Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 26

Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 26
■ Maður að mínu skapi 26 1. maí 2004 LAUGARDAGUR …með allt á einum stað Jaxl af gamla skólanum Steingrímur J. Sigfússon ermaður að mínu skapi,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, fyrr- verandi umsjónarmaður Atsins og verðandi talmeinafræðanemi. „Steingrímur er mikill dugnað- arforkur og gefst ekki upp þótt á móti blási,“ segir Sigrún, sem hef- ur þó aldrei hitt þingmanninn. „Svo nær hann því að vera skemmtilegur án þess að vera með fíflalæti. Þeir eru sumir sem eru komnir ansi langt út fyrir rammann í því.“ Sigrún segist ekki alltaf vera sömu skoðunar og Steingrímur í pólitíkinni. „Þó hann sé maður að mínu skapi hefur það í raun ekk- ert með stjórnmálaskoðanir að gera. Ég er stundum sammála honum en við erum ekki eitt í póli- tíkinni. Hann er þessi jaxl af gamla skólanum sem er ekki að reyna að vera eitthvað númer. Gísli Einarsson ritstjóri og afi minn falla í sama flokk,“ segir Sigrún Ósk. ■ Jarðeðlisfræðingur veldur titringi: Spáir jarð- skjálfta í Kali- forníu Orð jarðeðlisfræðingsins Vla-dimir Keilis-Borok um að helmings líkur séu á hörðum jarð- skjálfta í Kaliforníu innan fimm mánaða hafa valdið nokkrum titr- ingi meðal íbúa ríkisins. Keilis- Borok spáði fyrir um jarðskjálfta sem síðastliðinn desember varð tveimur að bana í San Simeon og sagði einnig fyrir um harðari skjálfta sem varð í Norður-Japan í september síðastliðnum. Keilis- Borok, sem er 82 ára, segir líkur á að jarðskjálfti í Kaliforníu verði fyrir 5. september á þessu ári og spáir að hann verði um 6,4 stig. NBC-sjónvarpsstöðin sýnir um þessa helgi sjónvarpsmynd sem lýsir afleiðingum jarðskjálfta, en þar er vesturströnd Bandaríkj- anna rústir einar eftir hamfarirn- ar. Aðstoðarmenn Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu, fengu að sjá myndina fyrir frumsýningu, en þeir höfðu áhyggjur af viðbrögðum almenn- ings við myndinni. Sala á alls kyns vörum sem þörf er fyrir eftir náttúruhamfarir hefur aukist mjög eftir fréttir af spá Keilis- Boroks. ■ Það verður mikið húllumhæ í dag,á degi verkalýðsins, í listamið- stöðinni Klink og Bank. Vanefni, samsýning fimmtán listamanna, verður opnuð í Græna sal miðstöðv- arinnar og Tilraunaeldhúsið í Berlín, Kitchen Motors, fagnar fimm ára afmæli sínu. Sýningin er opnuð klukkan þrjú en tónleikar Til- raunaeldhússins hefjast tveimur tímum seinna. Vanefni Hugtakið vanefni er runnið und- an rótum Dieters Roth og veru hans á Íslandi á sjötta áratugnum. Það er ein skilgreing á þeirri myndalistar- hefð sem einkennt hefur listasögu Íslands í hátt í 50 ár. „Samkvæmt skilgreiningu Roths, á þeim tíma, getur allt verið myndlist. Það er andinn sem skiptir máli – hann getur verið gull en efn- ið getur verið skítur,“ segir Unnar Örn Auðarsson Jónasson, einn af að- standendum sýningarinnar. Í kjöl- far Roths fetuðu ýmsir íslenskir myndlistarmenn í fótspor hans, þar á meðal hin svokallaða Súm-kynslóð sem gaf hinni viðteknu venju í myndlist langt nef. Aðrar skilgrein- ingar á sköpunarferlinu og hlut- verki myndlistarinnar komu fram og myndlistin hætti að standa fyrir hið háleita; nánast guðlega, og oftar en ekki íslenska náttúru. Þriðja kynslóðin „Á þeim tíma snerist myndlistin fyrst og fremst um að ögra. Nú er komin þriðja kynslóðin af myndlist- armönnum sem er að vinna með þessi efni og þá er eitthvað annað farið að skipta máli,“ útskýrir Unn- ar Örn. „Myndlistarmennirnir verða undir áhrifum frá sögunni eins og gerist alltaf. Sagan endur- tekur sig en það gerist eitthvað á leiðinni og það fer eitthvað af stað.“ Myndlistarfólk hefur haldið áfram að vinna með efni sem þóttu ögrandi á árum áður en í myndlist þykir nú ekki tiltökumál að sjá skít á gólfi eða vörðu hlaðna úr fransk- brauði eins og forðum daga þegar Súm-hópurinn hóf innreið sína. „Við erum kannski að reyna að komast að því af hverju það er enn verið að vinna með þessi efni. Þetta er orðið einhvers konar svið innan myndlistarinnar og núna erum við að reyna að endurskoða það,“ segir Unnar. Nýtt eða gamalt Meðfram sýningunni verður gef- inn út bæklingur þar sem utanað- komandi fólk er fengið til að lýsa hugtakinu vanefni. „Við erum að reyna að finna út hvort við séum að gera eitthvað nýtt eða hvort við séum að nýta okkur hugtakið á ein- hvern annan hátt. Þess vegna feng- um við fólkið til að endursegja þetta hugtak á einhvern hátt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort við erum að gera eitt- hvað nýtt,“ segir Unnar Örn. „Það er spurning hvort það er endalaust hægt að gera eitthvað nýtt eða hvort við erum bara að blanda gömlu saman? Erum við kannski með ein- hverjar aðrar hug- myndir en voru í gangi fyrir fimmtíu árum? Það er ekki bara hugmyndin um að ögra eða vera ljóðrænn heldur eitthvað annað líka.“ Tabú verða alltaf til „Það fer eftir því hvernig sagan er. Ögrunin er fyndið fyrirbæri,“ segir Unnar Örn spurður að því hvort ögrunin hafi toppað sig í myndlist. Hann rifjar upp þegar graffitilistamaðurinn Goldie kom hingað til lands og spreyjaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur á skemmtistað og allt varð vitlaust í kjölfarið „Þá mátti ekki segja neitt um Vigdísi. En það eru alltaf einhver tabú og alltaf hægt að ögra með þeim. En það er spurning hvort það sé endilega til- gangurinn með verk- inu. Myndlistin sem við erum að gera er ekki bara gerð til að ögra, við erum ekki að reyna að ögra neinum nema okkur sjálfum.“ Nýlega var ákveð- ið að Listahátið 2005 verði helguð Dieter Roth og forvitnilegt verður að sjá hvernig hinn bylting- arkenndi listamaður mun sóma sér í sölum æðstu listastofnana landsins. Opnun sýningarinnar í Klink og Bank verður sem fyrr segir klukk- an þrjú í dag og er aðgangur ókeyp- is. Gestum og gangandi verður boð- ið upp á kaffi og með því. Sýningin verður opin til 23. maí, miðvikudaga til sunnudaga frá klukkan tvö til fjögur, eða eftir samkomulagi. Inn- angengt er á sýninguna frá Brautar- holti 1. kristjan@frettabladid.is SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Hún segir Steingrím J. vera jaxl af gamla skólanum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna er maður að skapi Sigrúnar. Samsýning fimmtán myndlistarmanna hefst í Klink og Bank í dag. Sýningin, sem ber yfirskriftina Vanefni, skírskotar til Dieters Roth sem túlkar allt sem myndlist. Andinn er gull – efnið skítur BIBBI CURVER Birgir Örn Thoroddsen, eða Bibbi Curver, er meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni. VANEFNI Föngulegur hópur listamanna stendur að sýningunni í Klink og bank. Þar verður sýnt af vanefnum á degi verkalýðsins. MYNDLISTARMENNIRNIR Á VANEFNUM Björk Guðnadóttir Birgir Örn Thoroddsen Bryndís Ragnarsdóttir Helga Óskarsdóttir Huginn Þór Arason Ingibjörg Magnadóttir Ingirafn Steinarsson Karlotta Blöndal Páll Banine Pétur Már Gunnarsson Ragnar Jónasson Ragnar Kjartansson Rebekka Silvía Ragnarsdóttir Svavar Pétur Eysteinsson Unnar Örn Auðarson Jónasson FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA STAFLAR Hér áður var staflað upp brauði á Skólavörðuholti. Í Klink og banka gefur að líta stafla af þvottatöskum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.