Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 24
24 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Fimmtán ár eru liðin frá þvíað friðelskandi fólk beggja vegna járntjaldsins reif Berlín- armúrinn niður með berum höndum í beinni útsendingu. Ríki Evrópu stóðu þá frammi fyrir því mikilvæga og sögulega verkefni að víkka Evrópusam- starfið út til þeirra Evrópuþjóða sem í lok síðari heimsstyrjaldar voru skilin frá Vestur-Evrópu austan megin við járntjaldið. Þegar var hafist handa við að af- nema innflutningshöft og koma á víðtækum viðskiptasamning- um milli ESB og fyrrum komm- únistaríkja Austur-Evrópu. Síð- an hefur farið fram þrotlaus vinna við að samþætta sem flest ríki álfunnar í eitt ríkjasamfélag innan Evrópusambandsins. Í dag er sú stund loksins runnin upp. Tíu ný aðildarríki Fyrirhuguð stækkun er mesta áskorun sem Evrópusambandið hefur nokkru sinni staðið fram- mi fyrir og henni munu fylgja margvíslegir erfiðleikar. Því er hollt að hafa í huga að hugmynd- in um aðild fyrrverandi austan- tjaldsríkjanna að ESB fæddist ekki við hrun Berlínarmúrsins. Strax frá upphafi Evrópu- samrunans fyrir hálfri öld var gert ráð fyrir að öll evrópsk rétt- arríki sem virða lýðræði, frelsi og mannréttindi geti tekið þátt í samstarfinu. Í upphafi voru rík- in aðeins sex en hefur nú fjölgað í 25 í nokkrum áföngum eftir að tíu ný ríki hafa fengið aðild. Um er að ræða átta fyrrum kommún- istaríki í Mið- og Austur-Evrópu auk tveggja eyja í Miðjarðar- hafi. Þetta eru Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Pól- land, Slóvakía, Slóvenía, Tékk- land og Ungverjaland. Þá er fyr- irhugað að Búlgaría og Rúmenía bætist við árið 2007. Jafnframt var samþykkt að ganga til aðild- arviðræðna við Tyrkland í lok árs 2004, en alls er óvíst hvenær af aðild þess stóra múslimaríkis getur orðið. Áhrif á Ísland Stækkun Evrópusambandsins hefur mikil áhrif fyrir okkur Ís- lendinga en hundrað milljón manna bætast inn á innri markað Evrópu sem við höfum nú starfað á í áratug. Fjórfrelsið sem felur í sér frelsi með vöruviðskipti, þjón- ustuviðskipti, fjárfestingar og frjálsa för vinnuafls nær nú einnig til fyrrum kommúnista- ríkja Austur-Evrópu. Til að mynda fá Pólverjar þar með sjálf- krafa atvinnuréttindi á Íslandi og þurfa ekki að ganga á milli Pontí- usar og Pílatusar til að fá að vinna í fiski á Ísafirði svo dæmi sem tekið. Þá munum við áður en langt um líður þurfa að vinna náið með nýju ríkjunum að landamæra- samstarfi í gegnum Schengen. Ekki mátti miklu muna að stækkun ESB hefði riðið EES- samningnum að fullu en það hefði haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Endalegir samningar um samhliða stækkun EES náðust ekki fyrr en fyrir mánuði, hinn 1. apríl síðastliðinn. Í upphafi árs 2003 gerði fram- kvæmdastjórn ESB kröfu um stóraukin framlög Íslands og Nor- egs í þróunarsjóð ESB. Íslending- um þóttu kröfurnar óbilgjarnar og á tíma var alls óvíst um niður- stöður. Samningar náðust loks þegar Norðmenn samþykktu að tífalda framlag sitt í sjóðinn en framlag okkar Íslendinga var fimmfaldað og er nú 500 milljónir króna á ári. Aukningin gerir það að verkum að Noregur og Ísland munu á næstu árum greiða hlut- fallslega hærri greiðslur vegna stækkunarinnar en aðildarríki ESB greiða sjálf. Næsta uppákoma varð þegar Pólverjar neituðu að skrifa undir samkomulagið vegna tolla á síld frá Íslandi og Noregi sem koma á um leið og fríverslunarsamningar okkar við ríki Austur-Evrópu falla niður samhliða stækkuninni. Þegar það mál leystist loksins var tíminn orðinn naumur. Því var ekki að undra að margir fóru að örvænta um afdrif EES- samningsins þegar furstinn af Liechtenstein neitaði að skrifa undir stækkun EES vegna alls óskyldra landadeilna í Tékklandi en sem betur fór tókst að tala hann til í tæka tíð. Það var í raun aðeins vegna snerpu og færni íslensku utanríkisþjónustunnar sem hefur skólast mikið í fjölþjóð- legu samstarfi að undanförnu að stækkun EES náðist í örugga höfn. Gjörbreytt ESB Aðild nýju ríkjanna mun ger- breyta Evrópusambandinu. Ekki aðeins er þetta umfangsmesta stækkun ESB frá upphafi heldur nær hún líka til mjög ólíkra ríkja og svæða, frá litlum eyjum í Mið- jarðarhafi til fyrrverandi lýð- velda Sovétríkjanna. Evrópusam- bandið verður því ekki jafn eins- leitt og áður. Það er einnig athygl- isvert að níu ríki af tíu flokkast sem smá ríki. Aðeins Pólland, með tæplega 40 milljónir íbúa, telst til stærri ríkja. Pólland er raunar fjölmennara en öll hin ríkin til samans. Flest nýju ríkjanna eru fátæk. Þótt íbúum ESB fjölgi um 30 prósent stækkar efnahagur þess aðeins um fimm prósent. Til samanburðar við núverandi aðild- arríki ESB eru þjóðartekjur á mann í Póllandi aðeins fimmtung- ur af meðaltali þjóðartekna í ESB og kaupmáttur aðeins um það bil 40 prósent. Landbúnaður er enn- fremur mun mikilvægari í nýju ríkjunum en þeim gömlu. Hag- fræðingar hafa reiknað út að það muni taka Pólland marga áratugi að ná þjóðartekjum nálægt meðal- tali ESB. Flæði fólks Margir hafa óttast að ódýrt vinnuafl muni flæða stjórnlaust vestur yfir landamærin um leið og þau opnist í leit að betri lífs- kjörum og að það muni setja mikla pressu á vinnumarkað ríkja Vestur-Evrópu. Ýmsir sér- fræðingar hafa reynt að spá fyrir um fólksflutninga við stækkunina og gera flestir ráð fyrir að á bilinu 150–500 þúsund manns frá nýju aðildarríkjunum í Mið- og Austur- Evrópu muni á ári leita fyrir sér með atvinnu í Vestur-Evrópu. Vinnuafl frá nýju ríkjunum í þeim eldri gæti því verið um þrjár til fimm milljónir, eða um fjögur til sjö prósent af íbúatölu nýju ríkj- anna fram til ársins 2020. Að kröfu Þýskalands og Austurríkis, sem eiga landamæri að nýju ríkj- unum, hafa aðildarríki ESB heim- ild til að fresta frjálsri för launa- fólks frá nýju aðildarríkjunum um allt að sjö ár og ætla flest þeirra að nýta sér þann rétt að hluta til eða að fullu. Til að mynda verða landamæri Íslands ekki opnuð fyrstu tvö árin hið minnsta og því munu Pólverjarnir fyrrnefndu þurfa að bíða enn um Tíu ný aðildarríki bætast við Evrópusambandið í dag. Þetta er ekki síður mikilvæg stund fyrir okkur Íslendinga því stækkunin nær einnig til okkar í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Eiríkur Bergmann Einarsson rekur hér aðdraganda stækkunarinnar og gerir grein fyrir áhrifum hennar. Ný Evrópa fæðist í dag VÍÐTÆK ÁHRIF Á RÍKI OG EINSTAKLINGA Piotr Olewinski, forstjóri pólska fyrirtækisins Novol, situr hér fyrir framan Mierzecin-höllina í þorpinu Mierzecin, sem er í vesturhluta Póllands. Novol-fyrirtækið keypti höllina af pólska ríkinu 1998 en fyrir síðari heimstyrjöldina var hún ættaróðal þýsku aðalsfjölskyld- unnar von Waldow. Nú þegar Pólland er orðið hluti af ESB óttast Olewinski og félagar að fyrrum eigendur hallarinnar höfði mál fyrir Evrópuréttinum til þess að fá eign sína til baka. SMÁBÁTAHÖFNIN Í VALLETTA, HÖFUÐBORG MÖLTU ESB stækkar til austurs í dag en einnig til suðurs því auk Möltu bætist Kýpur í hóp Evrópusambandsríkja. Eftir síðari heims- styrjöld var Evrópa klofin í tvennt og skipt eftir hernaðarlegri tilviljun og duttlungum stórveldanna, þvert á sögulega hefð álfunnar. Fyrir nýfrjálsu ríkin í Austur- Evrópu merkir ESB-aðildin að þessu tímabili aðskilnaðar í álfunni er lokið. ,, M YN D IR/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.