Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 43

Fréttablaðið - 01.05.2004, Page 43
LAUGARDAGUR 1. maí 2004 31 með og yfirleitt allra þátta sem snerta starfið og manninn. „Það er nú einu sinni þannig að fólk gerir mistök, við erum bara ekki þróaðri en svo. Nú er að ryðja sér til rúms í Evrópu vinnulag sem kveður á um að þér verði ekki refs- að fyrir að gera mistök sem hægt er að búast við að þú gerir. Ef þú gerir mistök sem hægt er að sýna fram á að hver annar hefði getað gert við sömu kringumstæður verður þér ekki refsað. Þér verður hins vegar refsað ef þú sýnir af þér stórfellt gáleysi, misnotar vímuefni eða áfengi í vinnunni eða annað slíkt.“ Hlín fagnar þessari hugarfars- breytingu og segir starfsumhverf- ið á góðri leið með að verða við- felldara fyrir vikið. Hún rifjar hins vegar upp að á dögunum hafi ítalskur starfsbróðir hennar verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir það eitt að vera hlekkur í langri keðju sem endaði með flugslysi. „Í þessu tilviki er flugumferðarstjór- inn gerður að blóraböggli, og það er eins og mönnum líði betur á eft- ir.“ Þarf að breyta lögum Hlín leggur líka áherslu á nauðsyn þess að flugumferðar- stjórar tilkynni þau flugumferð- arfrávik sem þeir vita um svo hægt sé að búa þannig um hnút- ana að slíkt endurtaki sig ekki. Meinið er hins vegar að menn þurfa víðast hvar að tilkynna und- ir nafni. Í Danmörku var nýlega leitt í lög að tilkynningar um flug- atvik og flugumferðaratvik eru undanskilin upplýsingalögum. Nöfn þeirra sem þátt eiga í til- kynntu atviki verða ekki gerð op- inber svo fremi sem ekki er um stórfellt gáleysi að ræða. Þetta hefur haft í för með sér að jafn margar tilkynningar um frávik berast á einum degi og áður gerð- ist á einu ári. Fyrir vikið hafa menn möguleika á að bæta verk- lag eða önnur atriði. „Hér er kerf- ið þannig að fólki ber að láta vita hafi það orðið vart við flugfrávik. Og það á að gera það undir nafni. Upplýsingalögin gera það hins vegar að verkum að í raun geta allir komist í þessar upplýsingar, sem er hreint ekki gott. Þetta ger- ir það auðvitað að verkum að fólk veigrar sér við að láta vita. Marg- ir gera það hins vegar en það er ekki tilkynnt um allt,“ segir Hlín. Hún minnist líka á atvik sem varð nýlega í Sviss þar sem flug- umferðarstjóri var myrtur. „Hann var á vakt þegar flugslys varð yfir Überlingen fyrir tveimur árum og fjölmiðlarnir birtu nafn hans. Málið er enn í rannsókn og ekkert hefur verið gert opinbert um hver hans þáttur í slysinu var. Ættingi eins þeirra sem létust myrti hann.“ 207 þúsund í byrjunarlaun Flugumferðarstjórum er gert að láta af störfum þegar sextugs- aldri er náð en geta sótt um und- anþágu til að vinna í þrjú ár til viðbótar. Hlín telur þetta fyrir- komulag eðlilegt í ljósi álagsins. „Víða erlendis eru aldursmörkin lægri, t.d. 55 ára.“ Sú þjóðsaga er á kreiki að laun flugumferðarstjóra séu himinhá en Hlín telur það varla rétt. „Grunnlaun nýútskrifaðs flugum- ferðarstjóra eru 207 þúsund krón- ur,“ segir hún en bendir á að vakta- álag bætist ofan á þá fjárhæð. Meðal helstu mála sem steðja að stjórn Félags flugumferðar- stjóra eru lífeyris- og kjaramál en núgildandi samningar renna út eftir ár. Þá er framtíðarskipan flugmála ofarlega í hugum flug- umferðarstjóra en þeim finnst mörgum óeðlilegt að flugumferð- arþjónusta, stjórnsýsla og eftirlit sé á einni og sömu könnunni, þ.e. hjá Flugmálastjórn. Um þessi mál og önnur mun Hlín Hólm fjalla á næstunni á milli þess sem hún sinnir sínum daglegu störfum, stundar golf, sinnir hestunum sínum og hvetur krakkana sína tvo áfram í íþrótt- um hjá KR. bjorn@frettabladid.is ÁBYRGÐ FLUGUMFERÐARSTJÓRA ER MIKIL „Það er nú einu sinni þannig að fólk gerir mistök, við erum bara ekki þróaðri en svo.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.