Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 266 stk. Keypt & selt 58 stk. Þjónusta 55 stk. Heilsa 13 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 22 stk. Tómstundir & ferðir 21 stk. Húsnæði 82 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 10 stk. Renault mest seldur í Evrópu BLS. 2 Góðan dag! Í dag er laugardagur 1. maí, 122. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.59 13.25 21.53 Akureyri 4.31 13.09 21.51 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Það er helst að ég keyri ömmu á kjörstað og krakkana í ísbúðina á björtum sumar- degi. Benzinn er sannkallaður gleðigjafi, en fæstir reikna með konu undir stýri á fornbíl,“ segir Anna Fjóla Gísladóttir ljós- myndari sem í félagi við þá Hauk Snorra- son ljósmyndara og Jón Karl Snorrason flugstjóra festi kaup á hálfrar aldar göml- um Mercedes Benz síðastliðið sumar. Benzinn var áður í eigu heldri konu í Sví- þjóð og var ekinn 7000 km þegar þau keyptu hann. Þar sem ekkert þeirra komst út, keyptu þau bílinn óséðan. „Við vissum ekkert hvað við höfðum lagt út í. Bíllinn var sendur heim eftir sjóleiðinni. Þegar á hafnarbakkann kom, leið okkur eins og við værum að taka á móti barni. En bíllinn malaði eins og kettlingur og brunaði ein- faldlega inn í landið.“ Anna Fjóla, sem hafði enga reynslu af fornbílum þegar bifreiðin féll í hendur hennar, segir uppátækið hafa vakið kæti hennar og hún hafi því slegið til, þegar henni var boðinn hluti í Benzinum. „Ég fæ iðulega tilboð í bílinn. En hann er ekki til sölu.“ Fornbílar hafa sérstakt leyfi til að bera gamlar númeraplötur og þannig létu nýir eigendur steypa gamaldags númera- plötur á gripinn. Anna Fjóla segir það mik- inn kost, því undarlegt yrði að sjá glæsi- kerru frá fimmta áratugnum bera nýtísku- legar númeraplötur. Fornbíllinn er með- höndlaður eins og best verður á kosið og er þannig geymdur yfir vetrarmánuðina. „Þessi bifreið stendur inni í skúr þegar rignir. Hann er tekinn út á sumrin og við skiptum ökutúrunum bróðurlega á milli okkar.“ Benzinn er af gerðinni 170S, og er þannig síðasta árgerðin sem framleidd var áður en ljósin voru felld inn í húddið. „Til tals hefur komið að leigja hann út í brúð- kaup. Hann hefur ekki enn geyst um göturnar með verðandi brúðhjón. En hann er kominn í toppstand og verður því falur bráðlega.“ Upprunalegar innréttingar eru í bílnum en Anna Fjóla segir stýrið svolítið þungt. „Það er ekkert útvarp í bílnum,“ segir hún ennfremur. „Mælaborðið er alger listasmíði og inn í það var fellt þetta fallega útvarp frá gamla tímanum. Að setja nýtt útvarp í bílinn yrði hreinlega stílbrot.“ ■ Geymdur í skúr yfir vetrarmánuðina: Malar eins og kettlingur heimili@frettabladid.is Frí rafgeymaísetning hjá Bíla- nausti Ef rafgeymirinn í bílnum er kominn á tíma og hættur að standa sig, býður rafgeymaþjónusta Bílanausts í Borgar- túni upp á fría ísetn- ingu nýs rafgeymis í bíl- inn. Rafgeymaþjónustan hefur á lager flestar gerðir rafgeyma. Ekki lengur Skódi ljóti Í nýlegri bílakönnun Auto Express Driver Power sögðust níu af hverjum tíu Skoda-eigendum vera himin- lifandi yfir bílnum sínum. Skoda náði 87 prósent ánægju í prófi sem lagt var fyrir bíleigendur. Þetta var önnur hæsta einkunn sem bílaframleiðendur hlutu og stökk upp um fjögur sæti síðan 2002. Úrtakið var 37 þúsund manns. Meira um Skóda á síðu 3. Engan hávaða, takk Nýlegar, kanadískar rannsóknir hafa sýnt fram á að hátt spiluð tónlist getur haft alvarleg áhrif á aksturs- viðbragð. Niðurstöður sýndu að það versnaði um heil 20 prósent þegar græjurnar fengu að njóta sín. Rannsóknin sýndi líka að hraði tónlistarinnar skiptir máli. Öku- menn sem hlusta á hraða tónlist er tvisvar sinnum líklegri til að fara yfir á rauðu ljósi og valda slysum. Toyota í sumargjafaskapi Sumar- ið leggst vel í Toyota-menn og í til- efni af því bjóða þeir upp á glæsi- lega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyota-bílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl og maí, eða á meðan birgðir end- ast. Aukapakk- arnir eru að verð- mæti 100–130 þúsund krónur og innihalda m.a. álfelgur, vindskeið, krómpúst, sílsalista, þokuljós, sóllúgu og heilsársdekk, allt eftir því hver bíl- tegundin er. Anna Fjóla Gísladóttir og Haukur Snorrason: „Geysa brátt um göturnar með verðandi brúðhjón“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR BÍLINN Benz SLK 200 ‘97, ek. 56 þ. Skipti mögul. á 7 manna bíl/jeppa. S. 696 9006. Hin vinsælu HOBBY-hjólhýsi enn á kynningarverði. Opið virka daga 14–18 og laugardaga 13–17. ÍsMaX ehf. - Akralind 5 - 201 Kópavogi - 554 1111 - 698 5588 - ismax.is Til sölu tæki úr prentsmiðju. ROLAND PRACTICA 01 prentvél árg. ‘91. Pappírsst. 48 x 66 cm. HEIDELBERG- dígull og fleiri tæki til prentiðnaðar. Uppl. í s. 564 3344 & 898 9939. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.