Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 26
Ég er með Toyota Yaris á rekstr-
arleigu og finnst það frábært.
Bara verst að geta ekki verið
með hann á leigu þegar mér hent-
ar,“ segir Hlín Agnarsdóttir, leik-
stjóri og framkvæmdastjóri
Dramasmiðjunnar, sem er með
bílinn á rekstrarleigu í tvö ár.
„Ég ákvað eftir miklar vanga-
veltur að þetta fyrirkomulag
hentaði mér best. Það er búið að
reikna það út að rekstrarleigan
sé um það bil jafn hagkvæm og
að kaupa sér notaðan bíl, en þetta
var betri lausn fyrir mig.“
Hlín ákvað að fá sér bíl þegar
hún stofnaði Dramasmiðjuna, en
fram að því hafði hún aðallega
verið á hjóli. „Þegar maður er
orðinn bisnesskona þýðir ekkert
að koma í bankann hjólandi á
pinnahælunum, kófsveittur með
bókhaldið á bögglaberanum. Það
segir sig sjálft,“ segir hún hlæj-
andi.
Hlín segir Dramasmiðjuna
ganga afskaplega vel, hvort sem
það hefur nú eitthvað með Yaris-
inn að gera eða ekki. „Við höfum
verið með námskeið sem heita
Persónuleg tjáning og töfrar
raddarinnar sem hafa alveg sleg-
ið í gegn, og höldum áfram eftir
páska. Svo má ekki gleyma Höf-
undaleikhúsinu sem heldur áfram
í Iðnó í apríl.
En þegar kemur að Yarisnum
er Hlín ánægðust með hvað hann
er sparneytinn og lítill og nettur.
„Ég kem honum alls staðar í
stæði, sem skiptir ekki litlu máli,
því ég nota hann aðallega í alls
kyns skutl innanbæjar. Bíllinn er
líka fagurrauður, sem er alveg
minn litur, ég er sko með rauðan
farsíma, rauða tösku, rauða dag-
bók og rauðan bolla,“ segir hún
og skellihlær. „Allt í svo miklum
stíl.“ ■
Spurningin
Toyota Af ýmsum stærðum og gerðum, mest seldi bíllinn hér á
landi í janúar og febrúar. Alls seldust 386 bílar af tegundinni
Toyota fyrstu tvo mánuði ársins, sem er 26,2% af heildarfjölda
seldra bíla. Næstmestur var hlutur Volkswagen.
Vinnuvélanámskeið
Kvöldnámskeið.
Námskeiðsstaður, Þarabakki 3.
109 Reykjavík (Mjódd).
Verð 39.900.-
Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður
„Það var Daihatsu, árgerð ‘83, sem ég
keypti fyrir fjórtán árum síðan.
Hann reyndist mjög vel og var súperbíll.“
Guðmundur Guðmundsson
Fyrsti
bíllinn?
Farsíminn er orðinn órjúfanlegur hluti af útgeisl-
un Íslendinga, eins og því miður má glöggt sjá í
þungum umferðarám borgarlandlagsins. Þrátt
fyrir þá staðreynd að notkun farsíma í akstri fjór-
faldi líkur á slysum, og að lögreglan haldi opnu
vökulu sektarauga yfir ökumönnum sem enn
spjalla í farsíma án handfrjáls búnaðar, er far-
símaspjall í akstri á hraðri uppleið.
Samkvæmt upplýsingum sem Ríkislögreglu-
stjóri tók saman þann 25. febrúar síðastliðinn
höfðu 913 ökumenn fengið sekt vegna farsíma-
notkunar án handfrjáls búnaðar frá því byrjað
var að sekta fyrir slík umferðarlagabrot þann 1.
nóvember 2002. Upplýsingar frá sama embætti
sýna að aukning sektaboða hefur aukist jafnt og
þétt síðustu misseri, en skýring á því kann að
liggja í strangara eftirliti lögreglunnar í þessum
málaflokki.
Sjóvá-Almennar hafa gert könnun á notkun
farsíma í akstri og að sögn Einars Guðmundsson-
ar, forvarnafulltrúa tryggingafélagsins, hefur
orðið mikil aukning á farsímanoktun án hand-
frjáls búnaðar í akstri. „Almennt hefur orðið vart
við mikla aukningu á því að ökumenn tali í síma
þegar þeir keyra, en það er sérstakt áhyggjuefni
að atvinnubílstjórar eru langduglegastir í því að
spjalla í farsíma undir stýri. Það er sérlega alvar-
legt í ljósi þess að þeir eru mikið úti í umferðinni
og oftar en ekki á stærri og þyngri bílum, sem
svo valda alvarlegri umferðarslysum. Þá hafa
tjón sem hægt er að rekja til farsímanotkunar í
akstri aukist verulega, og algengt að komi fram í
skýrslum að þolandi beri við að gerandi hafi verið
í símanum þegar óhappið varð, sem hinn þá vita-
skuld þvertekur fyrir.“
Einar bendir á að samhengi hafi sést milli þess
að tala í farsíma í akstri og þess að fara yfir á
rauðu ljósi og gefa ekki stefnuljós. „Þá er spurn-
ingin; eru þeir sem tala í síma meðan þeir keyra
almennt kærulausari einstaklingar, eða eru þeir
svona utan við sig vegna þess að þeir eru upp-
teknir í símanum og brjóta lögin vegna þess? Ég
hallast að því að síðari skýringin sé sennilegri, og
þetta verður að taka alvarlega. Farsímanotkun
minnkaði fyrst eftir að byrjað var að sekta, en
hefur nú aukist mjög aftur. Það er nokkuð sem
lögregluyfirvöld verða að taka fastar á.“ ■
Á TALI UNDIR STÝRI Bandarísk rannsókn sýndi að
helmingur þeirra sem töluðu í síma undir stýri sveigðu
yfir á rangan vegahelming.
Farsímanotkun í akstri:
Símaspjall
undir stýri
verður algengara
Bíllinn minn
Fagurrauður
og sparneytinn
Hlín Agnarsdóttir Er með bíl á rekstrarleigu en það fyrirkomulag hentaði henni best.