geirdal (gítar, söngur,
píanó og galdrar), Sigurður „Silli“ Geirdal
(bassi, píanó og óhljóð) og Bjarki Þór
Magnússon (trommur og slagverk). Við
sögu koma einnig þeir Ragnar Zolberg
(gítar), Pétur Örn Guðmundsson (hljóm-
borð), Birgir Jónsson (trommur), Védís
Hervör Árnadóttir (kórsöngur), Hall-
grímur Oddsson (kórsöngur), Lárus O.
Láruson (dragspil) og Haraldur V. Svein-
björnsson (forritun). Lög eru eftir Geir-
dalsbræður. Allir textar eru eftir Ingó ut-
an að Hjalti á þátt í tveimur.
Geirdalsbræður stýrðu upptökum. GB
gefur út.
DIMMA er hugarfóstur þeirra
bræðra, Ingó og Silla Geirdal, sem
marga rokkfjöruna hafa sopið á
undanförnum árum. T.a.m. varð
Ingós fyrst vart
fyrir heilum tutt-
ugu árum er hann
lék á gítar með
þungarokkssveit-
inni Gypsy en þeir
bræður gerðu svo
garðinn frægan með hetjuþung-
arokkssveitinni Stripshow sem náði
svo langt að vera bönnuð í Suður-
Kóreu. Seinna léku bræðurnir svo
með Michael Bruce, gítarleikara
sem léði Alice Cooper riff-snilld
sína á gullaldarárum sjokkrokk-
arans.
Með þeim bræðrum í Dimmu eru
fyrrverandi trymbill Stripshow og
svo söngvarinn Hjalti Ágústsson,
best þekktur fyrir að hafa verið í
ísfirsku sveitinni Urmull sem gaf út
hina merku skífu Ull á víðangi fyrir
réttum ellefu árum.
Tónlistin er oftast fremur kröft-
ugt þungarokk, stundum drunga-
legt með áru svartagaldurs yfir sér
og ætli töframaðurinn Ingó hafi
ekki mest um þann blæ að segja.
Tónlistina er ekki hægt að kalla
frumlega enda næsta víst að ekki
var lagt upp með neitt slíkt.
Fyrsta lagið, samnefnt plötu og
sveit, er hæggeng og myrk
(dimm?) stemma. Ágætlega heppn-
uð, en næsta lag á eftir, „Bullets“,
er til muna áhrifaríkara, borið uppi
af beittu og nokkuð glúrnu gít-
arriffi. Hæglega besta lag plöt-
unnar. Grallaralegri stefna er tekin
í lögum eins og „Cockey Gutter-
worm“ og „Mr. Sinister“, eitthvað
sem fer Dimmu þó fremur illa. Og
lag eins og „Doom“ gengur sömu-
leiðis ekki upp, er í raun hvorki
fugl né fiskur. Nei, hlutirnir ganga
frekar upp í tuddarokkara eins og
„Big Bad Mama“ (alvöru titill!).
Gítarar eru oft skemmtilegir, tví-
gítar að hætti Iron Maiden bregður
t.d. stundum fyrir. Hljómur plöt-
unnar er þá góður og kraftmikill og
hljóðfæraleikur allur er þéttur og
fagmannlegur, án þess þó að sviti
og hráleiki tapist. Söngvarinn
Hjalti er kraftmikill og skilar sínu
vel en á þó til að detta í fullmikla
„vedderísku“ (Eddie Vedder,
söngvari Pearl Jam) eins og svo
margir rokksöngvarar sem hófu
upp raustina á mektarárum
gruggsins. Lagið „Silverstar“ er
t.d. lítið annað en æfing í þessum
téða söngstíl.
Þeir sem vilja „bara“ rokk eiga
eftir að verða vel sáttir við þessa
fyrstu afurð Dimmu en hún mun
tæplega snúa þeim „trúlausu“.
Arnar Eggert Thoroddsen
Hefðbundinn drungi
HVAR eru sannanirnar? er yfirskrift tón-
leika sem haldnir verða í kvöld á Gauki á
Stöng. Yfirskriftin er hápólitísk og vísar til
þess að bandarísk stjórnvöld hafa aldrei
lagt fram sannanir um að al-Qaeda og
Osama bin Laden beri ábyrgð á hryðju-
verkaárásunum sem framin voru 11. Sept-
ember 2001.
Fjöldi tónlistarmanna hyggst leggja
þessari hugvekju nafn sitt og spila á tón-
leikunum sem hefjast kl. 20. Á meðal
þeirra sem fram koma eru Megas og Súkk-
at, Lokbrá, Noise, Touch, Palindrome,
Brylli, Bob, We Painted the Walls, og fleiri.
11. september
Morgunblaðið/Jim Smart
Megasukk sendu á dögunum frá sér plötuna Hús datt.
Tónlist | Pólitík og tónlist í eina sæng á Gauknum
Tónleikarnir hefjast kl. 20 á Gauki á Stöng. Að-
gangseyrir 500 krónur.
Eiginmaður Britney Spears, Ke-vin Federline, á ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir. Aðdá-
endur söngkonunnar þrýsta nú eins
og þeir mögulega geta á söngkonuna
að skilja við kauða og hafa í þeim til-
gangi sett á laggirnar vefsíðuna Di-
vorceKevin.com. Á síðunni er bæna-
skjal þar sem
þeim tilmælum er
beint að móð-
urinni ungu að
hún láti Kevin
róa, auk þess sem
ýmsar ábend-
ingar eru um
miður skemmti-
lega hegðun eig-
inmannsins undanfarið.
Erlendar fréttir hafa greint frá
því að Britney Spears hafi fyrr í
mánuðinum rekið Federline út af
heimili þeirra hjóna eftir þrálát rifr-
ildi þeirra í millum og í kjölfarið lét
hún draga Ferrari-bifreið eig-
inmannsins aftur til bílasölunnar.
Kunnugir segja að Federline hafi
verið harmi lostinn við missinn á
bílnum, því hann hafi unnað honum
næstum því jafn mikið og hann unni
Spears. Meira en 2.000 manns hafa
þegar bætt nafni sínu undir bæna-
skjalið.
Fólk folk@mbl.is