Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 44
32 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Rokk og ról - hring ROBERT PLANT Robert Plant, söngvari Led Zeppelin, þótti mikið augnayndi á sínum tíma og hafði að auki kröftuga sviðsframkomu. JIM MORRISON Látna goðsögnin Jim Morrison úr The Doors var síðhærð og á sínum síðustu árum með hnaus- þykkt skegg, enda hippatímabil- ið í fullum blóma. Sviðsfram- koma kappans þótti mögnuð. JIMMY PAGE Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, er einn sá færasti sem uppi hefur verið. Sítt dökkt hár og flottur á sviði með gítarinn á flugi; allt sem þarf til að heilla lýðinn. AXL ROSE Axl Rose, söngvari Guns N’ Roses, villtur, trylltur og ber að ofan. PÁLL RÓSINKRANZ Páll Rósinkranz, söngvari Jet Black Joe, söng lög sem hefðu getað verið samin á hippatíma- bilinu. Hann var líka með sítt hár eins og rokkara er siður og djammaði og djúsaði stíft eins og forveri sinn. GUNNAR BJARNI Gunnar Bjarni Ragnarsson, gítarleikari Jet Black Joe, hefur vafalítið sótt bæði gítarfimi sína og útlit að hluta til úr smiðju Jimmy Page. Kannski hefur Slash, fyrrum gítarleikari Guns N’ Roses, einnig verið áhrifa- valdur. Síða dökka hárið og mögnuð yfirvegunin, allt hefur þetta sitt að segja í sköpun hinn- ar sígildu töffaraímyndar. FO R TÍ Ð IN ROKKHETJUR UPP ÚR 1970 ROKKHETJUR KRINGUM 1990 Tískan gengur í hringi, svo mikið er víst. Rokktískan gerir það líka en er þó alltaf til staðar í einhverri mynd. Íslenskar rokkstjörnur sogast inn í þessa hringrás eins og aðrir og leita í erlendar hetjur. Hildur Hafsteinsdóttir, hönnuður og stílisti, segir að hringrás tískunnar sé alltaf að styttast. A ð sögn Hildar eru um þaðbil 15 ár síðan rokktískanvar síðast ráðandi hér á landi. Má segja að hún hafi byrj- að með tilkomu rokksveita á borð við Guns N’ Roses, The Cult, Metallica og líkra sveita seinni hluta níunda áratugarins þegar tískan fór á undrastuttum tíma frá herðapúðum og sítt að aftan útliti Duran Duran yfir í sítt hár, gallabuxur, leður, mótorhjóla- klossa og kúrekastígvél. „Núna er þetta aftur orðið dálítið „hit“. Hluti af rokktískunni kemur alltaf reglulega, eins og mótor- hjólastígvélin og keðjurnar. Það eru líka enn einhverjar rokkleif- ar frá þessu Desperately Seeking Susan-tímabili. Það er dálítið sambland af einhverju pönki með gaddaólum og Vivienne West- wood. Hún hefur alltaf verið svo- lítið rokkuð,“ segir Hildur. Að- spurð um muninn á almennri tísku og rokktískunni segir Hild- ur að ekki líði jafn langur tími á milli tímabilanna í almennu tísk- unni. Rokktískan sé meira þannig að eitthvað af henni sé alltaf í tísku. „AC/DC fer ekkert úr tísku. Það er alltaf töff að vera í AC/DC bol,“ segir Hildur. „Það er styttra síðan eitístímabilið var. Það kom af fullum krafti í fyrra og það var miklu meira áberandi. Mér finnst rokktískan ekki skella eins hart á manni eins og önnur tímabil. Hún er meira svona lífsstíll; annað hvort ertu rokkari eða ekki.“ Að sögn Hildar minnir rokktískan í dag töluvert á það sem fékkst í …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.