Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.05.2004, Qupperneq 62
Rithöfundurinn Ágúst BorgþórSverrisson bloggar af miklum móð á síðu sinni agustborgthor. blogspot.com og þar birtist hann sem einstaklingur á báðum áttum. Eina stundina er hann þjakaður af minnimáttarkennd þar sem hann rembist við að halda í við unga stúlku á næstu braut í Vestur- bæjarlauginni og á hann runnu tvær grímur við lestur bókarinnar 39 þrep til glötunar. „Eiríkur Guð- mundsson er ansi hreint góður stíllisti. Sem betur fer er hann orðinn 35 ára, ég hélt hann væri yngri og mér finnst alltaf óþægilegt ef mjög ungir höfundar eiga í fullu tré við mig á ritvellin- um.“ Ágústi Borgþóri óx ásmeginskömmu síðar þegar hann fékk fregnir af því að smásaga sín í safninu Tuttugasti og þriðji apríl sem kom út á degi bókarinnar væri í sérflokki. „Mín saga ásamt Rúnars Helga, Kristínar Marju og Einars Arnar, virðast bera af í 23. apríl. Sumar sögurnar þarna eru ekki boðlegar, hálfgerður skandall. Fólk er að tala um þetta, ekki síst vinnufélagar mínir. Þarna spilar auðvitað margt inn í, ekki allir þarna vanir að skrifa smásögur, [...] Engu að síður finnst mér pirr- andi að rekast á það aftur og aftur, að fólk sem nýtur mun meiri vel- vildar útgefenda og Launasjóðs rithöfunda en ég, skuli standa mér svona langt að baki.“ Auk Ágústs Borgþórs, Rúnars Helga, Kristínar Mörju og Einars Arnar Gunnars- sonar eiga Kristín Helga Gunnarsdótt- ir, Gerður Kristný, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir, Hlín Agn- arsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir og Bjarni Bjarnason smásögur í bókinni en Ágústi Borg- þóri láist því miður að nefna sérstaklega hverjir of- metnu hálf- drættingarnir eru í þessum öfluga hópi. Ég á von á því að ég fylgist meðfótbolta um eftirmiðdaginn og fari svo upp í Heiðmörk, sem ég kalla Heiðmörkina mína. Þangað fer ég og labba með sjálfum mér og finn smæðina í þessu alheims púslu- spili. Það er æðislega gott í þessari náttúruparadís við bæjardyrnar,“ segir hinn eini sanni Hemmi Gunn um laugardagskvöldin sín. „Ég á síðan von á því að ég fari út að borða um kvöldið en það geri ég stundum. Eftir matinn fer ég líklega heim, kveiki á kerti og horfi á sjón- varpið, því ég þarf að mæta snemma upp á Stöð 2 í þáttinn Bolt- inn með Guðna Bergs.“ Hemmi segist í seinni tíð ekki vera mikið fyrir böll eða skröll. „Nú geri ég ekki lengur mér þennan dagamun eins og þegar ég var að „skemmta mér“. Þá snerist allt um helgarnar en eftir að ég fann að ég var ekki að missa af neinu þar og að lífið hefði upp á annað að bjóða þá líður mér alveg jafn vel á öðrum dögum. Það eru allir dagar jafn góð- ir hjá mér. Það er rosalegur munur að geta valið um og stundum fer ég í leikhús eða á tónleika – eitthvað sem skilur pínulítið eftir,“ segir Hemmi Gunn, sem sá meðal annars spænska flamengo-dansarann Joquin Cortez á fimmtudaginn var. ■ 1. maí 2004 LAUGARDAGUR Laugardagskvöld HERMANN GUNNARSSON ■ er hættur að fara á böll og skröll. Fréttiraf fólki Allir dagar jafn góðir hjá Hemma Gunn …með allt á einum stað Síðasta námskeið fyrir sumarfrí hefst miðvikud. 5. maí kl. 16. Upplýsingar og skráning er í síma 869-7736 Ágústa sjúkraþjálfari UNGBARNASUND Í GRENSÁSLAUG Ég var boðinn á heimsmeist-aramótið í vaxtarrækt í Atl- anta Georgiu síðustu helgi. Ég hef verið að æfa líkamsrækt síðustu fjögur árin, að meðal- tali tvisvar í mánuði og náð ár- angri sem virðist hafa vakið at- hygli vegna þess að eldri kona spurði mig hvort ég ætlaði á heimsmeistaramótið í vaxtar- rækt. Ég gerði þar með ráð fyr- ir að ég hefði verið skráður sem þátttakandi, mætti á stað- inn en það reyndist á misskiln- ingi byggt. Ég fékk ekki að taka þátt í sjálfri keppninni. Ég kynntist hins vegar fjöld- anum öllum af vaxtarræktar- mönnum. Við fórum saman í sund og út að borða. Þetta er æðisleg lífsreynsla, ég var fljótur að eignast vaxtarrækt- arvini. Allt lék í lyndi ... þar til einhver nefndi skattborgara. Fulltrúi Nova Scotia tók æðiskast. Hann þolir auðsjáan- lega ekki hvernig peningum okkar skattborgara er eytt í alls kyns óþarfa, veislur og ut- anlandsferðir fyrir stjórnmála- menn og síðast en ekki síst: sumarbústaði. Fyrir einhvern misskilning stóð hann í þeirri trú að fólk sem dveldi í sumar- bústöðum gerði það á kostnað skattborgara. Vinur minn öskraði af reiði, vöðvarnir tútn- uðu út, æðarnar þrútnuðu og hann ranghvolfdi augunum. Hann froðufelldi og grenjaði af heilagri reiði fyrir hönd okkar skattborgara. Ég sá að ég varð að redda málunum. Ég faðmaði hann að mér og sagði: vertu ró- legur Nova Scotia. Lífið er of stutt til þess að svekkja sig á því sem maður getur ekki breytt. Og það virkaði. Við skildum sem vinir og sórum þess eið að vera alltaf vinir, hinir í hópnum lofuðu hver öðrum því að mæta tvisvar á dag í ræktina en ég lofaði sjálfum mér því að mæta allt upp í þrisvar sinnum í mánuði, ef ég hefði tíma og væri í stuði. ■ Heilög reiði Nova Scotia ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON ■ pælir í lífinu og tilverunni. HEMMI GUNN Hemmi ætlar að taka kvöldinu rólega enda er hann á leið í sjónvarpið á morgun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.