Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 10.04.2004, Qupperneq 6
6 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR ■ Bandaríkin Veistusvarið? 1Hver er nýráðinn skólastjóri grunn-skóla Seltjarnarness? 2Hvað heitir nýja olíufélagið sem ætlarað hefja olíusölu til fiskiskipa í Norð- fjarðarhöfn? 3Hver er forseti Bandalags íslenskralistamanna? Svörin eru á bls. 46 ATVINNUMÁL „Þarna er uppi ágreiningur vegna ákveðins hóps erlendra manna sem vinna störf sem Íslendingar telja sig eiga rétt á,“ segir Guðmundur Þ. Jóns- son, varaformaður stéttarfélags- ins Eflingar. Hópur rússneskra áhafnarmeðlima starfaði við lestun flutningaskips á vegum Samskipa í Sundahöfn í vikunni. Telja íslenskir verkamenn þetta brjóta í bága við lög og reglur enda séu erlendu verkamennirn- ir að störfum fyrir mun lægri laun en tíðkast hér á landi. „Þetta hefur viðgengist lengi en nú finnst mönnum nóg komið af svo góðu og vilja gera eitthvað í málunum. Þetta er tiltölulega nýkomið upp en til stendur að funda um þetta strax eftir páska og reyna að fá botn í málið.“ Svavar Ásmundsson, einn eig- enda Löndunar ehf., segir þetta ekki nýtt af nálinni. „Efling er að gera úlfalda úr mýflugu enda hefur þetta verið gert með þess- um hætti í fleiri áratugi alls stað- ar í heiminum. „Það eru alltaf einhverjir sem kvarta vegna þessa en staðreyndin er sú að um leið og við förum að sjá um að lesta í skipunum sjálfir er ábyrgð okkar orðin svo mikil að við erum þess fegnastir að sleppa við þetta.“ ■ STJÓRNMÁL „Ég hef fullan rétt og ríka ástæðu til að andmæla nefnd- inni, þegar hún telur sig hafa laga- heimild til þess að segja ákvörðun mína um skipan hæstaréttardóm- ara byggða á kynferðislegri mis- munun og lítur þannig á, að dóm- greind hennar um hæfi umsækj- enda eigi að vega þyngra en mín sem d ó m s m á l a r á ð - herra.“ Þetta segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í gær en þetta er það eina sem hann hef- ur viljað láta hafa eftir sér opinber- lega eftir að hafa látið ummæli falla um að jafnréttislögin séu barn síns tíma. Í pistli sínum gagnrýnir Björn jafnframt framsetningu fjölmiðla á málinu. Hann deilir á Frétta- blaðið fyrir að hafa ekki getið þess í frétt sinni að Eiríkur Tóm- asson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands og prófessor í réttarfari, hafi verið einn umsækjenda um umrædda stöðu hæstaréttardóm- ara. Í fréttinni var Eiríkur þó ekki spurður álits á ráðningunni sem slíkri, heldur var einungis leitað til hans sem sérfræðings í lögum til að fá álit á ummælum Björns um jafnréttislögin. Björn Bjarnason segir jafn- framt að á heimasíðu sinni eigi hann „þess kost á að skýra afstöðu [sína] og bregða ljósi á það, hvern- ig staðið er að framsetningu mála í fjölmiðlum, án þess að viðleitni gæti þar til að sýna alla myndina“. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var margoft reynt að ná í Björn Bjarnason vegna ummæla hans. Reynt var að koma til hans skilaboðum í dómsmála- ráðuneytinu, hringt var heim til hans og honum sendur tölvupóst- ur. Björn kaus að svara ekki og hafði þá að engu tækifæri sitt til að koma fram sjónarmiði sínu í fjölmiðlum. Hann bætir því við í pistli sín- um að hann hafi sett sér þá innan- hússreglu að svara aðeins skrif- lega spurningum frá DV og Fréttablaðinu. Þá ákvörðun ítrek- aði Björn í skriflegu svari til Fréttablaðsins síðdegis í gær. Í pistli sínum segist Björn standa við „þá ígrunduðu og mál- efnalegu ákvörðun“ sem hann tók við skipan hæstaréttardómarans. Einnig hafi hann „rétt á að hafa skoðun á vinnubrögðum kæru- nefndar jafnréttismála og nauð- syn þess að setja henni nýjan lagaramma, ef hún er knúin til þess af honum að komast hvað eft- ir annað að rangri niðurstöðu.“ sda@frettabladid.is FARÞEGALEST FÓR ÚT AF SPOR- INU Að minnsta kosti einn maður lést og 65 slösuðust þegar far- þegalest sem var á leið frá New Orleans til Chicago fór út af sporinu og valt á hliðina í Miss- issippi. Nokkrir hinna slösuðu eru í lífshættu. Talið er að um slys hafi verið að ræða en Banda- ríska alríkislögreglan, FBI, hefur sent menn á svæðið til að rann- saka málið. MURDOCH SPÁIR BUSH SIGRI Fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch spáir því að George W. Bush Banda- ríkjaforseti muni vinna ör- uggan sigur á demókratan- um John Kerry í for- setakosning- unum í nóv- ember, þökk sé sterku efnahags- lífi og almennum stuðningi við Íraksstríðið. „Hann mun fara létt með þetta,“ sagði Murdoch í sam- tali við ástralska útvarpsstöð. KÓKAÍNHRINGUR UPPRÆTTUR Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið þrettán meinta meðlimi eiturlyfjahrings sem smyglaði kókaíni frá Guyana til New York í gegnum John F. Kennedy-flugvöll. Talið er að hringurinn hafi flutt inn um sjö- tíu kíló af kókaíni frá júní 2002 til júní 2003. Efninu var smyglað í sérhönnuðum ferðatöskum. icelandair.is/vildarklubbur Tvöfaldir Vildarpunktar til 1. maí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 12 5 0 4/ 20 04 Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins Urgur í nokkrum félagsmönnum Eflingar: Útlendingar lesta skip sín sjálfir UPPSKIPUN OG LESTUN Venjan er að erlendar áhafnir lesti sín skip sjálfar en það er í trássi við íslensk lög og reglur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Björn segist hafa rétt á að mótmæla kærunefnd Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla ekki hafa gætt viðleitni til að sýna „alla myndina“. Kaus þó að ræða ekki við fjölmiðla eftir að hafa sagt jafnréttislögin barn síns tíma. Telur þörf á nýjum laga- ramma fyrir kærunefnd jafnréttismála svo hún „komist ekki hvað eftir annað að rangri niðurstöðu“. ■ Segist Björn standa við „þá ígrunduðu og málefnalegu ákvörðun“ sem hann tók við skipan hæsta- réttardómar- ans. BJÖRN BJARNASON Dómsmálaráðherra segist hafa fullan rétt á að andmæla kærunefnd jafnréttismála.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.