Fréttablaðið - 21.03.2004, Síða 18
18 21. mars 2004 SUNNUDAGUR
■ Ný ljóðabók
■ Andlát
■ Afmæli
Jimmy Carter, þáverandi forsetiBandaríkjanna, hitti um það bil
150 bandaríska íþróttamenn og
þjálfara þeirra og greindi þeim
frá þeirri ákvörðun stjórnvalda að
sniðganga Ólympíuleikana í
Moskvu vegna innrásar Sovét-
manna í Afganistan.
Það var í desember árið 1979
sem Sovétmenn réðust inn í
Afganistan til að tryggja valta
leppstjórn í sessi. Bandaríkja-
menn brugðust harkalega við;
hættu afvopnunarviðræðum við
Rússa, fordæmdu innrásina hjá
Sameinuðu þjóðunum og hótuðu
að sniðganga Ólympíuleikana í
Moskvu árið 1980.
Rússar bökkuðu hvergi og
Carter forseti ákvað því að standa
við stóru orðin og senda ekki
íþróttafólk til keppni í Moskvu og
greindi, sem fyrr segir, íþrótta-
fólkinu frá ákvörðun sinni þann
21. mars árið 1980. „Ég skil hvern-
ig ykkur líður,“ sagði Carter við
íþróttafólkið og sýndi vonbrigð-
um þess skilning. Hann varði svo
ákvörðun sína og sagði: „Við erum
með þessu að slá skjaldborg um
þau gildi sem Ólympíuleikarnir
standa fyrir, ekki að grafa undan
þeim.“
Íþróttafólkið sýndi ákvörðun-
inni mátulega mikinn skilning og
einn þeirra lét þau orð falla að
sem borgari væri það ekki erfitt
að standa með forsetanum „en
fyrir íþróttafólk er ákvörðunin
erfiðari“.
Carter var einnig gagnrýndur
fyrir að gera Ólympíuleikana að
pólitísku bitbeini en þetta er eina
skiptið, fyrr og síðar, sem Banda-
ríkjamenn mæta ekki til leiks. ■
Elí Rósinkar Jóhannesson húsasmíða-
meistari, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, lést
fimmtudaginn 18. mars.
Holgeir P. Gíslason rafvirkjameistari,
lést þriðjudaginn 16. mars.
Magnús Gunnarsson, Frakkastíg 14,
Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Solveig Búadóttir lést sunnudaginn 14.
mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr-
þey.
Þráinn Sigurðsson frá Siglufirði, lést
fimmtudaginn 18. mars.
Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari
er 59 ára.
Dalla Þórðardóttir prófastur er 46 ára.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlend-
ingastofu, er 45 ára.
Ég er með börnin mín, GuðnýjuGabríelu og Sverri Anton um
helgina og kaupi örugglega
franska súkkulaðiköku og leyfi
þeim að skreyta hana,“ segir Ari
Magg ljósmyndari sem er 27 ára í
dag. „Svo býð ég þeim nánustu í
beyglur og köku.“ Í kvöld fær
hann sér örugglega eitthvað gott
að borða og það er aldrei að vita
nema eitthvað óvænt gerist.
Eftirminnilegasta afmælið
var þegar hann varð 25 ára og
var tvisvar komið á óvart sama
daginn. „Ég var búinn að
gleyma afmælinu mínu og var
boðaður á mikilvægan óvæntan
fund með starfsfélögunum. Ég
var eitthvað hálfpirraður yfir
þessu en þegar ég mætti þá beið
mín veisla með kampavíni og til-
heyrandi. Um kvöldið hélt ég að
ég væri að fara eitthvað rólegt
út að borða en þá voru allir vin-
irnir þar saman komnir og þetta
varð allt saman mjög skemmti-
legt.“
Ari hefur verið ljósmyndari í
rúm sjö ár eða frá því hann var 19
ára. „Þetta er oft meira en lífsstíll
og mjög skemmtilegt. Þetta getur
verið ofboðslega mikið álag því ég
vinn rosalega mikið, sem er bæði
kostur og galli.“
Flestir hafa líklega séð mynd-
irnar hans einhvern tímann án
þess að vita af því þar sem hann
vinnur fyrir marga og hefur tekið
fjölda mynda bæði hérlendis og
erlendis. Í augnablikinu er hann
kannski þekktastur fyrir auglýs-
ingar Símans en hann hefur tekið
þátt í að endurskapa ímynd fyrir-
tækisins. „Þeir sem eru í bransan-
um og fylgjast með þessu þekkja
oft myndirnar mínar, þó þær séu
ómerktar.“
Það er margt á stefnuskránni
hjá Ara. Hann er alltaf með nokk-
ur verkefni í bígerð eins og að
vera með ljósmyndasýningar en
hann segist því miður ekki hafa
nægan tíma til að sinna því upp á
síðkastið. „Ég er líka að láta
hanna fyrir mig vefsíðuna
arimagg.com sem mun vekja
nokkra athygli og er liður í því að
reyna að markaðssetja mig
erlendis. Markaðurinn á megin-
landi Evrópu og í Bandaríkjunum
er auðvitað mun stærri en hérna
heima.“ Hann viðurkennir að
samkeppnin þar ytra sé mun harð-
ari en hér. „Ég tel mig hafa góða
reynslu héðan,“ segir hann að
lokum, öruggur. ■
Afmæli
ARI MAGNÚSSON ER 27 ÁRA
■ stefnir á að markaðssetja sig erlendis.
JOHANN SEBASTIAN BACH
Tónskáldið sígilda fæddist á þessum degi
árið 1685 fyrir 319 árum síðan.
16. mars
■ Þetta gerðist
1919 Kommúnistar ná völdum í
Tékkóslóvakíu.
1921 Pólland verður sjálfstætt ríki.
1929 Ólafur 5. Noregskonungur geng-
ur að eiga Mörtu frá Svíþjóð.
1945 Bandamenn hefja fjögurra daga
sprengjuárásir á skotmörk í
Þýskalandi.
1960 Lögreglan drepur 60 mótmæl-
endur í Sharpeville í Suður-
Afríku.
1961 Bítlarnir debútera í Cavern
klúbbnum í Liverpool. Fram-
haldið þekkja allir.
1963 Leikarinn Elliott Gould og söng-
og leikkonan Barbra Streisand
ganga í hjónaband.
1963 Síðasti fanginn er fluttur frá
Alcatraz fangelsinu í San
Francisco.
1991 Rafmagnsgítara- og magnara-
frumkvöðullinn Leo Fender deyr
81 árs að aldri.
2000 Hæstiréttur Bandaríkjanna úr-
skurðar að ekki sé hægt að setja
hömlur á dreifingu tóbaks á
þeim forsendum að um ávana-
bindandi lyf sé að ræða.
Bandaríkjamenn hundsa Ólympíuleikana
JIMMY CARTER
■ tilkynnir bandarísku íþróttafólki að
ekkert verði af þátttöku þess í Ólympíu-
leikunum í Moskvu vegna innrásar
Sovétmanna í Afganistan.
21. mars
1980
Beyglur og frönsk súkkulaðikaka
Stór hluti af vikunni fer í aðskipuleggja UngJazz 2004,“
segir Skapti Örn Ólafsson.
„UngJazz er samnorræn tónlistar-
hátíð sem er nú haldin í fyrsta
skipti á Íslandi. Á henni verður
tónlistarfólk frá öllum Norður-
löndunum, allt ungir djassgeggar-
ar,“ segir hann og hlær. Djass
hefur lengi verið áhugamál
Skapta. „Ætli það sé ekki komið frá
afa mínum, Skapta Ólafssyni
söngvara. Ég hef lengi hlustað á
djass en lítið spilað.“
Til að sinna þessu áhugamáli
hefur Skapti skipulagt djasstón-
leika í Vestmannaeyjum, þaðan
sem hann er uppruninn og í
Reykjavík. „Þetta eru samt
langstærstu tónleikarnir sem ég
kem að. Á hátíðinni munu sex
hljómsveitir koma fram, þar af
fjórar norrænar. Þær verða með
tónleika á Hótel Borg bæði á föstu-
dags- og laugardagskvöld og við
vonum að allir geti fundið eitthvað
við sitt hæfi. Á laugardagskvöldið,
þegar þetta er yfirstaðið mun ég
svo slaka aðeins á.“
Djassinn mun þó ekki eiga hug
hans allan í vikunni því hann
starfar einnig sem lausamaður í
blaðamennsku og er að undirbúa
útgáfu á Lífskrafti sem er blað
Krafts, félags fyrir ungt fólk sem
hefur greinst með krabbamein og
aðstandendur þeirra. „Við stefnum
á útgáfu í byrjun apríl og því er
það Lífskraftur og UngJazz sem
standa upp úr í vikunni.“
Þegar tími gefst mun Skapti svo
reyna að sinna náminu, en hann er
í Háskólanum að nema stjórnmála-
fræði og sagnfræði. „Það er nóg að
gera í skólanum hvað varðar verk-
efnaskil og þess háttar. Þar er allt
að klárast fyrir páskafrí.“ ■
Vikan sem verður
SKAPTI ÖRN ÓLAFSSON
■ Fyrsta UngJazz-hátíðin verður haldin
hér á landi um næstu helgi.
SKAPTI ÖRN ÓLAFSSON
Er að skipuleggja djasshátíð, gefa út blað
og reyna að sinna námi þegar tími gefst til.
Upplýsingar um hátíðina má finna á
ungjazzreykjavik.net.
Lífskraftur og UngJazz
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
R
EY
N
IS
SO
N
SVERRIR ANTON, ARI MAGNÚSSON OG
GUÐNÝ GABRÍELA
Ætlar að kaupa súkkulaðiköku og leyfa
börnunum sínum að skreyta hana með nammi.
Út er komin ljóðabókin Grill-veður í október eftir Óttarr
m og segir í fréttatilkynningu að
þetta sé blóðug og klámfengin
bók, hellt full af kómísku myrkri
og blönduð í svart-hvítan dauð-
ann – úr síðmóðins veruleika
hinna eilífu endurtekninga: nauð-
gana, stríða og sjónvarps. Auk
þess að fást í bókabúðum bregður
höfundur á þá nýbreytni að selja
hana sjálfur þar sem hann stend-
ur, grímuklæddur, á hverju
þriðjudagsmiðnætti næsta hálfa
árið, við stærðfræðilega miðju
Klambratúns. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI