Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 47

Fréttablaðið - 10.04.2004, Side 47
LAUGARDAGUR 10. apríl 2004 Frá 26.995 kr. Vikulegt flug í sumar Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is Portúgal Heimsfer›ir bjó›a í sumar beint vikulegt flug til Portúgal og er áfangasta›urinn Algarve sem n‡tur gífurlegra vinsælda. fiar bjó›um vi› topp gistista›i me› frábærri fljónustu á hagstæ›ara ver›i en nokkru sinni fyrr. Helstu einkenni Portúgal eru fegur› og fjöl- breytni. Má flar nefna heillandi menningu, náttúruna, sólina og sjóinn, auk fless sem gott ver›lag og elskulegt fólk ásamt vaxandi og gó›ri fer›afljónustu hafa gert Portúgal a› einu eftirsóknar- ver›asta fer›amannalandi Evrópu í dag. Tryggðu þér lægsta verðið á Íslandi 26.995 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Netverð. 33.395 kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 26. maí, Alta Ouro. Netverð með 10 þús. kr. afslætti. 44.990 kr. M.v. 2 í íbúð, 26. maí, Alta Ouro. Netverð, með 10 þús. kr. afslætti. Topp gististaðir Heimsferðir bjóða afbragðs gististaði í Algarve með góðri staðsetningu og frábærum aðbúnaði, hvort sem þú ert á höttunum eftir glæsilegum 4 stjörnu gististað eða ódýru, þægilegu íbúðarhóteli. Algarve N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 4 5 5 / si a. is Þökkum ótrúlegar undirtektir Alta Ouro Lífrænt ræktaðar vörur Þar sem þú getur treyst á gæðin YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 Af sýningum framhaldsskól-anna í ár er sýning Fjöl- brautaskóla Suðurnesja líklega hvað áhugaverðust. Hún heitir Bláu augun þín og er söngleikur eftir Þorstein Eggertsson um Hljóma. Sýningum er formlega lokið og hafa um 1.000 manns sótt hana. Vegna gífurlegrar eftir- spurnar ætlar hópurinn að setja upp tvær aukasýningar í Stapan- um 16. og 17. apríl næstkomandi. Ólafur Freyr Hervinsson er 16 ára leikari sem þykir standa sig með prýði. Hann leikur Svavar Gestsson, Einar Júlíusson og Ámunda Ámundason, fyrrum um- boðsmann Hljóma. Ólafur viður- kennir að hafa ekki vitað mikið um þessa merkustu rokksveit Ís- landssögunnar áður en hann tók hlutverkin að sér. „Ég veit að mamma og pabbi hafa hlustað á þessa hljómsveit lengi,“ segir Ólafur. „Ég vissi al- veg af þessum Ámunda og Einari en hafði aldrei heyrt um Svavar Gests. Ámundi var einu sinni vinnuveitandi systur minnar. Hann er algjör töffari í leikritinu og lítur stórt á sig. Mér fannst þetta ekkert líkt þeim manni sem ég hitti. Ég veit náttúrlega ekkert hvernig hann var þegar hann var ungur, fyrir mörgum, mörgum árum.“ Ámundi hefur frétt af söng- leiknum en á eftir að fara og sjá. Hann var nú ekki mikið eldri en leikarinn, þegar hann var sjálfur í hlutverki umboðsmanns Hljóma í raunveruleikanum. „Það er nú gott að heyra að maður hafi ein- hvern tímann verið töffari,“ segir Ámundi háðskur. „Á þessum tíma var það ekkert smámál að vera með vinsælustu hljómsveit Ís- lands á sínum snærum, 19 ára gamall. Það var svakalegur hama- gangur í kringum þá á hverjum einasta degi. Ég varð að búa til alls kyns uppákomur í kringum þetta sem voru skemmtilegar. Eins og að fara með þá að spila fyrir aldraða, fara með þá á hár- greiðslustofur og annað.“ Sögurnar hans Áma eru marg- ar og góðar. Eitt ballið í Ólafsvík var honum sérstaklega eftir- minnilegt. „Þar voru allir eldri borgarar fyrir utan húsið, allir sem gátu dansað inni í húsinu og öll smábörn uppi á félagsheimil- inu.“ Ámi er fyrstur til þess að við- urkenna að hann hafi stundum rekist á sitt eigið egó á erfiðum augnablikum. „Mér sárnaði mest þegar ég kom í Atlavík þar sem ég var með allar hljómsveitirnar. Ég mætti á nýrri Volkswagen bjöllu og var mikill maður, bara 21 árs. Gæslumennirnir hlógu bara að mér og létu mig bíða við hliðið í klukkutíma. Þeir vissu allir að „þessi“ Ámundi Ámundason væri að koma að sunnan með einka- flugvél en það trúði því enginn að þetta væri ég, svona ungur,“ segir Ámi sposkur á svip. ■ Eitthvað merkilegt hefur gerst ílífi Isaac Brock, söngvara og textahöfundar Modest Mouse. Sveitin gaf síðast út hina mögnuðu The Moon & Antarctica fyrir fjór- um árum síðan, kom hingað og lék á tónleikum það árið og hvarf svo af yfirborði jarðar. Brock hlýtur að teljast til betri textahöfunda okkar kynslóðar og hefur aldrei verið eins innihaldsrík- ur og núna. Sveitin hljómar líka fyllri en hún hefur verið, fjölbreytt- ari og bara skemmtilegri. Modest Mouse nær hér að brjóta þá gítarsúpuramma sem hún hafði byggt utan um sig, án þess þó að missa sérkenni sín. Í rauninni hefur ramminn bara víkkað og myndin er orðin að stærðarinnar málverki í betri stofunni í stað þess að vera frímerki á bréfi aðdáanda. Hér eru menn ófeimnir við að kynna til sög- unnar aukahljóðfæri á borð við fiðl- ur, brassbönd eða banjó, en bara eins lengi og það hentar tónlistinni. Áhrifin á nýju plötunni gætu vel verið frá Talking Heads, Pixies, Tom Waits og Bob Dylan. Gítarleikur Modest Mouse er al- gjörlega sér á báti og auðþekkjan- legur. Snýst aldrei um lykkjur, frek- ar skraut og stef. Sveif og yfirtónar eru notuð óspart og fyrir vikið fær gítarinn ný blæbrigði. Það er greinilega mikil vakning í bandarísku jaðarrokki og Modest Mouse á heiður skilinn fyrir að taka það skrefinu lengra. Ég reyni oft að halda sönsum þegar ég er að skrifa þessar um- sagnir, en fokk it. Þetta er geðveik plata, ótrúleg, mögnuð, meistara- stykki! Farið og kaupið hana, NÚNA! Birgir Örn Steinarsson Meistaraverk músarinnar! Umfjölluntónlist MODEST MOUSE: Good News for People who Love Bad News Söngleikur BLÁU AUGUN ÞÍN ■ Ólafur Freyr Hervinsson leikur Ámunda Ámundason, fyrrum umboðs- mann Hljóma, í söngleiknum Bláu augun þín og segir hann mikinn töffara. Ámundi hefur ekki enn séð sýninguna. ÁMUNDI Segir starfið hafa gefið mjög vel af sér og segir það hafa verið erfitt verk að eyða því sem hann hafði á milli handanna. Vinátta er á milli hans og Hljóma í dag og segir Ámi þá nýlega hafa beðið hann um að koma aftur í bransann. Umboðsmaður Íslands, á og af sviði BLÁU AUGUN ÞÍN Rúmlega 1.000 manns hafa séð skólasýninguna Bláu augun þín sem fjallar um Hljóma, þar á meðal flestir liðsmenn sveitarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.