Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 01.05.2004, Síða 56
■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir í Bæjarbíói í Hafnarfirði japönsku kvik- myndina Tengoku Yo Jigoku eða Barns- ránið eftir meistara Akira Kurosawa. Margir munu þekkja myndina undir enska heitinu High and Low. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju.  14.00 Lillukórinn, kvennakór í Húnaþingi vestra, heldur kórinn tónleika í Gerðubergi. Meðal annars verða flutt lög af nýútgefnum geisladiski kórsins Sendu mér sólskin með lögum og ljóð- um Péturs Aðalsteinssonar frá Stóru- Borg.  16.00 Karlakórinn Þrestir heldur ár- lega vortónleika sína í Grafarvogskirkju. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir og einsöng með kórnum syngur Jóhann Sigurðar- son. Þetta eru fjórðu og síðustu tónleik- arnir þetta árið.  17.00 Afmælisveisla Tilraunaeld- hússins verður haldin í Berlín í Klink og Bank. Fjölmargir listamenn koma fram og leggja til atriði sem eru sérstaklega sett saman í tilefni dagsins. Einnig verð- ur boðið upp á smárétti og nasl.  20.00 Skagfirska söngsveitin í Reykjavík heldur tónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson og undirleikari er Dagný Björgvinsdóttir. Einsöngvarar eru þau Kristín R. Sigurðardóttir, Ragna S. Bjarna- dóttir, Magnús Sigurjónsson og Baldvin Júlíusson.  21.00 Jón Sigurður og gíneíski slagverksleikarinn Cheick Bangoura flytja spænsk og íslensk lög Jóns á Café Puccini, Vitastíg 10 a.  23.00 Havanaband Tómasar R. Einarssonar og Spilabandið Runólfur koma fram á djass- og blúshátíð á Grand Rokk í kvöld. Hátíðinni lýkur á morgun.  Reykjavík Wake Up Call nefnist tón- listarhátíð á Kapital þar sem fram koma David Holmes og Nightmares On Wax. Að auki kemur fram einvalalið íslenskra plötusnúða og tónlistarmanna sem snerta fleti á flestum geirum danstónlist- arinnar. ■ ■ LEIKLIST  15.00 Leikfélag Sólheima sýnir Latabæ eftir Magnús Scheving í Sól- heimum í Grímsnesi.  15.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  17.00 Leikfélag Sauðárkróks sýnir gamanleikinn Síldin kemur og síldin fer eftir þær systur Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Sýnt er í Bifröst á Sauðár- króki.  19.00 Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill í Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins.  19.30 Le Sing - syngjandi þjónar á Broadway með kvöldverði.  20.00 Söngleikurinn Chicago á stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasar Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins. 44 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Við erum upphafsmenn aðþessu,“ segja þau Kristín Björk Kristjánsdóttir, Jóhann Jó- hannsson og Hilmar Jensson. Þau þrjú eru kjarninn í Tilraunaeld- húsinu, sem heldur upp á fimm ára afmæli sitt í dag. „En svo höfum við í kringum okkur það sem við köllum fjöl- skylduna okkar sem hefur alltaf verið að stækka með árunum,“ segir Hilmar. Tilraunaeldhúsið varð til í apr- íl árið 1994 þegar þau stefndu saman tónlistarmönnum úr ýms- um og ólíkum áttum fjögur kvöld, sem haldin voru vikulega í einn mánuð á Café Thomsen. „Þarna í þessari seríu urðu strax til nokkur dæmi sem hafa svo haldið áfram, eins og til dæm- is Orgelkvartettinn Apparat og Big Band Brútal,“ segir Jóhann. Það er einmitt Orgelkvartett- inn Apparat sem setur afmælishá- tíðina í Klink og Bank klukkan fimm í dag. „Það verða einir sextíu lista- menn sem koma að þessari hátíð,“ segir Kristín. „Að vísu hefst gam- anið klukkan þrjú með opnun myndlistarsýningarinnar Vanefni í Græna salnum. Síðan opnar Apparatið hátíðina okkar klukkan fimm.“ Hápunkti nær afmælishátíðin síðan þegar Lofsöngur Tilrauna- eldhússins verður frumfluttur. „Þetta er ekta lofsöngur eftir Böðvar Yngva með lúðrasveit og hetjugítörum og stjörnuljósum,“ segir Jóhann. Með flutningi lofsöngsins lýk- ur formlegri dagskrá afmælis- hátíðarinnar, en eftir það taka strákarnir í Goddamn Skunks við og ætla að halda uppi stanslausu fjöri fram eftir nóttu ásamt dj Musician, Biogen og fleiri stuð- boltum. „Það má búast við mörgum há- punktum í margs konar skilningi eftir að hinum eiginlega hápunkti er náð,“ segir Hilmar. Þau segja þessa afmælishátíð skipta sig miklu máli, því þarna geta þau litið yfir farinn veg og séð hverju þau hafa áorkað á þessum fimm árum. „Þetta gefur okkur líka kraft til að halda áfram að framkvæma stórhuga hugmyndir,“ segir Krist- ín. „Þær vantar okkur aldrei.“ ■ ■ TÓNLIST …með allt á einum stað hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 1 2 3 4 MAÍ Laugardagur Lofsöngur Tilraunaeldhússins Í eldhúsinu er alltaf gaman er sænga óvænt ýmsir saman, sem annars farið hefðu á mis, þá blandast saman hærra og lægra og mynda eitthvað miklu stærra - sinfóníur helvítis. Áfram snúist, hraðar hærra, sú megamótorhrærivél, þá gaman er þá gengur vel. JÓHANN, KRISTÍN OG HILMAR Þau eru kjarninn í Tilrauneldhúsinu, sem í dag heldur upp á fimm ára afmæli sitt með pompi og pragt í Klink og Bank. Aldrei skortur á hugmyndum FRÉTTAB LAÐ IÐ /PJETU R Guðrún Benný Svansdóttir hefur hafið störf á Agnes snyrtistofu. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir Listhúsið Engjateigi 17, sími 5885022

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.