Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 8

Fréttablaðið - 01.05.2004, Side 8
8 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Þyrluvakt lækna: Áfram um borð LANDHELGISGÆSLAN Læknar sem starfað hafa um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar hafa komist að samkomulagi við Landspítala - háskólasjúkrahús um að læknar verði áfram um borð í þyrlunni. Útlit var fyrir að frá og með deginum í dag yrðu ekki læknar um borð í þyrlunni og hafði lækn- um á þyrluvakt verið sagt upp frá og með 1. maí. Að sögn Friðriks Sigurbergs- sonar, eins þeirra lækna sem starfað hafa í þyrlunni, náðist samkomulag um að uppsagnir þyrlulæknanna yrðu dregnar til baka. „Ástæða þess að við sam- þykkjum þetta núna er að við telj- um okkur hafa vissu fyrir því að það verði unnið hratt og vel að framtíðarskipulagi þyrluvaktar lækna,“ segir hann. „Það verða því áfram læknar við störf á þyrluvaktinni sem við teljum mjög mikilvægt út frá öryggis- sjónarmiði. Á þennan hátt teljum við okkur fært að starfa áfram því við treystum því að unnið verði hratt og vel að því að gera langtíma- samning,“ segir Friðrik. ■ Þjóðverjinn játaði innflutning á hassi Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi innflutning á sjö kílóum af hassi í gær en hann var ákærður fyrir stórfelld fíkniefnabrot ásamt tvíburabræðrunum Rúnari Ben og Davíð Ben Maitsland. Þáttur Friehe var klofinn frá málinu og hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. DÓMMÁL Claus Friehe, rúmlega sextugur Þjóðverji, var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur þegar hann ját- aði að hafa flutt inn sjö kíló af hassi í sjö ferðum til landsins. Þáttur Friehe var því klofinn frá saka- máli þar sem hann var ákærður ásamt tvíburabræðrunum Rúnari Ben Maits- land og Davíð Ben Maitsland. Sam- kvæmt heimildum blaðsins játaði Friehe til að losna við frekari málsmeðferð. Claus Friehe fór með hassið í sjö ferðum um Keflavíkurflug- völl. Fyrstu ferðina fór hann 8. mars árið 2002 og þá síðustu 3. október sama ár. Hassið sem Friehe flutti til landsins er hluti af þeim 27 kílóum sem Rúnar Ben Maitsland er ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á. Þá er bróðir hans Davíð Ben ákærður fyrir að hafa tekið á móti 23 kíló- um hassins. Friehe er sagður vera einn af þremur burðardýrum þeirra bræðra en hassið kom til landsins í samtals ellefu ferðum. Útlend kona er sögð hafa flutt inn sjö kíló um Keflavíkurflugvöll í þremur ferðum frá apríl til sept- ember árið 2002. Þá er útlendur maður sagður hafa flutt inn þrett- án kíló í einni ferð um Seyðis- fjarðarhöfn í júní sama ár. Efnin á Rúnar að hafa keypt af þýskum höfuðpaur smyglhrings sem hef- ur verið upprættur, sá var dæmd- ur í sex ára fangelsi í Þýskalandi. Claus Friehe, Rúnar Ben og Davíð Ben neituðu allir sök í mál- inu þegar það var þingfest í Hér- aðsdómi 19. síðasta mánaðar. Rún- ar Ben og Claus Friehe, voru á síð- asta ári dæmdir í fimm ára og tveggja og hálfs árs fangelsi þann 25. júní í fyrra fyrir þátttöku á innflutningi á um 900 grömmum af sterku amfetamíni og tæpu kílói af kannabisefnum. Með brot- inu rauf Rúnar Ben skilorð reynslulausnar dóms sem hann hlaut í lok júní árið 2000. hrs@frettabladid.is Uppgjör Bakkavarar: Undir væntingum UPPGJÖR Hagnaður Bakkavarar nam 289 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Uppgjörs- gjaldmiðill félagsins er bresk pund og óx hann um rúm þrettán prósent í þeirri mynt milli ára. Tekjur félagsins voru 4,5 millj- arðar króna á tímabilinu. Rekstrarhagnaður nam 560 milljónum króna. Uppgjörið er undir vænting- um greiningardeilda bankanna. Innri vöxtur félagsins er sautján prósent og segja stjórnendur félagsins að rekst- urinn sé samkvæmt áætlun og telja rekstrarhorfur góðar. ■ HERMAÐUR Í ÍRAK Aðstoðarvarnarmálaráðherrann flaskaði á tölum um fallna hermenn. Aðstoðarvarnarmálaráðherra: Vissi ekki um mannfall WASHINGTON, AP Paul Wolfowitz, næstæðsti maður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, vissi ekki hversu margir bandarískir hermenn hefðu fallið í Írak þegar hann var spurður út í það á fundi með fjárveitinganefnd Banda- ríkjaþings. „Þeir eru um það bil 500, þar af eru – ég get fengið nákvæmar töl- ur – um það bil 350 sem hafa fallið í bardögum,“ svaraði Wolfowitz. Hið rétta er að á átt- unda hundrað hermenn hafa fallið í Írak, þar af rúmlega 500 í bar- dögum. Talsmaður ráðuneytisins sagði síðar að Wolfowitz hefði mismælt sig. ■ …með allt fyrir tískuna www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð m/1 svefnh. í 7 nætur á Halley 19. eða 26. maí. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 19. eða 26. maí Verð frá ■ Hassið sem Friehe flutti til landsins er hluti af þeim 27 kílóum sem Rúnar Ben Maitsland er ákærður fyrir að hafa staðið að inn- flutningi á. CLAUS FRIEHE Friehe er sagður hafa játað til að losna við frekari málsmeðferð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KOMA GOÐANNA UNDIRBÚIN Mikil hátíðahöld voru við Vadakkunathan- musterið í Trichur í Indlandi í gær. Þá stóðu Trichur pooram hátíðahöldin yfir en þá er talið að goð annarra mustera sæki Vadakkunathan-musterið heim. Þessi skrautlegi fíll var notaður við hátíðahöldin. ÞYRLA GÆSLUNNAR Náðst hefur samkomulag um að læknar verði áfram um borð í þyrlu gæslunnar. Talsmaður læknanna segir samkomulagið gert í trausti þess að langtímasamningar um þjónustuna náist. Alfreð Þorsteinsson svarar gagnrýni sjálfstæðismanna vegna orkustefnunefndar: Skýrslan ekki gagn- rýni á stefnu R-listans BORGARMÁL Skýrsla orkustefnu- nefndar er ekki gagnrýni á stefnu R-listans, eins og sjálfstæðismenn segja, heldur þvert á móti, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, borgar- fulltrúa og stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði í Fréttablaðinu í gær að orkustefnunefndin hefði átt í erfiðleikum með að fá upplýs- ingar frá Orkuveitunni um sam- setningu raforkuverðs. Alfreð seg- ir þetta misskilning. Í skýrslu nefndarinnar segi að almennt sé erfitt að ná utan um það hvernig raforkuverð sé samsett vegna svo- kallaðs verðjöfnunarþáttar. Þetta eigi ekki bara við um Orkuveituna heldur líka um önnur fyrirtæki. Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt R-listann harðlega fyrir ýmis verkefni sem Orkuveitan hefur tekið þátt í en þeir telja vera fyrir utan ramma fyrirtækisins. Vilhjálmur sagði nefndina taka undir þetta þegar hún segði nauð- synlegt að endurskilgreina tilgang Orkuveitunnar þannig að sérþekk- ing fyrirtækisins tengist verkefn- um við orkuframleiðslu. Alfreð vísar þessu á bug segir: „Sjálfstæðismenn sem hafa setið í stjórn Orkuveitunnar hafa sam- þykkt öll þau nýsköpunarverkefni sem þar hafa verið samþykkt. Þar á meðal risarækjueldið“. Alfreð segir brýnt að það komi fram að nefndin hafi verið skipuð fólki úr öllum stjórnmálaflokkum. Hann segir eina af merkilegustu niðurstöðum nefndarinnar vera þá að hún telji að skilgreina beri gagnaflutninga sem hluta af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. „Með þessari niður- stöðu er verið að hafna gagnrýni sjálfstæðismanna á Orkuveituna því fyrirtækið á og rekur ljós- leiðarakerfi á höfuðborgar- svæðinu [Línu.Net].“ ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON Alfreð segir eina af merkilegustu niðurstöðum nefndarinnar vera þá að hún telji að skilgreina beri gagnaflutn- inga sem hluta af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.