Fréttablaðið - 27.05.2004, Síða 54
42 27. maí 2004 FIMMTUDAGUR
Þeir sem fara til London í júlí getaátt von á að Trafalgar torgið, þar
sem Nelson trónir hátt yfir jörðu,
verði ekki eins og þeir eiga von á.
Enska þjóðaróperan (ENO) ætlar að
breyta torginu í stóran garð fyrir óp-
erutónleika sem halda á 7. júlí.
Tilraunin beinist að því að fjölga
áhorfendum óperunnar með því að
færa hana nær fólkinu, og þá sér-
staklega unga fólkinu. Því mun hún
sýna La Boheme undir berum himni
og á grasinu munu tónlistarunnendur
geta legið með nestið sitt og notið
tónanna. Reynt verður að fanga and-
rúmsloftið á Glyndebourne óperu-
tímabilinu, þegar nestiskörfur, teppi
og gras var óaðskiljanlegur hluti
þeirrar lífsreynslu að hlusta á óperu.
ENO mun einnig koma fram á
Glastonbury tónlistarhátíðinni, sem
er þekktari fyrir rokk, ról og rign-
ingu. Talsmenn óperunnar sögðu að
þetta væri tilraun til að ná til nýs
hlustendahóps með því framkalla
töfra.
Sem grein af sama meiði hefur
ENO fengið tónlistarmanninn Talvin
Singh, sem hefur meðal annars unnið
til Mercury tónlistarverðlaunanna til
að semja nýtt verk fyrir sig, þar sem
útkoman verður blanda af röddum og
hljóðgerflum. Verkið heitir Voxygen
og í því munu birtast tónlistaráhrif
frá Indlandi, Mið-Austurlöndum og
Evrópu. Svo er bara að sjá hvernig
dúfunum og flotaforingjanum Nelson
muni lítast á herlegheitin. ■
Óperan reynir að ná til fólksins
■ TÓNLIST
Sláttuorfin fyrir garðinn
og sumarbústaðinn
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Verð frá 11.500
Homelite
Hestur með öfuga hófa
og ódrepandi köttur
Menn hafa verið að sjá tröllog skrímsli á Íslandi frá
aldaöðli og fram á okkar daga,“
segir Jón R. Hjálmarsson, en Al-
menna bókafélagið hefur nýver-
ið gefið út bók hans Skessur,
skrímsli og furðudýr við þjóð-
veginn.
„Yngsta sagan í bókinni er
frá árinu 1984 en þá voru tveir
menn við rjúpnaveiðar við
Kleifarvatn. Það var sagt frá
upplifun þeirra í DV á sínum
tíma en þeir sáu tvö furðudýr
ganga á land og leika sér í fjalls-
hlíðinni. Furðudýrin syntu svo
aftur yfir vatnið og hurfu þeim
sjónum vestan vatnsins yfir
Sveifluhálsinn.“
Nykurinn í Reykjavíkurtjörn
er ein af þeim sögum sem Jóni
finnst heillandi. „Nykur er hest-
ur sem lifir í vatni. Það er ör-
uggast að ganga alltaf úr skugga
um hvernig hófarnir snúa á
hestum áður en farið er á bak
því nykurinn þekkist á því að
hófarnir á honum snúa öfugt,“
segir Jón. „Það er aldrei að vita
nema nykurinn búi enn í tjörn-
inni. Hann gengur víst stundum
á land en ekki er óhætt að setj-
ast á bak því þá stekkur hann
samstundis út í vatnið og tekur
knapann með sér.“
Í bók Jóns er líka að finna
furðulegar sögur af venjulegum
dýrum. „Það var til dæmis sér-
stakur köttur á Víkingavatni í
gamla daga. Það átti að farga
honum með því að henda honum
í Klettagjá en það gekk ekki bet-
ur en svo að tveim eða þrem
árum síðar kom hann upp um
gólfið á Reykjahlíð við Mývatn.
Þá hafði hann ferðast neðanjarð-
ar í hraungöngunum og var orð-
in stór og feitur af silungaáti.“
Bókin er sett upp sem hring-
ferð um Ísland og í henni er að
finna 60 sögur af nátttröllum,
sjóskrímslum, sæhestum, ókind-
um og öðrum íslenskum furðu-
dýrum. ■
LEIKURINN STENDUR
SEM HÆST
Vinningslíkur 1:15 Yfir 4200
vinningarSendu inn SMS skilaboðin sem finna má aftan á miðanum á
SS pylsupakkanum og þú veist strax hvort þú hefur unnið.
Vinningaskrá á www.pylsupar.is
www. i t ferd i r. i s
Fjöldi stórra og smárra vinninga eftir.
JÓN R. HJÁLMARSSON
Í bók hans má finna sögur af Lagarfljótsorminum, sæhestum, nátttröllum og fleiri íslenskum furðudýrum.
BÆKUR
■ Tröll, skrímsli og önnur furðudýr.
Það er ýmislegt hægt að sjá
við hringveginn.
NELSON OG DÚFURNAR
Trafalgartorgið í London mun taka miklum umbreytingum í byrjun júlí
þegar það verður grasi lagt fyrir óperutónleika.
ZANDRA RHODES
Zandra opnaði sýningu sína, Gamla borðstofan í Belsay Hall í Northumberland, Bretlandi.
Verk margra þekktustu avant-garde tískuhönnuða eru þar til sýnis, svo sem verk
Stellu McCartney, Paul Smith og Alexander McQueen.