Fréttablaðið - 27.05.2004, Page 28
Ef ferðast er til borgarinnar Haag í Hollandi er hægt að heim-
sækja skemmtigarðinn Madurodam. Madurodam er einn vinsælasti
ferðamannastaður Hollands og er þar hægt að líta frægustu bygg-
ingar Hollands, nema miklu minni en þær í raun eru. Madurodam
er líkt og Legoland í Danmörku og vert að gera sér ferð þangað.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Súpersól til Salou
3. júní
frá kr. 39.995
Salou er einn fallegasti strandbærinn í Suður-Katalóníu héraði á Spán
einungis um 100 km frá Barcelona. Frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur
fólk á öllum aldri. Í Salou er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarðu
Spánar, gott úrval veitingastaða, fjölbreytt næturlíf og rúmlega
kílómeterslöng aðgrunn, gullin strönd. Bókaðu núna og festu þér
Súpersólartilboð. Þremur dögum fyrir brottför færðu svo að vita hvar þ
gistir í fríinu þínu í Salou. Val um viku eða tveggja vikna dvöl.
Verð kr.39.995á mann
M.v. 2 fullorðna og 2 börn í vikuferð. Innifalið
flug, gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá
flugvelli kr. 2.000 á mann.
Verð kr.49.890á mann
M.v. 2 fullorðna í vikuferð. Innifalið flug,
gisting og flugvallarskattar. Ferðir til og frá
flugvelli kr. 2.000 á mann.
Brekkugötu 27a
sími: 461 2500 • gsm: 895 0625 • fax: 461 2502
600 Akureyri • akurinn@hotmail.com
MAÍ TILBOÐ
Gistiheimilið Akur Inn
3 nætur á 15.000
2 manna herbergi
fjórða nóttin frí
Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar
Ferðaþjónustu bænda, var einmitt að koma úr eftir-
minnilegustu ferð lífs síns þegar Fréttablaðið hafði
samband við hana. „Þetta var hálfsmánaðarferð til
Kína í apríl, alveg stórkostleg,“ segir Hugrún. „Kína
er náttúrlega jafnstórt og Evrópa svo maður sér ekki
nema hluta af landinu, en það var samt ótrúlegt hvað
við komumst yfir. Það var líka svo æðislegt að upplifa
hvað fólkið þarna var glatt og skemmtilegt og tók
okkur vel hvar sem við vorum.“
Hugrún segir að þó að Ferðaþjónustan sé kennd
við bændur séu allir velkomnir í ferðir ferðaskrif-
stofunnar. „Hópurinn var mjög fjölbreyttur og fannst
okkur ekki síst gaman að sjá landbúnaðarhéruðin í
Kína. Sumum í hópnum fannst að þá sæjum við í
fyrsta skipti hið eiginlega Kína, því borgirnar eru
orðnar mjög nýtískulegar. Það var líka sérstök upp-
lifun að sjá bændur úti á ökrunum með verkfæri og
vinnutæki sem voru notuð hér á landi fyrir einni öld.“
Hópurinn fór til Xi’an, hinnar fornu höfuðborgar
Kína, þar sem hann skoðaði Terrakotta-herinn. „Það
var alveg ólýsanleg upplifun. Ég hafði hlakkað mikið
til að sjá það sem sumir hafa nefnt áttunda undur
veraldar og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mér fannst
líka sigling upp Yangtze-fljótið einn af hápunktum
ferðarinnar og dagarnir í Peking voru ævintýri lík-
astir þar sem við skoðuðum Himnamusterið, Torg
hins himneska friðar, Keisarahöllina og Kínamúr-
inn.“
Hugrún segir að utanlandsdeild Ferðaþjónustu
bænda muni efna til fleiri Kínaferða í ár að ógleymd-
um alls kyns spennandi ferðum sem má lesa um á vef
samtakanna, sveit.is.
edda@frettabladid.is
Eftirminnileg ferð:
Töfrar Kína engu líkir
Hugrún Hannesdóttir fór í eftirminnilega ferð til Kína í apríl. Hún segir
ferðina hafa verið eitt samfellt ævintýr.