Fréttablaðið - 10.04.2004, Blaðsíða 48
Ördansahátíð verður haldin íhúsakynnum Klink og Bank í
kvöld. Þar kennir ýmissa grasa,
og meðal annars verða þær Ólöf
Ingólfsdóttir dansari og Steinunn
Knútsdóttir leikari saman með
dúett.
Rúnar Guðbrandson leikstjóri
verður með eitt atriði og þau
Lovísa Gunnarsdóttir dansari og
Sigurður Halldórsson sellóleikari
verða einnig með sameiginlegt at-
riði.
Þá ætlar Ilmur Stefánsdóttir
myndlistarkona að láta hluti
dansa, og svo verður einn síma-
dans.
„Dansararnir sem ætluðu að
framkvæma það atriði eru staddir
á Akureyri, svo þau ætla að
hringja dansinn til okkar,“ segir
Ólöf Ingólfsdóttir, einn af að-
standendum hátíðarinnar.
Ólöf segir Ördansahátíðina
einnig opna fyrir óvæntum uppá-
komum af ýmsu tagi.
„Þetta hefur verið mjög óform-
legt og við viljum gjarnan halda
því að hafa eins lítið skipulag og
hægt er. Ef ördansi lýstur niður í
fólk á staðnum þá er alveg mögu-
leiki á að leyfa honum að spretta
fram.“
Að Ördansahátíðinni standa
leikhópurinn Lab Loki, sem þau
Steinunn Knútsdóttir og Rúnar
Guðbrandsson standa fyrir, og
Ólöf danskompaní, sem er á veg-
um Ólafar Ingólfsdóttur.
Ólöf segir hægt að taka þátt í
ördansahátíð á mjög marga mis-
munandi vegu, og nefnir þar fjöl-
breytileika síðustu hátíðar.
„Í fyrra voru bæði mjög stuttir
dansar en svo var líka eitt par
sem notaði bara andlitið þannig að
allar hreyfingarnar voru mjög
litlar. Eitt tangópar dansaði á ein-
um fermetra í örlitlu rými, og svo
var einn lítill dansari, tíu ára gam-
all. Ördansari.“
Ólöf segir að Stefán Jónsson
leikari og leikstjóri hafi brillerað í
fyrra með því að segja frá því
hvernig hann fékk hin ýmsu ör á
líkamann.
„Hann fékk örin við ákveðnar
hreyfingar, og kannski er lýsing á
hreyfingu ein leið til að koma
hreyfingu til skila. Við höfum sem
sagt ekkert viljað skilgreina þetta
of mikið. Ef fólk segir að eitthvað
sé ördans þá er það ördans.“ ■
■ ■ KVIKMYNDIR
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
Óþelló eftir Franco Zeffirelli, eftir sam-
nefndri óperu Verdis, með Placido Dom-
ingo, Katia Ricciarelli og Justino Diaz í
aðalhlutverkum.
■ ■ TÓNLEIKAR
23.00 Karin Park frá Svíþjóð spilar
á Grand Rokk.
23.30 Kvartett söngkonunnar Guð-
laugar Drafnar Ólafsdóttur kemur fram
í jazztónleikaröðinni á Kaffi List. Með
Guðlaugu leika Vignir Þór Stefánsson á
píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa
og Erik Qvick á trommur.
23.59 360˚ kynna risaraftónleika
á Kapital. Fram koma Biogen, Ruxpin,
Adrone, Worm is Green og Dj Exos.
Siggi Björns, Keith Hopcroft og
Tam Lawrence spila lög af disknum
Patches á Aldrei fór ég suður, Ísafirði.
Hljómsveitin 3-Some spilar á Celtic
Café.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Eldað með Elvis í Sam-
komuhúsinu á Akureyri.
20.00 Leikfélag Akureyrar sýnir
Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartar-
dóttur.
40 10. apríl 2004 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
7 8 9 10 11 12 13
APRÍL
Laugardagur
■ DANSHÁTÍÐ
Aukasýningar
Föstudaginn 16.apríl
Laugardaginn 24.apríl
20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir 101
Reykjavík í Grýtuhúsinu, Keilugranda 1.
■ ■ SKEMMTANIR
Von spilar á Players, Kópavogi
Hermann Ingi jr spilar og syngur á
Búálfinum, Hólagarði.
Atli skemmtanalögga á Hverfisbarn-
um.
Kiddi Bigfoot á Felix.
Hljómsveitinn Buff ætlar að halda
uppi stemmaranum með gríni og glensi
á Gauknum.
Paparnir skemmta í Sjallanum á Ak-
ureyri.
Skítamórall skemmtir í Hvíta húsinu
á Selfossi.
Milljónamæringarnir skemmta
ásamt Bogomil Font, Bjarna Ara og
Ragga Bjarna á Klúbbnum við Gullinbrú.
Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveit-
in Íslands eina von skemmta á Græna
hattinum, Akureyri.
■ ■ SAMKOMUR
18.30 Hin árlega Songkran hátíð
Taílensk-íslenska félagsins verður haldin
á Broadway, Hótel Íslandi, til að fagna
hinum fornu áramótum í Taílandi. Taí-
lenskur dans og söngur. Einnig skemmt-
ir Kalli Bjarni Idolstjarna og loks mun
taílensk hljómsveit frá Noregi leika fyrir
dansi.
■ ■ DANSLIST
20.00 Lab Loki og Ólöf dans-
kompaní standa fyrir Ördansahátíð í
Klink og Bank. Hátíðin er haldin í Tókíó,
sviðslistarými Klink og Bank, gengið er
inn Stakkholtsmegin.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
ÖRDANS Í
GULUM KJÓL
Árni Pétur Guðjóns-
son leikari brilleraði
á Ördansahátíðinni í
fyrra. Í kvöld verður
hátíðin haldin öðru
sinni í Tókíó, sem er
sviðslistarými Klink
og Bank á horni
Brautarholts og Þver-
holts. Hátíðin hefst
klukkan 20. Gengið
er inn Stakkholts-
megin.
Ördansar af öllu tagi