Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 39

Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 39
LAUGARDAGUR 1. maí 2004 ■ Næsta stopp 27 Ég er að hugsa mikið um Perúum þessar mundir. Það kemur að einhverju leyti til af því að ég er mikill áðdáandi Grammy-verð- launasöngkonunnar Susana Baca frá Perú sem syngur á Listahátíð í vor en koma hennar og öflun upp- lýsinga um menningu hennar og sönghefð hefur náð að rífa upp í mér löngun til þess að fara til Perú og ganga Inkaveginn. Perú hefur raunar lengi verið ofarlega á blaði en það sem kveikti endan- lega í mér var dæmalaus lýsing manns nokkurs sem ég sat með á námskeiði fyrir skömmu sem hafði lagt upp í þessa ferð,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir, kynning- arstjóri Listhátíðar. „Gönguferðin sem liggur að Machu Picchu, sem er með best varðveittu inkaminjum enda falin í hrikalegu landslagi Andesfjalla, tekur þrjá til fjóra daga og er mjög erfið. Flestir ku standa frammi fyrir því í miðri ferð að spyrja sjálfan sig „hvað í andsk... er maður eiginlega að gera hér?“ Kikkið er þeim mun meira þegar maður er kominn á leiðarenda. Vonandi kemst ég einhvern tímann á þennan áfangastað sem sameinar svo margt sem mér finnst heillandi. Og jafnvel þótt gangan kunni að vera erfið hef ég komist að því að það er mun auð- veldara að framkvæma hlutina en að hugsa um of um að fram- kvæma þá. Þannig fannst mér til að mynda miklu auðveldara að ganga upp á Esjuna en að hugsa um að ganga upp á Esjuna.“ ■ GUÐRÚN KRISTJÁNS- DÓTTIR Kynningarstjóra Listahátíðar dreymir um að komast til Perú. Ég vil ganga Inkaveginn FILIPPUS PRINS Er afar óánægður með þetta málverk af sér. Filippus prins: Óánægður með málverk Filippus hertogi, eiginmaður El-ísabetar Bretadrottningar, er afar óánægður með mynd af hon- um sem er nú á sýningu í galleríi í London. Myndin var máluð fyrir tveimur árum og sýnir Filippus beran að ofan með fiskiflugu á öxl. Fjórir karsar vaxa upp úr einum fingri hans, en þeir eiga að tákna fjóra syni hertogans. Filippus sat fullklæddur fyrir hjá málaranum fjórum sinnum en varð skelfingu lostinn vegna útkomunnar og neit- aði frekari fyrirsætustörfum. Listamaðurinn, Stuart Pearson Wright, fékk eftir það karlmann, nokkuð kominn á aldur, til að sitja fyrir svo hann gæti lokið við myndina. Hún er til sölu fyrir 25.000 pund. Filippus segir að myndin líkist sér alls ekki. ■ KLERKUR Í ÍRAN Gamanmynd um þjóf sem dulbýr sig sem klerk hefur slegið í gegn í Íran. Íran: Klerkagrín slær í gegn Gamanmynd um þjóf sem dul-býr sig sem klerk er að slá í gegn í Íran. Kvikmyndahús í Teheran eru með aukasýningar á myndinni eftir miðnætti, svo mik- il er aðsóknin. Leikstjórinn Kamal Tabrizi skýrir vinsældir myndar- innar, sem nefnist Eðlan, með því að almenningur í Íran sé óvanur því að gert sé grín að klerkum. Menntamálaráðuneytið í Íran lagði blessun sína yfir myndina en eftir frumsýningu beitti það sér fyrir því að myndin var stytt um eina mínútu. Þó nokkrir áhrifa- menn innan klerkastjórnarinnar hafa séð myndina og sumir þeirra mættu með fjölskylduna með sér. Einhverjir þeirra hafa kvartað yfir myndinni en aðrir hafa haft samband við leikstjórann og borið lof á myndina, sem þeir segja hafa mikilvægan boðskap að geyma. Þess ber að geta að í lok myndinn- ar finnur aðalpersónan Guð. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.