Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 15
8. október 2004 FÖSTUDAGUR
Landlæknisembættið vill ekki „orkufólkið“:
Tengiliður kallaður á teppið
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir hefur
kallað Gitte Lassen, tengilið „orku-
fólksins“, á teppið og rætt við
hana. Kane-fólkið sem málið snýst
um var með námskeiðahald hér á
landi í síðasta mánuði.
Námskeið „orkufólksins“ sner-
ust meðal annars um að kanna
orku fólks og taka við þar sem
læknavísindin komu ekki að gagni,
til að mynda varðandi vefjagigt og
síþreytu. Gerði landlæknisemb-
ættið tengiliðnum grein fyrir því
að slíkt námskeiðahald væri litið
alvarlegum augum hér og undir-
strikaði að óskað væri eftir því að
það endurtæki sig ekki.
„Það sem konan sjálf er að
bjóða upp á sem einstaklingur er á
svipuðum nótum og ýmsir aðrir í
hliðstæðum geira eru að fást við,“
sagði Sigurður Guðmundsson land-
læknir. „Það er okkur í sjálfu sér
alveg að meinalausu. Hins vegar
gekk samtal okkar út á aðferðir
þeirra Kane-hjóna. Við vorum sam-
mála um að aðferðir þeirra og það
sem þau buðu upp á stæðist ekki
kröfur sem við vildum gera til
starfsemi af þessu tagi.“ ■
Eldflaugakapp-
hlaupið magnast
Íranar lýstu því yfir á dögunum að það væri aðeins tímaspursmál hvernær
þeir gætu skotið eldflaugum milli heimsálfa. Fimm af hættulegustu ríkjum
Asíu og Mið-Austurlanda ráða yfir langdrægum eldflaugum.
ELDFLAUGAR Þegar Hashemi Raf-
sanjani, fyrrum forseti Írans, lýsti
því yfir á dögunum að Íranar
hefðu komist yfir þröskuldinn í
þróun langdrægra eldflauga sem
skjóta má milli heimsálfa varð það
ekki til að draga úr áhyggjum
manna yfir
vopnauppbygg-
ingu og einkum
kjarnorkuupp-
byggingu ríkja
sem eiga í harð-
vítugum deilum
við nágranna
sína.
Ísraelar eru
logandi hræddir
við kjarnorku-
áætlanir Írana
enda er best hægt að lýsa sam-
skiptum ríkjanna sem svo að þau
einkennist af gagnkvæmri andúð.
Allt Ísrael er innan skotfæris ír-
anskra eldflauga og Ísraelar geta
skotið eldflaugum að sumum fjöl-
mennustu borgum Írans, þar á
meðal höfuðborginni Teheran.
Bæði ríki vinna að þróun eld-
flauga sem draga enn lengra, um
sex þúsund kílómetra, sem þýðir
að stór hluti heimsins, til dæmis
mestöll Evrópa, yrði í skotfæri
þeirra.
Ísraelar ráða yfir kjarnorku-
vopnum, þó þeir hafi aldrei viður-
kennt það berum orðum, og Íranar
eru sagðir vinna að því að koma
sér upp kjarnorkuvopnum, þó þeir
neiti því sjálfir.
Tvö kjarnorkuveldi, Indland og
Pakistan, sem oft hafa lent í stríði
eða verið á barmi átaka, ráða yfir
langdrægum eldflaugum. Það þýð-
ir að allt Pakistan er í skotfæri
Indverja en aðeins norðvestur-
hluti Indlands í skotfæri
Pakistana.
„Við þolum sprengju eða tvær,
jafnvel fleiri. En þegar við svör-
um verður Pakistan ekki lengur
til,“ sagði George Fernandes, þá-
verandi varnarmálaráðherra Ind-
lands, í ársbyrjun 2003.
Norður-Kóreumenn hafa valdið
mestum áhyggjum að undanförnu.
Talið er að þeir hafi komið sér upp
nokkrum kjarnorkusprengjum og
stefni að því að fjölga þeim. Þeir
ráða líka yfir eldflaugum sem
gera þeim kleift að skjóta þeim á
bæði Suður-Kóreu og Japan. Að
auki eru þeir sagðir vinna að þró-
un langdrægari eldflauga sem
skjóta megi að borgum á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Til að
varna því byggja Bandaríkjamenn
nú upp eldflaugavarnakerfi sem á
að gera þeim kleift að skjóta eld-
flaugar niður. Embættismenn
segja að fyrstu hlutar þess verði
teknir í notkun fyrir árslok og það
byggt upp í framhaldinu. Gagn-
rýnendur hafa hins vegar lýst efa-
semdum um ágæti þess og sagt til-
raunir skila döprum árangri.
brynjolfur@frettabladid.is
,, Við þolum
sprengju eða
tvær, jafnvel
fleiri. En
þegar við
svörum verð-
ur Pakistan
ekki lengur til.
TENGILIÐURINN
Gitte Lassen var kölluð á teppið
hjá landlækni.
ELDFLAUGAR STÓRU
KJARNORKUVELDANNA
Land Tegund Drægni
Bandaríkin Minuteman II 9.650 kílómetrar
Bretland Trident III 13.000 kílómetrar
Frakkland M45 6.000 kílómetrar
Kína DF-5 13.000 kílómetrar
Rússland SS-18 11.000 kílómetrar
Heimild: Missilethreat.com
Ísrael Pakistan
Indland
1.500 km 2.000 km
2.000 km
2.000 km
1.300 km
2.000 km
5.500 km
1.300 km
Norður-
Kórea
Íran
Í SKOTFÆRI ÓRÓLEGU RÍKJANNA
Fimm ríki sem talin eru búa yfir kjarnorkuvopnum ráða yfir langdrægum eldflaugum og sýna hringirnir hversu langt eldflaugar hvers ríkis
draga. Pakistanar og Indverjar hafa ítrekað lent í stríði frá því að löndin fengu sjálfstæði frá Bretlandi. Íranar og Ísraelar óttast hvorir aðra
og nágrannar Norður-Kóreu óttast eldflaugar landsins. Norður-Kóreustjórn vinnur að gerð enn langdrægari eldflauga sem draga minnst
5.500 kílómetra eins og sjá má á brotalínunni.
G
R
AF
ÍK
/F
RÉ
TT
AB
LA
Ð
IÐ
H
EI
M
IL
D
: C
AR
N
EG
IE
E
N
D
O
W
M
EN
T
FO
R
IN
TE
R
N
AT
IO
N
AL
P
EA
C
E
HERVÖRÐUR Á KÓRESKU LANDAMÆRUNUM
Norður-Kóreustjórn hefur komið sér upp kjarnorkuvopnum og langdrægum eldflaugum.