Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 1

Fréttablaðið - 10.04.2004, Page 1
BRETLAND Fyrsti innflytjandinn í Bretlandi sem fær sendiherra- stöðu er nýskipaður sendiherra Bretlands á Íslandi, Alper Meh- met, að því er skýrt er frá í breska dagblaðinu, The Guardian. Mehmet er fimmtíu og fimm ára og fæddist í tyrkneska hluta Kýpur. Þegar deila milli gríska og tyrkneska hluta Kýpur gaus upp á sjötta áratugnum ákvað faðir Mehmets að flytja með fjölskyldu sína til Englands. Mehmet var þá átta ára. Hann lagði stund á viðskipti í háskóla í Bristol þar sem hann hitti konu sína, Elaine, sem er frá Wales. Að loknu námi vann hann við útlendingaeftirlit við ein fjöl- förnustu landamæri Bretlands, í Dover. Eftir nær áratug í því starfi fékk hann fyrstu stöðu sína erlendis, í Lagos í Nígeríu, þar sem hann gaf út vegabréfsáritanir til Breta á leið inn í landið. Fjórum árum síðar sneri hann aftur til Bretlands um skamma hríð, fór þá til Rúmeníu en það var í valdatíð Ceausescu. Stuttu eftir fall Berlínarmúrs- ins bauðst honum starf aðstoðar- sendiherra Bretlands á Íslandi, þar sem hann hefur búið síðan. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR ÚRSLIT GÆTU RÁÐIST Keflvíkingar geta í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik karla í fjórða leik lið- anna um meistaratitilinn. Keflavík hefur unnið tvo leiki en Snæfell einn. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMULÍTIÐ FRAMAN AF DEGI En síðan fer úrkoman vaxandi með rigningu í Reykjavík og sunnan til en snjó- eða slydduéljum á Norðurlandi. Nokkuð hvasst á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 10. apríl 2004 – 99. tölublað – 4. árgangur Á FERÐ OG FLUGI Margir nýta páska- helgina til ferðalaga og var þung umferð úr höfuðborginni í allar áttir í gær og fyrradag. Skíðafæri var ágætt fyrir norðan og vestan. Fjölmenni var á jöklum. Um hundrað bátar voru á sjó í gær. Sjá síðu 2 SAMNINGUR Í HÖFN Félagsmenn Starfsgreinasambandsins í störfum hjá rík- inu njóta eftirleiðis sömu kjara og félags- menn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja samkvæmt samningi sem undirritað- ur var fyrir páska. Sjá síðu 4 Í FULLUM RÉTTI Dómsmálaráðherra segist hafa fullan rétt og ríka ástæðu til að andmæla kærunefnd jafnréttismála. Hann segir fjölmiðla ekki hafa gætt viðleitni til að sýna „alla myndina“. Sjá síðu 6 VERND ÞINGVALLAVATNS Um- hverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Stærsti grunnvatnstankur landsins er á svæðinu. Brot á lögunum varða allt að tveggja ára fangelsi. Sjá síðu 10 UNGA STÚLKAN OG UNGARNIR Elín Sóley Hrafnkelsdóttir horfir sindrandi augum á páskaungana í greipum sér. Fréttablaðið óskar lesendum gleðilegra páska. ÍRAK „Það leikur enginn vafi á því að ástandið nú er mjög alvarlegt og það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir,“ segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, um þá óöld sem ríkir í Írak. Blóðugir bardagar geisuðu í suður- hluta landsins í gær þegar ár var liðið frá falli Saddams Hussein. Þrátt fyrir ástandið hafa allir helstu bandamenn Bandaríkja- manna heitið því að kalla herlið sín ekki heim frá Írak að svo stöddu. Að minnsta kosti 460 Írakar, fjörutíu bandarískir hermenn og tveir aðrir hermenn bandalags- ríkja hafa fallið í þessari viku í átökum við vígamenn hliðholla sjíaklerknum Muqtada al-Sadr og uppreisnarmenn úr röðum súnní- múslíma. Bandaríska hernámsliðið hefur endurheimt borgina Kut en Kufa og miðborg Najaf eru enn á valdi sjíamúslíma. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Fallujah svo hægt yrði að hefja samningaviðræður við uppreisnar- menn og hleypa hjálparstarfs- mönnum inn í borgina. Þrír Japanir eru í haldi upp- reisnarmanna sem hóta að brenna þá lifandi ef japönsk yfirvöld kalla hermenn sína ekki heim frá Írak. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, segir að ekki komi til greina að verða við kröfu mann- ræningjanna. Þrír aðrir erlendir ríkisborgarar eru í haldi uppreisn- armanna en óstaðfestar fregnir herma að vígamenn í borginni Abu Ghraib hafi í gær tekið fjóra Ítala og tvo Bandaríkjamenn í gíslingu. Sjá nánar síðu 4 Ástandið aldrei alvarlegra Bandarískir hermenn og bandamenn þeirra berjast við uppreisnarmenn úr röðum sjía- og súnní- múslima víða í suðurhluta Íraks. Landstjóri Bandaríkjamanna hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í borginni Fallujah. Uppreisnarmenn hafa tekið nokkra erlenda ríkisborgara í gíslingu. KROSSFESTUR Í TÍUNDA SINN Þessi maður lét krossfesta sig á Filippseyjum. Helgisiðir á föstudaginn langa: Menn negld- ir á kross FILIPPSEYJAR, AP Nokkrir Filippsey- ingar létu negla sig við trékrossa til að minnast dauða Jesú á föstu- daginn langa. Fólkið var neglt á höndum og fótum, en fáir höfðu aldrei gert það áður og einhverjir voru að láta krossfesta sig í 24. skiptið. Þetta er helgisiður hjá Lenten-trúarhópnum á Filippseyj- um, en flestir opinberir trúarleið- togar setja sig mjög upp á móti slíkum gjörðum. Fjöldi manns fylgdist með krossfestingunum og fóru þær misvel í fólk. Margir tóku myndir á meðan aðrir gátu ekki fengið af sér að horfa á þegar fólkið var neglt upp á krossana. ■Kvikmyndir 42 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 34 Sjónvarp 44 Hverjir eru prestslegastir? Prestar eru misjafnlega prestslegir ásýndar og sumir taka sig betur út í hempunni en aðrir. Á páskunum er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða prestar eru prestslegastir í útliti. Prestar: Listamenn: Fréttablaðið fékk fjóra valinkunna listamenn til þess að segja lesend- um hvaða verk þeir vildu helst að þeir hefðu skapað sjálfir. Allir vildu Lilju kveðið hafa SÍÐA 26 og 27 ▲ Helgi í Góu: ● en mokar þeim sjálfur í páskaeggin Lætur prentsmiðjuna velja málshættina SÍÐA 46 ▲ Páskastemmning Opið 10.00 - 18.00 í dag Sendiherra Breta á Íslandi: Fyrstur innflytjenda í stöðu sendiherra ● bílar 5.000 króna sekt á dekk Nagladekkin af: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SÍÐUR 18 og 19 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.