Fréttablaðið - 27.05.2004, Síða 53
41FIMMTUDAGUR 27. maí 2004
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
K
Ö
-H
Ö
N
N
U
N
/
P
M
C
FÖSTUDAG 28. 05.’04
LAUGARDAG 29. 05.’04
SUNNUDAG 30. 05.’04
Í SVÖRTUM
FÖTUM
Dj íSI
SÍÐAST VAR FULLT ÚT ÚR DYRUM
HVÍTASUNNUHELGIN Á NASA
FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INNHÚSIÐ OPNAR KL. 11
FRÍTT INN
FRÍTT INN
20% afsláttur fyrir korthafa VISA
KORN
EFTIRPARTÝ HJÁ ROKKSVEITINNI
BIANCA JAGGER
Jagger-frúin er ekki sátt þessa dagana, en
hún heldur því fram að íbúðin hennar við
Park Avenue sé óíbúðarhæf sökum
rakaskemmda.
Óvissa um leikara
Harry Potter
Leikstjóri Harry Potter bíó-myndanna, Alfonso Cuaron,
hefur fulla trú á því að þó leikar-
arnir í myndinni séu í óða önn að
vaxa úr grasi munu þau klára að
leika í öllum bíómyndum seríunn-
ar. „Við erum að gera mynd núm-
er fjögur og þá eru bara þrjár
eftir,“ segir Cuaron. „Ég vona
bara að ég fái að halda sömu leik-
urunum í gegnum allt ferlið.
Hingað til bera krakkarnir aldur-
inn vel. Ég held varla að Dan
verði mikið stærri og aukaauga
mun varla vaxa á honum úr þessu.
Það sama gildir um Emmu, og
Rupert sleppur.“
Framleiðandinn David Heym-
an er ekki á sama máli og telur
það ógerlegt að vera trúr bókinni
án þess að notast við yngri stjörn-
ur. Hann efast um að þríeykið
verði notað í fimmtu myndinni,
Harry Potter og Fönixreglan.
„Það kemur að því að eitthvert af
þeim vill snúa sér að öðru. Ég veit
ekki hvort það verður þegar kem-
ur að fimmtu, sjöttu eða sjöundu
myndinni, en það er óhjákvæmi-
legt,“ segir Heyman.
Þrátt fyri bölspár framleiðand-
ans þá geta aðdáendur leikaranna
huggað sig við að þau Daniel
Radcliffe, sá er leikur Harry Pott-
er, Rupert Grint sem fer með
hlutverk Ron og Emma Watson
sem leikur Hermíone hafa nú þeg-
ar hafist handa við undirbúning
fjórðu myndarinnar, Harry Potter
og eldbikarinn. ■
Ekki geðstirður
unglingur
TÓNLIST Söngkonan Avril Lavigne
þekkir ímynd sína, geðstirður
unglingur með blákalt augnarráð.
Hin kanadíska Avril segist í raun
ekki vera þessi reiða stelpa sem
hún hefur verið markaðssett sem
og telur sig í raun vera nokkuð
feimna. Hún vonast til að geta
breytt ímynd sinni með gerð
plötunnar „Under This Skin“, sem
kom út á dögunum.
Þrátt fyrir að Avril sé aðeins 19
ára hefur hún haft áhrif á popp-
heiminn á sínum stutta ferli. Þeg-
ar hún kom fram á sjónarsviðið
2002 voru flestar unglingssöng-
konur markaðssettar sem sætar
og ögrandi og komu hvorki nálægt
textagerð eða lagasmíði.
Fyrsta plata Avril seldist í
meira en fimm milljónum eintaka
og var tilnefnd til Grammy-verð-
launa. Í viðtali við AP í New York
segir Avril ósjaldan fá bréf þar
sem hanni er þakkað fyrir að vera
ekki Britney Spears og fyrir að
vera hún sjálf.
Nýja platan er sögð bera vott
um aukin þroska unglings-
stjörnunnar, viðfangsefnin eru
meðal annars sambandsslit,
týnd ást og tilfinningaflækjur.
Avril segir plötuna sýna að hún
sé höfundur verka sinna því
með henni sé hún að tjá tilfinn-
ingar sínar og þrár. ■
Löggan í kláminu
Dagblaðið San FranciscoChronicle kom upp um tvo
lögregluþjóna á dögunum sem
höfðu leikið í afar svæsnum klám-
myndum í aukastarfi. Um konu og
karl er að ræða og leika þau á
móti hvort öðru í myndinni Bus
Stop Whores þar sem þau stunda
hávært kynlíf í hinum ýmsu stell-
ingum.
Fyrir vikið var maðurinn lækk-
aður í tign innan lögreglunnar og
þarf að láta sér nægja skrifstofu-
starf hér eftir. Konan, sem hefur
einnig haldið uppi klámsíðu á net-
inu undir nafninu Reina Leone,
fékk aftur á móti að halda sinni
stöðu. Hún starfar við spítala í
borginni. Samkvæmt blaðinu
verður hún þó hugsanlega rekin,
komist það upp að hún hafi leikið í
fleiri myndum.
„Deildin rannsakar það nú
hvort þetta sé saknæmt sam-
kvæmt reglum lögreglunnar eða
hvort þetta sé að einhverju leyti
ólöglegt,“ sagði lögregluþjónninn
Maria Oropeza í viðtali við blaðið.
Starfsfélagar lögreglu-
þjónanna virtust þó ekkert kippa
sér of mikið upp við fréttirnar.
„Hóhó, við hverju búist þið eigi-
lega? Þetta er San Francisco,“
sagði lögregluforinginn Joe Gar-
rity. „Ég hef nú ekki séð myndina
sjálfur. Ég hef meira gaman af
Disney-myndum. En frá því sem
starfsfélagar mínir segja mér, þá
þarf Brad Pitt ekkert að hafa
áhyggjur af samkeppni.“
Eftir rannsóknina getur farið
svo að parið verði aftur sett í fyrri
stöður. ■
Tveir lögregluþjónar í San Francisco höfðu
klámmyndaleik sem aukavinnu.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
LÖGGUKLÁM
„Jæja, strákar. Hvað segið þið um að ég
leiti aðeins á ykkur?“
AVRIL LAVIGNE
Stúlkan er aðeins 19 ára en hefur strax haft áhrif með popptónlist sinni.
ELDAST OF HRATT
Óhætt er að segja að Rupert Grint, Emma Watson og Radcliffe beri aldurinn vel
en framleiðendur Harry Potter eru þó ekki á því.