Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 22
FÖSTUDAGUR 8. október 2004
Skattar og afkoma
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins 4.
október „Hærri skattar og verri
afkoma“ var vitnað í undirritað-
an. Í stuttu samtali getur reynst
erfitt að tryggja að ummæli séu
sett fram í því samhengi sem
viðmælandi hefur í huga. Þá er
mikilvægt að rétt sé farið með
flókin hugtök tengd opinberum
fjármálum. Í þessari grein er
leitast við að leiðrétta slíkan
misskilning.
Fjallað var um ummæli mín í
erindi 30. september um að Ís-
lendingar væru nálægt því að
setja heimsmet í samneyslu sem
hlutfall af landsframleiðslu, en
það hlutfall fór yfir 26% árið
2003. Í fréttinni var ekki gerður
greinarmunur á opinberum um-
svifum í heild, sem námu um
44%, og samneyslunni. Rétt er
að samneysla er stærsti einstaki
hluti opinberra útgjalda, en aðr-
ir útgjaldaliðir eins og vaxta-
gjöld, tekjutilfærslur og fjár-
munamyndun skipta einnig
máli. Þá má nefna að opinber út-
gjöld lækkuðu umtalsvert eftir
að söfnunarkerfi lífeyris var
tekið upp á Íslandi á sjöunda
áratug síðustu aldar. Ef lífeyris-
skuldbindingar væru að öllu
leyti innan opinbera geirans,
eins og enn tíðkast víða erlendis,
væri hlutfall opinberra gjalda
og tekna þeim mun hærra. Þá
þarf að gera greinarmun á áhrif-
um vaxandi útgjalda á skatt-
byrði til lengri og skemmri tíma.
Til skemmri tíma hefur vaxandi
samneysla neikvæð áhrif á af-
komu ríkissjóðs og hægt að
mæta því án þess að auka skatt-
byrðina. Undanfarinn áratug
var aukinni samneyslu mætt
með samdrætti í öðrum útgjöld-
um ásamt tekjum af einkavæð-
ingu. Á komandi árum má gera
ráð fyrir minna svigrúmi til að
skera niður önnur útgjöld eða að
auka tekjur af einkavæðingu. Í
því samhengi má gera ráð fyrir
að áframhaldandi vöxtur sam-
neyslu leiði til aukinnar skatt-
byrði. Ummæli mín voru hins
vegar um áhrif opinberra fjár-
mála á hagstjórnina til skemmri
tíma. Í því samhengi benti ég á
að draga þarf úr samneyslu á
komandi árum, sérstaklega ef
skattar verða lækkaðir, til að op-
inber fjármál hafi áhrif til að
draga úr innlendri eftirspurn. Ef
það er ekki gert er hætt við að
vaxandi ójafnvægi í þjóðarbú-
skapnum hafi alvarlegar afleið-
ingar fyrir efnahagslífið, sér-
staklega ef einkaneyslan heldur
áfram að aukast langt umfram
tekjur heimilanna. Þá var gefið
til kynna að ég teldi að aukin
skattbyrði hefði áhrif á flutning
starfa til útlanda. Það er ekki
rétt. Samkeppnisvandinn er al-
farið tengdur háu raungengi
krónunnar. Ef eitthvað er, hafa
skattbreytingar undanfarinna
ára verið jákvæðar og haft góð
áhrif á starfsskilyrði fyrirtækja.
Að lokum má nefna að Samtök
iðnaðarins eru þakklát fyrir um-
fjöllun fjölmiðla um mikilvægi
þess fyrir þjóðarbúið að íslensk-
um iðnfyrirtækjum í alþjóðlegri
samkeppni verði tryggð viðun-
andi rekstrarskilyrði á komandi
árum.
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
BRÉF TIL BLAÐSINS
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Konur og a›rir jafnréttissinnar
eru bo›nir velkomnir.
Konur til áhrifa!
Sau›árkrókur: Framsóknarhúsi› Su›urgötu 3
fimmtudaginn 7. október kl. 20.00
Akureyri: Framsóknarhúsi› Hólabraut 13
föstudaginn 8. október kl. 20.00
Húsavík: Gar›ar Kaupfélagshúsinu
laugardaginn 9. október kl. 15.00
Egilssta›ir: Austursalurinn
sunnudaginn 10. október kl. 20:00
Hornafjör›ur: Lækjarbrekka Nesjum
mánudaginn 11. október kl. 20.00
Landssamband framsóknarkvenna hefur
hafi› hringfer› um landi› me›
yfirskriftinni Konur til áhrifa!
Tilgangurinn er a› efla starf
framsóknarkvenna til aukinna áhrifa í
stjórnmálum.
LANDSSAMBAND
FRAMSÓKNARKVENNA
Næstu fundir ver›a haldnir á eftirtöldum stö›um:
Brotavilji Geirs Haarde
Kristján Sig Kristjánsson skrifar:
Ákvörðun Geirs Haarde um að endur-
senda undirskriftalista nokkurra lög-
manna til stuðnings tilteknum umsækj-
anda um stöðu hæstaréttardómara er
brot á lögum um ráðherraábyrgð nr.
4/1963, á stjórnsýslulögum nr.
37/1993, upplýsingalögum nr.
50/1996, og sennilega hegningarlög-
um nr. 19/1940 vegna brotaviljans. Að
auki eru þetta stórkostleg og ómæld
réttarspjöll. Ástæðan fyrir því er sú að
nýskipaður dómari við réttinn er fyrir
bragðið orðinn vanhæfur í öllum mál-
um, því að ætla má að hann sé einn af
fáum sem veit hverjir skrifuðu undir
nefndan lista. Því var haldið fram að
virðulegur og vammlaus hæstaréttar-
dómari, Guðrún Erlendsdóttir, hefði
verið vanhæf að dæma í máli þar sem
Landsbankinn var stefndi; flestum þótti
þetta fjarstæða en Mannréttindadóm-
stóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu
að stefnandi hefði mátt ætla hana van-
hæfa vegna viðskipta eiginmanns
hennar við bankann. Þar með varð jafn
langsótt vanhæfi orðið gildandi réttur á
Íslandi. Vanhæfi nýskipaðs dómara
blasir við í þessu ljósi. Þetta er enn ein
hefndargjöfin til lögmannsins, sam-
þykki hans við þessa fáránlegu undir-
skriftasöfnun var skot í fótinn og spái
ég honum langvarandi ígerð í sárin.
ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON
LEIÐRÉTTIR FRÉTT UM HAGSTJÓRN
UMRÆÐAN
HAGSTJÓRN
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um efni
Fréttablaðsins eða málefni líðandi
stundar. Greinar og bréf skulu vera
stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér
rétt til að stytta aðsent efni. Einnig
áskilur ritstjórn sér rétt til að birta
aðsent efni að meginhluta á vefsíðu
blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til
þess með úrdrætti í blaðinu
sjálfu.Vinsamlega sendið efni í
tölvupósti á greinar@frettabladid.is.
Þar er einnig svarað fyrirspurnum um
lengd greina.