Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 21.03.2004, Qupperneq 15
15SUNNUDAGUR 21. mars 2004 Frjálshyggjan og markaðs-ræðið, sem átti að leysa flest efnahagsvandræði þjóðarinnar, stefnir nú í algjört stjórnleysi vegna ofurtrúar fjárfesta á markaðslausnum. Núverandi stjórnvöld hafa heft athafna- frelsi þjóðarinnar í undirstöðu atvinnugreinunum. Það mun leiða til stöðnunar, atvinnuleysis og fátæktar. Einkarekstur heil- brigðiskerfisins þenur út alla möskva og enginn ræður þar lengur för. Svonefnd ofurlaun forstjóra, stjórnarmanna stórfyrirtækja og undirdáta þeirra sem nema um og yfir hundrað milljónum í árslaun eru ekki lengur í neinu samræmi við önnur laun í þjóð- félaginu. Allt blaður um að ábyrgð þessa ofurlaunamanna aukist með hækkun launa, sýnir ákveðna tegund veruleika- firringar. Fíknin er óseðjandi Fæstir kunna að höndla skjót- fenginn gróða. Hinar himinháu upphæðir leiða oft til þess að ofurlaunamenn missa tengslin við umhverfi sitt og lifa í ein- hverjum gerviheimi gróðafíkn- innar, sem valda oft geðrænum áhrifum eins og aðrir fíklar búa við. Græðgin og fíknin eiga það sameiginlegt að vera óseðjandi. Meðferðarúrræði við gróðafíkn- inni eru hliðstæð þeim sem beitt er við spilafíkla þó efnahagsleg- ur aðstöðumunur þessara aðila sé mikill. Þegar auðhyggjan brýtur nið- ur siðferðisstyrk manna þá er hætt við að viðskiptareglur séu virtar að vettugi. Hinir nýríku fjárfestar geta við slíkar að- stæður hæglega orðið að loft- bólum sem hvellspringa, bak- landið er oftar en ekki spilaborg eins og dæmin sanna í Banda- ríkjunum og víðar. Fyrirtæki sem marfalda árlega eignar- stöðu sína grundvallast oft á innherja- og „einkavina pappírs- viðskiptum“ geta hæglega rú- stað okkar litla hagkerfi. Ísland býr við fámenni og óheft mark- aðskerfi, þar sem auðhyggjan, undir formerkjum arðsemi, ræður oftast för. Þetta leiðir að sjálfsögðu til fákeppni, einokun- ar og eignasamþjöppunar, sem veldur versnandi lífskjörum. Slæm framtíðarsýn Afleiðingar hömlulausrar framrásar auðhyggju á hagkerf- ið, þar sem framkvæmda- og löggjafarvaldið er veikt og und- irgefið peningafurstunum, er slæm framtíðarsýn fyrir land og þjóð. Ekki verður séð að neinar op- inberar eftirlitsstofnanir hafi neina burði til að hafa hemil á hinu óhefta markaðskerfi og eignamyndun fjárfesta vegna skorts á fjármagni. Nokkuð ber á því að almenningur og fjöl- miðlar séu að hampa þessum ný- ríku fjárfestum, án þess að hafa minnstu hugmynd um hvernig eignamyndun þeirra er varið. Þeir stjórnmálamenn ríkis- stjórnarinnar sem komu á nú- verandi markaðsræði, standa nú úrræðalausir frammi fyrir fákeppni og klíkusamfélagi flokksbræðra sinna. ■ Umræðan KRISTJÁN PÉTURSSON ■ fyrrverandi deildarstjóri, skrifar um gróðafíkn. Gróðafíkn og óheft auðhyggja Um Íshunda Svar bréf frá stjórn hunda-ræktunarfélagsins Íshunda, vegna bréfs Aðalheiðar Karls- dóttur, þann 11. mars 2004. Íshundar meðlimir í UCI Í september 2003 fékk Alþjóðlegahundaræktunar- sambandið UCI e.V.Bad Oyen- hausen, Þýskalandi, bréf frá Aðalheiði Karlsdóttur þar sem hún fer fram á upplýsingar um hvort Íshundar séu meðlimir í UCI Þýskalandi. Í lok árs 2003 fékk Aðalheiður senda staðfest- ingu þess að lútandi að hunda- ræktunarfélagið Íshundar séu fullgildir meðlimir í UCI. Þannig að ekki er nú rétt hjá Aðalheiði að hún hafi ekki náð sambandi við UCI Þýskalandi. Finnst okkur Aðalheiður taka full stórt upp í sig að segja að UCI Þýskalandi sé skúffufyri- tæki, með þeim orðum er hún að segja að DHL í Danmörku sé skúffufyrirtæki, þar sem þeir eru einnig aðilar í UCI Þýska- landi. Varaformaður UCI Þýska- landi er Bent Wimmer sem einnig er formaður DHL í Dan- mörku. Hann er jafnframt okk- ar tengiliður við UCI Þýska- landi. Íshundar vinna eftir regl- um UCI Þýskalandi við útgáfu á ættbókum, ræktun og sýning- um. Látum af niðurrifsstarfsemi Það hefur alltaf verið stefna Íshunda að reka félagið eftir lögum UCI Þýskalandi og láta ekki draga nafn félagsins inn í neikvæðar umræður. Það er keppikefli félagsins að vinna vel fyrir félagsmenn sína, því allir ættu jú að hafa gaman af því sem verið er að gera og láta af allri niðurrifsstarfsemi. ■ Andsvar ÁSGEIR GUÐMUNDSSON ■ skrifar um hundaræktunarfélagið Íshundar.. HUNDUR „Íshundar vinna eftir reglum UCI Þýska- landi við útgáfu á ættbókum, ræktun og sýningum,“ segir meðal annars í greininni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.