Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 1
BRETLAND Fyrsti innflytjandinn í Bretlandi sem fær sendiherra- stöðu er nýskipaður sendiherra Bretlands á Íslandi, Alper Meh- met, að því er skýrt er frá í breska dagblaðinu, The Guardian. Mehmet er fimmtíu og fimm ára og fæddist í tyrkneska hluta Kýpur. Þegar deila milli gríska og tyrkneska hluta Kýpur gaus upp á sjötta áratugnum ákvað faðir Mehmets að flytja með fjölskyldu sína til Englands. Mehmet var þá átta ára. Hann lagði stund á viðskipti í háskóla í Bristol þar sem hann hitti konu sína, Elaine, sem er frá Wales. Að loknu námi vann hann við útlendingaeftirlit við ein fjöl- förnustu landamæri Bretlands, í Dover. Eftir nær áratug í því starfi fékk hann fyrstu stöðu sína erlendis, í Lagos í Nígeríu, þar sem hann gaf út vegabréfsáritanir til Breta á leið inn í landið. Fjórum árum síðar sneri hann aftur til Bretlands um skamma hríð, fór þá til Rúmeníu en það var í valdatíð Ceausescu. Stuttu eftir fall Berlínarmúrs- ins bauðst honum starf aðstoðar- sendiherra Bretlands á Íslandi, þar sem hann hefur búið síðan. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 LAUGARDAGUR ÚRSLIT GÆTU RÁÐIST Keflvíkingar geta í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik karla í fjórða leik lið- anna um meistaratitilinn. Keflavík hefur unnið tvo leiki en Snæfell einn. Leikurinn fer fram í Keflavík og hefst klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMULÍTIÐ FRAMAN AF DEGI En síðan fer úrkoman vaxandi með rigningu í Reykjavík og sunnan til en snjó- eða slydduéljum á Norðurlandi. Nokkuð hvasst á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 10. apríl 2004 – 99. tölublað – 4. árgangur Á FERÐ OG FLUGI Margir nýta páska- helgina til ferðalaga og var þung umferð úr höfuðborginni í allar áttir í gær og fyrradag. Skíðafæri var ágætt fyrir norðan og vestan. Fjölmenni var á jöklum. Um hundrað bátar voru á sjó í gær. Sjá síðu 2 SAMNINGUR Í HÖFN Félagsmenn Starfsgreinasambandsins í störfum hjá rík- inu njóta eftirleiðis sömu kjara og félags- menn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja samkvæmt samningi sem undirritað- ur var fyrir páska. Sjá síðu 4 Í FULLUM RÉTTI Dómsmálaráðherra segist hafa fullan rétt og ríka ástæðu til að andmæla kærunefnd jafnréttismála. Hann segir fjölmiðla ekki hafa gætt viðleitni til að sýna „alla myndina“. Sjá síðu 6 VERND ÞINGVALLAVATNS Um- hverfisráðherra mælir fyrir frumvarpi um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Stærsti grunnvatnstankur landsins er á svæðinu. Brot á lögunum varða allt að tveggja ára fangelsi. Sjá síðu 10 UNGA STÚLKAN OG UNGARNIR Elín Sóley Hrafnkelsdóttir horfir sindrandi augum á páskaungana í greipum sér. Fréttablaðið óskar lesendum gleðilegra páska. ÍRAK „Það leikur enginn vafi á því að ástandið nú er mjög alvarlegt og það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir,“ segir Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, um þá óöld sem ríkir í Írak. Blóðugir bardagar geisuðu í suður- hluta landsins í gær þegar ár var liðið frá falli Saddams Hussein. Þrátt fyrir ástandið hafa allir helstu bandamenn Bandaríkja- manna heitið því að kalla herlið sín ekki heim frá Írak að svo stöddu. Að minnsta kosti 460 Írakar, fjörutíu bandarískir hermenn og tveir aðrir hermenn bandalags- ríkja hafa fallið í þessari viku í átökum við vígamenn hliðholla sjíaklerknum Muqtada al-Sadr og uppreisnarmenn úr röðum súnní- múslíma. Bandaríska hernámsliðið hefur endurheimt borgina Kut en Kufa og miðborg Najaf eru enn á valdi sjíamúslíma. L. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, lýsti í gær yfir einhliða vopnahléi í Fallujah svo hægt yrði að hefja samningaviðræður við uppreisnar- menn og hleypa hjálparstarfs- mönnum inn í borgina. Þrír Japanir eru í haldi upp- reisnarmanna sem hóta að brenna þá lifandi ef japönsk yfirvöld kalla hermenn sína ekki heim frá Írak. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, segir að ekki komi til greina að verða við kröfu mann- ræningjanna. Þrír aðrir erlendir ríkisborgarar eru í haldi uppreisn- armanna en óstaðfestar fregnir herma að vígamenn í borginni Abu Ghraib hafi í gær tekið fjóra Ítala og tvo Bandaríkjamenn í gíslingu. Sjá nánar síðu 4 Ástandið aldrei alvarlegra Bandarískir hermenn og bandamenn þeirra berjast við uppreisnarmenn úr röðum sjía- og súnní- múslima víða í suðurhluta Íraks. Landstjóri Bandaríkjamanna hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í borginni Fallujah. Uppreisnarmenn hafa tekið nokkra erlenda ríkisborgara í gíslingu. KROSSFESTUR Í TÍUNDA SINN Þessi maður lét krossfesta sig á Filippseyjum. Helgisiðir á föstudaginn langa: Menn negld- ir á kross FILIPPSEYJAR, AP Nokkrir Filippsey- ingar létu negla sig við trékrossa til að minnast dauða Jesú á föstu- daginn langa. Fólkið var neglt á höndum og fótum, en fáir höfðu aldrei gert það áður og einhverjir voru að láta krossfesta sig í 24. skiptið. Þetta er helgisiður hjá Lenten-trúarhópnum á Filippseyj- um, en flestir opinberir trúarleið- togar setja sig mjög upp á móti slíkum gjörðum. Fjöldi manns fylgdist með krossfestingunum og fóru þær misvel í fólk. Margir tóku myndir á meðan aðrir gátu ekki fengið af sér að horfa á þegar fólkið var neglt upp á krossana. ■Kvikmyndir 42 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 34 Sjónvarp 44 Hverjir eru prestslegastir? Prestar eru misjafnlega prestslegir ásýndar og sumir taka sig betur út í hempunni en aðrir. Á páskunum er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvaða prestar eru prestslegastir í útliti. Prestar: Listamenn: Fréttablaðið fékk fjóra valinkunna listamenn til þess að segja lesend- um hvaða verk þeir vildu helst að þeir hefðu skapað sjálfir. Allir vildu Lilju kveðið hafa SÍÐA 26 og 27 ▲ Helgi í Góu: ● en mokar þeim sjálfur í páskaeggin Lætur prentsmiðjuna velja málshættina SÍÐA 46 ▲ Páskastemmning Opið 10.00 - 18.00 í dag Sendiherra Breta á Íslandi: Fyrstur innflytjenda í stöðu sendiherra ● bílar 5.000 króna sekt á dekk Nagladekkin af: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS SÍÐUR 18 og 19 ▲ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.