Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 4

Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 4
4 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Er afkoma KB banka og Landsbanka á fyrsta ársfjórðungi viðunandi? Spurning dagsins í dag: Tekurðu þátt í 1. maí hátíðahöldum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 43% 57% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Úrskurður Samkeppnisráðs: Tryggingarfélögin sleppa við sektir TRYGGINGARFÉLÖGIN „Niðurstaðan er sú að það er ekki ástæða til, máls- ins vegna, að beita stjórnvalds- sektum,“ sagði Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátryggingafélags Ís- lands um niðurstöðu samkeppnis- ráðs um meint samráð trygg- ingarfélaganna. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, staðfesti í sam- tali við Fréttablaðið að sátt hafi náðst milli tryggingarfélaganna og stofnunarinnar en vildi ekki tjá sig frekar um efnisatriði sáttarinnar. Hann sagði ákvörðuna hafa verið tekna á fundi samkeppnisráðs í gær og niðurstaðan verði birt tryggingarfélögunum opinberlega á mánudaginn. Einar Sveinsson, stjórnarfor- maður Íslandsbanka, aðaleiganda Sjóvár, var spurður að því hvort sáttin hafi falist í því að félögin yrðu ekki sektuð. Hann staðfesti að félögin yrðu ekki sektuð. „Sektargreiðslur gætu aldrei orð- ið grundvöllur sátta af okkar hálfu í málinu,“ sagði hann. Aðspurður um hvort sektum yrði ekki beitt vegna þess hve langan tíma rannsóknin hafi tekið segir Finnur Ingólfsson telja svo ekki vera. „Félögin hafa náttúrulega alltaf haldið því fram að þær ávirðingar sem í upphafi komu frá þeim aðil- um sem voru að kæra ættu ekki við rök að styðjast. Við erum auðvitað sátt við að málinu sé lokið með þessari niðurstöðu, með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð endan- lega niðurstöðu,“ sagði Finnur. ■ 200 milljóna króna samkomulag í dag Í dag tekur gildi nýtt lyfjaverð í heildsölu á nær þrjátíu pakkningum í fimm lyfjategundum. Gert er ráð fyrir að þessi aðgerð, ein og sér, skili allt að hundrað milljón króna lækkun á lyfjakostnaði landsmanna. LYFJAMÁL Samkomulag lyfjafram- leiðandans Pharmaco og lyfja- verðsnefndar, sem tekur gildi í dag, á að skila allt að 100 milljóna króna lækkun á lyfjakostnaði landsmanna á ársgrundvelli. Um er að ræða verðlækkun á 27 pakkningum á fimm lyfjum, sem samanstanda meðal annars af al- gengum magalyfjum, blóðfitu- lækkandi lyfjum svo og geðlyfj- um. Þessi pakki lækkar um 70 milljónir að heildsöluverðmæti á ársgrundvelli eða um 17 prósent. Mesta lækkunin í heildsölu- verðinu verður á algengu blóð- fitulækkandi lyfi, Sivacor, sem lækkar um 5.085 krónur. Minnsta lækkun nemur 158 krónum, á þunglyndislyfinu Oropram. Ríf- lega helmingur umræddra pakkn- inga lækkar um rúmar þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að aðrir heild- söluaðilar lækki sín verð á öðrum lyfjum, það er samkeppnislyfjum, í kjölfarið. Samkvæmt áætlunar- tölum lyfjaverðsnefndar getur sú lækkun numið öðru eins, þannig að aðgerðin skili allt að 200 millj- óna króna lækkun á lyfjakostnaði landsmanna í heild á ársgrund- velli. gert er ráð fyrir að í kjölfar- ið geti orðið breyting á smásölu- verðinu sem annars vegar kemur til vegna lækkunar á heildsölu- verði og hins vegar vegna sam- keppnisáhrifa, sem þykja fyrir- sjáanleg. Þetta er aðeins fyrsta skrefið í aðgerðum til að koma verðlagn- ingu samheitalyfja hér á landi í takt við það verðlag sem tíðkast í nágrannalöndunum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er í bígerð lækkun heildsöluverðs á fleiri lyfjategundum. Félag ís- lenskra stórkaupmanna segir viðræðurnar við lyfjaverðsnefnd hafa skilað árangri sem marki tímamót í verðlagningu frum- lyfja á Íslandi. Samkomulagið muni vonandi leiða til þess að verð á frumlyfjum hér á landi verði til frambúðar sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. Þess sé að vænta að „samkomulagið leiði til verulegs sparnaðar fyrir hið opinbera jafnt til skemmri sem lengri tíma litið, án þess að það komi niður á heill og heilsu sjúklinga.“ Heilbrigðisráðherra hefur boðað að hann hyggist setja starfshóp á laggirnar í vor, sem athugi alla þætti er varði lyfja- kostnað við þá endurskoðun lyfjalaga sem hefur verið boðuð. jss@frettabladid.is Nýtt form tónlistar: Eingöngu hringitónar ÞÝSKALAND Þýsk hljómsveit hefur tileinkað sér nýja tækni til að koma tónlist sinni á framfæri til milljóna áheyrenda. Hljómsveit- in, sem kallar sig Super Smart, hefur snúið baki við hljómplötum og geisladiskum og ákvað í stað þess að gefa tónlist sína eingöngu út sem hringitóna fyrir farsíma. Afurð hljómsveitarinnar nefnist Panda Babies og er gefin út af þýsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænni tónlist fyrir farsíma. Hljómsveitin segist hafa ákveðið að fara þessa leið svo hún geti forðast afskipti hljómplötuútgef- enda af tónlist sinni. ■ VERKINU LOKIÐ Ræða George W. Bush fyrir ári hefur verið dregin upp eftir mesta mannfall í röðum Bandaríkjahers frá upphafi stríðsins. Bush neyðist til að verja stríðslokaræðu: Erum að ná árangri WASHINGTON, AP Ári eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti tók sér stöðu á flugmóðurskipi undir stór- um borða þar sem á stóð „Verk- efninu lokið“ og lýsti yfir lokum formlegra átaka í Írak segir Bush að orð hans þá standist. „Við erum að ná árangri, sjáðu til,“ svaraði Bush spurningum fréttamanna og ítrekaði að hann hefði tekið fram í ræðu sinni að framundan væri erfið vinna. „Fyrir ári hélt ég ræðu á flugmóð- urskipinu þar sem ég sagði að við hefðum náð mikilvægu takmarki, lokið verkefni, sem var að fjar- lægja Saddam Hussein,“ sagði Bush. „Þess vegna eru ekki lengur pyntingaklefar, nauðganaher- bergi eða fjöldagrafir í Írak. Út af þessu hefur vinur hryðjuverka verið fjarlægður og situr nú í fangelsi.“ Bush hefur að undanförnu ver- ið gagnrýndur harðlega fyrir ræð- una en mun fleiri bandarískir her- menn hafa fallið eftir hana en fyrir. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Varaformaður Framsóknarflokksins segir að þótt tveir þingmenn flokksins hafi verið á móti veigamiklum ákvæðum í útlendinga- frumvarpinu þá hafi sú ákvörðun þingmann- anna ekki nein eftirköst, enda hafi frumvarp- ið verið samþykkt af meirihlutanum. Guðni Ágústsson um hvort þrýst hafi verið á þingmenn: Handjárn ekki lengur til ALÞINGI „Ég held að flestir þing- menn starfi þannig að þeir hafa mikla sannfæringu og þykir vænt um sína sannfæringu. Reyndar gerist það í einstökum málum að það koma upp atriði sem þing- menn sætta sig ekki við, eins og til dæmis varðandi útlendinga- frumvarpið. Við því er í sjálfu sér ekkert að gera. Frumvarpið var samþykkt með meirihluta þings- ins og afstaða þingmannanna hef- ur að mínu mati ekki nein eftir- köst,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, aðspurður um hvort afstaða flokksins í heild skipti meira máli en sannfæring einstakra þingmanna, en tveir þingmenn Framsóknarflokksins studdu ekki aldursákvæði útlend- ingafrumvarpsins þótt þeir styddu frumvarpið í heild. –Var þrýst á þingmennina að samþykkja frumvarpið? „Málið var mikið rætt innan þingflokksins og farið var yfir þeirra sérstöðu og hún grandskoð- uð. En handjárnin eru nú ekki lengur til í þingflokksherbergjun- um,“ segir Guðni. ■ www.netsalan.com Knarravogur 4, - 104 Reykjavík - Sími 517 0220 OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 - 16.00 Munið Viking fellihýsin, landsins langbesta verð 695.000 með bremsum g p g ý Takma Verð n Verð á Sölusýningar halda áfram Knaus hjólhýsi það er framtíðin Alltaf með nýungar - aðeins það besta Kristinn H. Gunnarsson samþykkti frumvarp sem hann var á móti: Sagði já til að stjórnin héldi ALÞINGI Kristinn H. Gunnarson, Framsóknarflokki, greiddi atkvæði með útlendingafrumvarpinu þegar það var afgreitt á Alþingi í gær, en hann studdi hvorki ákvæði f r u m v a r p s i n s um aldursmörk né um lífsýna- töku og taldi að í þeim fælust ákveðnir for- dómar. Var ekki erfitt að samþykkja frumvarp sem þú varst í grundvall- aratriðum á móti? „Jú, það var ekki einfalt mál.“ Af hverju sagðirðu ekki nei? „Það er góð spurning. Heiðar- legt svar er einfaldlega það að mál- ið stóð tæpt og ef það hefði fallið, þá er spurning hvaða áhrif það hefði haft á ríkisstjórnarsamstarf- ið,“ segir Kristinn. Var ekki erfitt að fylgja ekki eigin sannfæringu í jafn umdeildu máli? „Jú, það var erfitt, en í stjórnar- þátttöku er mikið af málamiðlunum og þingmenn verða oft að gangast inn á þær og greiða atkvæði, sem eru ekki að öllu leyti í samræmi við þeirra sjónarmið. Stundum fá þeir þá eitthvað á móti í öðrum málum. Svo kemur auðvitað fyrir að menn geta ekki gengist inn á þær niður- stöður sem liggja fyrir og því þarf að vega og meta málin hverju sinni,“ segir Kristinn. –Þannig að flokksheildin vegur þyngra en sannfæring þingmanna? „Það er ekki einhlítt, en við vinn- um í hópum og þá reynum við að ná sameiginlegri niðurstöðu, en það kemur þó fyrir að að þingmenn ákveða að gera það ekki,“ segir Kristinn. ■ KRISTINN H. GUNNARSSON Þingmaður Framsóknarflokksins studdi ekki veigamikil ákvæði í útlendingafrumvarpinu, en hann greiddi engu að síður atkvæði með frumvarpinu í heild. Kristinn segir erfitt að hafa ekki fylgt eigin sannfæringu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA „Ef það hefði fallið, þá er spurn- ing hvaða áhrif það hefði haft á ríkisstjórnar- samstarfið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DÆMI UM VERÐBREYTINGAR Sivacor 20 mg. 98 STK 11.272 7.090 Oropram 20 mg. 100 stk 11.050 6,935 Lomex 20 mg. 100 stk. 16.713 11.022 VERÐLÆKKUN Nokkur algeng magalyf, blóðfituminnkandi lyf og geðlyf lækka í heildsöluverði frá og með deginum í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.